Morgunblaðið - 07.07.1968, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.07.1968, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JTTLI 1968 * ----^ ■ ..................................Í 96 stig skildu met hafa og meistara — þegar keppni var lokið í 7 greinum EFTIR að hafa verið að keppni til miðnættis á föstudaginn hófu beztu tugþrautarmenn Norður- landa aftur keppni í gær kl. 10.30. Var lokið við 110 m grindahlaup tugþrautarinnar og kringlukast um hádegisbilið og siðan hófst stangarstökkið, sem vitað var að tæki margar klukkustundir. Geysihörð keppni er um Norð- urla-ndatitilinn milli methafans, Steen Schmidt Jensen frá Dan- mörku og meistarans frá í fyrra Svíans Lennart Hedmark. Hedmark hafði forystu eftir fyrri daginn og hafði aðeins auk- ið hana í tveim fyrstu greinun. um í gær. í>eir hlupu báðir 110 m grinahlaup á 14.9 sekúndum, en Hedmark kastaði kringlu 44.87 m á móti 42.05 m hjá Jen- sen. Að sjö greinum loknum hafði Hedmark því 5495 stig en Jensen 5399 stig. 96 stig skildu þá að, en Frjólsíþróttamót ó morgun ANNAÐ kvöld, miánuidaig, kJ. 6 gengst UMSK fyrir frjálsiþrótta móti á velili Ármianns við Sigtún. Verður þar keppt í langstökki, þrístökki, kringlukasti, spjót- kasti og sleggjuíkasti. Nómskeið í handknattleik Handiknattleiksdeiild kvenna í Ármanni heid-ur námskeið í handknattleik stúlkna og hefst það á morgun, mánudag á svæði Ármanns við Sigtún. Æfingar v«rða á mánudögum og fimmtu- dögum kl. 6.15. Þátttökugjaid er kr. 100 sem greiðist við nnn- ritun en allar stúlkur eru val- komnar tii námskeiðsins. þá lá næst fyrir að keppa í stan-g arstökki og spjóti, en það eru „uppáhaldsgreinar" þeirra hvors um sig, stangarstökkið Danans þar sem hann á 4.75 m bezt og spjótið Svians, þar sem hann á yfir 80 m bezt. Hedmark sagði sjálfur að 1500 m hlaupið myndi skera úr um úrslitin — og ölilu réði, hve lengi hann gæti „hangið í“ Dananum. Maraþonhlaupið átti að hefj- ast kl. 2. Frá því er ekki hægt að segja nú, en ljósmyndarinn smellti mynd í upphafi sem hér fylgir. Sömuleiðis átti fimmtar- þraut kvenna að Ijúka og keppn- in að hefjast kl. 3. Þar var engu minna stríð en hjá körlunum — nema þær voru þrjár sem börð- ust af hörku og skyldu 9 stig þær að er keppnin hófst í gær. Maraþonhlaup í og við Reykjavík FYRSTA Maraþonhlaupið sem háð er í Reykjavík með alþjóðlegu sniffi fór fram í gær. Hlaupið hófst á Laug- ardalsvelli og átti að Ijúka þar. Leiffin lá svo um Borg- artún, Snorrabraut um Hafn- arfjarðarveg suður fyrir toll- skýli og aftur til baka. Við lögreglustöðina á Snorrabraut voru Finnarnir Ramaka og Tikka í fararbroddi og Sví- inn Östby í 3. sæti, en lítið hafði þá teygst úr röð hlaup- aranna. Suður á Hraunsholti við Hafnarfjörð var ísl. þátt orffinn alllangt á eftir. Myndin er tekin á Snorra- braut á mótum Hverfisgötu og Ramaka er í fararbroddi. Ljósm. Mbl. Sveinn Þormóðs- son. ísland á að hafa möguleika móti Finnlandi og Noregi En geta ungu mannanna er óútreikn- anleg og spádómar varlegir Á MORGUN hefst Norðurlanda mót unglinga, þ. e. liðsmenn 18 ára og yngri. Hingað verður þá kominn 104 manna hópur kepp- enda, fararstjóra og þjálfara frá 5 löndum og er þetta umfangs- mesta knattspyrnumót, sem hér hefur verið haldiff, eins og fram hefur