Morgunblaðið - 07.07.1968, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.07.1968, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ 1968 11 Ólafur, „bjuggu afi og ainina hjá foreldrum mín.um í Framfarafé- lagshúsinu við Vesturgötu. Þá var KjarVal innan við tvítugt. Síðan ég man eftir mér hef ég alltaf fylgzt með hortum og ver- ið í nánu sambandi við hann. 'Ég vorkénndi honum og öðrum málurum vegna þess að fólk hafði ekki efni á að kaupa málverkin þeir.ra, þeir voru því alltaf blankir. En Kjarval var mér alltaf góður, þó ekki svo góður, að honum dytti í hug að gefa mér peninga. Það hefði hann tai- ið móðgun við mig. En hann vildi gefa mér myndir og þær ekki af verri endanum. Mér fannst vera nógur tími að fá mynd hjá honum seinna, þegar ég hefði efni á, og sagði honum að selja málvenkin sín. •Svo var það á árunum 1940— 41, að mér fannst ég loksins hafa efni á að kaupa mynd, og ámálg- aði það við Kjarval sumarið ’41. Dag einn í október átti ég leið wn Austurstræti. Hann stóð þar við bíl í öfugri .gæruskinnsúlp- unni. Ég sé, að það er verið að bera málverkastranga úr bílnum upp í vinnustofuna hans. Hann segir við mig: Komdu upp og líttu á“. Ég fer með honum upp. Á gólfinu í vinnustof'unni liggur stafli af stórum málverkum. „Geturðu notað nokkurt?" spyr hann. Ég fletti myndunum, 24 að tölu, og að þvi lofcnu segi ég 'honum, að hann hafi oft málað betri myndir, þessar séu ekki mógu góðar — þær séu of gróf- ar. Þá segir hann: „Jé, frændi, ég veit hvað þú vilt. Þú vilt fína, létta sumarstemningu. En það ex of seint, það var slydda austur á Þingvöllum, þegar ég lagði af stað í bæinn. Og senn fer að snjóa“. Ég kvaddi og gefek út. En þeg- ar ég kem fram á átigaganginn, er mér litið. til hliðar og sé þar einn af mélverkakössunum hans, sem var eins og bók í laginu, hálfopin. Þar sé ég syartkritar- riss á hvítt léreft, Ég opna kass- ann betur og skoða þetta upp- kast, og þykist strax þekkja Ár- mannsfell og Flosagjá, með gamla Lögberg á miðri mynd, Ég staldra við og hugsa með mér, áð þetta sé falíagt sumar- mótíf. Þá dettur mér upp úr þurru í hug samtal sefn ég hafði lesið í erlendu timariti um Grandma Moses, þar sem hún var spurð, hvort hún færi upp í sveit til að mála landið, bónda- bæiná og dýrin. „Nei, það geri ég ekki“, avaraði gamla konan. „Ég tek léreftið, set það í grindina, horfi stundarfcorn á það, loka svo augunum og hugsa um mynd ina, sem ég ætla að mála set inn 6 hana í huganum það sem mér finnst við eig«, dýr, fólk og hús, opna svo augun — og fer að mála“. Nú hugsaði ég með mér: Skyldi Kjarval geta málað myndina með þessari aðferð. Ég fer inn til harts aftur, gæti þess að nefna ekki Grandma Moses, en segi: „Heyrðu, komdu hérna fram. Sjáðu þetta mótíf'. „Já, ég kom einmitt með það í dag að austan“, segi.r hann. „Það dag- aði upp. Þess vegna er þetta efckert nema strik“. Ég segi: „Gerðu nú eitt í fcvöld. Settu lér. eftið á grindina. Seztu svo fyrir framan það, horfðu á það, stattu svo upp og gakktu að slökkvar- anum og slöfcfctu Ijósið. Seztu svo aftur á stól, lokaðu augun- um og vittu, hvort þú sérð þá ekki myndina í sumarsfcrúða". Þá rak Kjarval upp sinn al- þekkta rosahlátur, segir s>vo: „Ja, þú segir nofcfeuð, frændi“. Þegar við höfðum gengið þegj andi um gólf nokkra stund, seg- ir hann: „Líttu inn eftir tvo eða þrjá daga“. Með það kvödduimist við. Viku sieinna eða þar um bil mæti ég homim í Austurstræti. Þá segir hann: „Þú komst ekki.