Morgunblaðið - 26.07.1968, Side 14

Morgunblaðið - 26.07.1968, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1968 Flókatindur í Vatnsfirði Glœsilegur og fagur gististaður Patreksfirði 17. júlí. ER FLÓKI Vilgerðarson kom til íslands fyrst, leizt honum bezt tii búsetu í Vatnsfirði við Breiða fjörð. Ekki búnaðist honum þar, sem skyldi, og átti sinn þátt í því harður vetur. Á þeim tíiha, ekki síður en nú, er ekki ómögu legt að margt hafi dregið hug- ann frá brauðstriti og fyrir- hyggju yfir sumartímann, við stórbrotna og fagra náttúru. Svo er enn. Vatnsfjörður mun vera með allra fegurstu stöðum landsins. Þar er skóglendi frá sjó að fjalla brúnum, með fögrum rjóðrum í milli . Ágætur baðstaður við ströndina, víða. Ágætt silungs- vatn. í námunda eru fjöll þau er Flóki gekk á er hann gaf land- inu það nafn er það nú ber. Þar sér eftir af tættum þeim, er Flóki byggði skála sína til vetursetu. Þar er Smiðjunesið, er Gestur Oddleifsson hafði sinn rauðablástur. Þar er og Hörgs- nesfð, mjög fagurt skógi vaxið nes, eitt hinna örfáu örnefna vest an Þingmannaheiðar, er minna á heiðinn sið. Náttúsuverndar- ráð kvað hafa tekið nesið að sér til verndar fyrir öllu jarð- raski. Úr Vatnsfirði utarlega blasa við Breiðafjarðareyjar, ó- teljandi, og hinumegin rís Snæ- fellsnesfjallagarðurinn, með kon ungi sínum samnefndum jökli. Á fögrum stað í VatnsfirBi, nánar til tekið við Hellu, sem er við ána Pennu, hefir Barð- strendingafélagið reizt myndar lega veitinga og gistiskála, og nefnt staðinn Flóka'lund. Er þetta einn af mörgum, viðkunn legasti staður fjarðarins, og er við vegamót til þriggja átta. — Patreksfjarðar um Barðaströnd og Kleifaheiði, allra annara Vestfjarða, allt til Bolungarvík- ur, og áleiðis su'ður til Reykja- víkur um Þingmannaheiði. Guðbjartur Egilsson, formaður Barðstrendingafélagsins um 12 ára skeið, og framkvæmdastjóri þess, skýrði fréttamönnum blaða og útvarps frá framkvæmdum og framtíðaráformum félagsins í sambandi við þennan stað, svo og Bjarkarlund. Fyrir um aldarfjórðungi kom fram allmikill áhugi meðal burt- flutra og annara Barðstrendinga, Um að koma upp gisti- og veit- ingastöðum í báðum sýslufélög- um Barðastrandasýslu. Forustu alla hafði á hendi átthagafélag Barðstrendinga, Barðstrendinga- félagið. Fljótlega urðu fyrir val inu 2 staðir. Annar er sá er Bjarkarlundur er nú, en hinn var við Brjánslæk: Von bráðar var hafist handa að koma upp veitingaskála í Bjarkarlundi. Hin fyrsta veit- ingasala hófst þar, í bragga, ár- ið 1945, jafnhliða var hafizt handa um byggingu hins fyrsta áfanga að .veitinga- og gistiskála, og hann opnaður tii veitinga 1947. Veruleg aukning við þa'ð húsrými hefir nú farið fram og eru þar nú 14 herbergi 2ja og 4ra manna. Starfsfólk þar nú, er um 9-10 manns. Hótelstjóri hin síðustu ár hefir verið og er Svavar Ármannsson. Hótelið er opið frá 1. júní til 10. okt. ár hvert. Framkvæmdir við Brjánslæk hófust nokkru síðar, en frá þeim var fljótlega horfið, en undir- búnings-framkvæmdir hófust við Flókalund, sem af flestum er tal inn heppilegri staður. Magnús Ólafsson frá Botni, vegavinnuverkstjóri, skipulagði staðinn, og braut landið áður en byggingarstarf var hafið. Mun það fátítt hér á landi að um- hverfi sé skipulagt áður en fram kvæmdir hefjast. Fyrsta veitingasala í Flóka- lundi hófst í litlum skála árið 1961. Ári síðar hófst bygging grunns undir þær byggingar, sem nú hafa risið. Hús það, er nú hefir verið reizt, er flutt inn frá Noregi. Það er 260 ferm. Er þar stór matsalur, stórt og rúm gott eldhús ásamt geymslu. Al- mennt afgreiðsluherbergi, 4 gisti herbergi fyrir 