Morgunblaðið - 03.09.1968, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.09.1968, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPT. 1968 17 „SÝNDU OG SEGDU ÖLLUM HEIMI..." „Þeir vita ekki enn hvar við 3. gre/n Magnúsar Sigurðssonar blaða manns frá Prag Á LEIÐ minni niður aS hótel- inu höíðu hvarvetna blasað við mér vegsummerki þess, sem gerzt hafði. Öll hús í grennd við útvarpg'bygginguna voru (þakin örum eftir byssukúlur. Víða mlátti sjá brotnar rúður eða það sem enn furðulegra var, rúður með mörgum kúlu- götum, sem engu að síður stóðu á sínum stað, án þess að í þeim sæist nokkur brestur. Svo mik- ill er krafturinn á byssukúlun- um, að þær fara í gegnum gler, án þess að skilja þar annað eftir sig en lítið gat. Rétt fyrir ofan Wenseslas- strætið stóð sporvagn, mikið skemmdur og rétt við hann log- aði enn í hrúgu af sferani, sem einhvern tímann virtist hafa verið bíll. f sömu mund og ég gekk inn á Wenseslasstraetið, brunaði inn á það úr gagnstæðri átt röð af Skriðdrekum. 9á, sem var fyrst ur, bar einkennisnúmerið 023. Þetta númer kom mér í fynstu undarlega fyrir sjónir og það rann upp fyrir mér hvers vegna Þetta sama númer hafði ég séð vikuna áður á öðrum rússneskum skriðdrekia en við talsvert aðrar kringumstæður. í Prag-Smychow, borgarhluta norðan Moldár, stendur tígu- legur á stalli skriðdreki með einkennisnúmerinu 23. Þetta er fyrsti rússneski skriðdrekinn, sem sótti inn í Prag vorið 1945. Öll áhöfnin fórst, er skriðdrek- inn var eyðilagður í bardaga. Síðar var gert við skriðdrekann og honum komið fyrir uppi á meira en mannlhæðarháum steinpalli, þar sem hann stend ur gljáfægður sem minnismerki um frelsun Prag undan oki Hitl res-Þýzkalands. f steinpallinn er greipt málmplata með nöfn um þeirra Rússa, sem fórust með skriðdrekanum. Nú sótti annar skriðdreki með þessu sama númeri inn í Prag einnig í því skyni að „frelsa“ borgina. Þetta var kaldlhæðnisleg tilviljun, enda sýndu viðbrögð mannfjöldans á strætinu, hvað hver hugsaði, er skriðdrekinn brunaði fram. Blistur og hróp yfirgnæfðu allt annað: Fasisty! Fasisty! Gesta- po! Gestapo! Þegar ég kom að hóteli mínu spurði ég, um leið og ég gekk inn úr dyrunum, konu, sem starfaði þar: — Hvað tekur nú við? Hún reyndi að svara, en gat það ekki fyrir ekka. Loks grúfði hún andlitið í höndum sér. Vissulega hefði ég betur látið óspurt, en viðbrögð kon- unnar sögðu meira en nokkurt svar. Á gangstéttinni andspænis hóteldyrunum, sem voru opn- ar, sá ég hvar tékkneskur kunn ingi minn stóð og veifaði til min að koma til sín. Hann talaði ágætlega ensku og (þegar ég gekk til hans, benti hann mér á röð af skriðdrek- um og öðrum hervögnum, sem stóðu neðar í götunni og sagði: Líttu á þetta. — Hvað er að gerast þarna, spurði ég. — Vonandi eru þeir ekki komnir til þess að heim- sækja okkur hér á hótelinu. — Nei, ekki enn, svaraði hann. Þú veizt, að þarna er ritstjórnarbygging blaðsins Mlada Fronta (þýðir nánast „Æskulýðsfylkingin"). Nú eru þeir að leggja undir sig bygg- ingar blaðsins og loka þeim. Þannig fara þeir með öll blöð in hvert af öðru, þegar þeir hafa fundið hvar þau eru til húsa. Snemma í morgun var ég sjiálfur áhorfandi að, er þeir tóku ritstjómarskrifstofur Rude Pravo (Málgagn kommúnista- flokks Tékkóslóvakíu). Þetta er alveg eins og þegar nazist- ar komu 15. marz 1939. Ég varð einnig áhorfandi að því þá, hvernig þeir fóm að. Það tók þá talsverðan tíma að finna helztu byggingarnar í borginni. Eins er það með Rússana nú. Ég spurði hann að því, hvað hann héldi, að orðið hefði um blaðamennina. — Þeir eru horfnir. Vonandi hef.ur þeim öllum tekizt að hverfa undir jörðina. Rétt áð- an hitti ég einn af blaðamönn um Literarni Listy. Hann sagði mér frá því, að þar væru þeir alveg að Ijúka við blað sitt og vonuðust til þess að geta horf- ið burt, áður en Rússar tækju hús á þeim. Þeir væru samt ákveðnir í að koma blaði sínu út í dag, hverju sem tautaði. (Literamy Listy, sem var vikublað, hefur átt verulegan þátt í þeirri frelsishreyfingu, sem farið hefur um Tékkósló- vakíu á þessu ári. Það var mál gagn rithöfundasambands lands ins. Sjálfur hafði ég komið á ritstjórnarbyggingu blaðsins við Moldá daginn áður og spjallað þar við blaðamenn vegna greinar, sem ég hugðist skrifa um þetta merka viku- blað). 