“ Ég hafði þá gíleymt þessu, en rankaði nú við mér. Við fórum upp i vinnustof- una og þá var hann búinn að vinna talisvert í myndina af lit- um. Þegar ég kvaddi hann, seg- ir hann: „Líttu tJl mín aftur, ekfci á morgun heldur hinn.“ Það gerði ég og svo að jafnaði í hálfan annan mánuð og hann endurtók alltaf sömu formúluna: „Líttu tíl mín aftur, ekíki á morg un heldur hinn.“ Á miðju skeiði myndarinnar brá mér heiduir í brún, þegar ég ieit inn til hans: „Nei, nú fór illa“, sagði ég. „Hvað er að“, segir hann. „Vatnið er orðið blátt, og nú er mynidin nuinnin saman í eina heifld eins og klett- ur, því að — sjáðu tifl, áðu.r greiddist hún í sundur, var stero- skópísk“. Um þetta þráttuðuim við nokkra stund, en þó í góðu, og ég gætti þess vandlega að fara aldrei of langt, því að ég viflidi efcki láta fara fyrir mér eins og mannin- uam, sem hafði tryggt sér mynd, en krafðist þess að Kjarva.1 breytti henni lítilshéittar. Jó- hannes vtldi efefld gangast inn á það, og maðurinn var óáneegð- ur, svo að Kjarvaíl segir allt í einu: „Ja, við jöfnum þetta þá bara“ — tekur terpintánutf'löisk- una, heWir hægt og róíliega yfir myndina, þar sem hún liggur á gólfiniu, sækir svo gólÆkiút og þvær myndina atf Léreftinu. Seg- ir svó: „Nú er mélið settlað“, enda var myndán óborgiuð. Við Kjarvad tókum enga átavörSun um vatnið. Ég krafðist einskis og hann lofaði engu, en sagði: „Líttu til min aftur, ekki á morgun heldiur hinn.“ Og þeg- ar ég heimisótti hann næst, var vatnið orðið hvitt aftur, og ný vídd komin i myndina. Þannig hólt hann áfram að vinna myndina, enda þótt hann væri búinn að fara eina yfkrferð yfir hana alfta með ýmsa liti. Þó tófe hann til að fínmála hana með annarri yfirferð og byrjaði á víravirkiniu í talettiniuim vinstra megin. Svona hélt hann áfram alla myndina, smátt og smátt, upp og til hægri, þar til hann var taominn nálægt neðra horninu hægra megin. Þar hætti hann — og þar er myndin ennþá eins og hún var eftir fyrstu umferð. Að þessiu lpknu segir Jóhann- es einn daginn, þegar ég kem í helmsókn: „Nú er stopp“ — og ég keypti myndina. Hún var alt- aristafla heimilis míns i Sméra- götu, þar tii Ragnar fékk hana og lét enidurprenta hana- Eftir það hlaut hún þetta fræga nafn —r Fjallamjólk.“ Þannig sagðist Ólatfi Þórðar- syni frá og meðan ég rifja upp þetta innsfeot, gengiur Guðbrand ur í Áfenginu í salinn. Það giustar af honum. Hann kemur til okkar, réttir fram olnbogana. Svo mikill er áhugi hans á listinni að heiyturnar eru ekki í neinum tengslum við líkamann, þær breytast í sál og innblástur. Breytast í vængi og undarlegt að hann skuli ekki yfirvinna þyngdarlögmálið og takast á loft. En andi hans þarf ekki vængi. Hann bendir á gráa mynd á vesturveggnum. Hún er af hesti og engli, sem stendur við hlið hans. „Þarna hangir hún“, segir Guðbrandur. „Sjáið þið þessa reisn