Morgunblaðið - 26.07.1968, Page 16
16
MORGUNBLAÐH), FÖSTUDAGUR 26. JULI 196«
JMwgtiitirfafrtfr
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstj órnarf ulltrín
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjóm og afgreiðsla
Auglýsingar
Askriftargj ald kr 120.00
1 lausasölu.
Hf Arvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur
Matthias Johannessen.
Elyjólfur Konráð Jónsson.
Þorbjöm Guðmundsson.
Bjöm Jóhannsson.
Ámi Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6. Sími 10-100.
Aðalstræti 6. Sími 22-4-80.
á mánuði innanlands.
Kr. 7.00 eintakið.
HAGUR SAMBANDSINS
fpíminn birtir í gær viðtal
við Erlend Einarsson,
forstjóra, um rekstur og af-
komu Sambands ísl- sam-
vinnfélaga, þar sem skynsam
lega er rætt um vandamál
Sambandsins, eins og vænta
mátti, því að enginn dregur
í efa, að Erlendur Einarsson
vill gera sitt bezta til að
tryggja hag fyrirtækisins.
* Hins vegar er sá galli á, að
hann hefur aldrei fengið að
ráða stefnunni, vegna póli-
tískrar misnotkunar Fram-
sóknarflokksins á samvinnu-
félögunum, enda er í rit-
stjórnargrein þessa sama
tölublaðs Tímans rætt um
þetta mál á allt annan og
óhyggilegri hátt en Erlend-
ur Einarsson gerir.
Forstjóri Sambands ísl.
samvinnufélaga segir, að
menn þurfi að snúa bökum
saman til þess að komizt
verði yfir erfiðleikana. Á
þetta hefur Morgunblaðið
margsinnis bent á að und-
anförnu og boðið sinn stuðn
ing ef sú stefnubreyting yrði
hjá samvinnufélögunum, að
. hætt yrði að misnota þau í
pólitískum tilgangi en tekin
upp barátta fyrir því að efla
þau og styrkja sem hags-
munasamtök fólksins víða
um land. Þessu tilboði var
svarað á þann veg á aðal-
fundi Sambands ísl. sam-
vinnufélaga, að kosnir voru
tveir nýir menn í stjórn.
Annar gamall krati og hinn
gamall kommúnisti, rétt eins
og sú manngerð væri líkleg
til þess að koma með nýjar
hugmyndir og kraft, sem
vissulega er þörf á í sam-
tökum eins og þessum.
' Hins vegar var þess vand-
lega gætt, að enginn Sjálf-
stæðismaður fengi nærri að
koma, né heldur að ungir
menn fengju að beita áhrif-
tun sínum á stefnu þessara
miklu samtaka. Þess vegna
eru því miður ekki miklar
líkur til veigamikilla breyt-
inga, jafn brýnar og þær þó
eru.
Erlendur Einarsson víkur
bæði að verzluninni og iðn-
aðinum í samtalinu í Tím-
anum. Um verzlunina segir
hann:
,;Verzlunin hefur átt mjög
í vök að verjást og sérstak-
lega verzlun með nauðsynja-
vörur. Það sýnir sig, að bæði
hjá verzlunum og verzlunar-
félögum, sem ekki eru inn-
an Sambandsins og svo einka
verzlunum úti á landsbyggð-
inni berjast þessir aðilar í
bökkum eða hafa orðið að
gefast upp.“
Um iðnaðinn aftur á móti
segir forstjórinn:
„Samvinnusamtökin eru
einn stærsti iðnrekandi á Is-
landi og hafa 5—600 manns
í vinnu við iðnað. Iðnaður-
inn átti mjög í vök að verj-
ast á sl. ári, sérstaklega út-
flutningsiðnaðurinn. Hann
á ekki eins erfitt nú, en þó
er sú hætta fyrir hendi, að
framleiðslukostnaðurinn
haldi áfram að hækka og
verð lækki, þá lendir þetta
í klemmu.“
Áreiðanlega er það rétt, að
verzlun á fslandi á nú við
erfiðleika að etja, en þeim
mun meiri þörf er að halda
þannig á málum, að annar-
leg sjónarmið séu ekki látin
ráða ferðinni. Hitt er líka
rétt, að gengisbreytingin
bætti mjög hag útflutnings-
iðnaðarins og vonandi er að
Sambandinu og öðrum iðn-
rekendum takist að efla
hann.
