Morgunblaðið - 26.07.1968, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1968
31
♦
Hafnarfjarðarstrætisvagn ók á
Ijósastaur framan við slökkvi l
stöðina í Reykjavík í gær.,
Vagnstjórinn var að forðast
árekstur við bíl er ók í veg '
fyrir hann inn á Hafnarfjarð- |
arveginn. Enginn slasaðist, en,
vagninn skemmdist nokkuð
og staurinn brotnaði. —
Ljósm.: Sv. Þorm.
Enn óákveðið um slit-
iag Hafnarfjarðarvegar
VEDRIÐ
GERT er ráð fyrir suðvest-
lægri átt um allt land, golu
eða kalda. Líklegt er að þurrt
veður verði um austanvert
landið, en sólarlaust og lít-
ilsháttar úrkoma vestantil —
einkum við Breiðafjörð og
Vestfirði. Þá er gert ráð fyr-
ir áframhaldandi hlýindum
víðast, 15 stiga hita og jafn-
vel 20 stiga hita um Norð-
austurland.
ENN Ihefiur iekki verið tekin á-
kvörðuin um það hvort slitlag
verði lagt á Hafnarfjarffarveg-
irm ifirá K ópavog'shrú i Engidal,
en nú um þessar mundir er ein
mitt verið aff kitta í göt og hol
ur í veginum.
Sigfús Örn Sigfússon, verk-
fræðingur hjá Vegagerðinnd
sagði Mbl. í gær, að kostnaður
við slitlag á þessum vegarspotta,
sem er um 3.5 km yrði ekki und
ir 2 milljónum króna. Sagði Sig
fús Örn, að hann byggist við
ákvörðuin um slitlagið á næst-
unni, en engin ákveðin fjárveit-
ing er til vegarins, nema til
venjulegs viðhalds. Nauðsynlegt
er, þótt slitlag sé sett á veginn,
að kítta upp í holurnar fyrst,
sem sé verið að gera nú.
Verði slitlag sett á áðurnefnd
an spotta eru tveir eftir, frá
Kópavogshálsi að Kópavogsbrú
og úr Engidal til Hafinarfjarðar.
Þessir tveir spottar, sem eftir
eru eru í umsjá Kópavogskaup
staðar og Hafnarfjarðarkaupstað
ar og rnunu yfirvöld þar því taka
ákvörðun um endurbót á þeim.
- TÉKKÓSLÖVAKÍA
Framhald af bls. 1
anna, að hann skipti sér ekki
af deilum Tékka og Rússa.
• Nýjasta ráð Rússa í tauga-
stríðinu við Tékkóslóvakíu er að
taka fyrir allar ferðir sovézkra
ferðamanna til landsins. Síðdeg-
isblaðið „Vecemi Praha" segir
frá því í dag, að tékkneska rík-
ferðaskrlfstofan hafi í dag átt
von á ferðamannaflokki frá Sov
étríkjunum á vegum Intourist,
en hann hafi ekki komið. Síðar
upplýstist, að honum hafði ver-
ið snúið við á miðri leið, að
skipan sovézku yfirvaldanna og
Intourist skipað að aflýsa öllum
ferðum til Tékkóslóvakiu í nán-
ustu framtíð.
Rússnesk blöð halda áfram ár-
ásum á umbótasinna í Tékkósló-
vakíu, f dag segir til dæmis
„Pravda“ málgagnf lokksins, að
hin nýja stjórn landsins hafi
sömu afstöðu og stefnu sem and-
sósíalistísk öfl í landinu, sem
óski og voni að unnt reynist
smám saman að eyðileggja hug-
myndafræðilegan grundvöll
kommúnjstaflokksins. Stjórn-
málafréttaritarar segja, að í þess
ari grein hafi Pravda skotið nær
forystumönnum Tékka en nokk-
ru sinni fyrr, enda þótt þeir
hafi ekki nefnt neinn
þeirra með nafni, utan Cestmir
Cisaf, hugtakasérfræðing tékk-
neska kommúnistaflokksins, sem
hefur verið gagnrýndur harðlega
1 sovézkum blöðum fyrir end-
urskoðunarstefnu.
