Morgunblaðið - 07.07.1968, Side 15
MOftGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ 19®8
15
Afmæli Sigluf jarð-
ar
UM ÞESSA helgi minnast Sigl-
firðingar hálfrar aldar kaupstað
arafmælis og 150 ára afmælis
verzlunarstaðar í Siglufirði,
hinn 20. maí s.l., með veglegum
hátíðahöldum, en meðal ræðu-
manna á hátíðahöldunum verða
Bjarni Benediktsson, forsætis-
ráðherra, og Eggert G. Þorsteins
son, félagsmálaráðherra.
Siglfirðingar hafa lengi verið
annálaðir fyrir fjölbneytt lista-
og menningarlíf og hagnýta nú
þessa krafta til að gera hátíða-
höldin sem bezt úr garði.
Er Siglufjörður öðlaðist kaup-
staðaréttindi fyrir hálfri öld
voru þar miklir uppgangstímar.
Síldin var að breyta litlu sjáv-
arþorpi í veglegan bæ og ána-
tugum saman streymdi auðurinn
inn I íslenzkt þjóðlíf um æðar
Siglufjarðar.
Því miður hefur síldin nú um
sinn yfirgefið Norðurlandið og
minna berst af henni á land í
Siglufirði en áður var. Þetta
mun þó breytast á ný, og það
er von allra og ósk til Siglu-
fjarðar, að sú breyting sé á
næsta leiti.
Crikkland og
kommúnistar
Eins og kunnugt er fengu
Sigluf jörður
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugardagur 6. júlí
kommúnistar hér á landi nokkra
Grikki til að koma hingað til
lands í sambandi við ráðherra-
fund Atlantshafsbandalagsins.
Var þetta gert í þeim tilgangi
að draga athygli að svokölluð-
um „mótmælaaðgerðum“ komm-
únista. Það átti með öðrum orð-
um að nota þessa útlendinga til
þess að styrkja og efla áhrif
kommúnista hér á landi.
Að vísu var látið í veðri vaka,
að Grikkirnir kæmu til að vekja
athygli á frelsisskerðingu þeirri,
sem varð í Grikklandi, er her-
foringjaklíkan hrifsaði völdin,
og vera má, að Grikkirnir hafi
haldið, að þeir væru að gera
landi sínu gagn með komu sinni
hingað, en útilokað er að komm-
únistarnir, sem hvöttu þá til
þess, hafi verið svo skyni
skroppnir, að þeir hafi ekki
gert sér grein fyrir því, að
Grikkirnir gátu einungis skaðað
málstað sinnar þjóðar, en ekki
bætt hann, ef þeir tækju hér
þátt í skrílslátum.
fslenzka þjóðin stendur að
sjálfsögðu með þeim, sem berj-
ast fyrir endurheimt frelsis síns
í Grikklandi, en hún fyrirlítur
jafnt bardagaaðferðir kommún-
ista og fasista. Þess vegna gat
þátttaka Grikkjanna í skrílslát-
um kommúnista aldnei orðið mál-
stað grískra frelsissinna til
gagns, heldur þvert á móti.
Sem betur fer varð niðurstað-
an sú, að kommúnistum tókst
ekki að koma áformum sínum um
veruleg ólæti í framkvæmd, og
má því segja að dvöl Grikkj-
anna hér hafi hvorki gert til né
frá.
Sjaldan er ein
báran stök
Enn ætlar að sannast hið forn
kveðna, að sjaldan er ein báran
stök. Hvert áfallið af öðru hef-
ur dunið yfir okkur fslendinga
nú á annað ár, gífurlegt verð-
fall í útflutningsafurðum, afla-
brestur og einstaklega erfitt tíð-
arfar, bæði til lands og sjávar.
Þótt mönnum finnist sjálfsagt
oft sem of lítið hafi orðið eftir
af þeim auðæfum, sem aflað var
meðan vel gekk í íslenzku at-
hafna- og efnahagslífi, er hitt
þó staðreynd, að einmitt vegna
þess að gjaldeyrisvarasjóði
hafði verið safnað og efnahag-
ur manna var góður, hefur fram
að þessu reynzt unnt að axla
þær byrðar, sem á landslýð hafa
verið lagðar, án þess að menn
fyndu verulega fyrir því.
Að einu leyti má þó segja að
ekki hafi verið gætt nægilegrar
fyrirhyggju, þ.e.a.s. að þjóðin
skyldi ekki una því, þegar bet-
ur áraði, að atvinnufyrirtækin
kæmu upp sjóðum og efldu hag
sinn, svo að þau gætu af eigin
rammleik staðið undir skakka-
föllum. Almenningur krafðist
þess, að þeim auði, sem atvinnu-
vegirnir öfluðu, væri öllum dreift
um þjóðfélagið allt, og menn
fengu framgengt þessum kröfum
sínum, en af því leiðir, að nú
verða allir að bera þær byrðar,
sem á atvinnuvegina leggjast,
vegna hins slæma árferðis.