En nú verður vikið frá
skynsamlegum ummælum
Erlendar Einarssonar og að
fáránlegum skrifum Tímans.
Það blað heldur því enn sem
fyrr fram, að Morgunblaðið
gleðjist yfir óförum Sam-
bandsins, þótt hér í blaðinu
hafi margsinnis verið hvatt
til samstöðu um að styrkja
hag samvinnuhreyfingarinn-
ar. Tíminn stendur enn vörð
um þá gömlu og afturhalds-
sömu stjórn, sem er á Sam-
bandinu, stjórn gamalla
þreyttra og úrræðalausra
manna, sem ekki leyfa hin-
um yngri starfsmönnum að
gera þær breytingar, sem
nauðsynlegar eru til þess að
styrkja hag samvinnuhreyf-
ingarinnar.
Bankar og ríkisstjórnir
hafa mjög lagt sig fram um
að aðstoða samvinnuhreyf-
inguna, m.a. með sérstakri
fyrirgreiðslu, sem aðrir hafa
ekki notið nú í vetur. Von-
uðu menn satt að segja, að
stjórnendur Sambandsins
mundu meta þessa aðstoð og
leitast við að ganga til heil-
brigðs samstarfs um rekstur
fyrirtækisins, en barið var á
framrétta hendi, og Fram-
sóknarforingjunum tókst enn
sem fyrr, að tryggja sér öll
völd í Sambandinu, og sýna
engan lit á því að breyta
neitt til um stefnu eða starfs-
aðferðir. Fé fólksins í sam-
vinnuhreyfingunni á enn að
nota til að styrkja Framsókn
arleiðtogana, hvað sem hag
félaganna og þátttakendanna
í þeim líður.
t 0SP * % B A 1
1 l 11 Al i U R II IEIK 11
Aigerðir kommúnista
í Thailandi
Á SAMA tíma og bandainenn
í S-Vietnam búa si|g xindir
næstu árás korwúnista á Sai-
gon, halda kommúnistar af
fuiium krafti upp undirróður
starfsemi og hryðjuverkum
hinumegin við landamærin í
Thailandi, sem margir telja
næsta árásarmark þeirra.
Starfseminni er stjórnað frá
leynilegum bækistöðvum, lík-
lega í Dien Bien Ph,u, að því
er thailenzkir ráðamenn telja.
Svo virðist einnig sem komm-
únistar hafi bækistöð í Laos,
sem skipuð er vietnamískum
og kínverskum skæruliðum og
að þaðan séu fyrirmæli send
flugumönnum kommúnista-
flokksms í Thailandi, er að-
setur hefur í Bangkok, en
þeir hafa síðan samtoand við
útsendara í hinum ýmsu hlut-
um landsins.
Þegar hafa f.undizt nýtízku
rifflar, smíðaðir í Sovétríkj-
unum og sérfræðingair telja að
þetta bendi til að í landinu
séu falin vopnabúr, frá Sovét
ríkjunum og Kína, sem nota
eigi síðar meir. Hingað til
hafa skæruliðarnir aðeins not
að vopn frá heimsstyrjöLdinni
síðari, meira til að sýna thai
lenzfcum bændum o,g þorps-
búum og til þess að stappa i
þá stálinu og að alvara sé á
bak við hreyfinguna.
Thailenzka leýniþjónusan
telur að um 1800 sérþjálfaðir
Skæruliðar hafizt við í NA-
hluta landsins, þar sem fá-
tækt er mest. Þessir skærulið
ar eru frá hinum ýmsu þorp-
um landsins. aðallega úr dreif
býli. Á þessum slóðum búa
einnig um 60 þús. s-vietnam-
ískir flóttamenn, en úr þeiirra
hópi eru tiltölulega fáir skæru
liðar, að þvi er talið er. Helzta
hlutvenk þeirra til þessa hef
ur verið að undirbúa frekari
aðigerðir, svo sem að koma
upp birgðastöðum í þorpunum
og halda upp komroúniistísk-
um áróðri.