• Líkir Tékkum við
kínverska endurskoðunar-
sinna
Einsýnt þykir af ofangreindri
grein „Pravda“, að tékknesku
leiðtogarnir muni ekki mæta sér
Btökum samningsvilja eða sótt-
íýsi, þegar þeir hitta leiðtog-
ana frá Kreml. „Pravda“ líkir
forystumönnum Tékka m.a. við
kínversku endurskoðunarsinn-
ana og segir, að heiðarlegir og
hreinskilnir kommúnistar sæti
aðkasti og ofsóknum í Tékkó-
slóvakíu.
Blaðið segir ennfremur, að at-
burðirnir í Tékkóslóvakiu sýni,
að fjandmenn flokksins beini
örvum sínum beint að hjarta
hans. Flokkurinn verði í æ meiri
mæli fyrir árásum og undirróð-
Lrsstarfsemi af hálfu áróðurs
andkommúnískra afla og heims-
valdasinna. Tvö meginmarkmið
óvinanna séu augljós. Annars
vegar séu tilraunir lýðsskrum-
ara til að miðla fölskum upp-
lýsingum og tilbúnum lygaþvætt
ingi um landvinninga sósíalism-
ans, koma til starfa samtökum
andstaeðum kommúnistaflokkn-
um, efla áhrif þeirra í stjórn
landsins og reyna síðan að bola
frá stjórn kommúnista og end-
urreisa kapitalisma í landinu.
Hins vegar miði fjandmenn
flokksins að því, að eyðileggja
hann innan frá; eyðileggja hug-
sjónalegan og skipulagslegan
grundvöll hans og grafa þannig
undan afli hans til að standa
gegn árásum andstæðinganna.
„Pravda" vísar til sögunnar og
segir, að ríkjandi kommúnista-
flokkar geti ekki leyft frávik frá
réttum hugmyndum né skoðana-
mismun, né heldur geti þeir
leyft skilning á kommúnisman-
um, sem andstæður sé marxisma
og brjóti í bága við meginstefn-
una.
• Sameiginlegt mál allra
sósíalistaríkja
Stjórnarblaðið „Izvestija" í
Sovétríkjunum fjallar einnig um
Tékkóslóvakíu og rekur m.a.
gagnrýni á þróunina þar, sem
fram hefur komið í öðrum komm
únistaríkjum. Meðal annars er
klausa úr a-þýzka blaðinu „Ne-
ues Deutschland" þar sem seg-
ir, að ástandið í Tékkóslóvakíu
sé nú þannig orðið, að ekki dugi
að halda því fram, að Tékkar
geti einir leyst vandamál sín.
Standi sósíalisminn frammi fyr-
ir ógnunum sem í Tékkóslóvak-
íu sé það sameiginlegt mál allra
sósialiskra ríkja.
Málgagn kommúnistaflokksins
í Búdapest í Ungverjalandi
„Nepszabadsag" hvetur leiðtog-
ana í Prag til þess að reyna, að
koma í veg fyrir, að hundruð
þúsunda manna verði dregin út
í ógæfu eins og í Ungverjalandi
1956. Og flokksmálgagnið í Pól-
landi, „Tribunu Ludu“, segir í
gagnrýni á leiðtogana í Prag, að
þá skorti vilja til að berjast
gegn þeim öflum, sem landinu
stafi ógn og hætta af.
• Stuðningsyfirlýsingar
streyma til Prag
Á hinn bóginn berast tékk-
nesku stjórninni stuðningsyfir-
lýsingar hvaðanæva að, bæði frá
kommúnistaflokkum erlendis og
frá fundum hinna ýmsu samtaka
í landinu sjálfu, sem senda í sí-
fellu yfirlýsingar til aðalskrif-
stofu kommúnistaflokksins í
Prag. Tékkneskir blaðamenn
hafa birt yfirlýsingu í blöðum
og útvarpi þar sem gagnrýni og
árásum sovézkra blaða er af-
dráttarlaust visað á bug og því
lýst yfir, að markmið tékkneskra
blaðamanna sé það, fyrst og
fremst, að hjálpa kommúnista-
flokknum til þess að auka og
styrkja forystuhlutverk sitt í
þjóðfélaginu með stuðningi og
trausti fólksins í landinu en ekki
í andstöðu við það. Segjast tékk
nesku blaðamennirnir óska eftix
vináttu vfð allar sósíalistískai
þjóðir á grundvelli virðingar
fyrir sjálfstæði þeirra og sjálfs-
forræði.