Vonandi lýkur þessu erfið-
ieikatímabili, áður en langt um
líður, og enn sem fyrr er það
síldin, sem menn horfa vonar-
augum til. Ef hún kæmi upp
undir landið, mundi hagurinn
skjótt vænkast, endá þótt af-
urðaverð sé lágt, því að að-
staða er nú fyrir hendi til að
taka á móti gífurlegu magni síld-
ar-
Auknar framfarir
En erfiðleikar þeir, sem við ís-
lendingar nú búum við, eiga
vissulega ekki að verða til þess
að.menn dragi úr framkvæmdum
og framLeiðslu. Sannleikurinn er
sá, að þessir erfiðleikar eru ein-
mitt sönnun þess, að takast þarf
á við ný stórverkefni á sviði at-
vinnulífsins. Við getum ekki á-
fram verið jafn háðir fiskveið-
um og landbúnaði og við höfum
verið fram að þessu. Hvert
mannsbarn hlýtur að skilja, að
það er ekkert vanmat á þessum
meginatvinnuvegum, þótt kapp-
samlega sé barizt fyrir því að
efla þriðja atvinnuveginn, iðn-
aðinn — og þá einkum stóriðju.
Vissulega hefði það verið ó-
fyrirgefanleg skammsýni af okk-
ur íslendingum, ef við hefðum
hafnað því tækifæri, sem okkur
bauðst til að virkja við Búrfiell
og byggja álbræðslu , eins og
kommúnistar og Framsóknar-
menn vildu.
En hér má sannarlega ekki
láta staðar numið. Bygging ál-
bræðslunnar er aðeins fyrsta
stórverkefnið og önnur þurfa að
fylgja í kjölfarið, einmitt nú
strax á næstu árum, og hefur í
því efni ýmislegt borið á góma,
frekari vinnsla úr áli, bygging
olíuhreinsunarstöðvar og síðan
en ekki sízt, að reisa sjóiefna-
verksmiðjur.
Um tvö fyrri viðfangsefnin
hefur talsvert verið rætt að und
anförnu, en undirbúningur að
byggingu olíuhreinsunarstöðvar
var á sínum tíma svo langt kom-
inn, að því verkefni var þá hægt
að hrinda í framkvæmd, ef við
íslendingar hefðum verið reiðu-
búnir til þeirrar samvinnu sem
okkur bauðst. En nýjar athug-
anir á þessu máli standa nú yf-
ir, og sama er að segja um bygg-
ingu hömrunar- eða völsunar-
verksmiðju, sem ynni úr áli.
Sjóefnaverk-
smiðja
En sjóefnaverksmiðjan er einn
ig mjög athyglisvert mál. Að at-
hugunum á því máli hefur Bald-
ur Líndal starfað, eins og við
undirbúninginn að kísilgúrverk-
smiðjunni. Við þá athugun hafa
verið teknar til skoðunar mögu
leikar á vinnslu hvorki meira né
minna en 40 efna, sem fá má úr
sjó, og hefur verið talið, að
hugsanleg væri framleiðsla 25
efna, þar sem magnesíummálm-
ur, salt og kalí mundu vera að-
aluppistaðan.
í álitsgerð frá því í ágúst 1966
er gert ráð fyrir að iðjuver, sem
byggðist á framleiðslu 16 þús.
tonna af magnesíummálmi á ári
og 60 þús. tonna af salti, ásamt
ýmsum auka efnum, mundi kosta
um 1.000 milljónir ísl. króna, og
framleiða fyrir um 600 millj. kr.
á ári á því verðlagi, sem þá var.
Síðari athuganir benda þó til,
að um stærra fyrirtæki yrði að
ræða. Athuganirnar beinast eink
um að byggingu sjóefnavérk-
smiðju á Reykjanesi, þar sem
hveraorka yrði nýtt, en auk
þess hagkvæmni þess, að í hvera
vatni þar sem blandað er sjó, er
hlutfalli hinna ýmsu efna rask-
að allverulega miðað við venju-
legan sjó.
Af þeim 25 efnum, sem til at-
hugunar er að vinna hér úr sjó,
er aðsins algengt að vinna fjög-
ur úr sjónum, þ.e. salt, magnes-
íummálm, magnesíumoxíð og
bróm. Auk efna þeirra, sem úr
sjónum fást, yrði notað verulegt
magn af skeljasandi, og auk
hveraorkunnar yrði einnig um
verulega raforkunotkun að
ræða.
Hið mikilvægasta
fyrirtæki
Aðstæðurnar á Reykjanesi,
skeljasandurinn í Faxaflóa og ó-
dýr raforka bendir allt ótvírætt
til þess, að hagkvæmt sé að reisa
sjóefnaverksmiðju hér, og hér
við land er sjórinn hreinni og
ómengaðri af úrgangsefnum en
víða við strendur meginland-
anna, og seltan er fremur
stöðug, þar sem ekki gætir á-
hrifasvæða ánna.
