Morgunblaðið - 07.07.1968, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.07.1968, Blaðsíða 27
MOBGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ 1968 27 AGÆT BYRJUN HJÁ LAXVEIÐIMÖNNUM BYRJUNIN hjá laxveiðimönn unum hefur verið ágæt í ár, sagði Þór Guðjónsson, veiðimála - SKÝRSLA Framhald af b.Ls. 28 urrar bjartsýni um síldaraílann í sumar og haust gerir Efnahags- stofnunin ráð fyrir nokkurri aukn ingu þorskafla á þessu ári og verulegri aukningu síldarafla, sem muni leiða til 10-11% fram- leiðsluaukningar í fiskveiðum og fiskvinnslu og muni heildarafi- inn á þessu ári verða 1 milljón 72 þúsund tonn en varð í fyrra 895 þiisund tonn. Ef útflutnings- verðlag helzt svipað allt árið og fyrstu mánuði þess gæti verð- mæti sjávarafurðarframleiðslunn ar því numið 5.600 milljónum króna samanborðið við 4.135 milljónir kr. 1967. Hér mundi verða um að ræða hækkun um 35%, sem að verulegu leyti staf- ar af gengisbreytingunni en að nokkru vegna aflaaukningar. Ef verðlag á mjöli og lýsi stefndi heldur í hækkunarátt og afla- magnið reyndist það sem að fram an greinir gæti verðmæti útfiutn- ingsframleiðslunnar orðið 100- 200 millj. kr. meira en að fram- an greinir en ef aflamangið yrði minna mundi niðurstaðan verða miklu lakari og yrði bræðslu- síldarmagnið hið sama og sl. ár mundi það fela í sér lækkun útflutningsverðmætis um 400 milljónir króna frá því sem að ofan er gert ráð fyrir. í skýrslunni er gert ráð fyrir að innflutningur muni minnka um 12% frá fyrra ári en á fyrstu þremur mánuðum ársins minnk- aði hann um 20%. Þetta stafar m.a. af því að tollalækkun sem framundan var dró úr innflutn- ingi í janúar og febrúar og verk- fallið og lítill afli framan af dró úr innflutningi í marz. Er því ekki gert ráð fyrir minnkun inn- flutnings verði svo mikil þegar á árið er litið í heild. Þrátt fyrir áætlaðan samdrátt í innfiutmngi en nokkra aukningu útflutnings er þó gert ráð fyrir að gjaideyris staðan muni enn versna á árinu 1968, sennilega um 300-400 miilj. króna samanborið við tæpar 1400 milljónir króna á árinu 1967. í lok skýrslunnar er lögð áherzla á, að á árinu 1968 muni ráðstöfun verðmæta í þjóðarbú- inu færast mjög til samræmis við lækkaðar þjóðartekjur. Einkaneyzla og fjármunamynd- un mrmi dragast verulega sam- an og draga úr vexti samneyzilu (þ.e. aukningu útgjalda ríkis og sveitarfélaga). Hins vegar telur Efnahagsstofnun að nokkuð muni skorta . á, að full aðlögun náist og muni það koma fram í halla á greiðslujöfnuði og minnk andi gjaldeyrisforða svo sem áð- ur er getið. Skýrslunni lýkur á þeim ummælum að á þessu stigi sé ekki hægt að segja til um hvort full aðlögun að breyttum aðstæðum náist eftir þeim leið- um í efnahagsmálum, sem nú eru farnar. Aflabrögð geti reynzt svo óhagstæð og bati afurða- verðs svo hægur að rekstur sjáv- arútvegsins geti ekki orðið með eðlilegum hætti næstu mánuði og gjaldeyrisstaðan rýrni of ört. En jafnvel þótt svo fari ekki og hægfara aðlögun geti haldið áfram, segir Efnahagsstofnunin í skýrslu sinni að áður en mjög langt um líður geti sú aðlögun þótt of dýru verði keypt í litl- um hagvexti og erfiðu atvinnu- ástandi. Fari svo, skipti mestu máli, að fullur skilningur sé fyr- ir hendi hjá almenningi og al- mannasamtökum um að áhrif viðleitni til að örva hagvöxt og auka atvinnu eyðist ekki von bráðar í eldi