Morgunblaðið - 15.06.1968, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 1968
- NATO
Framhald af bla. 1
fleiri norskum bæjum“, segír
Livstov. Hann bætir því við, að
með aðild að NATO, séu Norð-
menn ekki í bandalagi við frið-
elskandi Þjóðverja, heldur við
bernaðarsinna í Sambandslýð-
veldinu, beinna arftaka „Wehr-
macht“ og stefnu Þriðja-ríkisins,
afla, sem hugsi einungis til
hefnda.
Að sögn Livtsovs er þetta að-
eins ein þverstæðan í NATO-
stefnu Noregs. Önnur er sú að
enginn minnist lengur í Noregi
á ógnun að austan. Þetta hljóti
að sýna enn ljósar hve tilgangs-
laus tilvera Atlantshafsbandalags
ins er. Telur Livtsov þetta ástæð
una fyrir því, að vandlega sé
reynt að breiða yfir árásartilgang
NATO með því að nefna það varn
arbandalag. „En einnig þetta er
þversögn", segir hann. Ahrifa-
miklir norskir stjórnmálamenn
beita sér gegn því að Noregur
gangi úr NATO, ekki á þeim
grundvelli að einhver hætta
steðji að frá Sovétríkjunum, held
ur leita þeir „röksemda í þoku-
hulinni framtíð". En er nokkur
minnsta ástæða til þess að ætla
að friðarást Sovétríkjanna muni
nokkurn tíma breytast, spyr
Livstov. Sovétríkin, sem með
blóð sona sinna hjálpuðu Noregi
til að varpa af sér oki Hitlers,
munu ætíð vera traustur vinur
norsku þjóðarinnar: NATO aftr-
LEIÐRETTING
ÞAU mistök urðu í fráaögn af
aðalfundum Almenna bókafélags
ins og Stuðla h.f. hér í blaðinu
í gær, að þar sem stendur, að
heildarsala á bókum AB hafi auk
izt um 14. Á að sjálfsögðu að
standa, að heildarsalan hafi auk-
Izt um 14 prósent. Eru lesendur
beðnir velvirðingar á þessum
mistökum.
ar því að þessi vinátta eflist og
þróist.
f grein sinni vísar Livtsov á
bug þeirri fullyrðingu, að aðild
að NATO dragi úr fjárveitingum
til varnarmála. Segir hann að
kostnaður þessi fari sí-vaxandi,
en að úr honum dragi, ef Noreg-
ur segir sig úr NATO. Vísar hann
í því sambandi til fjárlaga Finn
lands og Austurríkis. — „Einnig
er rétt að benda á að svonefnd
aðstoð frá bandalagsríkjunum í
NATO er aðallega fólgin í því
að koma upp margskonar bæki-
stöðvum og herstöðum á norsku
landi, stöðvum sem, ef til vopn-
aða átaka skyldi koma, geta orð-
ið skotmörk fyrir kjarnorku-
vopn“.
Livtsov segir, að ekki megi
taka alvarlega þá staðhæfingu að
NATO skapi jafnvægi í Evrópu.
Ekki megi heldur taka alvarlega
fullyrðingu um að bandalaginu
sé í æ ríkara mæli beitt til að
finna friðsamlegar lausnir vanda
málanna. Hann mælir gegn þeirri
fullyrðingu að Noregur hafi ekki
um annað að velja að aðild að
NATO með tilliti til hernaðarlega
mikilvægrar legu landsins. En
sýna ekki Svíþjóð og Sviss að
annarra kosta er völ, spyr hann.
Væri ekki rökréttara að álykta
að einmitt aðild að NATO fæli í
sér hættu á að dragast inn í vopn
uð átök?
Livtsov telur að fylgjendur
NATO-aðildar Noregs skilji
þetta, og reyni eftir fremsta
megni að koma í veg fyrir að
áframhaldandi aðild Noregs
verði rædd á breiðum grundvelli.
Vísar hann til ummæla, sem fram
hafa komið í norskum blöðum,
um að aðild Noregs að NATO
feli í sér stuðning við mesta aft-
urhalds- og árásaröfl heimsins í
dag.
Þing Norrræna Krabbameinss ambandsins.
