Morgunblaðið - 07.07.1968, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ, SUMNUDAGUR 7, JÚDÍ1968
f 20
Bókhald
Bókhaldsskriístofa óskar eftir að bæta við sig verk-
efni, nú þegar eða síðar í sumar. Vönduð vinna og
frágangur. Tilboð sendist Mbl. merkt: „Reiknings-
hald — 8487“.
ATVINNA
Lagtækur og reglusamur maður óskast til út-
keyrslustarfa og fleira. Þarf að hafa bílpróf. Upp-
lýsingar um aldur og fyrri störf sendist til MbL
fyrir miðvikudag 10. júlí merktar: „Atvinna 8494“.
Iðnaðarhúsnæði óskast
til leigu eða kaups með góðu athafnasvæði og að-
keyrslu. Lofthæð þarf að vera 3—4 metrar. Stærð
um 200 ferm. Tilboð sendist afgreiðslu Morgun-
blaðsins fyrir 10/7 merkt: „Austurbær — 8329“.
Múrarar
Oss hefur verið tjáð að Sveinafélag
danskra múrara hafi samþykkt bann við
notkun á múrsprautum og múrpressum.
vegna afkastagetu. Við eigum á lager múr-
pressur frá Steinhöj og gott úrval af múr-
sprautum á mjög hagstæðu verði.
G. Hinrikssen
Skúlagötu 32. — Sími 24033.
Glussaslöngur og fittings V4”—2”
Vatnsslöngur V4”—1V2”
Loftslöngur 5/16” — IV2”
Olíuslöngur 5/16”—1%”
Sogbarkar IV2”—8”
Loftbarkar IV2”—6”
Gufuslöngur (yfirofnar)
Landvélar h.f.
Ármúla 7 — Sími 14243.
- UPPFYNDINGAR
Framh. af bls. 12
blaðið, sem útaf fyrir sig er
ekki svo afleitt, því að það er
til fólk, sem hefur gaman af
myndunum og bröndurunum, t.d.
trúði einn lesenda blaðsins Vel-
vakanda fyrir því á dögunum,
að sér fyndist Sigmund og séra
Bjami Sigurðsson skemmtileg-
ustu menn, sem í það blað skrif-
uðu. Morgunblaðið er frjálslynt
blað, og þetta hefðu ekki allir
þolað. Sigmund teiknar vélar af
mikilli hugvitssemi og var fyrir-
ferðarmesti uppfinningarmað-
urinn á sýningunni miklu í Laug
ardalshöllinnL
Garnaúrtökuvélin: Eftir hum-
arnum endilöngum liggur göm
full af óþverra eins og gamir
yfirleitt. Þessa görn þarf að
fjarlægja, og var hún plokkuð
eða dregin afturúr humarnum
og þurfti til þess hóp kvenna.
Þetta likaði ekki Sigmund og
hann fann upp vél, sem sogaði
görnina úr humarnum. Humam
um er smeygt öfugum uppá tein,
sem gengur inn í gömina og
snýst þessi teinn og fjarlægir
görnina um leið og fiskinum er
kippt til baka af teininum. Ein
stúlka við þessa garnúrtökuvél
hreinsar burtu garnir úr 30-35
humrum á mínútu, en það svar-
ar til afkasta 6 stúlkna áður.
Humarflokkunarvélin: um leið
og humarnum er kippt af tein-
inum, sem hreinsar úr honum
gömina, er hann látinn falla
niður í rennu, sem flytur hann
að flokkunarvélinni. Sú vél er
einnig uppfinning Sigmunds og
mjög merkileg maskína. Flokk-
un humars er mikilvægt atriði
við framleiðslu humars til út-
flutnings. Algengast er að
miða við halann. Það eru þetta
frá 7 til 30 halar í libsinu og
flokkar vélin með 3 gramma ná-
kvæmni. Flokkun vélarinnar
byggist á snúningi sívalnings
fcg er hann með sístækkandi
rásum hæfilegum fyrir hina sjö
mismunandi flokka. Vélin skilár
humarnum flokkuðum á ofan-
greindan hátt i dunka eða doll-
ur, sem eru undir vélinni.
Vinnsluafköst þessarar vélar
eru frá 180 humrum eða 210
humra á mínútu og jafngildir
það vinnu 9 stúlkna með þvi
vinnulagi, sem áður tíðkaðist.