í SV-'hLuta landsirus hafa
undanfarin 8 ár hafizt við um
600 malayískir skæruliðar, en
nú eru thailenzkir skæruliðar
smátt og smátt að taka við.
Nú hafa t'haiilenzk og malay-
ísk yfirvöl'd samþykkt að
leyfa herjum sínum að elta og
leita uppi skæmliðana beggja
vegna landamœranna. Enn hef
■ur ekki verið rnikið um vopna
viðskipti milli þessara aðila,
en þau hafa samt aulkizt hægt
og sígandi í fiestum hlutum
landsins.
Thailenzka Þjóðernishreyf-
íngin telur um 3000 hermenn,
sem starfa í 90 herflokkum,
en auk þess nýtur hún stuðn-
ings um 25000 féliaga. Línuna
fá þeir frá Pekingútvarpinu
og „Útvarpi thailenzku þjóð-
arinnar", sem staðsett er ein-
hversstaðar í landinu.
Thailenzka stjórnim hefur
yfir að ráða um 20000 rnanna
liði, hermanna, lögreglumanna
og borgaralegra sérfræðinga
til að berjast við skæruliðana.
Hingað til hefiur aðaiáherzlan
verið Lögð á að reyna að haida
skæruliðunum frá þorpum og
sveitahéruðum og eita þá síð-
an uppi á skógLendum svæð-
um. Auk þess hafa sveitir
sjálfboðaiiða og Lög.reglu-
manna verið staðsettur í hér
uðum, þar sem mikið hefur
borið á skæruliðum. Standa
rnenn þessir í fjarskiptasam-
bandi við næstu herbækistöð
og gera viðvart þegar ef eitt
hvað sézt til kommúnistanna.
Thailenzkur hershöfðingi
sagði nýlega, að þetta fyrir-
komulag myndi óframkvæm-
anlegt í Víetnam, en að þeir
vonuðu að svo væri ekki í
Thailandi. Von sína byggja
Thailendingar á því, að land
þeirra er ekki fyrrverandi ný
lenda eða yfirráðasvæði ann-
arrar þjóðar og því ekki reiðu
búið til að ganga komroúnist-
um á hönd í dulargerfi þjóð-
frelsishreyfingar. Thailand er
konungsríki og þegnarnir
tryggir konungi sínum og
Búddhatrú. íbúarnir í NA-
hluta iandsins sem eru uro
10 milljónir, þjást ekki vegna
kúgun heimsvaLdasinna held
ur vegna vanrækslu og erfiðra
lífsskillyrða. Mestan hluta árs
iins hrjást héruð þeirra ann-
að hvort af völdum þurrka
eða rigninga og thailenzkir
menntamenn og vísindamenn
neita að eyða tíma sium í
svo vonlítið verkefni, sem hér
uð þessi eru og þess veg.na
hafa þau orðið útundan í þjóð
félaginu.
Þetta notuðu kommúnistar
sér, til þess að vinna íbúana
á sitt band og varð þeim í
fyrstu nokfcuð ágengt, en er
fólkið 'komst að því að í hug-
sjónafræðum kommiúnista var
ekkert svar við þurrki og
flóðum minnkaði áhuginn
fljótlega. Thailenzka stjórnin
legguir nú æ meiri áherzLu á
að vinna traust íbúanna, með
því að koma upp upplýsinga-
og hjáilparmiðstöðvum út um
Landið, þangað sem íbúarnir
geta komið með vandamál sín
og kvartanir. Kjörorð stjórn-
arinnar er, að það verði í öil
um tilfellum að gera eitthvað.
Þessi aðferð virðist hafa
borið árangur, því að tölur
sína að starfsemi kommúnista
hefur eitthvað dregizt saman.