Þing norrœna Krabba-
meinssambandsins hér
Þing Norræna Krabbameins-
sambandsins er nú haldið á ís-
landi í 3ja sinn. Formenn og að-
alritarar allra norrænu krabba-
meinsfélaganna koma saman ár-
lega á Norðurlöndunum til skift
is, eða 5 hvert ár í hverju landi.
Þeir sem eiga aðild að Krabba-
meinssambandinu, eru formenn
krabbameinsfélaganna fimm og
aðalritarar þeirra.
Síðustu árin hefur tíðkast að
halda læknafundi í framhaldi af
þinginu, þar sem læknar frá öll-
um Norðurlöndunum gefa yfirlit
um nýjustu rannsóknir og fram-
farir í meðferð ákveðinnar
krabbameinstegundar.
Samtímis krabbameinsþinginu
halda formenn Krabbameinskrán
inga allra Norðurlandanna sam-
ieginlega fundi, þar sem þeir
ræða mál krabbameinsskráning-
anna og gefa síðan skýrslur um
starfsemi þeirra á fundi sem for
mönnum og aðalriturum krabba
meinsfélaganna. Krabbameins-
skráningin hefur þýðingarmiklu
hlutverki að sinna, því hún er
meðal annars lykillinn að vís-
indalegum rannsóknum og úr-
vinnslu á landfræðilegri út-
Hörður Ágústsson og Björn Jakobsson í nýja sýningarsalnum. Þeir standa við málverk eftir
Svavar Guðnason og Þorvald Skúlason.
Nýr sýningarsal-
ur tekur til starfa
Opnar með málverkum 23. kunnra
listamanna
NÝR listsýningarsalur, af þeirri
gerðinni sem erlendis nefnist
Gallerí, hefur verið opnaður á
Laugavegi 31. Nefnist hann sýn-
ingarsalurinn Persia og er til
húsa í afgirtum salarkynnum í
samnefndri verzlun. Verða þar
nú til sýnis og sölu málverk og
höggmyndir eftir viðurkennda
listamenn. Hörður Ágústsson,
listmálari, verður listaráðunaut-
ur þessara sýninga, en Björn Jak
obsson, einn af eigendum Persíu,
sér um reksturinn að öðru leyti.
Verðnr opnunardagur sýningar-
innar á sunnudag og þá opið al-
menningi kl. 2-7.
Blaðamönnum var boðið að
skoða hinn nýja' sýningarsal, er
fyrstu myndum hafði verið kom-
ið þar fyrir, en þær eru eftir 23
listamenn. Hörður sagði við það
tækifæri, að nokkrum sinnum
hefðu verið gerðar tilraunir til
að koma upp sýningarstað, þar
sem listmálarar gætu sýnt og
selt verk sín og borgarbúar átt
aðgang að því að skoða þau, en
slíkir sölustaðir listaverka eru
til í öllum borgum og nefndir
Gallerí. En þetta hefur aldrei
gengið. Kannski af þvi að i landi
kunningsskaparins geta svo marg
ir skroppið heim til málarans og
af því markaðurinn er of líttill
til að standa undir kostnaði. En
í vetur kom Björn Jakobsson í
Persíu að máli við Hörð og bauðst
til að veita aðstöðu í verzlun
sinni, ef hann vildi sjá um hina
listrænu hlið málsins. Björn sér
svo um daglegan rekstur, en op-
ið er meðan verzlunin er opin.
Þarf þá ekki sérstakan mann
til að gæta málverkanna. Hörður
hefur milligöngu við listamenn-
ina og ber að vissu leyti ábyrgð
á myndunum.