Þá var í dag birt ritstjórnar-
grein í „Prace", málgagni tékk-
neskra verkalýðssambandsins,
sem telur 5.3 milljónir manna.
Þar eru landsmenn hvattir til að
styðja leiðtoga sína en sýna
ítrustu stillingu, því að komandi
viðræðum við sovézku leiðtog-
ana eigi eftir að reyna að í þeiim
þolrifin. Segir blaðið, að árásir
sovézkra blaða á endurbóta-
stefnuna og forystumenn hennar
í Tékkóslóvakíu sýni, að viðræð
ísland með í Olympíu-
skákmóti í haust
ÁKVEÐIÐ er að íslendingar
sendi 6 manna skáksveit á Ol-
ympíumótí skák, sem halda á í
Lukarno í Sviss hinn 17. október
^næstkomandi. I mótinu munu
um 50 þjóðlönd taka þátt og
verður hvert land að hafa til-
kynnt þátttöku sína og skák-
manna fyrir 31. júlí, en enn
hefur ekki verið tekin endan-
leg ákvörðun um það hverjir
skipi íslenzku sveitina.
Guðmundur Arason, formaður
Skáksambandsins tjáði Mbl. í
gær, að ákvörðun um hverjir
yrðu sendir, yrði tekin um næstu
helgi og hún kunngerð í byrjun
vikunnar. Reikna má með að
fsland standi mjög vel að vígi,
vegna frammistöðu sínnar á síð-
asta Olympíumóti, þar sem það
hreppti 11. sæti í A-riðli. Sagðl
Guðmundur að staða fslands
hefði sjaldan eða aldrei verið
eins sterk fyrir noklkurt mót, seun
nú, 12 menn hieifðu verið við stöð
ugar æfingar fyrir mótið að und
anförnu og verður sveitin valin
úr þeim hópi.
Skákmennirnir hafa verið við
æfingar í húsakynnum Skáksam
bandsins og' skipulagningu og
þj'álfun hefur Friðrik Ólafsson,
stórmeistari stjórnað. Er því mik
ils virði að ísland sendi sem
sterkasta sveit á mótið undir
stjórn og forsjá þjálfara henn-
ar Friðriks Ólafssonar.
Eftirvinnubann (.
— hjá sérleyfisbifreiðum Keflavíkur
Keflavík, 25. júlí.
BIFREIÐASTJÓRAR hjá Sér-
Ieyfisbifreiðum Keflavíkur Ihafa
nú lagt iniður alla yfirvinnu og
vinna aðeins 8 táma dag hveirn.
Ástæðan fyrir þesisu er sú, að
tveimiur bifreiðastjórum var
sagt upp með umánaðar fyriirvara
miffað við 1. ágúst, án þess að
sárstakar ástæður værtu til-
grteindar í uppsagnadbréfinu.
Stéttarfélag bílstjóranna, Keil
ir, hefur mótmælt þessu og kraf
izt þess að uppsögnin verði tek-
in til baka og til áréttingar þess
ari kröfu hafa aðrir bifreiða-
stjórar við fyrirtækið lagt niður
alla eftirvinnu. A þessari upp-
sögn stóð stjórnarnefnd sérleyf
isbifreiðanna og forstjóri þeirra.
Mál þetta hefiur verið til at-
hugunar hjá bæjarráði undan-
farna daga, því að bifreiðarnar
eru eign Keflvíkuibæjar. Til
allsherjarverkfallsboðunar hjá
félaginu hefiur ekki komið. Eft-
irvinnustöðvunin hefur þau á-
urnar verði „mjög erfiðar". I
blaðinu er látið að því liggja, að
viðræðurnar hefjist snemma í
næstu viku, en ýmislegt er talið
benda til, að þær byrji á mánu-
daginn kemur.
