Morgunblaðið - 27.05.1968, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.05.1968, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MÁNUDAGUR 27. MAÍ 1968 11 H-dagur í Hafnarfirði H AFNARF J ÖRðUR var frið sæll bær og hljóður á aðfara- nótt H-dags. Á nokkrum stöð- um í bænum var verið að leggja síðustu hönd á merkjabreyting- ar, en annars sást tæpast nokk- ur á ferli. Á Strandgötunni voru nokkrar dúfur að flögra til og frá án sýnilegrar reglu í um- ferðinni: höfnin lygn og slétt, það stóð að með vætu. Þegar klukkuna vantaði tíu- mínútur í sex, var engan bíl að sjá á Strandgötunni, utan einn leigubíl frá bílastöðinni, sem þar er. Hann færði sig virðulega yf- ir á hægri kantinn á beina spott- anum sunnan við Fríkirkjuna og beið þess að klukkan yrði 6. Á meðan hlustaði bílstjórinn á útvarpið segja frá einhverjum synduselum, sem höfðu farið yf- ir á rauðu ljósi einhversstaðar í Reykjavík. Þetta heyrðist Kristinn Magnússon, bifreiðastjóri. langt: það var mjög hljóðbært í morgunsárið. Litlu síðar birtist þyrla yfir Strandgötunni og dúfurnar trufluðust í bili. Fram- ámenn hægri umferðarinnar voru komnir í loftið og beygðu inn yfir Keflavíkurveginn. Það birti lítið eitt. Klukkan á Frí- kirkjunni var sex. Leigubílstjór inn ók af stað á hægra kant- inum. Síðan var allt kyrrt eins og uppi á öræfum, unz lögreglu- XXX Sunnan Strandgötuna kemur grár leigubíll, PMC Gloria. Bíl- stjórinn heitir Kristinn Magnús- son. Við tökum hann tali, fersk- an í hægri umferðinni. — Hefurðu stundað akstui lengi? — Já, ég var rútubilstjóri, en hef verið með leigubíl rúmt ár. —- Hefurðu verið ánægður með umferðarmenninguna? — Ójá, ég hef ekkert sérstakt haft uppá hana að klaga. — Jæja, þú ert ekki mjög kröfuharður, Kristinn. Kvíðirðu fyrir einhverju núna, þegar þú ert kominn á hægri kantinn? — Ekki svo mjög. Það væru þá helzt gatnamótin. Mér sýnist að merkingar hér í Hafnarfirði séu ónógar. — En hvað heldurðu með þjóðvegina? — Ástandið á þeim versnar varla við þetta. — Og þú ætlar auðvitað að aka brosandi í dag? — Já, ætli maður reyni það ekki. Bara brosið verði ekki far- ið að stirðna undir kvöldið. XXX Hornið á Strandgötu og Reykjavíkurvegi er langsamlega þýðingarmestu gatnamót í Hafn arfirði. Þar hefur átt sér stað veigamesta breyting á umferð í bænum: Akstursstefnu á Strand götunni hefur verið snúið við, nú er hún ekin til norðurs. Einn innanbæjarmaður kom ofan Reykjavíkurveginn og beygði af gömlum vana til vinstri og inn í Strandgötuna. En hann komst ekki iangt, brosandi lögreglu- þjónn var óðar búinn að hand- sama hann og snúa honum við. En umferðin var aldrei mikil og umferðarverðir höfðu ekki mik- ið að gera. XXX Við umferðarstjórn á mestu fjarðar hittum við sem snöggv- ast að máli Jakob Sigmarsson, lögregluþjón. Þá var klukkan hálftíu. — Búinn að standa hérna lengi, Jakob? — í klukkutima eða svo. — Og allt gengið slysalaust? — Já, umferð hefur verið Lögregluþjónn tekur á rás eftir bíl, sem ekur eins og áður inn í Strandgötu. Bílstjórinn brosti og sneri óffar við. bíllinn kom, þeir voru að æfa sig. Tveir eða þrír borgarar komu á vettvang utan úr grárri morgunskímunni. Þeir skimuðu í allar áttir, en það var ekki mik- ið að sjá. Hálfsjö: ungur dreng- ur kom á hjóli og þræddi vand- lega hægri kantinn. Góðan daginn, hvað heitir þú? — Friðrik Oddsson. — Þú ert snemma á ferðinni. Ferðu alltaf svona snemma á fætur? — Nei, ég fór bara svona snemma á fætur í tilefni dagsins. — Þú hefur viljað verða fyrst- ur til að hjóla í hægri umferð í Hafnarfirði? — Já. — Og virðist þér sæmilegt að hjóla hægra megin? — Já, ég held að það sé betra. heldur lítil. — Hafnfirðingar hafa ef til vill ekið beint til Reykjavíkur í morgun til að spreyta sig í um- ferðinni þar? — Já, ég býst jafnvel við því. Þeir hafa ugglaust margir farið þangað til að reyna, meðan um- ferðarhraðinn er lítill. — Undirbúningi hefur verið lokið hér? — Já, það var að mestu lokið við gatnamerkingar í nótt. — En hér eru engar örvar merktar á þessum stærstu gatna mótum. — Nei, hér hafa aldrei verið merktar örvar, en nú er auðséð, að þær vantar. Nokkrir hafa lent á villigötum á þessum gatna mótum einmitt vegna þess. — Búist þið við árekstrum Á aðalgötu Hafnarfjarðar, Strandgötu. Myndin til vinstri er tekin á laugardag. Að morgni H- dags. Umferðin á Strandgötu hefur snúizt við. hér? — Nei, ég tel ekki ástæðu til að óttast það fremur en endra- nær. — En ég tók eftir því á leið- inni hingað til Hafnarfjarðar, að umferðarhraðinn á Hafnarfjarð- arveginum var yfirleitt 40-50 km en hámarkshraðinn er 35. Af hverju brjóta flestallir þessi hraðatakmörk? — Ekki þori ég að segja um það, en ég get ímyndað mér, að flestir aki þarna á þeim hraða, sem þeir eru vanir og taka ekki eftir því, að þeir eru komnir yf- ir leyfðan hámarkshraða. En ég tel, að það eina sem vit er í, sé að fara rólega. — Hefurðu séð marga brosa? — Já, menn eru yfirleitt létt- ir í skapi og þeim mistökum, sem orðið hafa hér á gatnamótunum, hefur verið tekið af umburðar- lyndi. — Svo hafið þið umferðar- verði til aðstoðar. Eru það sjálf- boðaliðar? — Já, það eru menn, sem hafa gefið sig fram til að vinna þetta verk í dag og á morgun. XXX Sýslumenn hafa að jafnaði virðuleg bílnúmer og við bjugg- umst við að hitta Einar Ingi- mundarson, þegar G 1 birtist, en Einar var ekki með í förinni, heldur ók kona hans bílnum, Erla Axelsdóttir. — Var það ákveðið að þú reyndir hægri umferðina fyrst? — Nei, Einar fór snemma í morgun og var kominn heim. — Ertu búin að aka bíl lengi, Erla. — Ég man það varla. Síðan 1945 held óg. Þegar við bjugg- um á Siglufirði, ók ég mjög mik- ið, til dæmis oft alla leið suð- ur. Framhald á bls. 18 FYRIR H ■DAGINN Kiflötlar nankinsbuxur il kðn q ungiinya FATAVERKSMIÐJAN HEKLA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.