Lagt hefur verið í nokkurn
kostnað við að stúka af sýningar-
svæðið, en þar eru nú málverk í
tveimur þægilegum stofum, en
einnig er hægt að hengja upp
myndir á stórum vegg framm í
verzluninni, ef vill. Sagði Hörð-
ur, að þarna væri samsýning á
því bezta í listum, sem nú væri
verið að gera. Listamennirnir eru
23. Þó vantar nöfn, sem ættu að
vera þarna, sagði Hörður. Ekki
töldu allir sig hafa aðstæður til
að sýna núna, en kæmu mað
seinna. Þeir sem eiga þarna mynd
ír nú eru: Þorvaldur Skúlason,
Svavar Guðnason, Guðmunda
Andrésdóttir, Hjörleifur Sigurðs
son, Steinþór Hjörleifsson, Krist-
ján Davíðsson, Jóhannes Jóhann
esson, Eiríkur Smith, Hafsteinn
Austmann, Benedikt Gunnars-
son, Hörður Ágústsson, Steinþór
Hjörleifsson, Sigurður Sigurðs-
son, Einar Hákonarson, Sverrir
Haraldsson, Jóhannes Geir,
Hrólfur Sigurðsson, Magnús Á.
Árnason, Einar Baldvinsson og
Veturliði Gunnarsson.
Seinna mætti svo nota salinn
fyrir sýningar einstakra lista-
manna og jafnvel fá hingað er-
lendar myndir, að því er Hörður
sagði. Fyrsti dagur sýningarinn-
ar er á sunnudag og þá opið á
sama tíma og verzlanir og að-
gangur öllum frjáls og kostar ekk
ert
breiðslu krabbameinstegundanna
hegðun þeirra og tíðni í löndum
Aðeins 24 lönd í heiminum
hafa krabbameinsskráningar, en
sumar þeirra ná einungis yfir
landshluta eða einstakar borgir.
Nórðurlöndin hafa öll mjög full
komnar krabbameinsskráningar,
þar sem hvert krabbamein, sem
finnst, er skráð, skýrt frá með-
ferð þess og afdrifum sjúkling-
anna.
3 leitarstöðvar á íslandi.
Krabbameinsfélag íslands rek
ur nú 3 Krabbameinsleitar-
stöðvar. A-stöðin tekur á móti
fólki yfir fertugt, sem virðist
heilbrigt, en æskir skoðunar
með sérstöku tilliti til krabba-
meins. Sú stöð hefur verið starf
rækt í 11 ár.
B-stöðin hóf starfsemi sína
1964. Hún sinnir eingönigu leit
að legháls og legkrabbameini. I
fyrstu umferð voru skoðaðar
17.265 konur á aldrinum 25-60
ára, nær allar úr Reykjavík og
nágrenni. í þeirri leit fundust
130 tilfelli af staðbundnu krabba
meini og 48 af ífarandi krabba-
meini. Nær allar þessar konur
hefur tekizt að lækna, þar sem
flest meinin voru á frumstigi
eða byrjunarstigi. C-stöðin hóf
starfsemi sína seint á síðast-
Framhald á bls. 13
- STORÞINGIÐ
Framhald af bls. 1
lausn, væri það gjörsamlega til-
gagnslaust frá sjónarhóli heims-
ins og Noregs, að Norðmenn
leggðu sig fram um að leysa upp
það svæðabandalag, sem þeir
væru aðilar að.
I NATO eru lönd, sagði Svenn
Stray, sem ekki virða ákvæði
Atlantshafssáttmálans um að
tryggja og efla innra frelsi aðild
arríkjanna og réttindi borgar-
anna. Þáð kann að virðast þver-
stæða, að þessar þjóðir séu aðil-
ar að NATO, sagði hann, en það
er samt sem áður rangt mat að
krefjast þesss, að Noregur eigi
að segja sig úr NATO af þessari
ástæðu, og hann benti á atburði
úr starfi Sameinúðu þjóðanna. 1
þeim samtökum sætu Norðménn
ásamt fjölda landa, sem væru
langt frá því að vera lýðræðis-
leg. Enginn krefst þess samt sem
áður, sagði hann, að þau verði
rekin, því að þessi lönd leggðu
einnig fram sinn skerf til þess
að höfuðmarkmiði Sameinuðu
þjóðanna — frfði og samstarfi
milli allra þjóða heims — yrði
náð.
