Morgunblaðið - 03.09.1968, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.09.1968, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPT. 186« 0 Þegar Robert Kennedy var myrtur „Húsvíkingur" skrifar: „Kæri Velvakandi: Þrárt fyrir marglofaS menntunarstig t/kkar íslendinga, erum við einatt fljótir á okkur að taka afstöðu í alþjóðamálum og látum þá ekki alltaf rökvísi ráða. Tokum eitt dæmi: Þegar Robert Kennedy var myrtur, blöskraði öllum hér sem vonlegt var. Maigir voru látnir segja álit sitt 1 blöð- um, og þótti mér margt skrítið í fræðum þeim. Flestir sögðu eitthvað á þá leið, að þetta mætti ekki koma fyrir aftur, og spurðu siðan: Á hvaða leið er bandaríska þjóðin? Hvert stefna Bandaríkin, þetta forysturfki lýðræðisins í heiminum? Þetta má ekki koma fyrir aftur, o.s.frv. Svo virtist sem bandariskt lýðræði og tvö hundruð miUjónir Bandaríkjamanna væru gerð samábyrg fyrir glæp, sem geðtruflaður Araba-mnflytjandi fremur. Vitenlega er aldrei hægt að koma í veg fyrir rólitísk morð, fremur en önnur morð, nema þá í hreinræktuðu, þrautþjálfuðu og algeru lögregluríki. Meira að segja öllum venjulogum glæpum, smáum sem stórum, fækkar alltaf i lögregluríkjum og í réttu hlutfaJli við vald og hæfni rfkiseftirlits og lðgreglu. Því meira frelsi, þeim mun auð- veldara fyrir truflað fólk að fremja ódæðis- verk. En ékki var annað að heyra á fólki, en að glœpaverk eins einasta manns ætti að veri dómur um bandarískt þjóðfélag, og sumir sögðu, að Bandarfkjamenn yrðu dsfmdir eftir þvi, hvort þeir leyfðu, að slíkt og þvilíkt endurtæki sig", eins og einn spekinfeurinn orðaði það. Fyrr má nú vera fávísin og fljótræðið! 0 Alltaf má skamma Ameríkanana Svo sakar ekki að minna á, að pólitísk nv>rð eru frá Evrópu komin, þar sem þau hafa a.ltaf verið að koma fyrir um allar aldir og voru beinlínis orðin „háþróuð" fyrii og eftir síðustu aldamót. Jæia, nú þegar ákveðið er í Chicago að vernda nýafstaðið flokksþing dsmókrata fyrir hugasnlegum tilræðismönnum (eink- um bar sem vitað var um marga flokka of- staekisrnanna, sem ætluðu að hrella þing- fulltrúa), þá er gargað upp, að hér sé um lögregluriki að ræða og flokksþingið hafi verið haldið í lögregluriki. Hefði nú ein- hver vcrið myrtur, þá hefði lögreglan 1 Chicago sjálfsagt verið húðskömmuð af Evrópumönnum fyrir lélega aðgæzlu, og b.-átt hefðu komizt sögur á kreik um, að hún væri í vitorði með glæpamönnunum. Þessar gróusögur hefðu síðan verið marg- prenttðar í öllum bðlðum og timaritum, metsölubækur „fjallað um málíð", þangað til allir hefðu verið farnir að trúa því, að eitthvað væri gruggugt við lögregluna í Chicago. Semsagt: Of lítil löggæzla er slsem, ef það ei í Bandaríkjunum. Of mikil löggæzla er lfka Siæm, ef það er í Bandarikjunum. Þ^ð er um að gera að skamma Ameríkan am alitaf! Húsvíkingur". 