Morgunblaðið - 26.07.1968, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.07.1968, Blaðsíða 1
32 SIÐUR 157. tbl. 55. árg. FÖSTUDAGUR 26. JtJLÍ 1968 Prentsmiðja Morgublaðsins Þessi mynd var tekin í vikunni við Tibava, skammt frá Kosice — þar sem talið er líklegt að viðræður forystumanna Tékka og Rússa muni fara fram. Á myndinni eru tékkneskir hermenn að leika og syngja fyrir rússneslta hermenn, er höfðu viðdvöl í Tibava, meðan þeir biðu fyrirskipana um að halda áfr am að landamærunum, sem eru aðeins ug^ 20 km. þaðan frá. Morð á S-Vietnömum aukast um helming — Viet Cong hefur fellt 2.462 borgara á fimm mánuðum Phu Bau og Saigon, 25. júlí AP. KONUR og hörn leituðu í dag að fátækliegum eigum í irústlu/m heimila sinna í þorpinu Phu, sem 100 dkæomliðar Viet Cong brenndu til grunna í morgun. Skæruliðamir .réðust inn í þorp ið, fdtipluðu íbúunum að 'halda hrott og kveiktu síðan í heim- iLum þeinra. Það litla nem uppi atóð eftir árásina eyðilagðist í lofánásum Bandarikjamanna, sem gerðu gagnárás á Viet Con,g. Þrjú lík fundust í rústum Phu Bau. Einn þorpsbúa sagði, að her menn Viet Cong vildu ekki að þeir byggju í þorpinu, þar sem það væri á valdi sfcjórnarinnar. Flestir þorpsbúa starfa í nálægu þorpi, sem er á valdi Viet Cong, og er talið að skæruliðar hafi brennt Phu Bau til grunna svo að þorpsbúar flytjist til ná- grannaþorpsins, sem er á þeirra valdi. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs, að febrúarmániuði undan- skildum, hafa hermdarverka- Framhald á bls. 21 Umbæturí iyrirsKipana um ao naiaa air am að landamærunum, sem eru adeins ujjj. 20 km. þaðan fra. _ / f ■ / g* Loftvarnaæfingar hafnar a' vestur- 553: I nitlmror Rnlornrm. coonr f* landamærum Sovétríkjanna Líklegt að fundur Tékka og Rússa hefjist á mánudag — Sovézk blöð herða árásir sínar á tékkneska forystu menn — Sovétstjórnin tekur fyrir ferðir Rússa til Tékkóslóvakíu Podgorni átti fund með mörgum helztu embættismönnum ríkis- stjórnarinnar í skrifstofu sinni í Kreml. !• Óstaðfestar fréttir hermdu hinsvegar, að Lenoid Brezhnev, aðalritari kommúnistaflokksins væri farinn frá Moskvu. Var tal ið, að hann mundi e.t.v. koma við í Austur-Berlín og jafnvel einnig i Póllandi á leið sinni til fundarins í Tékkóslóvakíu. • Þá hefur verið tilkynnt i Moskvu, að samtímis og jafn- framt heræfingunum meðfram vesturlandamærum Sovétríkj- um utanríkisviðskipti Tékka, og 1 anna, sem nú standa yfir muni Prag og Moskvu, 25. júlí AP—NTB — • SÍÐUSTU fréttir frá Prag og Moskvu í kvöld herma, að enn hafi ekki hafizt fyrirhugað- ur fundur forystumanna komm- únistaflokkanna í Tékkóslóvak- íu og Sovétríkjunum og bendi ýmislegt til þess, að hann hefj- ist ekki fyrr en eftir helgi. Al- exei Kosygin, forsætisráðherra Sovétrikjanna og Nikolai Pod- gorny, forseti, voru enn í Moskvu í dag, — ræddi Kosygin, m.a. við ráðherra þann tékknesk an, Vaclav Vales, sem fjallar Percy lýsir yfir stuðn- ingi við Rockefeller Washington, 25. júlí. (AP). CHARLES H. Percy, öldunga deildarþingmaður frá Illinois ríki, lýsti í dag yfir stuðn- ingi við Nelson Rockefeller, ríkisstjóra í New York ríki, sem frambjóðanda repúblik- ana við forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember n.k. Með yfirlýsingu þessari hefur Percy öldungadeildarþingm. gef- ið upp vonir um að verða fram- bjóðandi sendinefndar Illinois- rikis við fyrstu atkvæðagreíðslu á landsþingi repúblikanaflokks- ins, sem hefst á Miami Beach á Florida hinn 5. ágúst n.k. Talið er, að yfirgnæfandi meirihluti sendinefndarinnar frá Ulinois muni styðja Richard M. Nixon, fyrrum varaforseta. Percy sagði vegna yfirlýsingar sinnar, áð hann hefði hvorki rætt við Rocke feller né nokkurn annan um þann möguleika, að hann yrði vara- forsetaefni repúblikana. Charles H. Percy, hefur verið einna fremstur í flokki þeirra, sem