Morgunblaðið - 03.09.1968, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.09.1968, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPT. 1968 50.000 kr. gjöf til sjóðstofn- unar FRÚ Aðalbjöfg Sigurðardótt- ir, þjóðkunn um áratuga skefð m.a. fyrir stuðning sinn og baráttu fyrir hverskonar | mannúðar- og líknarmálum, skrifar hér í Mbl. í dag á bls. 12 stutta grein sem hún kallar ' ÁSKORUN. Skrifar hún grein I ina vegna hins „opna bréfs til stjórnarvaldanna" frá foreldrj um heyrandaufra barna. Seg- ir frú Aðalbjörg þar m.a. frá ' þvi aS kona eins hér í borg- inni sem ekki vill láta nafns , snís getið hafi beðið hana fyr ir 50.000 króna stofnframlag ' til sjóðsmyndunar vegna hins | alvarlega ástands í kennslu og i aðbúð heyrnadaufra barna. | Skal ekki farið nánar út í, efni greinar frú Aðalbjargar Sigurðardóttur, sem eins og' fyrr segir er birt á bls. 12 í i dag. Suorri Hall- grímsson farinn á síldarmföin UM helgina lagði varðskipið Óð- inn aftur af stað til síldarmið- anna norður í höfum. Eru um borð viðgerðarmenn fyrir bátana og Snorri Hallgrímsson, læknir, sem mun annast veika sjómenn, ef með þarf. Er Óðinn 2—3 daga á leiðinni á miðin. Missætti á fundi Arababanda- lagsins Kairo, 2. sept. NTB. SENDISVEIT Túnismanna á fundi Arababandalagsins í Kairo gekk af fondi í dag, eftir að til hvassra orðahnippiraga hafði kom ið. Formaður sendinefndar Tún- is, Tayeb Sahbani, gagnrýndi harðlega stefnu Egypta í deilunni viff Israela. Sahbani sagði, að bann og aðrir TúnisfuIItrúar myndu halda heimleiðis samdæg- urs. Aðspurður um, hvort þetta gæti orðið til þess að Tunis drægi sig að fullu úr úr Araba- banalaginu sagði hamn, að það værl á valdi ríkisstjórnarinnar að taka slikar ákvarðanir. Kort, sem sýnir árlega leið síldarinnar norður í höf frá Noregi og suour undir Island. Ofarlega til hægri sést hvar gangan er að leggja af stað núna suður og vestur af svæðinu, þar sem hún hefur haldið sig undanfarið. Ogneðar til hægri sést að hún legg- ur af stað 10 sept. í fyrra suður um og kemur á miðin út af Austfjörðum 15. október. Laxveiöin góö í sumar LAXVEIÐIN hefur verið ágæt í sumar, bæði í net og á stöng, samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk í gær hjá Þór Guðjóns syni, veiðimálastjóra. Netaveiði er nú yfirleitt lokið, nema hvað menn eru smávegis með net enn í Arnessýslu. Hefur fengizt mik- fð af vænum laxi í netin, og er meðalþyngdin meiri en í fyrra. Otlit er þó fyrir að minna verði af smálaxi en menn voru að vona, en hann gengur yfirleitt seint. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem fyrir liggja hjá veiðimála- stjóra, hefur statigaveiðin verið prýðileg í sumar. Fyrir viku voru veiddir í Elliðaánum 1223 laxar. 1 Laxá í Kjós höfðu veiðzt 1256 á sama tíma. Mánudags- kvöldið 26. ágúst höfðu veiðzt 780 laxar í Laxá í Leirársveit, sem er ágætt þar. Af einhverjum ástæðum kvaðst vefðimálastjóri ekki hafa fengið skýrslu úr Borg arfirði síðan 11. ágúst. Þá voru veiddir 930 laxar í Norðurá. Hafði hann frétt að veiðin hefði verið lakari um miðjan mánuð- inn, en vafalaust væri nú komnir yfir 1000 laar úr ánni. í Laxá í Dölum höfðu veiðzt 646 laxar 25. ágúst. í Miðfjarðará höfðu veiðzt 1014 laxar 19. ágúst og í Víðidalsá 803. Úr Blöndu voru komnir 516 laxar þann 18. ágúst og hinn 25. höfðu veiðzt í Svartá 138 laxar. A svæði Laxamýrarfélagsins höfðu veiðzt 685 laxar þann 18. Sgúst, en sú tala nær ekki yfir allt svæðið. ís var Iengi fyrir Norðurlandi, og veiðin hófst mán uði seinna en venjulega. En hún hefur verið þeim mun meiri, einkum siðustu vikurnar. Svo út- koman er í heild góð veiði. Ekki hafði veiðimálaskrifstof- unni borizt skýrslur frá Suður- landi, en vitað er að á því svæði hefur verið góð veiði. Lax gekk t.d. snemma í Stóru Laxá og veiði á efsta svæðinu kom óvenju Forstjóri flóttamannahjálp- ar SÞ kemur til Norðurlanda Aka Khan til Islands á föstudag DAGANA 6. til 14. september heimsækir Norðurlönd forstjóri flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna, Sadruddin Aga Khan