Morgunblaðið - 27.05.1968, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.05.1968, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MÁNUDAGUR 27. MAÍ 1968 4 /---\BtUOItSAM Rauðarárstig 31 Simi 22-0-22 íviagimOsar Iskipholti21 símar 21190 | eftir lokun sSmi 40381 Hverflsgötn 103. Sími eftir lokiui 31160. LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 11—13. Hagstætt leigugjald Sími 14970 Eftir lokun 14970 eða 81748 Sigurður Jónsson. BÍLALEIGAN - VAKUR - Sundlaugavegi 12. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. BÍLALEIG AN Morgunblaðið á mánudegi Það er einkennileg til- finning að fá nýtt .íslenzkt dag blað í hendur á mánudegi. En svona ætti það auðvitað að vera hvern einasta mánudag. Erlendis koma blöðin víðast út alla daga vikunnar, og að því hlýtur að koma hér fyrr eða síðar. Þetta er spurning um hagræðingu og aukinn mann- afla, svo að hægt sé að koma við vaktaskiptum, því að vitan lega verða blaðamenn, prent- arar og aðrir, sem að blaða- útgáfu starfa, að háfa einn frí- dag í viku. Lítið í rétta átt! Velvakandi hafði gaman af að aka um bæinn í gær, og hann sá ekki betur en allur fjöldinn væri sama sinnis. Hægri aksturinn er nýstárleg- ur svona rétt í byrjun, en ekki fannst Velvakanda hann neitt sérstaklega vandasamur. Marg ir munu hafa æft sig á að aka þær götur, sem þeir eru vanir að aka dags daglega, í og úr vinnu o.s.frv. Einu tók Velvakandi eftir, sem fólk þyrfti að vara sig á. Það er, að gangandi fólki, sem ætlar yfir götu, hættir við að líta fyrst í öfuga átt. Vitanlega á ekki að ganga út á akbraut fyrr en litið hefur verið til beggja átta, en flestum mun þó tamt að stíga út á götu, um leið og litið er í þá átt, sem um ferðar er von úr. En nú þarf sem sagt að líta í aðra átt en áður. Útgáfa minnis- peninga með myntgildi Frá Seðlabanka íslands hefur eftirfarandi bréf borizt' „í tilefni bréfs S.S. til Vel- vakanda í Morgunblaðinu 19. og 21. þ.m. um myntútgáfu vill bankastjórnin upplýsa, að útgáfa minnispeninga með myntgildi við sérstök tilefni, eins og t.d. þegar 1100 ár verða liðin frá upphafi íslandsbyggð ar, hefur verið í athugun, síð- an ákveðið var, að bankinn tæki við myntútgáfu. Er ekki tímabært að láta uppi um fyrirætlanir bankans í þessu efni, en það verður gert á sínum tíma. Að öðru leyti fagnar banka- stjórnin því, að fram komi á opinberum vettvangi umræður og ábendingar um útgáfu myntar og minnispeninga". Hvað verður um dönsku dagblöðin? H. Jakobsen skrifar (bréf inu snarað úr dönsku): „Fari fólk nú í seinni tíð til blaðasaua, til þess að kaupa skandinavískt dagblað, fær það alltaf sama svarið, þ.e.: blöðin koma á morgun. Næsta dag er farið til þess að kaupa blaðið, en þá fær fólkið sér til mikilla vonbrigða sama svarið aftur: Þau koma á morgun. Dönsku dagblöðin er auðveld- ast að útvega af öllum nor- rænum dagblöðum, en þó líða stundum langir tímar þannig, að þau koma aðeins einu sinni í viku, og þá er þegar farið að slá í þau. Á sama tíma hefi ég tekið eftir því, að þýzk og