Morgunblaðið - 07.07.1968, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.07.1968, Blaðsíða 17
MORfGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ 1968 1T iðaárnar stönzuðum við fyrst og könnuðum málið. Nokkrir voru við veiðar í Elliðaánum, en veiðin var dræm, það var slæm átt og of bjart. Hann lætur ekki að sér hæða laxinn. Þeir sögðu það veiðimennirnir, að bezta veiðiáttin væri suðaustan með vætu. Áfram var haldið upp Ell- iðaárbrekkurnar og um Mos- fellssveitina. Á stöku stað var unnið við heyskap og garð- jrrkjubændur dittuðu að görð um sínum .Landið bylgjaðist í tíbránni og háhýsin í Reykjavík voru farin að titra. Við nálguðumst Gljúfra- stein og ætluðum að heilsa upp á skáldið, en Laxness er norður í landi og verður þar um tíma. Við hittum aðra dóttur skáldsins, Sigríði, þar sem hún laugaði sig í sund- lauginni við Gljúfrastein. Hún kvað yl vatnsins mjög þægilegan, 'þótt ugglaust væri hann mun lægri, en venjulegt hitastig í reykvískri sundlaug. Vatnið í læknum niðaði við Gljúfrastein og sáturnar í túninu í fjarska glóðu í sól- inni eins og stríður haddur. Á hlaðinu á Gljúfrasteini mættum við konu skáldsins, Auði, og kvaðst hún búast við bónda sínum innan viku. Skammt fyrir neðan Selja- brekku voru tugir hesta í girð ingu, hnakklausir, en allir áttu þeir að fara á hesta- mannamótið í Skógárhólum. J>að var fjör í hestunum og þeir rásuðu um og spyrntu í svörðinn er þeir brugðu á (Ljósm. Mbl.: A. Johnsen) Við heyskap á Kjalarnesi. Skáldið á Gljúfrasteini var ekki heima, en við hittum dóttur Halldórs Laxness, Sigríði, og smelltum mynd af henni. Hjá Seljabrekku héldum við vestur um í átt að Esju. Við bjuggumst við veiðimönn um í Leirvogsá. Farið var framhjá Skeggjastöðum að Hrafnhólum ,en þar var eng- inn heima utan kettlingafull læða, sem fór sér að engu óðslega og flatmagaði á tún- garðinum og einnig voru þar nokkrir hestar í girðingu. í>að var ekki sálu að sjá við Leirvogsána ,en tugir af lóum voru að baða sig í einu vaðinu. í Þverárdalnum hitt- um við ungan mann ríðandi á fola. Þar var Sæmundur Þessi hestur er svo vel upp alinn að hann heilsar eiganda sín um, Svanþóri Jónssyni, með „handabandi". Sæmundur Holgeírsson r — stiklað um Mosfellssveit og KJalarnes í sól og sumrí Holgeirsson á Funa sínum, 7 vetra gömlum. Sæmundur stundar tannlæknanám í Ed- inborg, en er nú í sumarleyfi. Sæmundur var á leið upp í Stardal og ætlaði síðan á Þing völl. Framhald á bls. 13 f SÓLSKININU í fyrradag brugðum við okkur út úr borginni og heilsuðum upp á fólkið, sem við hittum og gengum um landið. Það var íslenzkt sumar með steikjandi hita, hafgolu og tærum fjallahring. Ferða- Iangar voru ríðandi, akandi og gangandi og bændur voru við heyskap í brakandi þurrki. Við höldum nú af stað í yfirreiðina. Bíllinn bruinaði eftir mal- bikinu, fram hjá stórhýsum í gegnum iðandi borg. Við Ell- í Varmadal hittum við þrjár merkiskonur á leið til Skógarhóla, ríðandi eigin hestum og með nokkra til reiðar. Frá vinstri: Sigríður Níelsdóttir, Erla Tryggvadóttir og Sigríður Johnson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.