komiff. Á morgun leika Pól land — Finnland í Laugardal og Danmörk — Svíþjóð í Keflavík. Leikirnir hefjast kl. 20.30. ísland , Fin-nland og Noragur eru saman í riðli og keppa inn- byrðis. í hinum riðlinum eru Sví þjóð, Danmönk og Pólland. Ætla má að fyrrnefndi riðill- inn sé nokk.ru veikari en hinn Þrír leikir í 1. deild Línurnar taka að skýrast UM ÞESSA helgi fara fram þrír leikir í 1. deildarmótinu og eru þá flest liðin komin „hálfa leiff" í mótinu. Þessi og næsta helgi — en þá eru einnig þrír leikir á leikskránni — mun skýra línurn- ar í mótinu, einkum ef velgegn- in fylgir áfram sömu liðum og fram til þessa. Ef svo fer, verður erfitt að koma í veg fyrir að annað hvort Akureyri eða Fram hljóti sigurinn eftirsótta. í gær kl. 4 átti að fara fram lei-kur mi-lli Keflavíkur og Fram þar syðra. Vegna þess hve blað- ið fer snemma í prentun á laug- ardögum var leikurinn ekki haf- inn þá er þetta er ritað. Óneit- anlega eru Framarar sigur- stranglegri, en Keflvíkingar munu nú hafa endurheimt þrjá sterka menn er vantaði í leikinn gegn KR — og nú er orðið nauð- synlegt fyrir þá að „sýna klærn- ar“. Liðið er fyrir þenna leik með 0 stig og ekkert mark sko'r- að. f dag fcl. 4 leika í Laugardai Valur og Akureyringar. Vinni Norðanmenn, hafa þeir endan- lega gert út um sigurvonir ís- landsmeistara Vals —- og styrkt sína aðstöðu mjög. Á sama tíma eiga að leika í Vestmannaeyjum lið heima- manna og KR-ingar. Þar verður án efa barist fast. Bæði liðin eru þekkt fyrir það og þurfa bæði að bæta upp heldur lélega uppskeru að undanförnu. Staðan fyrir þessa helgi er þannig: Akureyri 4 4 1 0 8:1 7 Fram 4 2 2 0 9:5 6 KR 4 12 1 10:7 4 Valur 4 1 1 2 6:7 3 Vestm.eyjar 3 1 0 2 5:8 2 Keflavík 3 0 0 3 0:10 0 síðarefndi og þó lítið sé þe'kkt til getu ungra liða og reynsla sé að vonum takmörkuð í slíkum alþjóðamótum hjá ungum mönn- um. fslenzka liðið ætti því að hafa möguleika til að sigra ekki síður en hin. Liðin s©m í riðlum sigra keppa um Norðulandatitilinn. — Liðin sem -verða nr. 2 í riðlunum keppa um 3. sætið og þau sem lestina reka í riðlum keppa um 5. sætið. Þeir úrslitaleikir verða næsta laugardag. Sænska liðið er reyndast og hefur náð athyglisverðustum á-r- angri. í 16 manna hópi þ-eirra eru aðeins 5 nýliðar, en þrír leik menn þeirra hafa marga leiiki að baki, 9 leiki einn þeirra, 10 leiki annar o.g 15 hinn þriðji. í finnska liðinu hafa tveir menn leikið 4 landsleiki í þess- um aldursflokki en hitt eru ný- liðar. Danska liðið er skipað leik- mönnum úr 11 félögum ag virð- ist sterkt því það náði jafntefli við Svía í Stokkhólmi nýlega. Enginn Islendinganna hefur áður leikið í þessari keppni eða landsleik í aldursflokkinum. En liðið hefur fengið góðan undir- ibúning, marga leiki og skipu- lagðar æfingar. Má þvi ætla að árangur verði betri nú en áður — enda hefur gengið fremur illa í fy-rri skiptin þrjú, sem ísland hefur tekið þátt í mótinu. STUDENTAOEIRÐIR Framhald aflbills. 