prins. Heimsóknin hefst í Reykja vík á föstudag. Prinsinn kemur með flugvél frá Flugfélagi ís- lands upp úr hádegi, en kl. 4 á hann fund við forsætisráðherra og síðar við utanríkisráðherra, en kl. hálf-sex fer hann til Bessa- staða að hitta forseta ísla,nds að máli. Um kvöldið situr prinsinn kvöldverðarboð hjá utanríkis- ráðherra. Laugardaginn 7. sept- ember á prinsinn viðræður við forustumenn Herferðar gegn hungri, en síðan verður ekið með hann um borgina fram að ha- degisverði. Hacnn heldur frá ís- landi eftir hádegi á laugardag og flýgur þá til Stokkdiólms með viðkomu í Kaupmannahöfn. Þriðjudaginn 10. september kem ur prinsinn tii Helsinki, mið- vikudaginn 11. september til Kaupmannahafnar og daghin eft ir til Osló, en þaðan flýgur hann að morgni laugardagsins 14. sept ember til Algeirsborgar með viðkomu í Kaupmannahofn og Zurich. Hvarvetna þar sem forstjóri flj óttamannahj álparinnar kemur á NorðuTlöndum mun hann flytja þakkir fyrir hinn aukna efnahagslega- og siðferðilega stuðning við starf Sameinuðu þjóðanna meðal flóttamanna og ræða mál, sem stjórnir Norður- landa og fljóttamannahjálpin hafa sameiginlega áhuga á. Auk þjóðhöfðiingja, forsætLs- og utanríkisráðherra mun hann einoiig hitta að máli flóttamanna nefndir í hverju einstöku Iandi og aðra þá aðila, sem láta sig flóttamannavandamálið ein- hverju skipta. Haldnir verða blaðamannafundir í hverju Norð urlandanna. Síldin mjög hægfara Heldur suður fyrr en í fyrra SlLDIN er á suðurleið eins og er, sagði Jakob Jakobsson, fiski- fræðingur, í gær. Hann var þá staddur um borð í Arna Frið- rikssyni á 74. gráðu norðl. br. og 8. austlægrar lengdar og báta- flotinn norður og austur af hon- um. En hann sagði, að ekki væri kominn verulegur skriður á síld- ina, hún hefði farið þetta 10—15 mMur á dag undanfarna 3—4 daga. Hún færðist aftur á móti 30 mílur þegar hún væri komin á fulla göngu. Ekki gæti hann spáS því enn hvenær hún yrði komin út af Austfjörðum, og ekki víst að hún yrði þar fyrr en í fyrra, þó hún væri farin að hreyfa sig í áttina 10—14 dögum fyrr. I fyrra fór síldin að halda suð- ur 10. september, og var komin út af Austfjörðum um miðjan október. Sagði Jakob að síldin hegðaði sér nú svipað og í fyrra, fyrir utan það að hún leggur heldur fyrr af stað. En nú er hún styggari en dæmi eru til. Hún hefur að vísu komið sæmi- lega upp á kvöldin, en lætur svo iila að erfitt er að ná henni, stingur sér strax niður fyrir það sem næturnar ná. Þrír bátar teknir í lnndhelgi ÞRÍR bátar voru teknir í land- helgi fyrir austan Vestmanna- eyjar á laugardag. Voru það bát- ar, sem báru einkennisstafina VE 295, RE 6 og NS 11 og eru því frá Vestmannaeyjum, Reykja vík og Norðfirði. Vair farið með þá til Vestmannaeyja, þar sem sjópróf fóru fram á sunnudag. Jakob kvaðst búast við að síld in haldi nú áfram, fyrst í suður og sveigi svo vestur á við. Hve nær hún komi nálægt Austfjörð um, sé ekki gott að segja um enn. Ekki kvaðst Jakob hafa heyrt um að neinir bátar væru komn- ir í vandræði vegna skorts á vistum eða vatni. Þeir hefðu þá farið í land áður en svo væri komið. En Síldin væri rétt að koma á þessar slóðir með endur- nýjaðar byrgðir til bátanna. í gær var S- SV kaldi á mið- um síldarbátanna, þokuloft og súld. Atti þó að heita svo að hægí væri að vera við veiðar, en það var rétt á takmörkunum, sagði Jakob, svo ekki var að búast við veiði í nótt, 1 fyrrinótt var óhagstætt veð- ur og tvö skip tilkynntu um afla, Óskar Haldórsson RE 20 lestir og Eldborg GK 30 lestir. Um helgina var allgott veður. Aðfaranótt laugardags tilkynnti Fylkir RE 20 lesta afla, og næstu nótt fengu Margrét SI 20 lestir, Hrafn Sveinbjarnarson GK 40 lestir og Fylkir RE 60 lestir. Aðalfundur Varðar og Jörundar í A.-Hún. AÐALFUNDUR Sjálfstæðisfélag anna Varðar og Jörundar í Austur-Húnavatnssýslu verður haldinn í fclagsheimilinu á Blönduósi næstkomandi föstu- dagskvöld og hefst kl. 9 c.h. Á dagskrá eru venjuleg aðal- fundarstörf, en síðan verða önn- ur mál rædd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.