Morgunblaðið - 03.09.1968, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.09.1968, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPT. 1968 EdithV.Guðmundsson F. 26.5. 1911 D. 27.8 1968 Hve sæl, 6, hve sæl er hver leikandi lund en lofaðu engan dag fyrir sól arlags stund. SKJÓTT dregur ský fyrir sólu Þannig varð og þriðjudaginn 27. ágúst s.l. á heimilinu að Há- túni 11 í Reykjavík en þar býr listamaðurinm Eggert Guðmunds son með fjölskyldu sinni. Dags- ins hafði verið beðið með eftir- væntingu þvl nýlega var fuli- gerð eftirprentun af einu afmál verkum listamannsins, mynd frels arans með þyrnikórónuna, mynd sem hann hafði tileinkað konu sinni Frú Edith V. Guðmunds- son fædd Black. Langur timi og mikill undirbúningur hafði far- ið i að fá mynd þessa prentaða, en nú var hún tilbúin og þá að- ems eftir að búa hana út, svo að hún mætti færa öllum aimenningi boðskap sinn. En áður en dagurinn þessi var allur, lá frú Edith liðið lík. Bróðir minn t Bergþór Þorbjörnsson andaðist á 31. ágúst. Landspítalanum Fyrir hönd vandamanna. Jóna Þorbjarnardóttir. Maðurinn minn Friðrik Þorsteinsson andaðist að heimili sínu, Vallargötu 26, Keflavík, 31. ágúst sl. Sígurveig Sigurðardóttir. Sonur okkar Kristinn anda'ðist á Landspítalanum 29. ágúst. Jarðarförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju mið- vikudaginn 4. sept. kl. 2 e.h. Ragna og Auðunn Karlsson Hraunbrún 4, Hafnarfirði. Móðir mln Aldís Bjarnadóttir sem andaðist á Hrafnistu 29. ágúst sl. verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðviku- daginn 4. sept. kl. 3 e.h. Þeir sem vildu minnast hinnar látau eru vinsamlega beðnir að láta líknarstofnanir njóta Jón Sólmundsson. Gróa Ófeigsdóttir Deild, Akranesi, ver'ður jarðsungin frá Akra- neskirkju miðvikudaginn 4. sept Vandamenn. Viðburðarr&t líf slokknað á einu andartaki, eins og þegar slökkt er á kerti. Fyrir rúmum 35 árum varumg ur íslenzkur maður staddur í Kaupmannahöfn. Hann hafði ákveðið að helga líf sitt listinni aðallega málaralist og hann haf ði brotist áfram til þess að mennta sig til undirbúnings þess, en veikimdi höfðu haldið honum í Kaupmannahöfn lengur en til stóð og kvöld nokkurt kom til hans færeyskur vinur hans sem einnig var listamaður og taldi hann á að koma út með sér og lyfta sér upp. Það varð upphafið að kynnum Eggert við stúlkuna sem átti eftir að verða koma hans og lifsföruneutur, því um það bil tveimur árum seinna gift ust þau. Frú Eith var óvenju fögur og glæsileg kona sem hlaut að vekja athygli hvar sem hún fór en auk þess var hún einnig mjög listræn, og átti því auðvelt með að skilja köllun manns síns, Húm var söngelsk og lék á píanó og fékkst nokkuð við að rita smá- sögur og blaðagreinar, auk fyr- irlestra sem hún flutti víða um heim, enda þótt íslenzk tunga væri henni alla tíð nokkur fjöt- ur um fót. Fyrstu hjúskaparárin voru þau hjómin mikið á ferðalögum því að Eggert hélt sýningar á myndum sínum vfðsvegar og fylgdi hún manni sínum á þeim ferðum. Meðal annars voru þau fyrstu norðurlandabúarnM- er komu fram í brezka sjónvarp- inu, eftir að það hóf útsending ar sínar, er það flutti þátt um líf þeirra og list Eggerts og birti myndir eftir hann. Nokkru síðar skall á heims- styrjöldin og þau hjónin komust heim með Esju um Petsamo, þeirri söguríku ferð, og hófust nú störfin hér heima fyrir al- vöru. Jarðarför konunnar minnar og móður okkar, Sigríðar Sigurþórsdóttur, Hofteig 10, sem lézt fimmtudaginn 29. ágúst, fer fram frá Laugar- neskirkju M. 3 fimmtudaginn 5. september. Ólafur G. Guðbjörnsson og börnin. Útför fiJður míns og afa, Péturs Ó. Lárussonar, Stigahlíð 8, verður gerð frá Fossvogs- kirkju, miðvikudaginn 4. september næstkomandi kl 1.30 e. h. Sigurður Reynis Pétursson Jóhanna Jensdóttir. Alúðar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og vináttu í veikindum og við fráfall og jarðarför Lilju Sveinsdóttur, fyrrum húsfreyju að Brak- anda í Hörgárdal. Sérstaklega þökkum við læknum og starfsliði Elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar ágæta