Morgunblaðið - 07.07.1968, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.07.1968, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ 1968 19 ÞjóÓfélagið sem stúdenta dreymir um Stúdentar undir vopnum. Bandarískur sagnfræðingur hefur reynt að skilgreina eðli hinnar nýju vuistri hreyfingar í bandarískum stjórnmálum. ’Hann segir, að hún byggist með al annars á viðurkenningu á heiðarleika og frelsi og virðing arleysi fyrir andúð á ákveðn- um kennisetningum, flokksaga, efnahagskennisetningum og venjulegu, hefðbundnu flokks- skipulagi. Innan þessarar hreyf ingar sé að finna hina furðuleg ustu samsetningu gamalla stjórnmálahugmynda, .sem á fyrri tímum hafa skipt mönn- um í andstæða hópa, er börðust blóðugri baráttu, til dæmis á Spáni, í Rússlandi, í Frakklandi og í Bandaríkjunum. Innan vinstri hreyfingarinnar nýju — og jafnvel með einstökum fylgismönnum hennar, megi finna hugmyndir er talizt hafa til anarkisma, sósíalisma, paci- fisma, existentialisma, human- isma, bohemianisma, popul- isma, mysticisma og þjóðernis- stefnu. Hann lítur svo á, að þessi vinstri hreyfing hafi þrjú stig. I fyrsta lagi sé um að ræða stjórnmálaleg mótmæli gegn stjórnskipulaginu og margskon ar ranglæti í bandarísku sam- félagi. í öðru lagi komi þar 3. GREIN fram siðferðileg mótmæli gegn spillingu í þjóðfélaginu og stjórnarkerfinu, sannir fylgis- menn þessarar hreyfingar hafi gert sannleika og heiðarleika að aðalatriðum hennar. í þriðja lagi sé hér á ferðinni existentia lísk bylting gegn hinum óper- sónulegu stjórnmálavélum, sem stjórnmálaflokkarnir séu orðn- ir; þeir svari ekki lengur þörf- um fólksins og fólkið hafi það á tilfinningunni, að það sé ger- samlega áhrifa- og valdalaust, máttvana og líf þess nánast óraunveruleg gagnvart þessum báknum og tilfinningalausu vélum, sem stjórni því. Þessi lýsing gæti átt við í næstum hvaða vestrænu þjóð- félagi sem er og það þó ekki hafi komið til alvarlegra óeirða. En þar sem stúdenta- hreyfingarnar hafa risið upp til mótmæla, hafa mótmælin oft- ast verið neikvæð. Ekki svo að skilja, að þau öfl, sem liggja að baki þeim séu neikvæð, síður en svo, heldur hefur það marg- oft komið skýrt fram, að stúd- entarnir gera sér svo miklu betur ljóst, hvað það er, sem þeir ekki vilja, heldur en hvað þeir vilja að komi í staðinn. Þjóðfélagið sem jbó dreymir um Haft er eftir ungum banda- rískum stúdent, að byggja verði upp nýtt þjóðfélag. „Við vitum ekki hvers konar þjóð- félag — við verðum að komast að raun um það smám saman. Við höfðum til dæmis ekki áhuga á kosningum, vegna þess að við viljum langvarandi bylt- ingu. Við viljum þjófélag, þar sem menn þurfa ekki að vinna, þar sem vélar sjá um öll störf en fólkið þarf ekkert að gera. Fjölmiðlunartækjunum verður að breyta, þau verða að hætta að spegla plastlíf miðstéttanna í Bandaríkjunum eru útborg- irnar eyðimarkir samfélagsins". Þessi ummæli er athyglisvert að bera saman við áletrun á spjaldi, sem fyrir nokkru gat að líta á einni hurðinni í Sor- bonneháskóla í Paris. Þar stóð m.a., að byltingin, sem þar væri að hefjast mundi gagnrýna þjóð félagið, ekki aðeins kapitalíska þjóðfélagið, heldur iðnaðarþjóð félagið í heild. „Neytendaþjóð- félagið verður að leggja að velli með ofbeldi. Við erum að skapa nýjan og frumlegan heim: Hug myndaflugið hefur tekið völd- in“, segir þar. Japanskir stúdentar tala ekki mikið um hugmyndaflug. Þeir telja fjarlæginguna, einangrun- ina aðal vandamálið og hvetja til stöðugrar byltingar og þátt- töku. Sama gera sumir brezkir róttækir menn, einnig v-þýzkir og ítálskir. Allir virðast þeir eiga sameiginlega þá ósk, að vald og virðing einstakldngsins verði endurvakin með því að koma á lýðræðisþjóðfélagi, þar sem einstaklingarnir eru sífellt virkir þátttakendur. Skilgreining Marcuse í nútíma Jb/óð/é/og/ Þeir rithöfundar, sem mest áhrif hafa haft á róttæka stúd- enta á Vesturlöndum eru gömlu kommúnisku rithöfundarnir, m.a. Rosa Luxemburg í Þýzka- landi, Herbert Marcuse, sem er fæddur í Þýzkalandi en starfar sem háskólakennari í Californ- íu, Debray, franski byltingar- sinninn, sem nú situr í fangelsi í Boliviu og Franz Fanton, sem var virkur þátttakandi í frels- isstríðinu í Alsír, skrifaði með al annars „Black Skin, Ehite Kasks“). Trúir gömlum hefðum eru V-Þjóðverjarnir langtum