Morgunblaðið - 27.05.1968, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.05.1968, Blaðsíða 14
14 MORGUNELAÐIÐ, MÁNUDAGUR 27. MAÍ 1968 Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Fréttastjóri: Auglýsingastj ór i: Ritstjóm og afgreiðsla: Auglýsingar: flausasölu: Áskriftargjald kr. 120.00 Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Sími 10-100. Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. Kr. 7.00 eintakið. á mánuði innanlands. VEL AF STAÐ FARIÐ í HÆGRI UMFERÐ Ijegar þetta er skrifað, er ekki annað að sjá en um ferðarbreytingin hér á landi ætli að takast vel. Er það mjög gleðilegt hve margir hafa lagt hönd að verki í því skyni að koma í veg fyrir slys og stuðla að því að unv ferðarbreytingin geti farið fram eins snurðulaust og raun ber vitni. Sem betur fer hef- ur ekkert alvarlegt slys orðið og er vonandi að svo verði áfram. Fólk fer yfirleitt var- lega, en þó aka einstaka bíl- stjórar of hratt og eru ekki nógu tillitssamir. Yfirleitt eru menn rólegir og þolinmóðir og umferðarstjórn lögreglunn ar er til sóma. Áreiðanlega hefur það ver ið rétt stefna að hvetja fólk til að fara eins fljótt út í um ferðina og unnt var, því að ekki þarf að aka lengi á hægri kanti til að losna við kvíðann, sem bjó um sig fyrir umferðarbreytinguna. Meðan allir eru óvanir hægri umferð er meiri von til þess að jafnt ökumenn sem gangandi fólk gæti ýtrustu varúðar og veiti samborgur- um sínum þá hjálp og aðstoð í umferðinni, sem nauðsyn krefur. Þá má einnig fullyrða, að það var rétt stefna að hvetja fólk til að brosa í umferðinni; það hefur létt skapið og bætt hugarfarið, en létt skap stuðl ar áreiðanlega að því að losa fólk við kvíða og koma því yfir byrjunarörðuleika. En léttleiki er ekki þjóðarein- kenni íslendinga. Fréttamenn ríkisútvarpsins eiga þakkir skildar fyrir það á hvern hátt þeim tókst fyrstu klukkutíma umferðarbreytingarinnar að ýta undir þessa brosmildi veg farenda með léttri kímni, sem jafnvel hafði áhrif á ást- fangna stokkandarsteggi. Þó að margir hafi verið úti að aka hér í Reykjavík í gær- dag, gekk umferðin svo snurðulaust, að fullyrða má, að til fyrirmyndar sé á marg* an hátt. Er vonandi að sú urt» ferðarmenning, sem flestir vegfarendur sýndu á götum borgarinnar í gær, megi ríkja þar áfram, svo að okkur tak- ist að stórfækka slysum og óhöppum, bæði hér í höfuð- borginni og einnig á vegum úti á Iandi. í því sambandi er nauðsynlegt að benda á, að nú má enginn sofna á verðinum og hugsa sem svo, að öll hætta sé liðin hjá. Þvert á móti þarf að hafa aukið að- hald á vegum úti í allt sumar, því að mest verður hættan þegar vegfarendur fara að slaka á, og þá einkum úti á þjóðvegum í sumarumferð inni. Hvítasunnuhelgin er fram- undan. Þá er nauðsynlegt að leggja mikla áherzlu á að hvetja fólk til áframhaldandi varkárni í umferðinni. Öll verðum við að leggjast á eitt um það að þeir fjármunir og sú mikla fyrirhöfn, sem lögð var í umferðarbreytinguna megi koma að sem beztum notum, svo að nú skapist hér umferðarmenning, sem við getum í senn verið stolt af og notið góðs af í fækkandi um ferðaróhöppum. Morgunblaðinu þykir á- stæða til að þakka þeim fjöl- mörgu aðilum, sem undirbú- ið hafa og framkvæmt um- ferðarbreytinguna. Strengj- um þess öll heit að standa vörð um þann árangur, sem náðst hefur, höldum áfram að brosa í umferðinni, og muna að við erum öll byrjendur hægri umferð. ÞATTUR KOMMÚNIST A Cá blettur var á H-deginum, ^ að nokkrir kommúnistar reyndu að efna til skrílsláta og bundu með því um tíma allmarga lögreglumenn við eftirlit með þessu tiltæki og hindruðu þá þannig í að geta sinnt umferðarstjórn. Sýndi þftssi skríll enn sitt rétta and- lit. — Þeir gnístu tönnum, þegar aðrir brostu. Jóhann Hafstein, domsmálaráðherra, og Sigurjón Sigurðsson, lögreglustjóri, fara í skoSun- arferð í þyrlu um Reykjavík og nágrenni um kl. 6.15 árdegis til að fylgjast með umferðar- breytingunni. Flugmaður var Björn Jónsson, sem lenti þyrluni á þaki nýju lögreglustöðvar- innar. Ljósm. Ól.K.M. Nýtt stig í umferðarmenningu — segir Jóhann