umönnun. Vandamenn. Frú Edith tileinkaði sér fljótt venjur og siði íslendinga og eign aðist brátt marga vini hér heima enda gat ekki öðruvísi farið Hún var ekki kona sem lét sér nægja að hugsa eingöngu um sitt heimili og sinna því einu, hún hafði ríka athafnaþrá og bauð fram hjálp sína, sérstaklega þeim er við erfiðleika eða sjúk- dóma átfou að stríða. Þessvegna vað það eðlilegt að hún gerðist félagi í kvennadeildum Oddfell- owreglunnar og vanin hún þeim mikið starf. Frú Edith var hrein lynd kona og ófeimin við að segja álit sitt en þoldi líka illa allt undirferli. Er þau hjónin höfðu búið hér nokkur ár tóku þau sér kjörson sem þau gáfu nafnið Thor og ólu haran upp. Býr hann enn í föðurhúsum og hefir reynst þeim hinn bezti sonur. Ekki var útþráin horfin úr blóði listafólksins og enn var heimilið tekið upp og fluttust þau öll til Ástralíu, þar sem þau bjuggu í um tvö ár. Þar skrifaði frú Edith greinar um fsland í blöð og tímarit og flutti fyrir- lestra. Auk þess skrifaði hún greinar um dvöl þeirra þar, sem margir muna ennþá. En aftur var svo haldið heim og þráðurinn tekinn upp að nýju þar sem áður sleppti. Þókkum innilega hluttekn- ingu og góðvild við andlát og útför Þórðar Jónssonar frá Firði. Bergljót Einarsdóttit Börn og tengdabörn. Innilegar þakkir fyrir auð- sýndan vinarhug og samúð við andlát og útför Odds Jóhanns Jónssonar. Þuríður Hallbjörnsdóttir, börn, tengdabörn og barna- börn. Innilegar þakkir til allra er sýndu samúð og vináttu í veikindum, við fráfaH og jarðarför móður minnar, systur okkar og mágkonu Þóru Jónsdóttur, frá Þjórsárholti. Einnig þakkir til lækna og hjúkrunarliðs Landspítalans. Helga Óskarsdóttir Arni lsleifsson Gísli Jónsson Ingibjorg Jónsdóttir Jón Jónsson Halldóra Jónsdóttir Haukur Kristófersson Elísabet Jónsðóttir Guðmundur Arnason. Héx hefur aðeins verið stikl- að á stóru en af því má sjá að frú Edith var víðfarul og víð- sýn kona. Trúhneigð var hún einnig og hafði ákveðnar skoðan ir á þeim málum. Aðdáunarvert var hvernig hún alla tíð stóð við hlið eiginmanns síns og studdi hann og hvatti til stærri og meiri afreka á sviði listar hams. Með þessum fátæklegu orðum hefur verið leitazt við að sýna fram á að með henni eignaðist ísland einnig góða dóttur enda þótt hún gleymdi aldrei föður- landi sínu Danmörku og héldi ávallt sambandi við aldraða stjúpmóðwr sína og systkini eins og góðri dóttur sæmdi. Þegar miú lif hennar svo skyndi lega er allt, þá hlýtur hugur vina þeirra að leita í samúð heim til feðganna, sem svo fyrirvara- laust hafa misst svo mikið. Megi þeim veitast styrkur í minning- unni um líf hennar, sem allt var helgað velferð þekra. Vinur. Kona vel menntuð og fríð sýn- um, listuniniandi, músikelsk spil- aði. — Útlagi í litlu landi norð- ur við heimskautsbaug, undi þó veg hag sínum við hlið listmál- arans, manns síns: bar íslend- ingum og landi ávallt vel sög- una — þannig minnist ég henn- aT. — Þú ert burt kvðdd og þín er saknað. — Minrving þín er innvafin birtu og fegurð miðnæt ursólarinnar. K.(). Runólfsson. Edith Guðmundsson er dáin, hún andaðist 27. þ.m. Þessi fregn var mér sem reiðarslag sem seint mun fyrnast yfir. Nú þegar öllu er lokið verð ég að láta í ljós tiifinningar sínar gagnvart þessari hugljúfu vin- konu minnar, sem einnig var svilkona mín. Við áttum svo margt sameiginlegt. Hún var hreinskiftin og skilningsrík og trygglyndi hennar brást mér og mínum aldrei. Hún hafði sérstaka ánægju af að miðla öðrum með sinni léttu lund, og það hlaut öllum að líða vel í návist hennar Þegar að leiðarlokum kemur, dvelst mamni við það sem liðið er, þá koma upp í huga manins ýmis atvik, sem ekki hefur gef- izt tími til að hugsa um sem skyldi. Nú svífa minningarnar fyrir hugskatssjónum mínum frá okk- ar fyrstu kynnum Allar ljúfar og hressandi, því þannig var hún, sérstaklega vil ég nú endur taka þakklæti mitt til hentnar fyrir hvað einstök hún var börn unum mínum og Nínu bróður- dóttur mannsins míns, hún gaf sér alltaf tíma til að gjöra þeim lífið létt, hjá henni áttu þau margar