Finn Moe úr Verkamanna-
flokknum, sagði að reynslan sann
aði, áð aðild að NATO hindraði
Norðmenn ekki í því að berjast
gegn einræði og nýlendustefnu
aðildarríkja bandalagsins. Eftir
hina einör’ðu afstöðu, sem Noreg
ur hefði tekið gegn einræðinu
í Grikklandi og nýlendustefnu
Portúgala, væri ekki unnt að
halda því fram, að Norðmenn við
urkenndu þetta ástand, vegna
þess að þeir væru í NATO. Þvert
á móti hefði gagnrýnin meiri á-
hrif, vegna þess að þeir væru
aðilar að bandalaginu.
Það er erfitt að gera sér grein
fyrÍT því sagði hann hvers vegna
ástandfð í Grikklandi og Portú-
gal ætti frekar að leiða til þess,
að Noregur segði sig úr NATO,
en sitja áfram með þessum ríkj-
um í Sameinuðu þjóðunum,
EFTA og öðrum alþjóðlegum sam
tökum.
Brottför Noregs úr NATO
myndi ekki leiða til stjórnar-
skipta í Grikklandi, sagði Finn
Moe, Portúgal myndi ekki taka
upp nýja stefnu í nýlendumálum
vegna þess, stríðinu í Vietnam
yrði heldur ekki þar með lokið.
Segja má, að við skytum okkur
undan ábyrgð. En að mínu áliti,
sagði hann, höfðu við miklu meiri
áhrif með því að taka óskiptir
þátt í alþjóðlegu samstsnfi.
Talsmenn Miðflokksins og
Kristilega þjóðarflokksins, tóku
mjög I sama streng og framan-
greindir ræðumenn.
Finn Gustavsen, talsmaður
Sosilaistisk folkeparti, sem er
minnsti flokkurinn á Stórþing-
inu með aðeins 2 þingmenn af
150, lag'ði til í ræðu sinni, að
stofnuð yrði opinber nefnd er
kannaði í sambandi við mögu-
leikana á úrsögn úr NATO 1969,
afleiðingar breyttrar utanríkis-
stefnu frá efnahags- og stjóm-
málalegu sjónarmiði. Hann lagði
og til, að ríkið styrkti almstnna-
samtök og minnihlutahópa til
að reka upplýsingaherferð sam-
kvæmt reglum, sem Stórþingið
samþykkti. Hann mótmælti aðild
að NATO og sagði, ftð Noregur
nyti sín fremur á alþjó’ðavett-
vangi, ef hann fylgdi hlutleysis-
stefnu. Þá ræddi Gustavsen um
áætlanir NATO um afskipti af
þróun mála í einstökum aðildar-
rikjum, er hún væri komin á
ákveðið stig. Sagði hann, að í
þessum áætlunum væri Noregur
hátt skrifaður, sem land, þar sem
afskipti kynnu að verða nauð-
synleg.
Otto Grieg Tidemand, varnar-
málaráðherra, fullyrti, að engar
slíkar áætlanir væru fyrir hendi
og hann spurði Finn Gustavsen
beinnar spurningar: „Ætlar
Gustavsen að halda því fram, að
þessi skjöl séu raunveruleg?“
Gustavsen neitaði áð svara
þessu, en sagðist vilja kynna sér
betur orðalag ráðherrans, áður
en hann svaraði.
Fjölmargir þingmenn tóku þátt
í umræðunum og um tíma voru
65 á mælendaskrá. Síðdegis í gser,
föstudag, felldi Stórþingið tillögu
þess efnis, að Noregur segði sig
úr NATO eins fljótt og unnt yrði
eftir 24. ágúst 1970, en á þeim
degi er samkvæmt sáttmála
bandalagsins unnt fyrir aðildar-
ríki að segja sig undan skyldum
við hann. Var tillaga þessi felld,
en áðeins sex þingmenn greiddu
henni atkvæði sitt, en eins og
áður segir eiga 150 þingmenn
sæti á norska þinginu. öðrum til-
lögum, sem fram komu í um-
ræðunni var vísað til ríkisstjórn-
arinnar.
LEIÐRETTING
í skák þeirra Taimanovs oig
Ostojic sem birtist í blaðinu í
gaer voru þrjár villur snemma í
skákinni. í stað 3. Rf6 átti að
standa Rf3. 4. leikur átti að vera
4. Rc3, Bb7 Leenidur eru beðnir
afsökunar á þessum villum.