Morgunblaðið - 07.07.1968, Side 10

Morgunblaðið - 07.07.1968, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ 1968 alveg áreiðanlegt. Það stendui hér svart á hvítu. Það er bókað. að heita: Vökunótt fuglsins. Já, það væri nokkuð gott, kyrrð og Eg var uppteknan af 1 og Jökiinum þaðan séð, Það var orðið óþarflega langt síðan við Kjarval höfðum hitzt. Ég hafði séð hann standa við suðausturhornið á Landsbank- anum í fyrra haust og taka hvern mann tali, sem fram hjá gekk. Hann var órakaður. „Þú sérð að ég hef nóg að gera“, sagði hann. „Ég hef alla ævi haft nóg að gera. Nú er ég hættur að mála og stend hér við •bankann, það veitir ekki af.“ Hann klappaði köldum steinvegg þessarar hversdagsgráu Péturs- borgar. „Ég kann bezt við mig, þar sem allir sjá mig“, sagði hann. „En ég er á móti reklame. Jú, sjáðu til góði, ef ég stæði ekki hér, mundi húsið hrynja. Ég er nefnilega einn veggurinn". — Þegar ég hiitti Kjarval um daginn, minnti ég hann á þetta: „Þetta heÆiur elkiki veTÍð ég“, sagði hann, „ég tala ekki svona. Það hefur verið einihwer, sem hafur verið að stæla mig.“ En hvað sem því líðMr hef- uir Kjarval um langt sfceið verið einn veggur þjóðlífs- byggingarinnar. Og verk hans hafa gefið hærri vexti en visi- tölutryggðar bankainnistæður. Það er yndislegt veður, Aust- urvöllur baðar sig í sólskininu. Og það er enginn uppgjafarsvip- ur á Jóni Sigurðssyni. Við erum á leið út í Listamannaskála. Þar .hanga 25 málverk eftir meistar- ann, frá ýmsum tímum: líklega merkasta sýning, sem „uppi hef- ur verið“ á íslandi, þó að eig- endur myndanna séu kannski ekki allir jafnmerkir. Þarna eru himinn og jörð, séð með augum Kjarvals: þarna eru hug- sýnir mikils listamanns gæddar veruleik lita og lérefts. Kjarval tekur undir hand- legg mér og teymir mig að einni myndanna. „Þessi mynd heitir Bláskógaheiði", segir hann. „Tórnas skiáld fceypti hana handa Reykjavíkurbæ. Hann var þá trúnaðarmaður á einhverju sviði, sem passaði í kramið." Fyrirmyndin íslenzkur töfra- heimur, einhversstaðar á leið- inni að Hoffmannafleti. * „Geir Hallgrímsson gerði kröfu til að fara með mig til Þingvalla og að ég sýndi hon- uim, hvar mótífið væri. Hann sagði: „Ég býð þér að borða, svo leitum við að staðnum." Þetta var gott hjá honum. Ég féll fyrir freistingunni. En þeg- ar við komum á staðinn, var allt gjörbreytt frá því sem var. Mér gerði það ekkert, því að það breytti ekki myndinni.“ Það er hádegi og margt fólk í skálanium að truifilar okkur. En hver getur gert kröfu til þess að vera einn með Kjarval: einn með myndum hans, draum- um — og veruljeifca? Suimir eru útlendingar, það sér maður á gleðinni í augum þeirra. Is- lendingar hafa að mestu glatað hæfileikanum til að hrífast. Það er ekki í tízku. „Mér hefur allt- af fundizt þessi mynd frá Blá- skógaheiði líkjast verkum ann- arra miáilara", segir Kjarval iágit. „En hún er falleg fyrir það, að minnsta kosti eftirtektarverð, þótt hún sé í snertingu við ein- hvern meistarann." Hann gengur að myndinni, fer varfærnislegum auigum um hvít- giulan himininn og segir: „Biái tindurinn verður að standa einn“. Og svo: „Líttu á, hvað hún er natúralistísk, sjáðu rofalitina". Hann segir það hafi verið erf- itt að vinna þarna, því að marg- ir bílar hafi farið framhjá með fólk norður í land. „Það hefði getað litið út eins og ég væri að auglýsa mig, því að vegurinn var svo eðlilegur þarna í lands- laginu.