verðlags- og kaup- gjaldshækkana. stjóri, þegar Morgunblaðið ræddi við hann Um síðustu mánaðamót höfðu veiðst 111 laxar í Laxá í Kjós og við vitum að yfir 200 laxar eru komnir á land úr Norðurá (í Borgarfirði. Þá höfum við frétt 'af góðri veiði í Þverá og einnig heyrt talað um góða daga 1 Grímsá í Hvítá í Borgarfirði hef ur verið góð netaveiði og sömu- leiðis í Ölfusá-Hvítá og þar hafa veiðzt 115 laxar í Elliðaánum og hafði veiði þar þá aðeins staðið yfir í 10 daga. Alls hafa nú stangveiðimenn einnig orðið var ir. Mjög gott veiðiútlit er í Laxá í Leirársveit. Af Ncxrðurlandi höfum við haft litlar spurnir, en þó vitum við, að 30 laxar voru komnir á land úr Laxá í Aðaldal um síð- ustu mánaðamót. ÁKVÆÐI UM SÚREFNISTÆKI í SKIPUM SKIPASKOÐUNARSTJÓRI kom að máli við blaðið í gær í sam- bandi við fréttina um súrefnis- gjafatæki um borð í Gullfossi. Sagði hann að samkvæmt reglu- gerð frá 14. óv. 1966 ættu súr- efnistæki (skolflaska, hanar, mæi ar, leiðslur og gríma) að vera í skipinu (í lyfjakistu nr. 4 og 5). Apótekin hefðu telkið að sér að ganga frá lyfjakistum skipa, en síðan fengi Skipaskoðun rííkis- ins vottorð um það frá viðkom- andi lyfjaverzlun að öllum á- kvæðu-m um -búnað kistanna væri framfylgt. - VIETNAM Framhald af bls. 1 „Brandi Perry and the Bubble Machine" hefur verið í S-Viet- nam við hljómleikahald síðan 11. júní sl. Var hún á leið frá Saigon til strandhéraðsins Vung Tau er árásin var gerð. Söngkona hljómsveitarinnar Paula Levine skýrði svo frá að þeim hefði rétt verið snúið til baka af s-vietnamískum her- mönnum Vegna þess hve dimmt var orðið og höfðu þau ekið 3—4 km er kúlnahríð kom skyndilega út úr myrkrinu. Þau stöðvuðu bifreiðina þegar í stað og karl- mennirnir gengu út úr bifreið- inni með uppréttar hendur og hrópu'ðu „við erum Bandaríkja- menn“, því að þeir héldu að þarna væri um bandamenn að ræða. Ungfrú Levine lét fallast á gólf bifreiðarinnar. Það skipti engum togum að skæruliðar hófu vélbyssuskothríð á mennina með þeim afleiðingum að tveir biðu bana. Ungfrú Levine sagði að skæru liðar hefðu því næst leitað í bifreiðinni, tekið nafnskýrteini og flugfarseðla. Lézt hún vera dauð og veittu þeir henni enga athygli en forðuðu sér út í myrkr ið. - BIAFRA Framhald af bls. 1 með hverjum degi. Er talið, að um þrjú þúsund rnianns, að langmestu leyti börn, <deyi þar daglega úr hungri og •sjúkdómum ýmiss konar og 'verði ekki gripið til meiri háttar Táðstafana spá kunnugir þvi, að 'tvær milijónir Biafrabúa muni bafa látið þar lífið fyrir ágústiok. Stjórnin í Lagos hef-ur ekki ■dregið neitt úr íhörku sinni gagn •vart Biafra og kveðst skjóta nið- 'ur hverja þá flugvél er fljúgi 'með vistir til Biafra yfir land Nígeríu. Þessi telpa var niðri á hafnarbakka í gærmorgun að kveðja gæðinginn á myndinni áður en hann lagði af stað til þess að forframast úti í hinum stóra heimi. 