hestsins, þeasar limir. Það hefur aldrei fiengizt úr því skox- ið, af hverju myndin er, að því leyti hefur hún sérstöðu. Hún er sér á parti. Hún hefur vald- ið deilum. Konan mín heldur því fram, að hesturinn eigi að tákna skáldfákinn, en ég hef alltaf sagt að myndin ætti að sýna hversu mikið aðdráttarafl hesturinn hefur. Jafnvel engil- inn — með þessa stóru vængi — langar á bak. Þú hefur aldrei viljað skera úr þessu, Kjarval“. Kjarval lyftir hattinum. „Ver- ið þiiér sæiir, herra engiIÍT. Hann gengur hnarreistur til dyra, vöðlar hattinum saman og kink- ar kolli til viðstaddra, gengur hægum skrefum út í sólskinið. Út í borgina, sem getur ekki verið án hans. Út á Austurvöll, sem hann getur ekki án verið. Ég geng í humátt á eftir honum og hugsa með mér að skýringin á hestinum og englinum á mynd Guðbrands sé líklega of nær- tæk: eða sú, að engillinn hafi verið í hestamannafélaginu Fáki í fyrra lífL Mundi .ekki það einfalda vefj ast lengst fyrir okkiur, heTra Guðbrandur. Eða þá aV5 það er hesturinn sem er með Vængina. „Verið þér sælir, herra Pegasus". M. EINS og getið hefur verið I frétt um blaða og útvarps, efndu tryggingafélögin til getraunar í sambandi við umferðarbreytdng- una 26. maí sl. Um 15000 lausnir bárust og dregið var úr réttum svörum 10. júní sl. Verðlaunin hlaut bifreiðastjóri frá Ólafs- firði, Sigurður Ringsted Ingi- mundarson. Mynd þessi var tekin er full- trúar tryggingafélaganna af- hentu verðlaunin. Talið frá vinstri: Jóhann Björnsson, fram- kvæmdastjóri hjá Ábyrgð h.f., eiginkona Sigurðar, Sigríður Ringsted, og Björn Vihnundar- son, deildarstjóri hjá Samvinnu- tryggingum. I\!arsk síldveiði- skip við Bjarnarey Bergen, 4. júlí — NTB SVO virðist sem Bjarnareyjar- svæðið muni í fyrstunni verða veiðisvæði norskra sildveiði- skipa, sem leita eftir íslands- síld. Síðasta sólarhring hefur verið tilkynnt um veiði 14 skipa samtals um 11.200 hl. Sagt var, að .veður væri ekki gott á þessu svæði. Jafnframt var skýrt frá því ,að veiðst hefðu 5.400 hl. af loðnu við Svalbarða. Finn Devold, sem er með haf- rannsóknarskipinu „Johan Hjort“, skýrði norsku hafrann- sóknastofnuninni frá því í dag, að leitað hefði verið að síld í áttina að Jan Mayen, en ekki hefði orðið vart við síld vestar en 8 gráður austlægrar lengdar. ísbeltið, sem teygir sig í aust- ur út frá Jan Mayen, hefur kom- ið í veg fyrir, að skipið gæti siglt upp að eynni. Þá hefur skipið ennfremur leitað í suður- átt austur fyrir Seyðisfjörð án þess að finna síld. Eftirlitsskipið „Nomen" til- kynnti í dag á svæðinu við Hjaltland, að óheppileg veðrátta ylli 'því, að fiskveiðiflotinn þar lægi enn við land. BEZT að auglýsa í Morgunblaðinu Ungur maður Þaulvanur hvers kyns verzlunar- og skrifstofu- störfum, þ.m.t. fjármálastjórn, óskar eftir starfi hálfan eða allan daginn, íhaust eða fyrr. Tilboð sendist afgr. Mbl fyrir 15. júflí merkt: „Rekstur 8486“. iiiörg íinillil.. og þau breytast dag fró degl. Fylgist með þroska þeirra, og geymið minningarnar ó góðrí filmu (Kodak filmu) þó getið þér notið þeirra aftur og aftur. ■ais rcTEue ■ hr. SlMI 20313 - BAHKASTRÆTI 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.