ánægjustundir sem ég gat aldrei fullþakkað. Að endingu vil ég segja að ég tel mig gæfusama að kynnast Edith, og að mér hlotnaðist tryggð heninar og vinátta tilævi loka. Guð veri henni náðugur og miskunnsamur. Ég við guð að varðveita eiginmann hennar og son og styrkja þá í þeirra miklu sorg. Þórunn Pálsdóttir. Oft er skammt milli feigs og fjörs. Og þannig var það með okkar hjartkæra Edith. Fyrir f áum dögum var hún meðal okk ar kát, fjörug og hrókur alls fagnaðar eins og hennar var vandi. í dag er hún látim. Hve oft, höfum við ekki komið saman á heimili þeirra hjóna að Hátúni 11. Varla leið sá dagur að ein- hver okkar félaganna hafði þar ekki viðdvöl um stund. Okkur er því mikill harmur kveðinn því hún leit á okkur sem syni sína og reyndist okkur sem yndisleg móðir. Heimili þeirra hjóna vaor einstakt. Þangað gátu allir kom- ið og var öllum gert jafnt undir höfði hvar í þjóðfélaginu sem þeir stóðu. Edith var sú kona sem ekki var hægt annað en bera virðingu fyrir, því svo tígu leg var hún glæsileg og að sama skapd góð og skilningsrík. Það fólk verður ekki talið sem Edith hefur rétt hjálparhönd, því það var eins og styrkur fyrir hana sjálfa að geta hjálpað öðrum. Húm bar ljósið á milli því ávallt birti yfir þar sem Edith kom. Við vottum eiginmanni hennar og syni okkar dýpstu samúð og biðjum þess að drottin styðji þá og styrki á ókomnum tímum. Skátasveitin IIIHTIR R.-S. Frú Edith Guðmundsson lauk jarðvist sinni með allskjótum hætti þriðjudaginm 27. ágúst s.l. Sjúkleik þann er hana til loka leiddi hafði hún borið um langt skeið með stöku þolgæði enda voru umkvartanir um eigin hag mjög fjarri skaplyndi hennar. Lund hennar var að upplagi létt, kát og hrifnæm og því nokkuð ör. Hana hafði hún tam ið og agað svo sem bezt mátti kjósa. Sannleiksunnandi var hún mik ill og hrein og bein í allri fram- komu. Var því mjög gott að deila ge'ði við Edith undir öllum kring- umstæðum því fals leyndist aldrei í hugskoti hennar. Þar sat hirem lyndi og drengskapur í öndvegi. Urag að árum gafst hún Eggert Guðmundssyni, listmálara, og hlaut nokkru þar á eftir að yfir gefa föðurskaut og móðurland sitt hún ávallt unni, en hún gaf einnig hjarta sitt hinu nýja fóst- urlandi sínu. Hún elskaði hrein- leika þess. litfegur'ð og tign. Fátt vissi hún betra en að ferðast um ásamt iistmálaranum, manni sín- um, og njóta fegurðar landsins meðan maður hennar festi fcnrm. og litfegurð þess á léreft sín. Að sínu leyti var Edith sátt við sjálfa sig og alla sína sam- ferðamenn, og óskir og metnað sjálfri sér til handa hafði hún fullkoma vaxið frá, utan þess að styðja mann sinin, búa honum fagurt heimili og skjól gegn öll- um veðrum, því gat hún orðið sár og tannhvöss er að honum var vegið, að því er henni fannst ómaklega úr skúmaskotum lág- kúrulegrar öfundar. Kunningsskapur minm og Egg erts hefir staðið yfir 40 ár og Edithar frá því er þau komu ung og sæl hjón híngað heim til fósturjarðarinnar. En síðan hafa þau hjón oft dvalið erlendis um lengri og skemmri tíma, og hald- ið stundum langt og þau t. d. dvöldu um skeið í Ástralíu. Enda voru ferðalög báðum mikil börf til reynslusöfnunar og lærdóms. Sameiginleg áhugamál hafa hin síðari ár dregið til samstarfs og vináttu við þau hjónin, og skulu hér þökkuð. Þau hugðarefni munu nú koma Edith til góða við þau umskifti er orðið hafa á högum hennar, og verða henni drjúgt veganestL Þeir feðgar Eggert og Thor er nú líta burtför hennar kveðja hana að sinni af þakklátum huga og það gerum við einnig allir vinir hennar og velunnarar. Öll þökkum við henni lærdóm öllum þeim mörgu, sem sýndu mér vinarhug á marg- víslegan hátt á afmælinu mínu 8. ágúst sl. þakka ég af heilum huga. Sömuleiðis alla vinsemd sýnda dætrum mín- um, búsettum í Bandaríkiun- um, sem voru hér heima á þessu tímabili. Ég og þær sendum kærar kveðjur til vina og vanda- manna. Agústa Hjartar. Hjartans þakkir til allra sem glöddu mig með kveðj- um og gjöfum á áttræðisaf- mælinu. Fanný Karlsdóttír Þrastargötu 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.