0 Norskur „jurtafrostlögur" ráð við kali? Mngnús Hail Jónsson skrifar: „Ágæti Velvakandi. Eitt hefur orðið mér undrunarefni í um- ræðum manna umri kalsvæðin hérlendis. Það er það að gengið hefur verið fram hjá nið- urstöðnm rannsóknarstofnunar i Norður- Noregi A. S. Nordisk L,andbrugsviden- skabsforsamling, sem komið hefur fram með mjög jákvæð úrlausnarefni á þessu sviði M.a. hefur hún hafið framleiðslu á á- burði tr nefndur er NLVF 4, og er mynd- aður n.eð hliðsjón af lífrænum efnaeigin- leikum telluriums (formúla Te). Hann er borinn á tún í fljótandi ástandi og á haust- in. Styrkir hann mjög rótarþol jurtarinnar gegn xulda og er því í gamni nefndur iurtafrcstlögur. Hefur þetta geíið af sér góða raun við líkar aðstæður og hér á landi. Ábu-ður þessi verður að teljast ódýr og vel við. áðanlegur islenzkri kaupgetu. VerV íræðingur einn hjá rannsóknarstofn- uninni, sem nú er staddur hérlendis, tjáði mér að NLVF 4 hefði ótrúlega alhæfð áhrif á roisriuniandi jarðveg, og kvað hann loka- tílraurir, sem nú er lokið, sýna, að hann er nálega óbrigðull. Er nú hafin stórfram- leiðsla á áburðinum 1 verksmiðju nálægt Narvik. Fini.st mér rfk ástæða tS, að búnaðar- ráðunautar hérlendis hefji athuganir á því, hvernií' NLVF 4 bregzt við íslenzkum að- sfeðum, nú þegar í haust. Yrðu það eflaust árangursrfkari viðbrögð, heldur en hin af- raksturslitla og dýra tilraunastarfssemi kal nefnddr. Með þökk fyrir birtingu, Magnús Ilall Jónsson". £ Gamaldags kona í gervi nýtízku stúlku G. G skrifar: „Kæri Velvakandi! Þú færð víst nóg af bréfum um útvarpið. Ekki vil ég skamma það, því að marga kvöldstundina hefur það skemmt mér og frætt mig. Sumt kann ég þó ekki að meta, eins og þegar einhver fréttamaður þess full yrðir að allur heimurinn sitji hjá og að- hafist ekkert, meðan verið sé að murka líf- ið úr íbúunum i Bjöfru. Þetta er ekki rétt, og ætti fréttama&ur Rikisútvarpsins að vita betur Horneyglar eru oft frumlegir og skemmtilegir, en einkenniliega völdu þeir 'ulltru? ungra kvenna I þætti sínum um dag- inn, því að stúlkan var bæði barnaleg og gama^dags. Eigmlega var hún gamaldags kona í gervi móderne stúlku. Hún talaði um púrítana, eins og hún hefðl fyrst orðið til þess að skamma þá, og að það væri eitt- hvað , djarft" við það. Púrftanar eru hér aldauða (sem betur fer) og bara flótti frá staðreyndum nútíma lífs að eyða púðri á þá. En sumir halda, að þeir fái einhvern goislar-aug frjálslyndis og víðsýni með því að ráðast á úreltar skoðanir þeirra. Púrít- anar t:afa ekki verið nefndir á nafn síðan í fyrra stríði í öðrum löndum. Svo r.élt stúlkan, að það væri eitthvað nýtt og fínt við það að vilja fá frjálsar ást- ir i kommúnum. Kommúnur með svo- kölluðu „frjálsu" ástarlífi hafa verið settar á stofr. víða um heim allt frá dögum Forn- Grikkja (mest þó lfklega í Bandaríkjunum um nrðja síðustu öld), en alltaf hafa þær mislukkazt vegna mannlegs eðlis, sem konan heldur víst að hægt sé að breyta með sovézl-um sósíalisma (annars eru Moskvu- komnr.ar reyndar orðnir mestu púrítanar í aðra röndina). Hún virtist halda, að af- brýðisemi og einhvers konar „eignarréttur' í ásta'ífi væru gamlir draugar, sem hægt væri að kveða niður með valdboði. — Jæja, hún um það, blessunin. Ryenslulitil hlýtur hún p3 vera í þessum efnum, LSG. Þetca Útópíu-evangelíum er og verður jafn-gamaldags og misheppnað í fram- kvæm-l þótt reynt sé að láta fólk halda, að ér sé um eitthvað NÝTT og spennandi að ræða Það þýðir ekki að villa á sér heimild- ir að þessu leyti. Hitt er svo annað mál, að konar. var svo pempíuleg í málromi og orðavah, að enginn getur hafa villzt á henni og virkilegum nýtízkustúlkum. Með kveðju, s- e". 