19 og hverja á að umbera. Hlut- verk þessarar stéttar er alger- iega frábrugðið hlutverkum byltingarsveita hins hefð- bundna kommúnisma. Henni er ekki ætlað að vinna að því að skipuleggja og stjórna upp- reisn og byltingu arðrændra verkamanna. Það telur Mar- euse ekki lengur hægt sökum þess, að verkamenn séu ekki lengur arðrændir, eða viti þá ekki af því, að þeir eru það. Því hafi verkamennirnir sjálfir tekið sér stöðu meðal þeirra, sem verja „status quo“ í þjóð- félaginu. Einu skjótfengnu bandamenn stúdentanna eru þeir, sem vita, að þeir eru arð- rændir, svo sem blökkumenn, hinir allra fátækustu og aðrir námsmenn. Hlutverk samtaka þeirra er því að reka áróður og ógna þjóðfélagskerfinu þar til það sýnir sitt sanna ofbeldis- og einsveldis eðli — venjulega með því að siga lögreglunni. Það mundi síðan verða til þess að fleiri og fleiri gerðu sér grein fyrir því, að þeir eru not- aðir og þar með verði smám saman komið á stöðugri bylt- ingu í þjóðfélaginu. Það sem að ofan greinir er hin hugmyndalega réttlæting þess að storka lögreglunni og mörgum byltingarsinnum hef- ur komið það mjög á óvart og verið til hinnar mesfcu gleði hversu auðveldlega yfirvöldin hafa fallið í þessa gildru og gert nákvæmlega það, sem þeir væntu. Einræðis- og ofbeldiskenning Á hinn bóginn er augljós ein- ræðis- og ofbeldishneigð í hugsunarhætti Marcuse, því að hann staðhæfir, að lítill hópur manna — hinir útvöldu að hans áliti — hópur ungra mennta- manna með takmarkaða reynslu og takmarkaðan þros-ka, hafi rétt til þess að ákveða hverja á að umbera og hvað — og til þess að segja meirihluta manna til um hvaða verðmæti séu „sönn“ og hver „fölsk“, segja þeim, að þeir séu ekki hamingju samir, þótt þeir sjálfir telji sig vera það; að þeir kæri sig hreint ekki um það, sem þeir hafa talið eftirsóknarvert, og að nauðsynlegt sé að valda stpð ugum truflunum og röskun á lífi þeirra unz þeir vakni upp til þess, sem þessi minnihluti telur henta hverju sinni. í þessu sambandi er athyglis- vert að fylgjast með því hve ráðvilltir og ringlaðir stúdent- ar í Sovétríkjunum og öðrum ríkjum Austur-Evrópu verða, þegar þeir heyra um það, sem gengur á í hugum byltingar- manna i vestrænu iðnaðarlönd- unum. Flestir virðast þeirrar skoðunar, sem fram hefur kom ið hjá stúdentum í Prag, að margar þessar hugmyndir séu „hlægilegar" og „fráleitar" og „hver fimmtán ára unglingur hljóti að vísa þeim á bug“. „Þessir ungu námsmenn í Aust- ur-Evrópu hafa nefhilega fund- ið fyrir og fylgzt með misheppn uðum tilraunum til þess að reka þjóðfélagið, án þess að taka tillit til hagnaðarvonarinnar og gildis efnaihagslegra þæginda fyrir flest venjulegt fólk. Þeir hafa af reynslu fengið nóg og eru orðnir leiðir á „hugsjón- um“ og „byltingu", sem eru yf- irleitt ekki annað en orðin tóm. Þeir eru ekki eins og jaifnailidrar þeirra á Vesturlöndum, komnir á það stig að taka efnalegum lífsgæðum sem sjálfsögðum hlutum. í þeirra augum er það ekki sjónvarpið heldur póli- tísku vígorðin, sem eru óraun- veruleg. Þeir vilja eitthvað sem ber árangur og margir mundu án efa fúsir að skipta á ýmsu því, sem þeir hafa og mörgu því, sem Rudi Dudschke og fylgismenn hans eru að reyna að eyðileggja. Þar fyrir utan eiga þeir sam- eiginlega með vestrænum stúd- entum þá tilfinningu, að þeim sé stjórnað af valdi, sem safn- izt stjórnlaust á of fáar hendur og að þeir séu háðir stjórn, at- höfnum og hugsunarhætti fjar- lægrar kynslóðar, sem sé enn í hlekkjum óraunverulegrar dulúðar og hræðslu kalda striðs ins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.