Hafstein, dómsmáHaráðherra MÉR finnst að þessi fyrsti dagur hægri umferðar á ís- landi gefi góðar vonir um, að með breytingunni hafi skap- azt nýtt og betra stig í um- ferðarmenningu okkar, sagði Jóhann Hafstein, dómsmála- ráðherra, þegar Morgunblað- ið hafði tal af honum seint í gær. Breytingin sjálf fór í stór- um dráttum mjög vel og skipu lega fram og tókst betur en nokkrar vonir höfðu staðið til. Fólk varð að gera ráð fyr- ir margvislegum erfiðleikum í upphafi þessa stóra átaks og ég held, að segja megi, að all- ir hafi lagzt á eitt við að láta breytinguna fara fram eins snurðulaust og kostur var á. Þá kom einnig vel í ljós, hversu vel undirbúin breyt- ingin var af hálfu allra þeirra sem um það mál sáu. Hvað mig sjálfan áhrærir, fannst mér skiptingin yfir í hægri umferð að mörgu leyti auðveld. Vissulega voru ýms atriði annarleg í fyrstu, en það sem hjálpaði svo vel, voru góð löggæzla, vel merkt- ar götur, og skipulagt um- f erðarmerkj akerfi. Ég var á flugi yfir borg- inni, þegar breytingin átti sér stað, og það var mjög skemmtilegt að fá svo góSs yfirsýn yfir mjög samstillta framkvæmd, sem umferðar- breytingin vissulega var. Bjartsýnn á að breytingin takist vel. Strax klukkan sjö í gær- morgun, þegar umferðar- banninu var aflétt, opnuðu dómsmálaráðherra borgar- stjóri og lögreglustjóri hina almennu umferð í borginni. Síðari hluta dagsins náðum við svo tali af Geir Hallgríms syni borgarstjóra, og báðum hann að segja álit sitt á þess- um fyrsta degi hægri um- ferðar á íslandi. — Mér virðist umferðar- breytingin hafa gengið fram- ar öllum vonum, sagði Geir, og að fenginni reynslu fyrsta dagsins er ég bjartsýnn á að breytingin takizt vel. En Ijóst er að mikillar varúðar er þörf í umferðinni áfram, ekki hvað sízt núna fyrstu dagana eftir hreytinguna. Kannski má segja, að mér hafi fundizt þessi dagur vera hvorttveggja í senn — hátíðis dagur vegna sjómannadagsins og H-dagsins, þegar allir borgarbúar fóru út á götur borgarinnar — og um leið allsherjar skóli, þar sem íbú- arnir gengu allir undir próf að beita reglum þeirn, sem hægri umferð er samfara. Sérstaklega þótti mér lær- dómsríkt að fljúga yfir borg- ina á áttunda tímanum í morgun og sjá hve mikið líf var þá þegar á götunum svo árla sunnudags. Þótt umferð- in hafi stöðugt aukizt, þegar á daginn leið og oft hafi menn þurft að taka á þolinmæðinni, verður ekki annað sagt en reynsla dagsins sé ánægjuleg, og Reykvíkingar staðizt próf- ið með sóma, og ég held að ekki sé fullsnemmt að þakka lögreglunni og öllum þeim, sem undirbjuggu þessa um- fangsmiklu . umferðarbreyt- ingu fyrir árangursríkt starf. Þar á meðal hlýt ég að þakka sérstaklega þeim borgar- starfsmönnum, sem lagt hafa á sig mikið starf vegna breyt- ingarinnar. Lögreglan þakkar vegfarend- um þolinmæðina. Sigurjón Sigurðsson, lög- reglustjóri, var að koma úr eftirlitsflugi á þyrlunni og lenti á þaki lögreglustöðvar- innar um kl. 5 síðdegis, er fréttamaður Mbl. náði snöggv ast tali af honum. En þyrlan hafði verið notuð til mikils hagræðis allan daginn, til að fá yfirlit yfir umferðina, að því er lögreglustjóri sagði. Rétt fyrir kl. 6 flaug þyri- an með Jóhann Hafstein, dómsmálaráðherra, og mig yfir Reykjavík, Kópavog og Hafnarfjörð. Sá ráðherrann þannig yfir 3 lögsagnarum- umdæmi. Fylgdumst við með tilfærslu bílanna og því þeg- ar hægri umferð hófst. Það var mjög fróðlegt og virtist allt fara vel. Að þyrluferðinni lokinni fórum við þrír, dóms- málaráðherra, borgarstjóri og ég, út í umferðina akandi, til að reyna H-umferð. Ókum við um bæinn í hálftíma. — Nei, nei, við höfðum enga sérstaka þjónustu. Ég var t.d. í einkabíltúr með konu minni. Þá fór ég með Geir Hallgrímssyni, borgar- stjóra í stutt þyrluflug, til að fá yfirlit yfir borgina í H- umferð. í kvöld munum við Óskar Ólason, yfirlögreglu- þjónn fara á þyrlunni austur Framh. á bls. 15 Kl. 7 árdegis var umferðarbanni aflétt og hér leggur Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, af stað í fyrstu ökuferð sína í H- umferð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.