Morgunblaðið - 07.07.1968, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.07.1968, Blaðsíða 14
r 14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ 1988 Útgefandi Framkvæmdastj óri Ritstjórar RitstjórnarfulltrCil. Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Askriftargjald kr 120.00 í lausasölu. Hf Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthias Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjöm Guðmundsson. Bjöm Jóhannsson. Árni Garðar Kristínsson. Aðalstræti 6. Sími 10-100. Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. á mánuði innanlands. Kr. 7.00 eintakið. HORFUR í EFNAHA GSMÁLUM Ckýrsla Efnahagsstofnunar- ^ innar til Hagráðs, sem birt var í fyrradag, gefur mjög glögga mynd af þróun efnahagsmála síðustu misseri og er enn eitt dæmi um mik- ilvægi þess starfs sem unnið er á vegum Efnahagsstofnun- arinnar. Er raunar óskiljan- legt með öllu, hvernig stjórn arvöld hafa komizt af án slíkr ar stofnunar yið stjórn efna- hagsmála, en Efnahagsstofn- unin er ung stofnun með að- eins fárra ára starfsferil að baki. Skýrslan leiðir í Ijós, það sem raunar hefur verið vitað, að sá samdráttur í fram- leiðslu og tekjum þjóðarbús- ins, sem hófst með verðfalli afurðanna á miðju ári 1966, hefur ekki að verulegu leyti komið fram í minnkandi neyzlu einstaklinga og opin- berra aðila eða fjármuna- myndun fyrr en á þessu ári, eða m.ö.o., það er ekki fyrr en nú, sem þess sjást glögg merki að þjóðin er að aðlaga sig breyttum aðstæðum og minnkandi tekjum. Þetta er árangur af þeirri stefnu sem ríkisstjórnin hefur fylgt allt frá því að hin neikvæða þró- un efnahagsmála hófst á ár- inu 1966, að efnahagskerfið áðlagaðist hinum breyttu að- stæðum smám saman en ekki á þann veg að snögg lífskjara skerðing yrði með þeim af- leíðingum, sem slíku fylgir svo sem almennu atvinnu- leysi. I skýrslunni gætir nokkurr ar bjartsýni um að heldur þokist í rétta átt á þessu ári. Efnahagsstofnunin telur lík- legt að þjóðarframleiðslan aukist um 1,7% á þessu ári en hún minnkaði um 1,5% á sí. ári. Þorskafli jókst um 11% á fyrstu fjórum mánuð- um þessa árs og vonast er til hagstæðari afkomu síldveið- anna á þessu sumri og hausti en í fyrra. Enginn getur þó sagt um það með nokkurri vissu á þessu stigi málsins. Niðurstöður Efnahagsstofn unarinnar eru mjög eftirtekt arverðar. Þar er vakin athygli á því að ekki sé hægt að full- yrða, hvort full aðlögun að breyttum aðstæðum náist eftir þeim leiðum í efnahags- málum, sem nú eru farnar og jafnvel þótt það tækist varpar Efnahagsstofnunin fram þeirri athugasemd að sú hægfara aðlögun geti þótt of dýru verði keypt í litlum hagvexti og erfiðu atvinnu- ástandi og þess vegna verði talið nauðsynlegt að grípa til aðgerða, sem örvi hagvöxt og auki atvinnu. Við höfum nú um tveggja ára skeið, tilneyddir vegna ytri aðstæðna fylgt verðhjöðn unarstefnu eins og flestar þjóðir í Evrópu, en nú kann að vera nauðsynlegt að breyta nokkuð til. Fari svo ríður á miklu eins og Efna- hagsstofnunin segir í skýrslu sinni að nægur skilningur verði fyrir hendi hjá almenn- ingi og almannasamtökum til þess að slíkar aðgerðir eyðist ekki í hringskrúfu verðlags- og kaupgjaldshækkana. BIAFRA ¥ gær var eitt ár liðið síðan styrjöld hófst milli Ní- geríu og Biafra. Á þessu eina ári hafa þrefallt fleiri farizt vegna styrjaldaraðgerða og margvíslegra afleiðinga þeirra, en á þremur árum í Víetnam. í lok ágústmánaðar er talið að 2 milljónir manna hafi orðið hungri og sjúk- dómum að bráð í Biafra, verði ekki gripið til róttækra ráðstafana, en nú deyja um 3000 manns, mest börn, dag- lega af fyrrnefndum orsök- um. Þrátt fyrir þetta ómannúðlega ástand kveðst Nígeríustjórn