0 Leiðréttingar og afsökunar- beiðni Velvakandí verður að biðja l'esendur sína afsökunar á þvl, hvernig frágangurinn var á dálkum hans sl. sunnudag. Þetta lúsaletur sem nú er notað i dálkunum, er svo smátt, að fó'k þarf að hafa góð augu eða sterk glerai'gu til þess að nenna að brjótast fram úr því. Þess vegna er slæmt, þegar það prentast þar að auki svo dauft og illa, að hcila og hálfa stafi vantar, en þannig er prentunin á þeim eintökum, sem Velvak- andi hefur séð. Þá hefur niðurröðun dálk- anna snarsnúizt í umbroti, svo að allt verður að óskiljanlegri þvælu, nema hjá þeim, sem hafa gaman af að leysa þrautir og haf5' tima til þess. Fyrsti dálkurinn átti að hafa fyrirsögnina „Þáttur tslendinga I Atlant?hafsfluginu", annar „Lág fargjöld", sá þriðji „Leirburðurinn samboðinn yrkis- tjfninu'' hinn fjórði „Fróðlegur útvarpsþátt- ur um Hitlesræskuna', og sá fimmti „Hinn ferskt ondi". Þá hefur dottið aftan af a.m.k. einni setningu, en heil á hún að hljóða þannig (þar sem rætt er um Þjóðviljayrk- ingar einhverrar Unnar Eiírksdóttur) : , Þ:-tð vill til, að samsetningur konunnar er svo lélegur og leirborinn, frá hvaða sjónaihóli sem hann er ákoðaður, að hann er gleymdur um leið og hann er lesinn". Kommvir og punfcta vantar mjög víða, og mikið er um prentvillur (svo sem „áfanga- stað" iyrir „afangastaðar". „Ulbright" fyrir Ulbripht, „ímyndaðir" fyrir „ímyndaðri", „georntokrasí" fyrir „geronitokrasl, „aldurs hnigr.íim fyrir „aldurhnignum" o.s.frv. Leser.dur eru beðnir afsökunar á þessum mistÖKum. BÍIAIE/GAN M»f Sími 22-0-22 Raubarárstig 31 |4ÖM<» I-44.44 mufíniR Hverfisgötn 103. Simi eftir lokun 31166. BÍLALEIGAN AKBRAUT SENDVM SlfVfl 82347 MAGNUSAR >KIPHOUl21 S*MA«21190 eftlrlokun.:-; 40381 ' LITLA BÍLALEIGAN Bergstaffastræti 11—13. Hagstaett leigugjald. Sími 14970 Eftir lokun 14970 effa 8174«. Sisurður Jónsson. BILALEIGAN - VAKUR - Sundlauravegi 12. Simi 35135. Eftir lokun 34936 op 36217. Atvinna Stúlka óskast til skrifstofu starfa. Tilb. er greini aldoir, meiniitun og f. störf til Mbl. fyrir næsta fimmtud.kv. m.: „Atvinma 2317". Svefnbekkir Díva'nar, verð fcr. 2200. Svefnbeggir, verð kr. 4200. Svefnstólar, verð kr. 5400. Greiðsluskilmálar. - Nýja Bólsturg. Lv. 137, s. 16541. Keflavík - Suðurnes Voruim að tafea upp ódýr terylenekjólefni. Það gæti borgað sig að kaupa í kjól- inn strax í dag. Verzl. Sígríffar Skúladóttur sími 2061. Hafnarfjörður Til sölu góð hæð, laus til íbúðar nú þegar. Hæðinni fylgir óinnréttað ris og bílskúr. Hagkvæmir greiðslu- skilmálar. ÁRNI GRÉTAR FINNSSON, HRL., Sími 51500. Kjötafgreiðslumaður óskast Vanur kjötafgreiðslumaður óskast nú þegar. Verzlun ÓLA ÞOR Háteigsvegi 20. Sími 16817. Stúlkur óskast til afgreiðslustarfa í verzl. Þverholt í Mosfellssveit. Upplýsingar í verzluninni og síma 66144. atrix verndar fegrar Sníðanámskeið Kennsla hefs 5. september. 5 daga námskeið. Kenndar nýjustu aðferðir frá Stockholms Tilskárar- Akademi. Hentugt fyrir þær sem áður hafa lært sama kerfi, að rifja upp og fá nýjustu breytingar. Nánari upplýsingar í sima 19178. Sigrún Á. Sigurðardóttir, Drápuhlíð 48, 2. hæð. II DRIVE-W 95-15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.