Morgunblaðið - 03.09.1968, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.09.1968, Blaðsíða 12
1» t’ 12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPT. 196« Þjóðleikhúsið: MARCEL MARCEAU Kynningaratriði: Pierre Verry Marcel Marceau í einu af gervum Bips. FYRIR rúmum tveimur árum gisti ísland fyrsta sinni helzti snillingur látbragðslistar (mímu- leiks) í heiminum nú, Frakkinn , Marcel Marceau, og bauð gest- um Þjóðleikhússins uppá úrval úr þeim mímuþáttum sem hann hafði skapað á liðnum áratug. Vöktu sýningar hans mikla og verðskuldaða aðdáun, enda á list mímunnar greiðan aðgang að öllum sem njóta vilja; hún er hvorki bundin landamærum né þjóðtungum. Að vísu má segja, að í flestum tilvikum gangi míman útfrá kunnugleik áhorfandans á „fyrirmynd- inni“ eða því sem skír- skotað er til. Þegar listamaður- inn sýnir okkur t.d. „Almenn- ingsgarð" eða „Luna-skemmti- : garð“, glæðir það bæði skilning j og ánægju áhorfandams að þekkja þessi fyrirbæri úr daglegu lífi. i Því eigum við Íslendingar ekki *■ að fagna heimafyrir, en könn- i umst að sjálfsögðu við þau úr S kvikmyndum eða ferðalögum er- lendis, aukþess sem sjálf túlkun listamannsins felur í sér marg- háttaða skírskotun til almennra mennskra viðbragða. Marcel Marceau er nú kominn til landsins öðru sinni, og hóf Þjóðleikhúsið vetrardagskrána með þvi að bjóða uppá fjórar sýningar meistarans um helg- ina. Efnisskráin var svipuð og fyr- ir tveimur árum, sex almenn atriði fyrir hlé og átta myndir úr lífi Bips eftir hlé. Bip er per- sóna sem Marceau hefur skapað með hliðsjón af Pierrot og Chaplin þöglu kvikmyndanna, og hefur hann sífellt verið að auka nýjum dráttum í mynd hans tvo síðustu áratugi. Þrjú af sex atriðum á fyrri- hluta efnisskráriinnar sýndi Marceau hér einnig vorið 1966: „Loftfimleikamanninn“ (sem þá var einfaldlega nefndur „Fim- leikamaðurinjm"), „Almennings- garðinn“ og „Æsku, fullorðinsár, elli og dauða“. Síðastnefnda atr- iðið er nokkurakonar mímuljóð sem í örfáum hendingum leiðir okkur fyrir sjónir vegferð mannsins úr móðurkviði til grafar; þar er einfaldleikinn al- valdur, hver andrá hlaðin merk- ingu, hver minnsta hreyfing hnitmiðuð og þaulhugsuð, svip- brigðin með ólíkindum; „blekk- ing“ leiksviðsins einsog hún get- ur orðið máttugust. „Loftfim- leikamaðurinn“ var grátblægileg skrýtla um raunir og sigra manns sem sýna vill afl sitt og jafnvægislistir. í „Almennings- garðinum" brá Marceau upp „hópmynd“ þar sem sviðið fyllt- ist raunverulega af sundurleit- ustu persónum einsog fyrir töfra. Hin atriðin þrjú fyrir hlé voru ný af nálinni, og þótti mér mest koma til atriðis sem Marceau nefnir einfaldlega „Hendurnar". Þar túlkaði hann með höndun- um einum saman hugblæ tón- verks sem leikið var. „Sköpun heimsins" var frumleg „endur- sögn“ á sköpunarsögu Biiblíunn- ar, ákaflega plastísk og myn/- ræn. í „Luna-skemmtigarði“ (greinilega það sem við mund- um kalla Tívoli) dró Marceau upp margbreytilega og mjög skemmtilega mynd af raunum manns í Tivoli-garði, og var atriðið í speglasalnum snjallast, því þar skapaði listamaðuirinn bókstaflega þrívítt rúm á leik- sviðinu með hnitmiðuðum handahreyfingum. í heild sýndu atriðin fyrir hlé fjölbreytnina í tækni og túlkun- armöguleikum mímuleiks, og var ekki sízt athyglisvert hve mjög Marceau hneigist til tákn- rænnar túlkunar í þessum þátt- um. Þættirnir átta eftir hlé voru meir í ætt við þöglar kvikmynd- ir Chaplins. Einsog flækingur Chaplins er Bip gestur í veröld- inni, veikgeðja og hrifnæmur, en búinn þeim mannlegu klók- indum sem gera hann ósigrandi, þráttfyrir allt, og ómótstæðileg- an í rómantík sinni og hug- kvæmni. Tvo af þáttunum sýndi Marceau einnig fyrír tveimur árum, „Bip í samkvæmi" og „Bip leikur Davíð og Golíat“. Sá síðarnefndi brá upp eftirminni- legri mynd af „sjónhverfinga- leikni“ Marceaus, en „Bip í sam- kvæmi“ var hnyttin lýsing á til- raun hans til að leika hlutverk hins veraldarvana samkvæmis- manns. Af hinum þáttunum sex var „Bip á sjó“ skemmtilegastur, kannski vegna þess að efni hans er kunnuglegast, og kom þar hvað greini'legast fram frábært vald Marceaus á hverri taug líkamans. „Bip ástfanginn“ var kankvís svipmynd af ófram- færni einstæðingsins og dutt- lumgum meinlegra atvika sem hann snýst við af mennskri ráð- snilld. „Bip fiðrildaveiðari" var hjartnæmt og fínlegt atriði þar sem Marceau sýndi enn lygi- lega fimi