Morgunblaðið - 17.08.1968, Side 24

Morgunblaðið - 17.08.1968, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1968 lengur. Hún veit ekki, hvað hún eigi til bragðs að taka. Hún heldur, að hún verði alveg brjál uð, af eintómu meinmanaleika. Pam tautaði eitthvert viðeig- andi svar við þessu. Hana hefði mest langað til að minna hann á, að meðan eiginmaður Phyllis var á lífi, hafði hún, að því er hún bezt vissi, haft óbeit á honum af öllu hjarta. En nú, þegar hann var dauður lét hún eins og þau hefðu verið afskaplega sam rýmd hjón. — En hún þarf sjálfsagt ekki að vera einmana, sagði Pam. — Getur hún ekki setzt að hjá ein- hverju kunningjafólki sínu? Hann stakk höndum í vasa og horfði niður á fæturna á sér. — Ég stakk einmitt uppá því við hana, en hún vildi ekki heyra það nefnt. Hún segist ekki vilja vera hjá einum né neinum. Til þess sé hún of stolt. Hún vill horfast í augu við þetta, ein síns liðs. Mér finnst það hugrakkt af henni, finnst þér það ekki líka? Og ég dáist að henni fyrir það. En sem bet- ur fer, verður hún ekki alveg ein. Plantekran okkar er í ná- grenni við hana, og ég hef lof- að henni að riða þangað öðru hverju og heimsækja hana. — Nú, hefurðu það? hugsaði Pam með sjálfri sér, og hún brosti, en það var ekkert gleði- bros. Phyllis ætlaði að nota dauða mannsins síns, til þess að ná fullkomnu taki á Jeff. Kverka taki, hugsaði hún gremjulega. Og hún mundi aldrei sleppa honum aftur, ef hún gæti annað. Pam furðaði sig á því, að Jeff skyldi ekki sjá gegnum hana. Hvað karlmenn gátu verið stein blindir, þegar fögur kona var annarsvegar! Hún fylltist örvæntingu og það meir 'en hún hafði nokkru sinni áður gert. Var hún búin að missa Jeff fyrir fullt og allt? Átti hann að lenda i klónum á Phyllis? Og við tilhugsunina eina komst hún í frumstætt hugarástand, jafnvel morðhug. Phyllis var honum alls ekki sam boðin. Hún var grknm, svikul og fullkomlega eigingjöm. Hún kærði sig ekki um eitt eða neitt, nema sjálfa sig. Hún þóttist vita, að ef Jeff giftist henni ein hverntíma, yrði tilvera hans hreint helvíti á jörðu. Gæti hún bara einhvernveginn bjargað honum úr klóm hennar! En hvernig gat hún það? Hann hafði ekki farið frá Phyllis meira en örfáar mínútur, allan daginn, og bráðum yrðu þau komin til Rio. Og hvað gat hún þá sjálf gert annað en taka sér far með fyrsta skipi til Eng- lands? Hún hafði svo miklar áhyggj- ur af þessu, að hún varð and- vaka á nóttunni. — Þú ættir að reyna að hrista þetta af þér, Pam, sagði Betty við hana, vingjaynlega. Þú hefur svo miklar áhyggjur, að það er farið að sjá á þér. BEIMDIX Vinsælasta hljómsveit unga fólksins. Kynnt verður ný hljómsveit: Capri. Fjerið verður í IÐNÓ í kvöld kl 9—2. ÐMO I FANNHVÍTT FBÁ FÖNN Húsmæður, hvílist frá dagsins önn, hringið í FÖNN. Þar sækja þeir og senda þvottinn bæinn á enda. Langholtsvegi 113 — Sími 82220. Það eru komnir skuggar undir augun í þér og þú hrekkur í kút, hViinær, sem einhver ávarp ar þig. Pam píndi sig til að brosa. — Fyrirgefðu Betty. Ég skal reyna að taka mig á. — Þú hefur verið svo hræði- lega ofsakát, að það hefur farið hrollur um mig, hélt Betty á- fram. — Ef þú ert alvarlega skotin í honum Jeff Maitland, hversvegna reynirðu ekki að ná honum frá þessari kvensu? Pam hló vandræðalega. — Þessi var góður! Heldurðu ekki að ég mundi reyna það, ef ég gæti? En hún er að nota sér af vorkunnsemi hans. — Jæja, þá ræð ég þér til að fara eins að. Þegar við svona kvenmann er að eiga dugar eng- in samvizkusemi, og kannski blekkir líka þessi uppgerð- arkæti þín hann Jeff. Kannski heldur hann, að þú skemmtir þér prýðilega án hans. Láttu hann sjá, að þú saknir hans. Vertu ekkert hrædd við að láta tilfinningar þínar í ljós. Stúlk- ur tapa miklu meira á stolti, en þær græða á því. Hafðu mín ráð. Ég er búin að fara gegn um þessa kvörn áður. 30 -- i Pam hugsaði um þetta, og á- kvað að fara að ráðum Betty. Vitanlega þýddi ekkert að vera með sorgarsvip, en daginn áð- ur en komið var til Rio og hún hitti Jeff og hann spurði hana: „Jæja þá fáum við víst að dansa í kvöld“ — því skipstjór inn var að hafa einhvern gl'eð- skap, í lok ferðarinnar, þá svar aði hún: — Ég held mig langi ekkert til að dansa í kvöld, Jeff. — Hversvegna ekki? Þú ert MVKOIVIIÐ f BEDFORD VÖRUBÍLA: Húspúðar Húspúðafestingar Vatnshosur, allar st. Hitamælar Olíurofar Bremsuljósarofar Stefnuljósarofar Númeraljós Parkljós Aðalljós Hurðaskrár Hurðalamir