43 hross til Hamborgar 1 GÆR, laugardag voru send með Skógafossi 43 íslenzk hross áleiðis til Þýzkalands og Sviss. Hrossin eru flutt út á vegum Sig urðar Hannessonar & Co. og verða þau seld einstaklingum í áðurnefndum löndum. Að sögn Ásgeirs Hjörleifsson- ar, sem er einn af eigendum fyr- irtækisins, flytur Skógafoss hross in til Hamborgar, en þar taka umboðsmenn fyrirtækisins við þeim og koma þeim til kaupend anná. A’ðeins tíu af þessum 43 hrossum eru óseld enn, og er búist við að þau seljist í sumar. Sigurður Hannesson & Co. Sendikenn- arastaða ■ IJppsölum STAÐA lektors í íslenzku máli og bókmenntu-m við háskólann í Uppsölum er la-us til umsókn- ar. Staðan verður veitt frá 1. júlí 1968 að -telja, og kennsla hefst 1. sept. rtk. Hámanksráðningartími í stöðu þ-essa er sex ár. Kennsluskylda er allt að 39-6 kennslustundir á ári. Laun er-u nú sænakar krónur 4.154,00 á mánuði. Stöðuhafa er skylt að annast einnig kennslu í kennslugrein sinni við -háskólann í Stokkhólmi. Umsóknir um stöðu þessa skulu sendar Heimspekideild Há- Skóla íslands fyrir 25. júlí 1968. I þeim sikulu umsækjendur gera grein fyrir námsferli sínum, starfsferli og vísindastörfu-m. (Frá Háskóla íslands) - SIGLUFJÖRÐUR Framhald af bls. 28 Kl. 17 var opnuð málverka- og Ijósmyndasýning í gagnfræða- skólanum og barna- og unglinga- skemmtun var haldin við ungl- ingaskólann. Þá var knattspyrnu keppni milli burtfluttra Sigfirð- inga og heimamanna og í gær- kvöldi átti að halda skemmtun á vegum Lúðrasveitar Siglufjarð- ar og á eftir átti að dansa, bæði í Aiþýðuhúsinu og á Hótel Höfn. I dag átti dagskráin að hefjast með guðsþjónustu í Siglufjarðar- kirkju, en síðan eru ýmisleg skemmtiatriði ráðgerð fram eftir degi en hátiðahöldunum á að ljúka með dansleik á Hótel Höfn og í Alþýðuhúsinu. hefur verzlað með íslenzk hross í ein níu ár og þar af talsvert í samvinnu við S.I.S. Sagði Ásgeir, að á þessum tima hefði fyrir- tækið átt aðild að sölu um 2100 hrossa til erlendra aðila. Hross- in, sem nú eru send utan, eru úr Skagafirði, Rangárvallasýslu og úr nágrenni Reykjavíkur. Hrossin verða flutt ofanþilja á Kvenstúdenta- félogið veitir styrk KVENSTÚDENTAFÉLAG ís- lands hefur ákveðið að veita styrk í til-efni af 40 ára afmæli féla-gsins, sem er á þessu ári. Styrkurinn veitist kvenstúdent til náms við Háskóla fslands. Auk þess veitir félagið, eins og að venju, styrk til kven- stúdents til náms erlendis. Umsóknareyðublöð að báðum þessum styr-kju-m fást í skrif- stofu Háskóla íslan-ds og um- sóknum ska-1 skilað í pósthólf 288 fyrir 1. ágúst nk. Skógafossi og er búizt við a’ð ferðin taki hálfan fimmta sólar- hring. jVÍÐRÍÐj 1 Síðustu viiku hefur vexið 1 I indælis veður um aíllt Itand. / I Um nætur hefur viða verið 1 | þoka, og þá sénstakJetga við i \ strendur landsins. Veðurstof-i ( an býst við því, að þetta veður ) / ha-ldist a.mJk. yfir helgina, eða J / m.ö.o. þeir, sem ætla að ferð-1 í ast um helgiina mega búast l við bezta sumarveðri Hiti/ u-ndanfarið hefur verið 15—20 \ stig í innsveitum og má bú- ( ast við svipuðum hita ytfiri hefgina. Á Norður- og Austur / landi mtá búast við köldum 1 nótt-um, eins og að undantfömu ( m.a. vegna sjávarkulda. t t Innilegt þakklæti fyrir auð- sýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför bróður okkar, Hilmars Tómassonar. Katrin Tómasdóttir, Ingibjörg Tómasdóttir. Verzlunarhúsnæði óskast helzt við Laugaveginn. — Uppl. í síma 18722. Hurðir - hurðir Innihurðir í eik. — Verð kr. 3.200 kr. HUKÐIR OG KLÆÐNINGAR, Dugguvogi 23. — Sími 32513. TILLEIGU 3ja herbergja íbúð á I. hæð í fjölbýlishúsi í Vest- urbænum til leigu nú þegar. Engin fyrirfram- greiðsla. Tilboð merkt: „Góð íbúð 8327“ sendist afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir n.k. miðvikudags- kvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.