Morgunblaðið - 27.05.1968, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.05.1968, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, MÁNUDAGUR 27. MAÍ 1968 Mesta umferðin í sögu Akureyrar og óhappalaus Lögreglan leiðbeindi vegfarendum með bros á vör Frá fréttaritara Mbl. Akureyri, 26. maí. MENN hófu akstur á hægra vegarhelmingi kl. 7 í morgun hér sem annars staðar í land- inu, og þegar þetta er skrifað kl. 17, er ekki vitað til þess að umferðaróhöpp af nokkru tagi hafi orðið. Veður er stillt og hlýtt, en mistur í lofti og sólskinslaust. Umferð varð strax mikil kl. 7 í morgun og hefur verið gífurleg í allan dag nema hvað smáhlé varð um hádegi. Umferðarleiðum í bæruirn, ein stefnugötum og aða'Ibrautum, hef ur í flestum tilvikum verið ger- breytt frá því sem var í gær, svo að kalla má að Akuireyri sé íbúum sínum harla framandi og svipur hennar sé mjög ókunnug l'egur, jafnvel gagnkunnugum I>essu nýja svipmóti bæjarins og umferðarinnar hafa Akureyreing ar gert sér far um að kynnast rækilega í dag, og þar kem ur hið nýja umferðarkort í góðar þarfir. Mikill fjöldi lögreglumanna og umferðarvarða hefur verið að störfum og ieiðbeint vegfarend um með brosi á vör og fengið bros endurgoldið hjá flestum. Kl. 14. í dag átti fréttamaður Mbl. tafL við Gísla Ólafsson yfir- lögregluþjón, sem haft hetfur á hendi yfirumsjón með undirbún ingi breytingarinnar í bæ og hér aði. Honum eagði3t svo frá: — Næstsíðasta áfanga undir búningsvinnunnar var lokið af hálfu Akureyrarbæjar í gær, svo sem tengingu gatna, gerð umferðareyja, uppsetningu merkja o-sv. frv. í gærkveldi var byrjað að flytja umferðarmerki, og stóð það verk sem hæst milli kl. 2 og 4 í nótt, en kl. 5 var því að fulilu lokið. Mikil ölvun í glæsilegu úrvali. GTfllf f ^11111 Ódýr ensk og þýzk ^UI I LW|J|JI KYNNIÐ YÐUR HÆGRI HAGRÆÐIÐ UMFERÐ Hvar sem þér búið r bœnum er auðveldasta leiðin til okkar. Athugið bœklingin um umferð r Reykjavík. Munið bílastœðin við búðardyrnar. Miðstöð strœtisvagn- anna r nokkurra metra fjarlœgð. Nýjar vörur næstum daglega Tízkuverzlunin iioriin Rauðarárstíg 1, sími 15077. var fyrrihluta nætur, en búið var að fjarlægja alla drukkna menn af götunum fyrir kl. 5 í morgun. *— Fátt manna var á ferli þeg ar skiptin urðu. Þó sáust all- margir ieigubílar á ferð og 10- 20 bílar á vegum vinnuflokka bæjairins, sem allir höffðu undan þágu. Umferðarbannið í morgun var virt að mestu, en þó sást einn bíll færður úr stað. — Strax kl. 7 varð umferðin mikil og fór brátt vaxandi og hefur sennilega aldirei verið meiri en um 11-leytið í morgun. Svo virtist sem fólk tæki þátt í umferðinni strax — fóik á öll- um aldri, aldraðir ökumenn og unglingar á reiðhjólum. Það var athyglisvert hve unglingar gáfu vel stefnumeirki og komu aðöllu leyti vel fram. Tvo feðga sá ég á reiðhjólum. Þeir stigu af baki hér og þar og ræddu umfferð- — Mikil og góð samvinna hef- ur verið milli mín og Stefáns Stefánssonar bæjarverkfræðings en mikið starf heur hvíit á starfsmönnum hans. Það hefur allt verið með ágætum af hendi leyst og ekki verið nein brota- löm eða smurða. — Við höfum komið okkur upp æfingasvæði á Melgerðiis- melum, þar sem lögreglumenn, slökkviliðlsmenn, sjúkrabílstjór- ar og bifreiðaeftirlistmenn, hafa þjálfað sig í hægri akstri síð- ustu dagaa. — Reynslan sker úr um það, hve lengi verður þörf á ströngu umferðarefftirliti. Að nokkrum tíma liðnum verður dregið eitt- hvað úr því, en verður hert aft- ur ef þess reynist þörf. Sérstak- lega verður fylgst vel me ógæti- legur akstri og of hröðum atostri í sumar. Frá Gísla Ólafssyni hélt frétta Hægri umferðin nær einnig til dráttarvcla. ina á ýmsum stöðum og hjóluðu svo af stað aftur. Mjög mikið var af gangandi fólki, sem var að skoða hinar nýju aðstæður. Öll umferð var róleg og gæti- leg og alveg óhappalaus. — Strax kl. 3 í nótt voru lög- reglubílar sendir út á varðsvæði í heraðinu, en héraðinu erskipt í fjögur slík Löggæzlusvæði. Þeir urðu varir allmargra bíla, sem höfðu undanþágu: m.a. höfðuall ir mjólkurflutningabílar leyfi til aksturs árla morguns. 