munu skjóta niður flugvélar með vistir til Biafra, ef þær fljúgi ekki með samþykki stjórnarinnar. Menn hljóta að spyrja hver tilgangur Nígeríustjórnar er, ef eftir liggja aðeins brennd- ar borgir og sviðin jörð en heil þjóð þurrkuð út. Þeir hörmungaratburðir, sem undanfarna mánuði hafa verið að gerast í Biafra hafa ekki vakið athygli veraldar- innar sem skyldi. Önnur mál hafa verið þar í sviðsljósinu. En það er næsta furðulegt að hér á íslandi skuli kommún- istablaðið fjandskapast við því að bent er á þær ólýs- anlegu hörmungar, sem dun- ið hafa yfir saklaust fólk í Afríku og vissulega lýsir það einkennilegu innræti, þegar kommúnistablaðið telur að skrif Morgunblaðsins um Bi- afra „hafi þann kaldrifjaða tilgang einan saman að beina athygli almennings frá þjóð- armorðinu í Víetnam“. Raun ar getur hver og einn dregið sínar ályktanir um sálar- ástand manna sem þannig skrifa en þessi orð kommún- istablaðsins sýna þó glögg- lega að áhugi þess á hörmung um fólks í heiminum nær ekki lengra en byssukúlur Bandaríkjamanna. En þótt til séu menn á Is- landi sem vilja fyrir alla A r IIl^I IM fmj U1 ÍAN UR HEIMI Trudeau - maður nýrrar stjórn málakynslóðar í Kanada Kanadamenn eru nú að gera sér grein fyrir því, að með athyglisverðum kosn- ingasigri nýs stjórnmálaleið- toga þeirra, Pierre Eiliott Trudeaus þar sem þeir í fyrsta sinn í sex ár hafa feng ið ríkisstjórn með hreinan þingmeirihluta að baki sér, hafa þeir hafið nýtt pólitískt tímabil, án þess að þeir viti þó, hvert nýi forsætisráðherr ann muni leiða þá. Af þessari ástæðu eru þeir nú að kanna að nýju forsendurnar fyrir því, að Trudeau tókst að kom ast til valda, eftir að hann hafði aðeins verið þrjú ár þingmaður og átt sæti í stjórn landsins í aðeins eitt ár. Ekki verður auðveldara að gera sér grein fyrir þessu fyrir þá sök, að Trudeau er að verulegu leyti óþekkt „stærð“ með hæfileika „til þess að gefa í skyn, að hann viti miklu meira en hann er reiðubúinn til þess að játa“, að því er Bruce Hutchison, einhver helzti stjórnmála- fréttaritari Kanada, hefur komizt áð orði. Stjórnmála- legar deilur virtust ekki skipta höfuðmáli í kosninga- baráttunni heldur fremur hrifningin ein saman, sem nærvera hans skapaði. „Við styðjum Trudeau“, lýsti stærsta dagblaðið á ensku í Montreal í síðustu viku kosningabaráttunnar. „Hvort við styðjum Frjáls- Iynda flokkinn, sem hann veitir forystu, erum við ekki eins viss“. Hvað eftir annað var það nafn Trudeaus, sem skipti mestu máli, en síðan hafa flokkurinn í kosninga- baráttunni og frambjóðendur flokksins hver í sínu kjör- dæmi gengi'ð víða óhræddir í spor hans. Þegar að er gætt, þá leikur engin vafa á því, að því er varðar nýtt stjómmólalegt skeið. Kosningarnar voru, svo að notuð sé orð John Diefenbakers, fyrrverandi leiðtoga íhaldsflokksins, sem ekki voru á neinn hátt ýkt: — hörmulegur ósigur — fyrir íhaldsflokkinn. íhaldsflokkurinn hefur nú 71 þingsæti, en hafði áður 94 og fékk í kosningunum 1958 208 af 265 þingsætum. Nú hefur Frjálslyndi flokkurinn undir forystu Trudeaus 154 af 264 þingsætum en það sem muni koma í veg fyrir að þjóðin fylgist með því sem gerist í Biafra er rík ástæða til að vekja athygli almenn- ings á þeirri söfnun sem nú fer fram hér á landi til að- stoðar bágstöddum í Biafra og væntanlega kemur vel í Ijós í þeirri söfnun að í vel- meguninni hér á landi er fólk reiðubúið til þess að láta nokkuð af hendi rakna til fólks sem býr við ólýsanlegar hörmungar. skiptir enn meira máli er, að íhaldsflokkurinn missti það trausta tak, sem hann hefur haft á héruðuuum úti á slétt- um landsins og enn fremur áð margir af færustu fram- bjóðendum flokksins féllu. Þetta nýja stjórnmálatíma- bil einkennist af því, að tveir helztu fulltrúar eldri kynslóð arinnar í Kanada, að því er báða flokkanna varðar, hverfa nú af sjónarsviðinu; Diefen- Pierre EUiott Trudeau. í hópi ungra aðdáenda. bakar af hálfu íhaldsflokks- ins og fyrrverandi leiðtogi Frjálslynda flokksins, Lester Pearson. Hinn fyrrnefndi var neyddur til þess af flokki sínum, en hinn síðarnefndi gerði það af sjálfsdáðum, enda þótt hann hafi átti við pólitískan skæruhernað að strfða inn'an flokks síns í ára- tug. „Trudeaumania!