Morgunblaðið - 26.07.1968, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.07.1968, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1968 Eyjamenn skoruðu á fyrstu mínútu og fylltust eldmóði Unnu Keflvikinga 2-0 — Framlinan átti bezta leik sinn i sumar ÞAÐ lifnaðí mjög yfir Vest- mannaeyingum í gærkvöldi er 1. deildarlið þeirra í knattspyrmi vann mjög verðskuldaðan sig- ur yfir Keflvíkingu.m. Heita má að allir Eyjamenn hafi óvenju- legan áhuga á knattspymu — og slíkur er sætur. Lið Eyja- manna hhefur að undanfömu átt heldur slaka leiki og mörg töp í röð, en í gærkvöldi náði liðið mjög góðum leik, og hcfur framlínan ekki i annan tima Vlerið betri í sumar. Eru nú von- ir Vestmannaeyinga aftur bjart ari, sagði Helgi Sigurlásson sem var viðstaddur leikinn fyrir Mbl. Marfk á 1. mínútu Vestmannaeyingar skoruðu þegar á fyrstu mínútu. Valur Staðan Staðan í 1. deild eftir leikinn í gær er þannig: Akureyri 6 3 3 0 10:3 9 KR 6 3 2 1 16:8 8 Fram 6 3 2 1 11:9 7 Valur 6 2 2 2 10:9 6 Í.B.V. 6 2 0 4 6:15 4 Í.B.K. 6 0 2 4 2:14 2 Andreason sendi knöttinn fram miðj.una eftir upphafsspyrnu og Sævar Tryggvason átti gkot af stuttu færi, sem Kjartan mark vörður ÍBK hafði þó hendur á, en missti úr höndum sér í mark ið. Á 3. mínútu komast Keflvík- ingar í færi til að jafna, eiga hörkuskot í þverslá og síðan skalla af markteig — en yfir. Síðan var skipzt á upphlaup- um og skeði fátt næstu mínút- urnar. Á 10. mín. komast svo Keflvíkingar öðm sinni í dauða- færi, en skotið mistókst herfi- lega og fór langt framhjá. Eyjamenn sóttu svo öllu meir allt til leikhlés og tök þeirra á leiknum aðeins slitin með einu og einu upphlaupi Keflvíkinga, en ekkert þeirra skapaði þó hættu. Á 2. mín. síðari hálfleiks eiga Eyjamenn, Geir Ólafsson, Sævar Tryggvason og Sigmar Pálma- son gott upphlaup sem endar með skoti frá Geir — en rétt yfir slá. Á köflum var leikurinn þóf- kenndur og ónákvæmar send- ingar úti á miðju, sem oftar fóru til mótherja en meðspilara. Á 7. mín. var mikil pressa á mark ÍBK en loks tókst Kjart ani að bjarga í horn, sem ekk- ert varð úr. Á 9. mín. á h. útherji Kefl- víkinga mjög gott skot, rétt ut- an við stöng í hliðarnet. ★ Sigurinn innsiglaður. Á 11. mín leika þeir Sævar, Sigmar og Geir aftur upp og Geir á glæsilegt skot af vitateig, sem Kjartán hafði eriga mögu- leika á að verja. Við þetta mark var allur móð- ur úr Keflvfkingum, og kom nú langur kafli þar sem Eyjamenn voru nær stanzlaust í sókn, án þess þó að geta skapað sér góð færi. , ★ Misnotuð tækifæri Á 25. mín ná Keflvíkingar snöggu upphlaupi og Páil ver gott skot Magnúsar Torfasonar. 5 mín síðar eru Keflvíkingar aftur í leiftursókn og Viktor bjargar á marklínu í horn. Engln uppskera fékkst úr því og eftir það áttu Vestmannaey- ingar öll völd á vellinum, þó ekki yrði frekar skorað. Beztu menn Keflvikinga voru Einar Gunnarsson miðherji og v. framvörðurinn. Hjá Eyjamönn um voru drýgstir og beztir Val- ur Andersen, Sævar Tryggva- son og unglingalandsliðsmaður- inn Ólafur Sigurvinsson, bak- vörður. Steinn Guðmundsson dæmdi mjög vel. Bréf sent íþróttasíðunni: Sundfdlkið og úrslitin 14:2 VEGNA bréfs Gunnlaugs Sveins sonar til dagblaðanna í Reykja- vík, óska ég að eftirfarandi upp- lýsingar komi fram: Landsliðssundfólk okkar, sem vann íra og Vestur-Skota og hefur sett fjölda meta í sumar, hefur æft að jafnaði 14—18 tíma í viku frá því í vor. Helztu afrek þeirra í júlí- mánuði voru sem hér segir: Unglingameistaramót Norður- landa í Osló 2. og 3. júlí: Elien Ingvadóttir, 2. í 200 m. bringusundi 2:58.2 (ísl. met). Guðjón Guðmundsson, 2. í 200 m. bringusundi 2:44.1 Finnur Garðarsson, 2. í 100 m. skriðsundi 1:00.0. Guðmunda Guðmundsdóttir, 4. í 400 m. skriðsundi 5:17.6 Landskeppni við írlanð 5. og 6. júlí í Belfast (sameinað lið Norður- og Suður-írlands): ísland vann með 115 stigum gegn 104. Samtals voru sett 7 íslandsmet, 11 írsk met auk 9 irskra „Alcommers“-meta, en af þeim settu íslendingarnir 