Upphalarar Rúðugúmmí Vélahússlamir o. m. fl. VÉLVERK HF. Bíldshöfða 8 - Simi 82452. STANLEY RAFMAGNS-SMERGEL ÝMSAR STÆRÐIR FYRIRLIGGJANDI GAMALT VERB . STORR. Laugavegi 15, - Simi 1-33-33 HeyrirSu bergmálið. orðinn betri í bakinu, og þér er víst alveg óhætt að dansa. — Jú, læknirinn sagði, að mér væri óhætt að dansa dálítið, svaraði hún, — en ég hef bara engan herra. Hann lyfti annarri augnabrún inni og hleypti ofurlítið brúnum — Hvað áttu við, Pam? Hér er fullt af herrum um borð, sem mundu með ánægju fara með þér Þú, sam ert ein eftirsóttasta stúlkan hérna um borð Hún brosti ofurlítið — Já en ég vil bara ekki fara með nein- um þeirra, Jeff Ég vildi helzt losna við það Ég ætla að fara snemma í háttinn — Já, en þú verður að fara, Pam, nauðaði hann — Þú hefur ekki nema gott af því að skemmta þér eitthvað, eftir þessa bölvuðu slysni með bakið á þér Viltu fara ef ég bið þig að koma með mér? — Hvort ég vildi! — Pam! Sem snöggvast brá fyrir glampa í augum hans, s:m líktist mest þeim, sem var í henn ar augum Það varð stutt þögn Og spenna En svo sagði hann og röddin skalf ofurlítið: — Þetta er stórkostlegt, Pam! Eftir þetta fór hepni að standa meira á sama um Phyllis Jeff hafði beðið hana að verða dam- an sín á dansleiknum Hann hafði sýnt það með augnatilliti sínu, að honum stóð ekkl á sama um hana Og hver gat vitað, hvað mundi gerast í kvöld? Þetta átti að vera grímudans- lieikur Hún var í mesta æsingi allan daginn að búa sig undir hann Hún gerði sér búning úi grænum kjól, með festum úr marglitum skeljum og perlum, sem hún keypti af rakara skips- ins Betty hjálpaði henni að sauma búninginn Hún hló og sagði: — Jæja, nú er hið mikla tæki- færi hjá þér kelli mín! Reyndu nú að nota þér það til hins ítr- asta! Þessi déskotans Bevans- kvensa tekur hann, ef þú gerir það ekki Og Pam var ákveðin í að nota tækifærið Hún byrjaði snemma að búa sig, til þ;®s að líta sem bezt út Og þessi búningur fór henni virkilega vel Hún átti að vera dóttir Neptúnusar Hún var albúin því að Jeff færi með hana upp í reyksaliinn til að gefa henni eitt glas fyrir kvöldverðinn, þegar þjónninn barði að dyrum og rétti henni orðsendingu Hún þekkti strax rithönd Jeffs á henni Hún flýtti sér að opna hana, en áður en hún hafði lesið fyrstu línuna heyrðist örvæntingaróp frá vör- um hennar. og hún hneig niður á legubekkinn og horfði örvænt ingaraugum á blaðið „Pam, elskan viltu afsaka mig, að_ ég verð að svíkja þig í kvöld Ég get loksins ekki far- 17. ÁGÚST.,.Hrúturinn 21. mrz — 19. apríl. Freistandi er að gera einhver viðskipti, en það er ekki líklegt, að þau beri tilætlaðan arð. Ljúktu bréfaskriftum. Nautið 20. apríl — 20. maí. Yngri kynslóðin tefur þig óþarflega í dag, haltu þig nærri heim- kynnum þínum, og hlýddu ekki á söguburð. Tvíburarnir 21. maí — 20. júni. Þú hefur mikið starfsþrek 5 dag, og mikið að starfa, en reyndu ekki of mikið á þig. Krabbinn 21. júní — 22. júlí. Hvíldu þig, og farðu yfir liðnar vikur, og athugaðu rás atburða, þér verður eitthvað gagnlegt ljóst. Farðu varlega í innkaupum. Ljónið 23. júlí — 22. ágúst. Þér hættir til að eyða um efni fram, þótt enginn fari framá slíkt við þig. Ráðgaztu um framtíðaráætlanir við ættingjana. Meyjan 23. ágúst — 22. sept. Það lifnar yfir félagslífinu, þú verður í sviðsljósinu. Taktu lofi með hógværð. Vogin 23. sept. — 22. okt. Þótt þú sjáir eitthvað girnilegt, skaltu treysta varlega á gæðin. Sá er vinur, sem í raun reynist, en ekki er komið að því enn, svo að þú skalt bíða átekta. Sporðdrekinn 23. okt. — 21. nóv. Farðu vel með einkamálin, því að jafnvel vinir þínir kunna að bregðast. Skemmtu þér eitthvað í kvöld. Bogma®urinn 22. nóv. — 21. des. Sumir eru gjarnari á að seilast í vasa þér, en góðu hófi gegnir svo að þú skalt fyrir alla muni láta fjármálin liggja í láginni. En reyn við einhverja útiiþrótt. Steingeitin 22. des. — 19. jan. Þetta verður mjög erfiður dagur, þvi að alskyns tilviljanir hafa áhrif á málin. Taktu vel etftir því, sem lerizt, og notaðu það til staðfestingar, eða sem sönnunargögn. Vatnsberinn 20. jan — 18. febr. Sameignir, og aðrar auðlindir kunna að vera óáreiðanlegar 1 dag. Staðreyndir eru ruglingslegar. Gerðu einungis, það sem hagkvæmt er. Fiskarnir 19. febr. — 20. marz. Kastaðu ekki steini i náungann. Gættu fyllstu varúðar, heime og að heiman. Reyndu að skipul*ggja mál þín betur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.