“ Þegar Pearson forsætisráð- herra ákvað að segja af sér nú í vor, var Trudeau borinn til sigurs, honum sjálfum til mikillar furðu í byrjun, af hrifningaröldu í baráttunni, sem á eftir fór um forysfuna fyrir flokknum. Er þessi hrifn ing gjarnan nefnd „Trudeau- mania“ og er þess ekki að sjá merki, að hún fari minnk- andi. Trudeau varð fljótur til þess að hagnýta sér eigin vinsældir, lét boða í skyndi til nýrra kosninga, og stjórn- aði hraðri og glæsilegri kosn- ingabaráttu, sem færði hon- um þann sigur, sem Pearson er hlotið hafði friðarverölaun Veilt úr verðlounasjóði NÝLEGA hafa verið veitt verð- laun úr „Verðlaunasjóði dr. phil. Ólafs Daníelssonar og Sigurðar Guðmundssonar, arkitekts". Upp hæð verðlaunanna var 20 þúsund krónur og þau hlaut Þorbjörn Sigurgeirsson prófessor fyrir for ystustarf á sviði íslenzkra vís- Nóbels og var frábært díplo- mat, hafði ekki tekizt að vinna. Þetta er furðulegt og hefur aldrei áður átt sér stað í sögu Kanada. Á svipaðan hátt og gerðist um Robert heitinn Kennedy, þyrptist unga fólk- ið að Trudeau og stúlkurnar kysstu hann unnvörpum. Hann var ímynd framtíðar- innar og nýrrar tegundar stjórnmálamennsku fyrir unga fólkið — laus við sýnd- armennsku, skyndilausnar á vandamálum eða draumóra- kennd loforð. Hann var borg- armaðurinn, sem ferðaðist um á þotu í kosningabaráttu sinni og spjallaði við samlanda sína á götum úti og í verzlun- um. Borgarfólki nútímans féll hann greinilega vel í geð. Ferill Trudeaus og stjórn- málaræður gefa til kynna, að hann er mjög hlynntur ein- staklingsfrelsi. Hann gerði að vígorðum sínum í þessum kosningum setninguna: „Hið réttláta þjóðfélag“ og ræddi mikið um aðsteðjandi hættur, ekki aðeins þær, sem eiga rót sína að rekja til kynþátta og tungumálamisréttis, heldur einnig tij efnahagslegs mis- réttis. Hann er hlynntur því, að kínverska alþýðulýðveldið verði viðurkennt og það kann vel að fara svo, að hann taki aðrar stjórnmálaákvarðanir óháður stefnu Bandaríkjanna í utanríkismálum. Það sem mestu máli skiptir nú, eins og stjórnmálaástand- inu er farið í Kanada, er, að hann er fullkomlega andvíg- ur hugmyndinni um sérstaka réttarstöðu fyrir Quebec, enda þótt hann skilji og hafi fulla samúð með báðum tungumál- unum og þeirri tvenns konar menningu, sem þar lifir. Hann, sem er sjálfur af frönsk um stofni og talar frönsku og ensku jafn vel, tekur ein- dregnari afstöðu með því, að Kanada haldist áfram sam- einað en Pearson, samninga- maðurinn, þorði nokkru sinni að gera. Svo kann vel að fara, að stjórnarskrárdeilur viS stjórnvöldin í Quebec, komí fljótlega upp, nú þegar Trude au hefur verið valinn forsæt- isráðherra. (Observer, öll réttindi áskil- in). indarannsókna í eðlisfræði. Ver’ðlaunasjóðurinn var stofn- aður árið 1954 af frú Svanhildi Ólafsdóttur stj órnarráðsfulltrúa. Tilgangur sjóðsins er m.a. að verðlauna íslenzka stærðfræð- inga, stjörnufræðinga eða eðlis- fræðinga og er verðlaununum út hlutað án umsókna. Áður hafah lotíð verðlaun úr sjóðnum dr. Leifur Ásgeirssón prófessor, samkvæmt ákvörðun sjóðstjórnar og dr. Trausti Ejn- arsson, prófessor.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.