5. Keppni við „Western District" Skotlands 8. júlí: ísland vann með 72 stigum gegn 60. Af 12 greinum unnu ís- lendingarnir 8, þar af 5 greinar tvöfalt. Eitt íslandsme: var sett. Alþjóðlegt sundmót í Stokk- hólmi 15. og 16. júlí: Þátttakendur voru allt bezta sundfólk eftirtaldra landa: Belga, Danmörk, Finnland, ís- land, ítalía, Júgóslavía, Noreg- ur, Tékkóslóvakia, V-Þýzkaland, A-Þýzkaland, Austurríki og Svíþjóð. Guðmundur Gíslason, 3. í 200 m. fjórsundi (2. af Norðurlandabúum). Leiknir Jónsson, 5. í 100 m. bringusundi (2. af Norðurlandabúum). Leiknir Jónsson, 6. í 200 m. bringusundi (2. af Norðurlandabúum). Ellen Ingvadóttir, 4. í 200 m. bringusundi (2. af Norðurlíjndabúuni). Ellen Ingvadóttir, 5. í 100 m. bringusundi (3. »f Norðurlandabúum). Hrafnhildur Guðmundsdóttir, 6. í 100 m. bringusundi (4. af Norðurlandabúum). Alls setti íslenzka sundfólkið 8 íslandsmet, en samtais voru 25 landsmet slegin á þessu móti. Þegar ofannefndir árangrar eru hafðir í huga, skilst hvers vegna mér er illa við að íslenzka sundfólkið sé nefnt um leið og „14—2“. Torfi Tómasson, ritari Sundsambands íslands. Valbjörn kastar kringlunni. Valbjörn sigraöi í fimmtarþrautinni Elías og Friðrik þór bættu báðir sveinametið VALBJÖRN Þorláksson, KR, bælti enn einum meistaratitli, gullpeningi og bikar i safnið, er hann sigraði í fimmtarþraut Meistaramótsins í fyrrakvöld. 10 keppendur luku greininni og árangurinn verður að teljast mjög sæmilegur og þó einkum hjá ungu piltunum: Elíasi, Stef- áni, Jóhanni og Friðrik Þór. Setti EHas nýtt sveinamet í greininni, og bætti eldra metið sem var 2058 stig um 365 stig. Friðrik Þór bætti metið einnig. Þá setti Ólafur Þorsteinsson, KR, nýtt sveinamet í 3000 metra hindrunarhlaupi, og bætti eldra met um 45 sek. Halldór Guð- björnsson sigraði örugglega í hlaupinu, en undir lokin varð hörð keppni um 2. sætið milli Krónprinsinn sigraði — og var kastað í sjóinn Í GÆR lauk í Sandhamn í Svíþjóð mikilli siglinga- keppni á bátum 5.5 m að lengd. Hefur hún staðið í nokkra daga og ekki mátt á milli sjá hvorir myndu sigra Norðmenn eða Svíar . Svo fór að norski báturinn Fram IV sigraði. Þar réði fyr ir sjálfur krónprinsinn, Har- aldur Ólafsson, og þótti hann hafa vel að sigri unnið og var vel fagnað af öllum — og fyrstur óskaði honum til hamingju hinn sigraði Svíi sem kom í mark 45 sek á eft- ir. Norðmenn hafa ekki unnið í þessari frægu siglinga- keppni í Sandhamn síðan 1956 — og sigurinn var því enn kærkomnari. Þykir nú fullvíst að krónprinsinn verði valinn til Olympíukeppni enn einu sinni. Að unnum sigri tóku hinir tveir úr áhöfninni ásamt hin- um sigraða Svía sig til og köstuðu krónprinsinum fyrir borð í sjóinn, en slík „skím- ar“-athöfn er gamall siður til heiðurs sigurvegara!! Ólafs og Daníels Njálssonar, HSH, sem hljóp nú sitt fyrsta hindrunarhlaup og kom á óvænt. Úrslit i greinunum í fyrra- kvöld urðu bessi: Fimmtarþraut: Stig: 1. Valbj. Þorláksson, KR, 3110 (6.59, 58.48, 22.9, 37.20, 5:30.8) 2. Erl. Valdimarss., ÍR, 2940 (6.08, 52.03, 25.1, 48.86, 5:30.2) 3. Kjartan Guðjónsson, ÍR, 2773 (6.51, 50.33, 24.5, 35.12, 5:36.8) 4. Trausti Sv.bj.s., UMSK, 2630 (5.76, 39.86, 24.6, 31.54, 4:45.6) 6. Eiías Sveinsson, ÍR, 2423 (5.68, 40.29, 24.9, 29.46, 5:07.6) 7. Jóhann Friðg.s., UMSE, 2389 (5.82, 36.24, 24.8, 23.82, 4:45.0) 8. Stefán Jóhannsson, Á, 2385 (5.50, 46.80, 25.3, 29.46, 5:18.7) 9. Hreiðar Júliusson, ÍR, 2276 (5.84, 38.61, 26.0, 31.04, 5:28.5) 10. Friðrik Þ. Óskarss., ÍR, 2219 (6.51, 30.19, 25.7, 26.29, 5:24.8) 3000 m. hindrunarhlaup: min: 1. Halldór Guðbj.s„ KR, 10:16.7 2. Ólafur Þorsteinss., KR, 10:52.8 3. Daníel Njálsson, HSH, 10:55.4 200 m. hlaup kvenna: sek: 1. Kristín Jónsd., UMSK, 27.2 2. Þuriður Jónsd., HSK, 28.0 3. Sigríður Þorst.d., HSK, 28.2 Langstökk kvenna: m: 1. Kristín Jónsd., UMSK, 4.97 2. Þuríður Jónsd., HSK, 4.93 3. Hafdís Helgad., UMSE, 4.68 4. Unnur Stefánsd., HSK, 4.67

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.