2, snyrtiherbergi og mjög rúmgóð forstofa. Enn- fremur er í ráði að innrétta 4 gistiherbergi í viðbót í gamla veitingaskálanum, og telur for- maður að þá ætti að vera sæmi- lega séð fyrir gisitiplássi þarna. Á veröndinni við aðalinngang- inn er skemmtilegur staður til að sitja á, á sólheitum dögum. Er þar með sóltjaldi hægt að fyrirbyggja alla golu ef einhver væri. Herbergi eru öll með heitu og köldu vatni svo og fatageymsl um. öll bera þau nöfn staða í nágrenninu. Eldhús er ákaflega rúmgott og vistlegt, og búið fyrsta flokks tækjum. Raforka er frá 36 kw. Lister-diesel vél, og er því atriði því vel fullnægt. Talsamband, enn sem komið er, er í gegnum Gufunes-radíó. Tal sími er við útidyr og er hann í sambandi við næturvakt húss- ins. Húsbúnaður allur er hinn smekklegasti og innrétting öll og smíði ber fögru handbragði viini. Eftir að húsið hafði verið reizt, en fyrir því stóðu tveir Norðmenn, hefir Björn Guð- mund3son, húsam.meistari staðið fyrir byggingunni ásamt Bolla A. Ólafssyni, húsgagnasm.m. Reykjavík. Um raflögn sá Bald vin Kristjánsson, rafv.m. Pat- reksfirði o.fl. o.fl. sem lagt hafa hönd að byggingu þessari. Sem stendur starfa þarna 5 manns, Kristinn Óskarsson, hót- elstjóri, Heba og Sjöfn A. Ólafs son, matráðskonur og tvær að- stoðarstúlkur Olíufélagið h.f. og Skeljung- ur h.f. hafa sameinast um benz- ín- og olíusölu á staðnum. í stjórn ’Barðsterndingafélags- ins eru þeir: Guðbjartur Egils- son, form. Guðmundur Jóhannes son, varaform. Ólafur Jónsson gjaldkeri, Alexander. Guðjónsson Kristinn Óskarsson og Bolli A. Ólafsson, meðstjórnendur. Aðspurður kvað Guðbjartur kostnað við Flókalund hafa ver ið orðinn, með húsbúnaði 2.5 millj. krónur, við lok síðasta reikningsár. Eins og að líkum lætur er bygging og starfræksla beggja þessara mikið átak fámennu átt hagafélagi, en fyrir samhug, fóm fýsi og skilning, er nú þessum málum komið eins og raun ber vitni. Allir aðilar, segir Guð- hjartur, sem leitað hefir verið til hafa af alhug veitt máli þessu lið. Alþingi, sýslusjóðir Barða- strandar og ísafjarðarsýslna, ísa fjarðarkaupstaður og Suðureyr- arhreppur í Súgandafirði. Síðast en ekki sízt, allir hinir fjöl- mörgu Barðstrendingar og aðrir, sem til hefir verið leitað, og brugðist hafa þannig við að hver erfiður hjalli hefur verið yfirstiginn, og forustunni gert ljóst að fórnfúst lið fylgdi fast eftir. Fyrst um sinn hefir verið ákveðið að hótel Flókalundur starfi frá miðjum júní til 20. sept. Framkvæmdastjórninni er ljóst að fyrsti og síðasti hluti þessa tímabils er eingöngu þjón usta við þá er eru á ferðalögum þá, og af þeim orsökum Iítil hagnaðarvon. Er ekkert við þv£ að segja, ef reksturinn gengur vel yfir sumarið. Ferðafólk! þið sem eruð að leggja upp í sumarferðalög, og hafið ekki fyrirfram ákveðið hvert halda skuli, takið Flóka- lund til athugunar ásamt þeim stöðum, sem til greina koma. Leggið leið ykkar um Vatns- fjörð. Gistið í Flókalundi, eða fáið þar tjaldstæði. Njótið þar ágætra veitinga og prýðilegrar þjónustu. Eftir dvölina þar mun uð þið geta sagt: Við komum og sáum en Vatnsfjörður sigraðL Trausti Árnason. Einbýlishús á góðum stað í Kópavogi er til ieigu. — Vinsamlegast sendið tilboð, merkt: „8446“ fyrir 1. ágúst nk. STRIGASKÓR Allar stærðir. — Frá 2ja ára til 102ja ár,- SKÓBUDIN ÁLFHEIMUM 6 Síini 37541. Sumarkjólar Fjölbreytt úrval Lækjargötu. . ÁGI22-24 1:30280-32282 DL w LITAVER PLASTINO-KORK Mjög vandaður parket- gólfdúkur. Verðið mjög hagstætt. Starfsstúlkur í Flókalunði í hinu rúmgóða eldhúsi gististað- arins. Ljósm. Sævar Halldórsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.