ensk blöð koma venjulega, meðan þau eru enn „volg“. Nú er vitað, að samgöngur eru við Norður- lönd (einkum Kaupmanna- höfn) á hverjum degi, og því er eðlilegt, að spurt sé: Hvers vegna er dagblaðasambandið svona slæmt við hinar nor- rænu bræðraþjóðir? Auðvitað er alltaf hægt að kaupa þýzk eða ensk blöð, en þeir, sem þyrstir í nýjar frétt- ir frá Norðurlöndunum, kjósa heldur að fá norræn blöð“. Að lokum spyr bréfritari, hver beri ábyrgð á þessari lé- legu þjónustu eða of fátíðu blaðasendingum frá Danmörku og öðrum Norðurlöndum, — hinar norrænu blaðaútgáfur sjálfur, Flugfélag fslands, Blad- kiosken í Hovedbanegaarden í Kaupmannahöfn, Innkaupa- samband bóksala, islenzkar blaðasölur eða enn annar að- ili. Þetta veit Velvakandi ekki, og væri mjög æskilegt, að rétt- ur aðili gæfi sig fram og skýrði mál sitt. Sumarbústoður — ibúð Til leigu óskast íbúð eða góður sumar- bústaður í nágrenni bæjarins yfir sumar mánuðina nú þegar. Símar 17775 og 23175. ENN í ★ 17. júní X + X skrifar: „Velvakandi góður! Mig iangaði aðeins til að ympra á næsta þjóðhátíðardegi í Rvík. Vonandi fara ekki há- tíðahöldin fyrir ofan garð og neðan hjá eins mörgum og í fyrra. Það eru ekki einungis ungu stúdentarnir, sem æskja þess, að hátíðin sé haldin á sín- um, góða, gamla stað í miðbæn um, heldur og fjöldi annarra. Fólk vill sýna sig og sjá aðra, ungir að aldnir tjalda sínu bezta, fara í sparifötin og er þá hægt að lá þeim, þó áð það sé ekki æst í að vaða leðjuna inni í Laugardal. Við erum reynslunni ríkari frá í fyrra, ungu stúdentarnir sáust þar ekki, þeir, sem svo mörg undanfarin ár hafa sett svo fallegan svip á bæinn með hvítu kollunum sínum. Fólk úr öllum bæjarhlutiwn á hægara með að komast í miðbæinn og þangað stefna skrúðgöngur úr öðrum hverfum borgarinnar. f rigningu er hvergi betra skjól en í miðbænum og stutt er í mörg veitingahús. Ekki voru Kaupmannahafn- arbúar að víla fyrir sér að halda upp á 800 ára afmæli borgarinnar á sjálfu (Strau- inu) Strikinu. Nei, í öllum bænum eyði- leggið ekki 17. júní-daginn inni í Laugardal — lofið nýju stúdentunum og öllum öðrum að njóta dagsins í bænum, skreytið götur og glugga, svo að enginn sé í vafa um að það sé þjóðhátíðardagur íslendinga 17. júnL X + X P.s. Sé það vegna óþrifa á miðbænum, að hátíðin var í fyrra flutt í Laugardalinn, mætti gjarnan fækka pylsu- og sælgætistjöldunum, svo að blöðrur og pylsur settu minni svip á bæinn, en svo oft áður. Ekki ætti að vera hægara að tína upp rusl og þrífa grasið inni í Laugardal, en að sópa og spúla á göturnar í bænum. GILDI AEiBRAUT NÝIR VW 1300 SENDUM SÍMI 82347 Skolphreinsun Losa um stífluð niðurfalls rör. Niðursetningu á brunn- um. — Smáviðgerðir. Vanir menn. Sótthreinsum að verki loknu. — Sími 23146. Black & Decker smergelvélar 6”, 7” og 8”. Slípivélar 7” EUSABETH ARDEM Ný sending koniin. Þar á meðal eoveringkrem (sein hylur bletti). I * k- jLrv\_i.s lcJ Vesturgötu 2. — Sími 13155. 8ezt ú auglýsa í Morgunblaðinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.