27 lög- gæzfluimenn eru að störfum í dag á Akureyri og í nærsveitum, það er Akureyrarlögreglan, héraðs- lögreglan og Dalvíkurlögreglan. Aðalbækistöð vegna H-dagsins er hér í nýju lögreglustöðinmi við Þórunnarstræti, en húnverð ur anmars ekki tekin í notkun fyirr en í næsta mánuði. Hér hafa umferðarverðir einnig ver- ið þjálfaðir síðan í janúar og umferðarögyggisnefndir ^ hafa haldið hér fundi sína. f gömlu lögreglustöðinni við Smáragötu er stjórn umferðarinnar í bæn- um, og þar er einnig stjórnað vöktum lögreglumanna og um- fferðarstjórn í bænum. — 70-80 umferðarveriðr starfa á Akureyri, og hófu þeir fyrstu störf kl. 7 í morgun á 10 stöðum í bænum, tveir til fjórir á hverj um stað. Annars verður fjölda þeirra hagað eftir þörfum og að stæðum á hverjum tíma. Flestir þeirra eru skátar, en allir sjálff- boðaliðar, sem hafa boðið fram vinnu sína að fyrra bragði og óskað að taka þátt í störfumum. Ekki hefur þurft að falast eftir neinum mönnum til þessara starfa Ég er þessum sj álfboðaliðum öll um mjög þakklátur. PRESTIGE þvegillinn, handhægur - end- ingargóður. Fæst í búsáhalda- verzlunum og Málaranum, Bankastræti 7. maður Mbl. á fund Guðmundar UBenediktssonar vegaverkstjóra, en hann er umdæmisstjóri í Eyjafjarðarsýslu og Suður-Þing ieyjarsýslu. — Ég hef nú verið á fótum og ferli í alla nótt, því að nauð synlegt var að hafa náið sam- band við vegagerðina í Reykja vík og víða annars staðar til að skiptast á upplýsingum ogfylgj ast með því að allt gangi vel og eftir fyrirfram gerðri áætlun. í haust og í vor var algjörflega lokið við uppsetningu allra um- ferðaarmerkja meðfram þjóðveg um í mínu umdæmi, en það starf sem leysa þurfti að hendi í nótt var breyting akbraiutarmerkja eða tvístefnumerkja. Þau erni alls níu, en mjög dreifð — hið fjarlægasta á Mývatnsöræfum. Hin eru í Öxnadal, á Dalvíkur- vegi og í Fnjóskadal. Þessum framkvæmdum ar öllum lokið mi'lli tol. 3 og 5 í nótt. — Etoki hefur unnizt tími til enn að afnema blindhæðir vegna veðráttu í vor, en unnið verður að því á næstunni eftir því sem fjárveitingar leyfa. — í fyrramálið verður byrjað að setja upp H-merki við alla þá vegi þar sem þeim er ætlað að vera, og verður því lokið á miðvikudagskvöld. Astand veganna hér I grend- inni er ffremur bágborið. Algjör lega er ófært fólksbílum milli Fagraskógar og Dalvíkur, enn- fremur Svalbarðsstrandarvegur utan við Svalbarð, en þar er jafnvel illfært jeppum á kílómet erskafla. Fóltosbílum er einnig rf>fært yfir Vaðlaheiði í efri hluta Reykjadals, um Reykja- hverfi, um Mývatnsöræfi og fyr ir Tjörnes. í næsta nágrenni Ák ureyrar eru vegir nokkurn veg- inn færir öllum bílum. Sumsstað að er tekið að þorna aftur, en annars staðar er versnandi færð. Með áframhaldandi góðviðri og hitum er þó von um að klaka leysi úr vegum á fremur skömm- um tíma. Við megum bara þakka fyrir meðan ekki rignir, sagði Guðmundur að lokum. — Sv. p. RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA*SKRIFSTOFA SÍMI 1Q*1QQ 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.