Morgunblaðið - 15.06.1968, Page 5

Morgunblaðið - 15.06.1968, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 196S 5 Menn meta skák tíkt og tónlist Rætt við Friðrik Ólafsson, stórmeistara Friðrik Ólafsson og bandaríski stórmeistarinn Robert Byrne tefla á Fiskeskákmótinu í gærkvöldi. ÞEFAR dr. Aljechin hinn frægi skáksnillingur tefldi fjöl tefli í Bárunni 1931 vildi til, að sama kvöldið fór fram um- ræða um fjárlög á Alþingi. Magnús Jónsson guðfræðipró- fessor var að mæla fyrir breyt ingartillögu, sem hann flutti við fjárlögin, en þingbekkir voru fásetnir. Magnús gerði þá hlé á ræðu sinni og sagði við forseta, að hann teldi til lítils að halda hér ræðu, eng- ir eftir nema þeir tveir og þingskrifararnir, en þingmenn allir farnir að horfa á Aljechin í Bárunni. Jörundur Brynjólfs son var þá forseti og varð hann við tilmælum Magnúsar, sleit fundi og gengu þeir síðan saman út í Báruna. Núna fara Reykvíkingar á kvöldin niður í Tjarnarbúð hinu megin við Vonarstræti að horfa á Fiskeskákmótið, sem þar er haldið. Líklegast munu flestir fylgjast með Friðriki Ólafssyni og því var það að við ræddum stuttlega við hann og spurðum fyrst, hvernig hann liti á þetta mót. „Þetta skákmót er nokkuð sterkt á alþjóðlegan mæli- kvarða. Erlendu þátttakend- urnir eru allt heimsþekkt nöfn, og því held ég, að menn fylgist með mótinu erlendis. Og fyrir islenzkt skáklíf hef- ur mótið mjög mikið gildi. Það hefur alltaf háð okkur, hvað við eigum erfitt með að komast í mót, og mér finnst sjálfsagt að stuðla að því að halda svona mót, — kannski ekki á hverju ári, en annað hvort ár. Það er auðséð að mjög margir hafa éihuga á mót inu og fylgjast með því.“ „Og hvernig þykir þér mótið?" „Það sem mér þykir skemmtilegast er, hvað okkar menn hafa staðið sig vel. Út- lendingarnir eiga erfitt með þá, og sækja ekki gull í greip ar þeirra, a.m.k. ekki auðveld lega. Þetta tel ég því að þakka að margir strákanna, t.d. Bragi og Guðmundur hafa teflt bæði á stúdentamótum og Olympíumótinu og sú æf- ing og reynsla, sem fylgir þeim mótum, er farin að segja til sín. Hér fá þeir einnig tæki færi til þess að vinna sér titla og ef þeir standa sig vel, eiga þeir möguleika á boðum og það er mikils virði. Ungir skákmenn eins og þeir, með tiltölulega litla keppnisreynslu, hafa líka vissa vanmetakennd gagnvart út- lendingum. Þeir eru dálítið hræddir við þá og þurfa að komast yfir það. Ég get nefnt þér skemmtilegt dæmi um slíkan ótta við menn, sem mað ur hefur ekki teflt við áður. Það var mér mikill styrkur að vinna Pilnik í einvíginu á sínum tíma, enda hafði Piln ik þá unnið sér rétt til þátt- töku í áskorendamótinu. Því var það, að þegar Taimanoff og Ilivitsky tefldu hér á móti 1956, var Ilivitsky sagt frá þessu, að ég hefði unnið Piln- ik 5-1. Hann varð svo hrædd- ur, að hann tefldi harkalega til jafnteflis við mig. Ilivitsky var þá einn af fremstu skák- mönnum Rússa. Úrslitin í einvíginu voru kannski ekki sanngjörn, en þetta sýnir bara, hvaða áhrif svona úrslit geta haft, og ég er viss um, að ef Ilivitsky hefði athugað skákirnar og séð, að þær voru ekkert sérstakar hefði hann ekki verið hrædd ur við mig.“ „Þú varst orðinn atvinnu- maður á tímabili?" „Já, á tímabili, en samt svo, að ég tefldi aldrei á mörgum mótum, svona fimm á ári. Annars er það misjafnt hvað menn kalla atvinnumennsku." „Og hvernig líkaði þér at- vinnumennskan?" „Þetta er að sumu leyti eins og argasta skítverk. Eina leið in til þess að komast algjör- lega áfram er að stunda sjálf- stæðar rannsóknir, því að skákritin nægja manni ekki. Það geta allir lesið þau jg kynnt sér, en stundum get- ur vantað eitthvað í þau. En þessi mikla útgáfa á skákrit- um hefur valdið því, að það er miklu erfiðara að komast upp, vegna hinnar miklu þekk ingar, sem menn geta aflað sér þar.“ „Nú hefur Larsen komið fram með nýjungar.