“ Auðvitað lá leiðin þar sem fyrirmyndin blasti fegurst við. En þó hann hefði þurft að standa á miðjum veginum, hefði hann ekki hreyft sig. Thor Viilhjálrrusson drefctour í sig hverja myndina á fætur ann- arri. Þser eru honum aruglsýni- lega uppspretta nýrrar andagift- ar. Hann sá Rembrandt í Amster- dam fyrir rúmuim mánuði á leið till Róms. „Eftir það finnst manni fátt um flest“, segir Thor. „En svo vaknar maður upp við Kjarv al. Og einhvers staðar í hugskoi- inu verður það undmnarefni, að við sfculum geta átt svona stór- an mann í landi, þar sem ýms- ir eru, þrátt fyrir aLlt, svo ó- endanlaga litlrr." Við göngum að annarri mynd, Hellisheiði. Ótrúlegt víravirki í svörtu, hvítu og gráu, og þó í öll- um hugsanlegum litum. Kyrrðin svo djúp í þessari mynd, að skvaldrið í salnum þagnar. ís- lenzk heiði, og þögnin sem fylg- ir okkur. „Það var svo mikil kyrrð að ég heyrði allan tímann diggið í fugli, sem vakti með mér um nóttina meðan ég málaði myndina. Ég fór að hlusta á þennan fugl, sem var af einhverri mýrispýtutegund, og fann út, að hann var að líkja eftir tikkinu í úrinu mínu. Ég hlustaði á sinfóniu fuglsins og ankerisgang úrsins meðan ég málaði, og það hafði mikil áhrif á myndina. Eiginlega ætti hún fugl — og heiðin bak við Bló- fjöll.“ Næsta mynd, Vorkoma. Tvær konur, með sítt flaksandi hár. „Ég hafði hliðsjón af Suður- sveit í þessari mynd og nætuir- þafcunni. Hún er ekíki má/luð fyr- ir austan, heidur út úr hiuganum En stemman er úr Suðursveit, séð til Öræfajökuls". Ég spyr hvort þett.a séu ein- hverjar sérstakar konur. „Þetta eru áhrif fré vissum stúlkum. Þessi hvíta gæti verið frænka Ragnars í Smára, ekki satt — hin gæti verið austan af Héraði. En þú mátt ekki lýsa henni, hún gæti þekkzt." Við erum komnir að næstu mynd. Djúpafónissandur heitir hún. Auðvitað vestan af Snæ- fellsnesi, með Jökulinn í bak- sýn. Snjóhvítt hár bergrisans hrynur niður á herðar. „í innra lóninu þarna er djúpur hyl- ur með vígðu vatni frá fornu fari,“ segir Kjarval. „Þar er alltaf nóg af svalandi vatni, þó brunnarnir tæmist í túnunum við bæina í þurrfcaitíð". Ég spyr hvort hann geti mál- að lengur svo stór fjöll. „Nei — já, já, — nei, settu þetta svona á pappírinn, góði. En líkllega mundi ég nú ekfci leggj a út í það. Ég lauk við Snæfellsnesið fyrir löngu og nú er það allt komið á uppboð hjá honum Sig- urði Benediktssyni. Þessa mynd eiga Silli og Valdi, ég skil ekki hvers vegna. En ég var alveg búinn að gleyma henni, þangað til ég sá hana hér uppi á vegg. Hún er víst eftir mig, já, það er irieisiarinn. I fgum orðuw Saty Ólafur Þórðarson við Fjallairtjolk á sýningunni í Listamannaskálanum. (Mynd: Kr. Ben.) ' kom seinna. En þetta má ekki I líta út eins og ég sé að auglýsa fyrir þá eyðijarðirnar fyrir vest an, gætið yðar á því, herra minn. Silli og Valdi hljóta að vera listelskir, það er ómögu legt annað, að eiga svona stóra mynd. Kaupmenn eru yfirleitt Bstéliskiir, og þeir höfðw velti- féð. Þeir höfðu líka smekk fyr- ir svo mörgu. Nú eru þeir bún- ir að yfirfylla hjá sér allt og ekki komast myndirnar allar inn í skáp. Og ekki er hægt að leggja þær inn á banka, svo að þeir verða líklega að losa sig við þær, til að geta byrjað að safna upp á nýtt.“ Nú færist hann alliur í aufc- ana. Hann fer að tala um bygg- ingarlist og segir, að þeir hafi byggt stórt í staðinn fyrir að „þeir ættu að hlaupa undir bagga með ríkinu og málaralist- inni, sem er yngsta list hér á landi: en það er of seint, segja þeir. Og nú eru þeir búnir að byggja þetta stóra glerhús í Austurstræti, Það er ómögulegt að breyta því í listasafn, kannisiki í banka“. Og þarna er Flosagjá, sú fræga mynd. Já, vel á minnzt, Ólafiur Þórðarson, systursonur Kjarvals, hefur sagt mér, hvern- ig hún varð til. „Þegar ég var barn í foreldra'húsum", sagði A gönguferð með Kjarval

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.