Morgunblaðið - 03.09.1968, Síða 3

Morgunblaðið - 03.09.1968, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPT. 1968 3 ERFITT var a» fá suma krakkana til a» vera hljóS og stillt og standa kyrr í gær, á fyrsta degi skólaársins. Ys og þys réði ríkjuim í fordyrum skiólanna, milli þess, sem kennurunum tókst að Iþagga niður í lifsglöðu skólafólkinu, til að geta les- ið upp nöfn þeirra. Á miðvikudaginn mæta svo nemendumir aftur 1 bekkina, og verður þá skipað i bekki, svo sem vani er ár hvert um þetta leyti. Starfsmenn Mbl. litu inn í Melaskólann stundarkorn til smáskrafs við nemendur, sem tóku þessu tiltæki bara vel. — Hvaðan eru þið? Frá blaði? . . Frá Morgunblaðinu? — Kemur mynd af okkur? — Hvenær? — Ha, hver er frá blaði? — Má ég líka vera með á myndinni? Og nú verður svolítið (þröngt um starfslið Moggans, en ekki lengi. Það greiðist úr þvögunni, og við fáum að smella mynd af fólkinu. — í hvaða bekk eruð þið, stelpur? — Við erum flestar í fjórða bekk D. — Nei, nei, nei! Fimmta D!! — Sú er' nú aldeilis! Nokkrar ungmeyjar úr 5. bekk D, og fleiri bekkjum. Þær heita Auðbjörg, Stella Karlsd., Ragna Björk, Kristín Steinsen, Bryndís Pétursd., Ingibjörg Einarsd., Jóhanna Hilmarsd., Ólöf Jónsd., Kristbjörg Kristinsd., Gígja Thoroddsen, Regína Grettisd., Áslaug Bl. Blöndal, Svava Loftsd., Anna Guðrún Ásgeirsd., Þórdís Zoéga og Kristín Helga Björnsd. Hlökkum til að byrja aftur að læra allt — Hvað er þá skemmtileg- ast? — Allt, náttúrufræði, ís- landssatga, landafræði, Biblíu sögur, allt. an? — Stelpur, heyrið þið, hvað hún sagði? — Já fjórða D! — Haíið þið elzt eitthvað siíðan í fyrra? — Já, og hækkað um bekk! — Nú það bara borgar sig, að vera í skóla. Það er þá hægt að flytjast upp um heil an bekk á ári? — Já, já og við verðum í fimmta D! — Alveg ábyggilega. — Já, já. Alveg ábyggi- lega. — Er það ekki gaman að vera að byrja aftur? — Jú við hlökkum svo mik ið til að byrja að læra aftur. Ha, er allt mest gam- — Já, jiá, allt. — Það verður sjálfeagt gaman að kenna þessum glaða hóp í vetur, eina og öllu öðru námsfúsu fólki. Og með það tförum við. M. Thors. Laxastigi geriur í Laugardalsá Bömin í Melaskóla í forsalnum. Hér vantar ekki áhugann! í SUMAR hefuT verið gert geysi- mikið átak í fisræktun í ánum. Heíur verið sleppt 120 þús. göngu seiðtum í 50 ár. Einnig er unnið við gerð l'atxastiga. Eru t. d. að hefjast umbætur í Daugardalsá við ísafjarðardjúp, sem er mjög góð laxveiðiá og verður byrjaö á laxastiga þar nú þegar veiði- tíma lýkur. Fjöldi göngiuseiða, sem sleppter í árnar hér, hefur varxið á nokkT- um árum upp í 120 þús. í sumar. Hefur orðið mjög mi'kil þróum á fáum árum í því. Til samanburð- ar má geta þess, að Norðmenn, slepptu nú 180 þús. seiðum í síin ar ár, sem taldaT eru miklu meiri en laxárnar á íslandi. Eitt atriðið í sambandi við laxa ræktun eru laxastigar, til að hjálpa laxinum upp árnar. Nú er •verið að ljúka við slíkan stiga í Selá í Vopnafirði og einnig að •ganga frá stiga í Sveðjufossi í Langá. Og gera á laxastiga, sem er T| m á hæð í Laugardalsá við ísafjarðardjúp. Búið er að sprengja þar og teikiningar liggja fyrir, en byrja á í haust á verk- Fái ég að velja tek ég BLANDAD GRÆNHETI 0G GRÆNAR BAUNIR FRÁ KEA Heildsölubirgðir: Birgðastöð SÍS. Eggert Kristjánsson & Co. h.f. Kjötiðnaðarstöð KEA. STAKSTEIMAR Afstaða