“ „Já og það er mikið því að þakka, að hann er kominn þetta áleiðis. Og í dag er hann sá skákmeistari, sembryddar upp á flestum nýjungum og sá sem sýnir mestan fersk- leika í skák yfirleitt. Það er alltaf mikil hætta á því, að menn staðni, ef þeir tefla alltaf sömu byrjanirn- ar.“ „Eru menn ekki farnir að grafa upp gömul afbrigði?“ „Það er ekki beint hægt að aegja það, en menn reyna að nota þau með endurbótum. Þau hafa kannski „fallið í ó- náð“, vegna þess hve margir kunnu þau.“ „Er hægt að verða góður skákmaður með lærdómi ein um?“ „Þótt menn vanti alla hug kvæmni, er hægt að komast anzi langt með lærdómi. Það hefur verið skrifað svo mikið um skák. Menn geta lært ým- is prinsip, og þótt þau séu auðvitað ekki algild, gilda þau þó í flestum tilfellum. En það sakar þó ekki að hafa hug- kvæmnina líka. Lærdómurinn hefur hins vegar mjög mikið gildi vegna tímatakmarkananna í skák- inni.“ „Þú hefur alltaf verið fræg ur fyrir að lenda í tímahraki.“ „Já, — upphaflega var það vegna þess, að ég var ekki nógu vel að mér í byrjun- unum og þurfi mikinn umhugs unartíma til þess _að finna rétta framhaldið. Ég er að vísu búinn að læra byrjanirn ar núna, en tímahrakið hefur fylgt mér síðan, og það er svo ríkt í mér að hugsa mik- ið um fyrstu leikina, að ég hef eiginlega aldrei komizt yfir það. — Þeir voru líka að gantast með það uppi í Háskóla, að þar var ég alltaf síðastur út úr prófunum, — kannski eru það áhrif frá skák inni. — En þreytan segir líka sitt. Ég notaði t.d. ekki nema 10 mínútur í 20 fyrstu leikina í skákinni við Addison, þann- ig að ég þarf ekki alltaf lang an tíma í byrjunina, svo hugs aði ég mig um í klukkutíma um næsta leik, og þar spilar þreytan dálítið inn í.“ „Þú minntist áðan á Lar- sen. Telur þú hann eiga mögu leika á heimsmeistaratign?“ „Hann á sjálfsagt einhvern möguleika, en ekki mestan. En ef hann er heppinn og teflir vel, hefur hann mögu- leika á að sigra. Hins vegar tel ég þá Kortsnoj eða Spass- ký líklegri til sigurs. Ég hef ekki mikla trú á sigri Tals. Hann á að tefla við Kortsnoj og Tal hefur alltaf gengið illa í viðureigninni við hann. Ég held að hlutfallið sé níu á móti einum. „Það er stundum þannig, að einn skákmaður getur haft eins konar sálfræðileg áhrif á annan, einhvern stíl eem verkar illa á andstæðinginn. Ég hef t.d. alltaf átt erfitt með Tal. Honum skaut upp eins og halastjörnu, en eftir að menn lærðu að þekkja hann betur, fór hann dvín- andi. Annars er Tal gífur- lega skemmtilegur skákmað- ur. En það er með skák eins og tónlist. Þú veizt manni fell ur aðgengileg tónlist fyrst bezt í geð fyrst. Eins er með Tal. Skákmenn eins og Bot- vinnik og Smyslov rista miklu dýpra og höfða meira til manns, en það er nátt- úrlega ekki nema fyrir sterka skákmenn að skilja alla þá hugsun, er liggur að baki þeirra skákum." „Og að endingu Friðrik. Ætlarðu að gefa þig að skák- inni?“ „Ég er ekki ákveðinn, hvað ég geri, en fyrst um sinn ætla ég að reyna fá einhverja reynslu i lögfræðinni. Það er til lítils að taka próf í henni, ef ég geri ekkert til þess að notfæra mér það. Har. Bl. ÍSLENDINGAR OG HAFID Dagur Slysavarnafélags íslands í dag í dag er dagur Slysavarnafélags íslands á sýningunni íslendingar og hafið. Skoðið yfirgripsmikla og fróðlega deild Slysavarnafélagsins. Kl. 3 í dag verða myndirnar „Björgun við Látrabjarg;‘ og „Meðferð gúmmíbjörgunarbáta“ sýndar í Laugarásbíói og er aðgangur ókeypis. Dagskrá S.V.F.I. hefst í Laugardalshöll kl 20.30 með sérstakri tónlist frá kl. 20. Dagskráratriði: 1. Ávarp Gunnar Friðriksson forseti S.V.F.Í. 2. Björgun í stól yfir sal Laugardalshallarinnar. 3. Kynning á bás. 4. Gúmmíbátur sprengdur upp með þrýstiflösku. 5. Eygló Viktorsdóttir syngur. 6. Ríó tríó syngur og leikur. Kl. 22 fyrir utan Laugardalshöll verða sýnd reykblys, svifblys, handblys og merkjaskot. Kynnizt fjölþættu starfi S.V.F.Í. og njótið skemmtilegrar dagskrár. ÍSLENDINGAR OG HAFID

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.