Morgunblaðið - 03.09.1968, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.09.1968, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPT. 1968 ERFITT var að fá snma krakkana til að vera hljóð og stillt og standa kyrr í gær, á fyrsta degi skólaársins. Ys og þys réði ríkjum í fordyrum skólanna, milli þess, sem kennurunum tóksrt að Iþagga niður í lifsglöðu skólaíól'kinu, til að geta les- ið upp nöfn þeirra. Á miðvikudaginn mæta svo nemendurnir aftur í bekkina, og verður þá skipað í bekki, svo sem vani er ár hvert um þetta leyti. Starfsmenn Mbl. litu inn í Melaskólann stundarkorn til smáskrafs við nemendur, sem tóku þessu tiltæki bara vel. — Hvaðan eru þið? Frá blaði? . . Frá Morguriblaðinu? — Kemur mynd af okkur? — Hvenær? — Ha, hver er frá blaði? — Má ég líka vera með á myndinni? Og nú verður svolítið þröngt um starfslið Moggans, en ekki lengi. Það greiðist úr bvögunni, og við íáum að smella mynd af fólkinu. — í hvaða bekk eruð þið, stelpur? — Við erum flestar í fjórða bekkD. — Nei, nei, nei! Fimmta DM — Sú er nú aldeilis! Nokkrar ungmeyjar úr 5. bekk D, og fleiri bekkjum. Þær heita Auðbjðrg, Stella Karlsd., Ragna Björk, Kristín Steinsen, Bryndís Pétursd., Ingibjörg Einarsd., Jóhanma Hilmarsd., Ólöf Jónsd., Kristbjörg Kristinsd., Gígja Thoroddsen, Regína Grettisd., Áslaug Bl. Blönðal, Svava Loftsd., Anna Guðrún Ásgeirsd., Þórdís Zoéga og Kristín Helga Björnsd. Hlökkum til að byrja aftur að læra allt — Stelpur, heyrið þið, hvað hún sagði? — Já fjórða D! — Hafið þið elzt eitthvað siðan í fyrra? Já, og hækkað um bekk! að vera í skóla. Það er þá hægt að flytjast upp um heil an bekk á ári? — Já, já og við verðum í fimmta D! Alveg ábyggil'ega. lega. — Er það ekki gaman að vera að byrja aftur? — Jú við hlökkum svo mik ið til að byrja að læra aftur. — Hvað er þá skemmtileg- ast? — Allt, náttúrufræði, fs- land'ssaga, landafræði, Biblíu sögur, allt. — Ha, er allt mest gam- an? — Já, jiá, allt. — Það verður sjálfsagt gaman að kenna þessum glaða hóp í vetur, eins og öllu öðru námsfúsu fólki. Og með það tförum við. M. Thors. — Nú það bara borgar sig, — Já, já. Alveg ábyggi- Laxastigi gerður í Laugardalsá Börnin í Melaskóla í forsaln um. Hér vantar ekki áhugann í SUMAR hefuT verið gert geysi- mikið átak í fisræktun í ámum. Hefur verið sleppt 120 þús. göngu seiðum í 50 ár. Einnig er unnið við gerð laxastiga. Eru t. d. að hefjast umbætur í Laugardalsá við ísafjarðardjúp, ®em er mjög góð laxveiðiá og verður byrjað á laxastiga þar nú þegar veiði- tíima lýkuir. Fjöldi göngiuseiða, sem sleppter í ámar hér, hefur vaxið á nokkT- um áTum upp í 120 þús. í sumar. Hefur orðið mjög mi'kil þróum á fáum árum í því. Til samanburð- ar má geta þess, að Norðmenn, slepptu nú 160 þús. seiðum í sím- ar ár, sem taldar eru imiklu meiri en laxárnar á íslandi. Eitt atriðið í sambandi við laxa ræktuii eru laixastigar, til að hjálpa laxirium upp á>r>nar. Nú er •verið að Ijúka við slíkan stiga í Selá í Vopnafirði og einnig að ganga frá stiga í Sveðjufossi í Langá. Og gera á laxastiga, sem er ?i m á hæð í Laugardalsá við ísafjarðardjúp. Búið er að spremgja þar og teikmingar liggja fyrÍT, en byrja á í haiust á verk- inu. ^S Fái ég ad velja tek ég BLANDAÐ QRÆNHETI 0G GRÆNAR BAUNIR FRÁ 5 1TE!A AllA Heildsölubirgðír: Birgðastöð SÍS. Eggert Kristjánsson & Co. h.f. Kjötiðnaðarstöð