talið var að Richard Nixon hefði hug á sem varaforsetaefni, hljóti hann útnefningu lands- þingsins. Percy hefur á síðustu árum áunnið sér vaxandi álit sem einn af frjálslyndari leiðtog um repúblikana. haldnar sérstakar loftvarnaæfing ar á sömu slóðum. Verði þar m.a. reyndar eldflaugar og muni æfing arnar ná yfir víðáttumikið svæði. Loftvarnaæfingar þessar eru hin ar fjórðu, sem haldnar eru á fjórum vikum í Austur-Evrópu og eru allar þessar heræfingar taldar liðir í taugastríði Rússa gegn Tékkum. NTB hafði eftir áreiðanlegum heimildum í kvöld, að nú væru aðeins eftir fjögur þúsund sov- ézkir hermenn í Tékkóslóvakíu og væru þeir allir á svæðinu Zlina í Slóvakíu. • Frá Berlín berast þær fregn- ir, að umferð um aðalleiðina milli Hamborgar og Vestur-Ber- línar hafi tafizt í nótt vegna flutninga sovézks herliðs. Er ekki nánar vitað hversu þeim liðsflutningum var háttað. • NTB hefur eftir áreiðanleg- um heimildum í New York, að stjórn Tékkóslóvakíu hafi farið þess á leit við U Thant, fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- Framhald á bls. 30 Sameining banka í Bretiandi bönnuð London, 25. júlí. NTB BREZKA stjórnin bannaði í dag fyrirhugaða samciningu þriggja stærslu banka Bretlands, Barc- lays, Lloyds og Martins. Anthony Crosland verzlunarmálaráðherra sagði í Neðri málstofunni, að á- stæðan væri sú, að sameining bankanna mundi ekki þjóna hags munuiu almennings. Þóitt stjórnm segist undir en,g- um kringumstæðiu.m leyfa sam- einingu Barclays og Lloyds hef- ur hún hins vegar ekkert á móti því að annar hvor þessara risa- ban,ka innlimi Martinsbanka. sem er þeirra minnstur. Stjórnin telur, að óhóflega stórar banka- samsteypur séu óæskilegar, og Framhald á bls. 21 í NTB-frétt frá Sofiu, höf- uðborg Búlgaríu, segir frá því, að búlgarski komm- únistaflokkurinn hafi í gær, fimmtudag, birt áætl un um endurbætur á skip- an stjórnmála og efnahags mála landsins. Segir í til- kynningu flokksins, að ætlunin sé að leggja þar með grundvöllinn að víð- tækri uppbyggingu fram- leiðslu þjóðarinnar, þar ) [ sem sérstök áherzla sé lögð á iðnaðinn. Á póli- tískum vettvangi sé end- urbótunum ætlað að gera ríkisstjórnina að áhrifa- miklum valdaaðila. Ekki er í fréttinni skýrt | nánar frá því hvers eðlis þessi endurbótaáætlun er, en aðeins sagt, að hún hafi verið lögð fram á fundi í miðstjórn kommúnista- flokksins og hafi forsætis- ráðherrann, Todor Zhiv- kov, sem jafnframt er leiðtogi kommúnista- flokksins, fylgt áætluninni úr hlaði. Ritskoðun atnumin í Irak og 50 föngum sleppt Bagdad, 25. júlí. AP-NTB. • Þær fregnir berast nú frá írak, að þar sé ástand allt að komast í eðlilegt horf eftir stjórnarbyltinguna á dögun- um. Nýja stjórnin hefur fyrir skipað, að látnir verði lausir fimmtíu pólitískir fangar, af tæplega tvö hundruð, sem eru í haldi víðsvegar um land ið. Ennfremur hefur stjórnin afnumið ritskoðun á dagblöð- um og lýst því yfir, að dag- blöð einkaaðila geti hafið út- komu á nýjan leik. Fyrrverandi ríkisstjórn í írak lagði dagblöð landsins undir stjómarvöldin á siðasta ári og takmarkaði fjölda blaða við fimm. Stjómaði upplýsingaráðu- neytið í Bagdad því, hvað birtist í blöðunum fimm og hélt uppi strangri ritskoöun. Nú verður útgáfu blaðanna komið í sama horf og áður var og búizt er við, að flest þeirra sextán dagblaða, sem neydd voru til að hætta út- komu, sjái nú dagsins ljós á ný. Eftir sem áður verða þó tvö dag blöð undir stjórn rikisstjórnar- innar, hið opinbera málgagn hennar, „A1 Jumhuriya“ og „The Bagdad Observer" sem er gefið út á ensku. Ekki er vitað enn, hvort af- nám ritskoðunar í landinu tekur einnig til þeirra frétta, sem er- lendir fréttamenn senda frá írak, eða hvort afnumdar verða hömlur á innflutningi og sölu erlendra dagbla'ða í landinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.