Báðir aðilar hafa mikinn und-
irbúning fyrir viðræðurnar og
er talið, að leiddir verði til rök-
ræðna sérfræðingar í hinum
margvíslegu málum, er varða
kommúnismann og þjóðfélagið.
I NTB-frétt segir, að enda þótt
andrúmsloftið í Prag sé markað
rósemi virðist mörgum sem
grunnt sé á ólgunni og mönnum
muni þykja mikils um vert að
leiðtogar landsins haldi vel á
málum sínum gegn Rússum..
Dubcek, leiðtogi flokksins, virð-
ist hafa almennan stuðning
flokksmanna og fftöesins og hann
hefur lýst því yfir í ræðu ný-
lega, að hann muni ekki hvika
hársbreidd frá endurbótaáætlun-
inni.
• 14 milljónir andstæðinga,
.ef ....
NTB hefur eftir eldri flokks-
manni tékkneskum, að grípi So-
vétmenn til hernaðarihlutunar,
muni Tékkar sennilega ekki rísa
til vamar með vopnum; þeir
viti, að það sé þýðingarlaust og
muni einungis kosta tilgangs-
laust blóðbað. Hinsvegar muni
Rússar þar með fá til viðureign-
ar fjórtán milljónir andstæð-
inga, er muni í ró og með leynd
halda uppi sJtemmdarstarfsemi
gegn þeim og undirróðri — og
það verði annað en gaman fyrir
Rússa. „Hernaðarihlutun Rússa
í Tékkóslóvakíu gæti jafnvel
kostað Rússa meira en Vietnam-
styrjöldin hefur kostað Banda-
ríkin“ sagði flokksmaðurinn, að
sögn NTB.
hrif á rekstur fyrirtækisins, að
ferðum fækkar lítillega og aðr-
ar breytast nokkuð. Hópferðir
leggjast niður. Umræður tim
skyldur og réttindi beggtja aðila
hafa farið fram undanfarna
daga. — hsj.
-------------- »
Island tap-
aði fyrir V-
Þýzkalandi
í 6. UMFERÐ á stúdentaskák-
mótinu í Ybbs töpuðu fslend-
ingar fyrir Vestur-Þjóðverjum
með IV2 vinningi gegn 214. Guð-
mundur tapaði skák sinni á móti
Pfleger, Bragi gerði jafntefli við
Hiibner, Haukur gerði jafntefli
við Dueball og Jón Hálfdánar-
son gerði jafntefli við Oster-
meyer.
Önnur úrslit í þessari umferð
urðu þessi:
Búlgaría 2 Mt — Júgóslavía
Danmörk 2% — Bandar. IVz
Sovétríkin 2y2 — Rúmenía 114
Nær 7 þús.
mavtns hafa séð
sýningti
Kolbrúnar
Á SJÖUNDA hundrað gestrr
kom á leirmunasýningu Kolbrún
ar Kjarval í Unuhúsi við Veg-
húsastíg síðastliðna viku og hafa
því nokkuð á annað þúsund
manns skoðað sýninguna frá þvf
að hún var opnuð þann 12. þessa
mánaðar.
Á sýningunni eru hátt á þriðja
hundrað munir og er meira en
helmingur þeirra seldur.
Vegna góðrar aðsóknar, verð-
ur sýningin opin eitthváð lengur
en ráð hafði verið fyrir gert, en
hún er opin frá klukkan tíu til
tíu dag hvern.
(Frá Unuhúsi 25. 7) i
i
Norðmenn unnu
NORÐÐMENN unnu nokkuð
óvæntan en glæsilegan sigur í
frjálsíþróttalandskeppni við
Kanadamenn. Hlutu þeir 113
stig gegn 98 í greinum karla.
Sigurinn vannst fyrri dag móts-
ins ,er Norðmenn náðu 15 stiga
forskoti, en síðari daginn skipt-
ust stigin nákvæmlega.
í kvennakeppnina unnu
Kanadastúlkurnar með yfirburð
um hlutu 72 stig gegn 44.