kommúnista Talsvert er nú rætt um til-: raunir kommúnista á íslandi sem annars staðar, til þess að firra sig ábyrgð af glæpaverkum kommúnista í Tékkóslóvakíu. Staðreyndin er sú, að jafnan þegar veröldin hefur með vi»- bjóði fylgzt með ofbeldisaðgerð- um kommúnista, hafa kommún- istar talað um, að nú hafi orðiff á „alvarleg mistök“ í sósíalísku riki og harmað þau. Að öffru leyti hefur engin breyting orffiff á afstöffu þeirra til Sovétríkj- anna og leppríkja þeirra. Nú segja kommúnistar raunar, aff atburðirnir í Tékkóslóvakíu muni breyta afstöðu þeirra til Sovét- ríkjanna, sem þeir telji ekki leng ur forusturíki sósíalismans, en hins vegar breytist afstaffa þeirra til sósíalismans sjálfs í engu. Það mun reyndar koma í Ijós fyrr en varir, að fullyrðingar þeirra um breytta afstöðu til Sov étríkjanna er fyrirsláttur einn, en athugum máliff eitt andartak út frá þvi sjónarmiði, sem komm únistar setja fram. í rúmlega hálfa öld hefur sósíalískt þjóff- skipulag verið í uppbyggingu t Sovétríkjunum. Á því tímabili hafa hin hryllilegustu glæpa- verk veriff framan í Sovétríkjun um sjálfum. Allt fram til ársins 1956 héldu kommúnistar á ís- landi þvi staðfastlega fram, aff allar upplýsingar um þessi glæpaverk væru „auffvaldslygi“ og „Morgunblaðslygi“. Á því ári flulti Nikita Krúsjoff hina frægu. ræðu sána um stjómarhætti L Sovétríkjunum á valdatímum Stalíns. Þá var það stafffest at æðsta valdamanni Sovétrikjanna, að það sem sem kommúnistar á íslandi kölluðu „auffvaldslygi“ og „Morgunblaffslygi" var þrátt fyrir allt sannleikanum sam- kvæmt. Það bólaffi samt ekki á því, að kommúnistar hættu aff líta á Sovétríkin sem forusturíki sósíalismans. En hvaða sósíalismi? Hvergi hefur jafnmikil reynsla fengizt af sósíalísku þjóffskipu- lagi og í Sovétríkjunum. Nú segjast kommúnistar ekki lengur hafa trú á þeim sóaialisma. En hvaða sósíalisma hafa þeir þá trú á. Er það sósíalismi Ul- brichts? Er það sósíalismi Góm- úlka? Er það sósíalismi Kadars? Er það sósíalismi Titós (þar sem skoðnakúgun er enn)? Er þa» hinn rúmenski sósíalismi (þar rikir einnig skoðanakúgun) ? Er það sósíalismi Maos? Hvar hefur sósíalismi í reynd þýtt annað en lögregluríki, skoðanakúgun, höft á almenn mannréttindi? Komm- únista>á íslandi segja nú skyndi lega: Vi» fylgjum þeim sósíal- isma, sem reynt var að byggja upp í Tékkóslóvakíu. Þeir hafa verið furðu seinir á sér a» upp- götva þann sósíalisma. En til hvers hefði tilraunin í Tékkó slóvakiu leitt? Þar átti a» koma á almennu skoðanafrelsi, blöff og önnur fjölmiðlunartæki voru orðin frjáls. Til hvers hefði það leitt? Hefði til lengdar verið hægt að standa á móti kröfunnl um fleiri flokka og frjálsar kosn ingar? Hvað hefði gerzt, ef það hefði verið leyft og kommúnista flokkurinn tapað í frjálsum kosningum, fólkið krafizt breyt- inga á þjóðskipulaginu? Hefði það verið í samræmi við „grund vallarreglur“ sósialismans og „helgustu hugsjónir“ hans að leyfa vilja fólksins að koma fram? Sannleikurinn er auðvitað sá, að þeir sem boða sósíalisma komast alltaf í sjálfheldu. Á end- anum verða þeir að viðurkenna þá staðreynd, að svokallaður sósíalismi og frelsi fara ekki saman. Almenn mannréttindi eins og við þekkjum þau á Vest- urlöndum og sósíalískt þjóð- skipulag eru ekki samrýmanleg. i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.