Þá er þess að geta, að á
Reykjanesi er gufusvæðið með
saltlegi, sem hugsanlega getur
verið nothæft efni í kalí til á-
burðarframleiðslu.
Sjóefnaiðjuver, sem hér risi,
mundi verða byggt upp í þrep-
um, þannig að fyrst yrðu fram-
Leidd grundvallarefni, en síðan
aukið við framleiðsluna stig af
stigi, en mikilvægt er að sjálf-
sögðu að skipuleggja allt frá
grunni eins vel og hugsanlegt er
miðað við aðstæður í dag. En að
sjálfsögðu breytast markaðsað-
stæður og þörf fyrir hin marg-
víslegu efni, sem úr sjó má vinna
með árunum, og þess vegna get-
ur eitt efni orðið dýrara þá en
nú og annað fallið í verði.
Leikmönnum, sem ekki einu
sinni þekkja heiti á þeim marg-
víslegu efnum, sem í slíkri verk-
smiðju má vinna, finnst alltþetta
mjög flókið viðfangsefni, en
tæknifróðir menn segja, að hér
sé um að ræða efnavinnslu, sem
sé tæknilega mjög auðveld mið-
að við það sem almennt gerist.
Þeir segja, að framleiðsluþrepin
hvert fyrir sig séu einungis ein-
faldar efnabreytingar og í mörg
um tilfiel'lum séu hinir ýmsu
framleiðsluliðir þrautreyndir við
líkar aðstæður og hér eru. Benda
þeir t.d. á að magnesíumvinnsla
sé miklum mun auðveldari tækni
lega en álvinnsla.
Magnesíum er eðlisléttasti
málmur, sem notaður er að
nokkru ráði. Hann hefur eðlis-
þyngdina 1,8, en til samanburð-
ar má nefna, að ál hefur eðlis-
þyngdina 2,5. Hreinn magnesí-
ummálmur er mjúkur og ekki
ýkja sterkur, en í ýmsum blönd-
um, t.d. við ál, getur hann mynd-
að mjög sterk efni. Er magnesí-
um notað í vaxandi mæli til
margvíslegra hluta, bifreiða og
flugvélaiðnaðar, við ýmiskonar
málmblöndur og málmsteypu,
hreinsun og vinnslu á járni og
sjaldgæfum málmum til ljós-
myndagerðar og fleira og fleira.
Hefur notkun magnesíum vaxið
geysilega síðustu ár, og meira
en notkun áls.
Grundvöllur eíua-
iðnaðar
Segja má að allt beri að sama
brunni, að naumast geti hjá því
farið, að sjóefnaverksmiðja sé
hið þýðingarmesta fyrirtæki, sem
mundi ásamt olíuhreinsunarstöð
verða grundvöllur að víðtækum
efnaiðnaði, sem risið gæti víða
um land, þar sem eitt skref yrði
stigið af öðru í sögu íslenzkrar
iðnmenningar.
í sjóefnaverksmiðjum yrðu
framleidd fjölmörg efni, eins og
áður getur, og ýmiskonar hliðar-
efni til margvíslegrar fram-
leiðslu fyrir innlendan markað
og til sölu erlendis. Olíur eru
undirstaða plastiðnaðarins og
hinna fjölþættu gerfiefna, og ó-
dýr hitaorka og ódýr raforka
hefur auðvitað megin þýðingu
við stóriðju.
Því miður er nú útlit fyrir
að verð rafmagns, sem framleitt
verður með kjarnorku, muni
lækka svo á næstu árum, að
allra síðustu forvöð séu að ráð-
ast í stórvirkjanir fallvatnanna,
og þess vegna þarf nú þegar
að gera ítrustu tilraunir til þess
að hrinda í framkvæmd fleiri
stórvirkjunum en Þjórsárvirkj
uninni.
Á hinn bóginn er gert ráð
fyrir, að virkja megi hveraork-
una til raforkuframleiðslu með
eitthvað lægri tilkostnaði en
vatnsorkuna, og má vera að þar
bjóðist enn mikilvæg tækifæri.
Hitt er þó mestu um vert, að
gufuorkuna má nota beint við
margvíslegan iðnað og kostar
hún þá hverfandi lítið. Þess
vegna er það vissulega ekki
vanzalaust að ekki skuli vera
gerðar tilraunir til að ná sam-
starfi við erlenda aðila, sem yf-
ir hafa að ráða tækniþekkingu
og fjármagni til þess að reynai
að hrinda í framkvæmd byrjun-
arframleiðslu á sviði efnaiðnað-
arins, en allt útlit er fyrir að
einmitt á því sviði séu okkar
glæstustu tækifæri til að iðn-
væða ísland.