handanna. „Bip hljóð- færaleikari" var hnyttin- lýsing á hljómsveitarmanni sem kemur of seint á hljómleika, en lætur það ekki á sig fá og heldur sínu striki. Nöfn tveggja þátta voru greinilega rangþýdd, og má vera að það hafi xuglað eimhverja áhorfendur í ríminu. „Bip pró- fessor í grasafræði" átti vitan- lega að vera „Bip grasafræði- kennari“, því hann er með barnahóp útí náttúrunni, og „Bip postulínskaupmaður" átti að vera „Bip postulínssali", því honum er einmitt sagt upp starfi af kaupmanninum. Bæði þessi atriði voru, hvort með sínum hætti, ákaflega myndræn og þrungin ísmeygilegri gaman- semi. Einsog fyrr segir er látbragðs- leikur Marcels Marceaus fullur af gáska og glettni, þó hann hafi að vísu orðið alvarlegri og tákn- rænni en hann var fyrir tólf ár- um þegar ég sá hann fyrst, en bakvið grínið er ævinlega skír- skotun til dýpri mannlegra sann- inda. Hvert atriði bregður ljósi á tiltekna þætti í manneskjunni og mannlífinu, og er ekki fjarri sanni, að hjá Marceau komi MÉR varð mikið um, er ég las í Morgunblaðinu í da'g, 31. ágúst opið bréf til stjórnarvalda frtá foreldrum heyrnardaufra barna um ástand í kennslu og aðbúð þessara barna. Fór ég að hug- leiða, hvort almennir borgarar gætu tekið höndum saman og á einlhvern hlátt flýtt fyrir aðgerð- um í málinu. En rétt’ sem ég er að hugsa um þetta, hringir sím- inn. í símanum var kunningja- kona mín, sem lika hafði verið að lesa greinina og var hún í sömu hugleiðingum og ég. Hún bað mig nú að koma heim til sín og ræða við sig málið. Gerði ég það að bragði og áttum við saman langt samtal. Að þvi loknu sagði hún mér að hún vildi leggja fram kr. 50.000.00 til hjálpar þessum börnum og málinu til framgangs. Síðar talaði ég við skólastjóra skólans fyrir heyrnardauf börn, sem stendur uppi í haust með þessa stóru viðbót af heyrnar- daufum börnum, sem ættu að fram ákveðið heimspekilegt lífsviðhorf, líkt og hjá Chaplin, sem geri list hans dýpri og var- anlegri en venjulega hermilist. í höndum Marceaus verður lát- bragðsleikur fullgild og áhrifa- rík tjáning mannlífsins, að sínu leyti engu lítilvægari en dans eða venjuleg leiklist, enda er nú víða í leiklistarheiminum, ekki sízt í Póllandi, lögð vaxandi rækt við hreina líkamlega tjáningu í leiklist. Aðstoðarmaður Marceaus, Pierre Verry, kynnti hvert atr- iði á stílhreinan og frumlegan hátt, sem átti sinn þátt í heildar- mynd sýningarinnar. Óþarft er að taka firam, að áhorfendur tóku Marceau af ein- lægum fögnuði með dynjandi lófataki og jafnvel húrrahróp- um, sem eru fremur sjaldheyrð í íslenzkum leikhúsum. Sigurður A. Magnússon. fá skólavist nú þegar. Eins og komið hefur fram, er hvorki til húsnæði né kennslu- tæki. Veruleg bót verður varla á því ráðin á þessu hausti, en vitanlega hljóta stjórnarvöld að leysa húsnæðismálið og það sem allra fyrst. En þá vantar kennslu tæki og annan útbúnað. Ég legg nú til að myndaður verði sjóður til þess að komi hér til hjálpar, með áðurnefnd- um kr. 50.000.00 sem stofnfé. Þekki ég þá íslendinga illa, ef þeir verða ekki fljótir til fram laga, þegar eitfhvað ákveðið er hægt að gera til hjálpar. Hinn dugmikli og ágæti skóla stjóri, Brandur Jónsson er reiðu búinn að veita málinu forustu og taka á móti samskotum, og stingur hann upp á að hann fái með sér tvo menn, sem gætu þá með honum myndað sjóðstjórn. Væri annar kosinn af foreldrum heyrnardaufra barna, en hinn tilnefndur af menntamiálaráðu- neytinu. Ég legg nú fram þessa hug- mynd til fjáröflunar almenn- ingi til athugunar. Við viljum öll seðia þá sem svangir eru. en hvað þá um hið andlega hung- ur, samband hinnar heyrnar- daufu barna við umheiminn. Á að loka þau úti frá því fyrir líflstíð, eða veita þeim nú þá hjálp, sem jafnframt þvi að auðga líf þeirra óendanlega, ger ir þau að fullgildum þjöðfélags- þegnum sem munu margborga aftur, það sem við nú gerum fyr ir þau. Aðalbjörg Sigurðardóttir. hvers vegna PARKET * Meðal annars af eftirtöldum óstæðum: 1) Verðið er hagstætt 2) Áferðin er falleg 3) Þrif afar auðveld 4) Fer vel með fætur. Parket má negla á grind, líma eða „leggja fljótandi" á pappa. Höfum fyrirliggjandi parket úr beyk?,eik og álmi. (fyEGILL ARNASON SLIPPFÉLAGSHÚSINU SÍMI14310 VÖRUAFGREIÐSLA: SKEIFAN 3 SIMI38370 'E nz iLXJisri m Rúllukragapeysurnar vinsælu frá Ladybird í stærðum 4—12. Terylene-buxur í stærðum 8—14. ÁSKORUN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.