skipu legastir í skoðunum. Hugsunar- háttur þeirra er mjög mótaður af þýzkum aðstæðum en þeir eiga þó margt samedginlegt með skoðanabræðrunum í öðr- um löndum. Herbert Marcuse er þeirra æðsti postuli, og eru tvær bækur hans „One Dimens- ional Man“ og „Repressive Tolerance“ mikið lesnar og oft til þeirra vitnað á Vesturlönd- svartsýni og þótt skilgreining höfundar á vestrænu nútíma- þjóðfélagi sé enn viðurkennd af mörgum, hafa bæði Marcuse sjálfur og lærisveinar hans vikið í ýmsu frá því sem þar stendur. Marcuse staðhæfir, að nútíma þjóðfélag sé í eðli sínu einræðiskennt, því að fram- leiðsluöflin ákvarði ekki ein- ungis þau störf, þá hæfileika og þau sjónarmið, sem þjóðfél- aginu hentar bezt, heldur einn- ig þarfir og markmið einstakl- ingsins. Þau mái út andstöðuna milli þarfa einstaklingsins og þarfa þjóðfélagsins milli til- vistar einstaklingsins og tilvist- ar almennings. Tækni nútím- ans segir hann, að komi á nýj- um, áhrifameiri og þægilegri formum þjóðfélagslegs yfirlits og samhengis. Tilraunir til þess að bæta vinnuskilyrði, fegra umhverfi starfsfólks, t.d. verk- smiðjur, veita verkamönnum aðild að stjórnum fyrirtækja *g áhrif í þeim, segir hann, að séu þægilegar og hentugar að- ferðir til að fela andlit ofríkis- ins og sljóvga fórnarlömb þjóð- félagsheildarinnar. Tæknin, segir Marcuse, er ekki hlutlaus. Það er ekki hægt að einangra hana frá notkun hennar. Tækniþjóðfélagið er yfirráðakerfi, sem starfar í anda og uppbyggingu tækninn ar sjálfrar. Marcuse segir, að efnahags- legt frelsi þýði frelsi frá því að láta stjórnast af efnahagsöflum og tengzlum, — og frelsi frá því að þurfa að vinna fyrir brauði sínu. Stjórnmálalegt frelsi seg- ir hann að þýði frelsi einstakl- ingsins frá stjórnmálum og stjórnmálastarfsemi, sem hann hafi í raun og veru engin áhrif á. Menntunarfrelsi segir hann að þýði endurreisn hugsunar einstaklingsins, sem nú sé ríg- bundinn fjölmiðlunartækjum og áróðri. Til þess að fá þetta frelsi seg ir hann nú þýðingarlaust að beita venjulegum og hefð- bundnum aðferðum til mót- mæla; að sumu leyti vegna þess, að kerfið umberi mótmæl- in og að öðru leyti vegna þess, að almenningur hafi verið svo sefjaður og meðhöndlaður, að hann þekkti ekki sínar sönnu þarfir. „Fólk er þrælar án þess að vita það“, segir Marcuse og „því verður upplýstur minni- hluti að vekja það upp“, eins og þegar Debray hvatti skæru- liðana í Suður-Ameríku til þess að vekja bændurna til umhugs- unar um aðstæður sínar. Ein af kenningum Dabrays var, að það þyrfti að drepa nokkra lögreglumenn til þess að sýna og sanna, að valda- kerfið sé ekki óskeikult. Marcuse gengur ekki jafn langt í bók sinni, en mælir greinilega með valdbeitingu. Vilja andstöðu — ekki viðurkenningu Og hugmyndin um valdbeit- ingu fellur í góðan jarðveg hjá mörgum ungum róttækum mönnum — mönnum, sem öðr- um þræði berjast svo gegn því að verða skráðir í her og sendir til vígvalla. Það hefur komið í ljós, að byltingarsinnaðir ungir menn eru ekki eins hræddir við neitt og að þeim sé sýnt um burðarlyndi eða reynt sé að draga þá inn í raðir hinna hefð bundnu afla, sem þeir berjast gegn. Þeir vilja andstöðu — ekki viðurkenningu. Vafalaust mundu margir róttækir Banda- ríkjamenn fremur kjósa Ronald Reagan, ríkisstjóra eða George Wallace sem forseta fremur en Eugene McCarthy eða Robert Kehnedy hefði hann lifað. Menn eins og þeir síðarnefndu væru vísir til að draga úr áhrifamætti og fylgi hinna rót- tæku með því að veita hógvær- ari umbótasinnum brautargengi og uppfylla óskir þeirra. Um- burðarlyndi og eftirlátssemi boðar riðlun og áhrifaleysi í fylkingum róttækra. Marcuse lítur svo á, að stúd- entar hafi sérstöku hlutverki að gegna vegna þess, að þeir séu næstum einu fullorðnu að- ilarnir, sem ekki eru þegar bundnir á klafa framleiðsluafl- anna. Þeir hafi þannig sérstak- ar ástæður til þess að mynda hina menntuðu úrvalsstétt, sem ein sé þess megnug að skil- greina „sannar“ og „falskar" þarfir manna og ákveða hvað Framh. á bls. 26 um. Fyrra ritið er markað meiri Nokkrir forystumenn í fararbrddi róttækra stúdenta: Dragana Stavijel frá Júgóslavíu, Daniel Cohn Bendit og Tariq Ali, Pakistani, sem er við framhaldsnám í Bretlandi og hefur gerzt þar atkvæðamlkill.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.