9á tékkneski leit fast á mig og sagði: — En taktu eftir því, að enda þótt Rússar loki öll- um blöðum, þá munu þau ekki hætta að koma út. Þeir hjá Literami Listy hafa þegar gert ráðstafanir til þess að getfa blað sitt út með leynd. Eins er með hin blöðin. Ég hef heyrt, að Rude Pravo muni verða gefið út _með leynd þegar á morgun. Ég gekk inn -til þess að fá mér eitthvað að borða. Af og til fóru þungir rússneskir skrið drekar framhjá, inni fyrir mtáti heyra í útvarpstæki, en sending^- frá leynilegum út- varpsstóðvum voru þegar byrj- aðar löngu fyrr þá um daginn. Hvað eftir annað mátti heyra nöfnin Ludvik Svoboda og Al- exander Dubcek nefnd. Skyndilega rauf þulurinn út- sendingu sína á tékknesku og ný rödd sagði á þýzku: Rfkisstjórn Tékkóslóvakíu og kommúnistaflokkur Tékkósló- vakíu skora á alla kommúnista flokka heims að veita sér stuðn ing. Hér er engin gagnbylting Innrás herliðs 5 ríkja Varsjár- bandalagsins í landi okkar er því algjörlega ástæðulaus og getur aðeins orðið andstæðing- um sósíalismans að liði. Við heitum á alla kommúnista- ftokka heims sem og öll fram- farasinnuð samtök verkalýðis um allan heim að beita áhrif- um sínum í því skyni, að allur innrásarherinn verði fluttur brott frá Tékkóslóvakíu þegar í stað. Eftir að ég hafði borðað, gekk ég rakleiðis til ritstjórnarskrif- stofu Svobotné Slovo, sem var blað Sósíalistaflokks Tékkósló vakíu, en það var sérstakur flokkur innan svonefndrar Þjóðarfylkingar. Á Wenseslas- stræti ríkti mikil spenna. Vöru bifreiðar þéttskipaðar ungu fólki óku fram og aftur um strætið. Fáni Tékkóslóvakíu var hvarvetna á lofti og þeg- ar skriðdrekar og aðrir her- vagnar Rússa fóru um strætið, heyrðust hvarvetna blístur og hróp: Fasisty! Okupanty! Gesta po! Ofarlega í strætinu fyrir ut- an seðlabanka Tékkóslóvakíu stóð röð af skriðdrekum og fyr ir utan ritstjórnarskrifstofur Prace, blaðs verkalýðissam- bandsins, sáust einnig margir skriðdrekar. Ég þóttist því sann færður um, að Rússar væru þegar búnir að hertaka ritst.iórn arskrifstofur Svobotné Slovo sem einnig stand» við Vensesl- assitræti. Svo var hins vegar ekki. Ég gekk inn í bygging- erum“ una og steig í lyftuna upp á ritstj órnarskrifstofuna. Aldrei hef ég séð blaða- mennsku ganga jafn hratt fyr- ir sig og þarna uppi. Fólk gekk ekki. Þurfti það að bregða sér frá ritvél sinni þá hljóp það, konur . jafnt sem karlar. Ég fann, að ég var ekki velkom- inn gestur, því að allir voru svo önnum kafnir, að þeir máttu ekki vera að því að líta upp frá störfum sínum. Ég gekk samt beint inn í herbergi blaða manns, sem ég var orðinn vel kunnugur. Hann tók mér alúð- lega, en raunamæddur svipur hans duldist ekki. — Nú vitum við, hverjir eru vinir okkar hér eystra, sagði hann beizkur í bragði. — Aldrei hefði mig órað fyrir því, að til þessa gæti komið. Ég er hræddur um, að við höf- um verið of bjartsýn. Hann hélt áfram og sagði: — Gall- inn er sá, að Bandaríkjamenn og Rússar eru búnir að skipta heiminum á milli sín og gera hvað sem þeim sýnist á sínu yfirráðasvæði. • Ég bað hann um að gefa mér nýjustu upplýsingar um ástand ið. Hann sagði, að þess væri ekki þörf. Ég þyrfti ekki anm- að en að líta út um glugganm til þess að komast að raun um, hvað væri að gerast. Rússar og hinar innrásarþjóðirnar allar héldu áfram hernámi sínu og engin gæti hreyft rönd við því. — Veiztu, sagði hann, að vestur við Ulm í Vestur-Þýzka landi, dveljast öflugar banda- rískar herdeildir í herbúðum. Það hefði ekki verið lengra eða erfiðara að senda þessar her- deildir til Tékkóslóvakíu en þær, sem hingað eru komnar. En það er eins og ég segi, Rúss- ar og Bandaríkjamenn eru búnir að skipta heiminum á milli sín. Ég spurði hann að því, hvem ig á því stæði, að verið væri enn að gefa út blað hans. Á strætinu beint á móti stæðu rússneskir skriðdrebar þegar fyrir framan Prace. Hvenær sem væri gætu rússneskir her- menn komið og hertekið rlt- stjórnarskrifstofurnar á blaði hans. Franihald a bls. 20 Rússar tóku ritstjórnarskrifstofur allra blaða í Prag á sitt vald á fyrsta degi hernámsins. Þessi tnynd sýnir rússneska skriðdreka fyrir framan ritstjórnarbyggÍB gu blaðsins Svobodné Slovo, sem sést til hægri á myndinni. — Greinarhöfundur tók báðar þessar myndir. Frá fyrsta degi hernámsins. Æs kufólk veifar fána Tékkóslóvakí u og heldur á skiltum, þar sem hernáminu er mótmælt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.