Flokkunarvélin getur annað af
köstum 6 garnaúrtökuvéla sé
hún fullnýtt á það þyrfti við þess
ar vélar báðar 6 stúlkur, en af-
köstin svöruðu til vinnu 44
stúlkna með fyrra vinnudaginu.
Steinbítsflökunarvélin.
Steinbíturinn er svipljótur með
afbrigðum og innrætið eftir því
en góður er hann spikfeitur og
nýr upp úr sjónum. Ekki er
ólíklegt að Sigmund, eins og
fleiri hafi slæmareynslu af við-
ureign við steinbítinn
og skepnan hafi einhvern tíma
'náð taki á tánni á honum Sig-
Snurpuhringur.
mund hefur nú fundið upp stein
bítsflökunarvél og segir sá, sem
hefur vélina til sölu, að þetta
sé eina vélin á markaðnum og
því íslenzk uppfinning og byggð
á því, að hrygglag þeirrar af-
leitu skepnu steinbítsins er ann
að en þorsksins og því þurfti
annars konar flökunarvél fyrir
hann en þorskinn. Við erum
mesta steinbítsþjóð veraldar og
það í meira en einum skilningi,
og þess vegna var eðlilegt að
við hefðum þarna forystu. Þrjár
vélar hafa verið smíðaðar og
sendar til Vestfirðinganna, sem
tóku þeim tveim höndum og
segja þær hafa reynzt vel. Einn
mann þarf til að stjórna stein-
bítsvélinni og flakar hún 33
steinbíta á mínútu eða 4-5 tonn
á klukkustund eftir stærð og
þyngd steinbítsins. Sigmund hef
ur nú á prjónunum hausingavél
í sambandi við þessa flökunar-
vél.
Sigmund og snurpuhringirnir.
Snurpuhringir eru eitt af aðal
líffærum íslenzks þjóðfélags.
Snurpuhringurinn var venjuleg-
ur hringur, sem snurpuvírinn
lék í og gerðist hvorttveggja
að hringurinn eyddist og vírinn
iúðist, þegar hann dróst til f
hringnum. Sigmund hugkvæmd-
ist að setja rúllu í hringinn og
gera hann aflangan. Snurpuvtr-
inn dróst þá yfir þessa rúllu
og núningsmótstaðan, og þá um
leið slit og erfiði, minnkaði stór
lega. Þetta hafði í för með sér
betri endingu bæði á hringun-
um og vírnum en snurpuhring-
ir eru dýrir og þörfnuðust oft
endurnýjunar. Nú slitnar ekki
annað en ásinn í rúllunni og er
mjög ódýrt og auðvelt að skipta
um hann.
Þannig hefur Sigmund reynzt
mikið þarfaþing fyrir þjóðina.
Hann er norskur í aðra ættina,
en auðvitað þurfum við ekki að
spyrja að því, hvaðan hæfileik-
arnir séu. öll sameign með Norð
mönnum, frændum okkar, hefur
reynzt okkur erfið. Þeir eru
þjófóttir á frægt fólk eins og
Akureyrinigar. Það væri kann-
ski rétt að láta Sigmund lýsa
því yfir meðan hann er enn með
fullu viti innan um þessar vél-
ar sínar, að hann sé íslending-
ur. Við getum þá veifað því
plaggi framan í Norðmanninn, ef
hann skyldi að þúsund árum liðn
um vilja slá eign sinni á Sig-
mund. En kannski getur Árni
Ólafsson Suðurlandsbraut 12.
sem sér um hina veraldlegu hlið
Sigmunds annast þetta atviði fyr
ir okkur eins og sölu vélanna,
bæði á innlendum og erlendum
mörkuðum. Það er mikil nauð-
syn fyrir uppfinningamenn að
afla sér góðra sámbanda við sölu
aðila
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á Haðarstíg 6, hér í borg, þingl.
eign Braga Einarssonar, fer fram á eigninni sjálfri,
fimmtudaginn 11. júlí 1968, kl. 14.00.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðimgaruppboð
annað og síðasta á Hólmgarði 34, hér í borg, þingl.
eign Málningarvara s.f., fér fram á eigninni sjálfri,
fimmtudaginn 11. júlí 1968, kl. 16.00.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Skóverzlun til sölu
Til sölu er skóverzlun, staðsett í Miðbænum. Verzlunin er í fullum gangi.
Lítill en góður vörulager. Þeir, sem óska frekari upplýsinga leggi nafn sitt
ásamt símanúmeri á afgreiðslu Morgunblaðsins merkt: „Skóverzlun 8492“.