Fyrir ári myrtu þeir að með-
altali 10 þorpshöfðingja og op
inbera starfsmenn á mánuði
og fóru tvær til þrjár áróðurs
ferðir inn í þorpin í viku
hverri. Það sem af er ársins
nú hafa þeiraðeins myrt 4 að
meðaltali í mánuði og farið
eina eða færri áróðursferðir í
viku.
Þrátt fyrir þessar framfarir
er ástandið engu að síðiur ó-
tryggt. Bandaríkjamenn hafa
43 þús. rnanna herlið í Tnai-
'landi, en þeir vinna eingöngu
í samibandi við styrjöiLdina í
Vietnam. Eins og er eru Thai
lendingar ánægðir með þessa
skipan mála, því að þeir vilja
að ba’áttan fyrir öryggi lauds
ins sé háð í Vietnam, en fari
svo að friður verði samin.n í
Vietnarn, óttast sumir að
Bandaríkjamenn muni þá yfir
gefa Tbailand. Margir stjórn-
málafréttaritarar telja ótta
þennan ástæðulausan og
benda á, að ef friður semdist
í Vietnam, yrði betra fyri.r
Thailand að halda uppi góð-
um samskiptum við Hanoi, ef
engir bandarískir hermenn
væru í iandinu.
SIÐLEYSI
í íþróttafrétt í „Þjóðvilj-
anuni“ sl. þriðjudag stend-
ur eftirfarandi:
„í kúluvarpi sigraði, eins
og vænta mátti, Guðmundur
Hermannsson og kastaði
17.70 m., og ólíkt fannst
manni viðkunnanlegra að sjá
þennan holdmikla mann tak
ast á við kúluna en að berja
á ungu fólki í mótmælagöngu
að minnsta kosti virðist kúl-
an þola betur átökin.“
Sem betur fer er siðleysi á
borð við þetta orðið fátítt í
íslenzkum blöðum, enda hæf
ir það hvergi nema kannski
helzt í kommúnistasnepli
eins og „Þjóðviljanum“ og
óarf ekki að hafa um það
fleiri orð.
Atök í
Istunbul
Istanbul, 24. júli. AP.
• Dm það bil þrjátíu stúdentar
voru handteknir og fimmtíu
meiddust í átökum við lögreglu
í dag. t nótt höfðu verið alvar-
Iegar óeirðir í bænum Konya en
þar var allt með kyrrum kjör-
um í dag.
Óeirðirnar í Istanbul í dag
urðu, þegar fréttist, að látizt
hefði í sjúkrahúsi í borginni
ungur stúdent, sem slasaðist í
átökunum á dögunum eftir mót-
mælaaðgerðir stúdenta vegna
herbækistöðva Bandaríkjamanna
í Tyrklandi. 40 stúdentar reyndu
í dag að leggja á tröppur ráð-
hússins í Istanbul krans, þar sem
á stóð „mor’ðinigjar" og kom til
átakanna, þegar lögreglan fjar-
lægði kransinn. Stúdentar hafa
hótað áframhaldandi óeirðum.
Elding kveikti
í olínstöð
Rivazzanou, Ítalíu,
24. júlí — AP:
ÞAÐ BAR við í morgun árla, í
Rivazzano á Ítalíu, að eldingu
laust niður í olíugeymi á oliu-
stöð hersins og olli miklum elds-
voða. Nokkrir menn særðust og
tugir húsa eyðilögðust af eldin-
um.
Slökkviliðsmen sem komu frá
næsta bæ, Pavia, sem er í 38 km.
fjarlægð, segja. að brennandi olí-
an hafi flætt eins og fljót í áttina
til bygigðarinnar, en olíustöðin
stóð um 3,2 km. frá í'búðarhÚ3-
unum. Þegar brennandi oMu-
fljótið náði til húsanna uirðu víða
sprengingar, þar sem talið var,
a ðeldurinn hefði náð í lekar gas
leiðslur — og víða kviknaði í
oMugeymum húsa. íbúar Rivazz-
ano eru 3.400 talsins.