KEA. KJÖTIDNAÐARSröÐ Afstaða kommúnista \ Talsvert er nú rætt um til-t raunir kommúnista á íslandi sem annars staðar, til þess að firra sig ábyrgð af glæpaverkum kommúnista í Xékkóslóvakíu. Staðreyndin er sú, að jafnan þegar veröldin hefur með við- bjóði fylgzt með ofbeldisaðgerð- um kommúnista, hafa kommún- istar talað um, að nú hafi orðið á „alvarleg mistök" í sósíalísku ríki og harmað þau. Að öðru leyti hefur engin breyting orðið á afstöðu þeirra til Sovétríkj- anna og lepprikja þeirra. Nú segja kommúnistar raunar, að atburðirnir í Tékkóslóvakíu muni breyta afstöðu þeirra til Sovét- ríkjanna, sem þeir telji ekki leng ur forusturiki sósíalismans, en hins vegar breytist afstaða þeirra til sósíalismans sjálfs í engu. Það mun reyndar koma í Ijós fyrr en varir, að fullyrðingar þeirra um breytta afstöðu til Sov étríkjanna er fyrirsláttur einn, en athugum málið eitt andartak út frá þvi sjónarmiði, sem komm únistar setja fram. f rúmlega hálfa öld hefur sósíaliskt þjóð- skipulag verið í uppbyggingu í Sovétríkjunum. Á því tímabili hafa hin hryllilegustu glæpa- verk verið framan í Sovétrikjun. um sjálfum. Allt fram til ársins 1956 héldu kommúnistar á ts- landi þvi staðfastlega fram, að allar upplýsingar um þessi glæpaverk væru „auðvaldslygi" og „Morgunblaðslygi". Á því ári flulti Nikita Krúsjoff hina frægu. ræðu sína um stjórnarhætti L Sovétríkjunum á valdatimum Stalíns. Þá var það staðfest aC æðsta valdamanni Sovétrikjanna, að það sem sem kommúnistar á íslandi kölluðu „auðvaldslygi14 og „Morgunblaðslygi" var þrátt fyrir allt sannleikanum sam- kvæmt. Það bólaði samt ekki á því, að kommúnistar hættu að líta á Sovétríkin sem forusturíki sosíalismans. En hvaða sósíalismi? Hvergi hefur jafnmikil reynsla fengizt af sósíalísku þjóðskipu- lagi og í Sovétríkjunum. Nú segjast kommúnistar ekki lengur hafa trú á þeim sóaíalisma. En hvaða sósialisma hafa þeir þá trú á. Er það sósíalismi VI- brichts? Er það sósialismi Góm- úlka? Er það sósialismi Kadars? Er það sósíalismi Titós (þar sem skoðnakúgun er enn)? Er það hinn rúmenski sósialismi (þar ríkir einnig skoðanakúgun) ? Er það sósialismi Maos? Hvar hefur sósíalismi í reynd þýtt annað en> lögregluríki, skoðanakúgun, höft á almenn mannréttindi? Komm- únLs(a>xá íslandi segja nú skyndi lega: Við fylgjum þeim sósíal- isma, sem reynt var að byggja upp í Tékkóslóvakíu. Þeir hafa verið furðu seinir á sér að upp- götva þann sósíalisma. En til hvers hefði tilraunin í Tékkó slóvakíu leitt? Þar átti að koma á almennu skoðanafrelsi, blöð og önnur fjölmiðlunartæki voru orðin frjáls. Til hvers hefði það leitt? Hefði til lengdar verið hægt að standa á móti kröfunni um fleiri flokka og frjálsar kosn ingar? Hvað hefði gerzt, ef það hefði verið leyft og kommúnista flokkurinn tapað í frjálsum kosningum, fólkið krafizt breyt- inga á þjóðskipulaginu? Hefði það verið í samræmi við „grund vallarreglur" sósíalismans og * „helgustu hugsjónir" hans að leyfa vilja fólksins að koma fram? Sannleikurinn er auðvitað sá, að þeir sem boða sósíalisma komast alltaf í sjálfheldu. Á end- anum verða þeir að viðurkenna þá staðreynd, að svokallaður sósialismi og frelsi fara ekki saman. Almenn mannréttindi eins og við þekkjum þau á "Vest- urlöndum og sósíalískt þjóð- skipulag eru ekki samrýmanleg. ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.