Morgunblaðið - 03.09.1968, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.09.1968, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPT. 1968 15 Stækkun landhelginnar og gæzla hennar eitt veigamesta mál okkar Fréttaauki Péturs Sigurðssonar, forstjóra Land- helgisgæzlunnar 1. september sl. ásamt ýmsum nágrannaríkjum sinum, skuldbun<Jið sig til að aðrar og meiri kröfur til Land- helgisgæzlunnar, starfsmanna hennar og tækja, en áður var. Gömlu varðskipin hafa því smám saman orðið að víkja fyr- ir nýjum, stærri og hraðskreiðari skipum, og gæzluflugvélar taka jafnt og þétt að sér fleiri verk- efni. Nú síðast hefir hið nýja varðskip Ægir bætzt í flotann, í stað gamla Ægis, og innan skamms er von á tveimur flug- bátum til að leysa gæzlugflugvél ina Sif af hólmi. Þá hefir Land- helgisgæzlan fyrir nokkru eign azt sína fyrstu þyrlu, í félagi við Slysavarnafélag íslands, — og I DAG fyrir réttum 10 árum, hinn 1. september 1958 gekk í gildi ný reglugerð er færði út fiskveiðitakmórk okkar frá 4 sjómílum í 12. Var hér um að ræða annan áfanga af útfærslu fiskveiðtakmarkanna er hófst árið 1952, með breytingunni frá 3 í 4 sjómílur og lokun fjarða og flóa, —; en lauk með grunnlínu- breytingunum með samkomulag- inu við Breta árið 1961. Fyrst þessara breytinga, (frá 3 í 4 sjómílur) jók fiskveiðiland- helgina um tæp 75% frá iþví sem áður var, önnur (frá 4 í 12) jók hana um rúm 62V2% frá því sem 'þá var orðið og sú síðsta um 7.3%. Samtals hafa þessar út- færslur takmarkanna þannig auk ið sjálfa fiskveiðlandhelgina um 50.344 km'-', þ.e.a.s. rúmlega þre- faldað hana frá því sem hún var 1952. Sem kunnugt er orsakaði út- færsla fiskveiðitakmarkanna frá 4 í 12 sjómílur árið 1958 miklar deilur, — og þá fyrst og fremst við Breta, er vefengdu réttmæti þessara ráðstafana og sendu hing að meðal annars herskip til þess að vernda togara sína, en sú saga er alþjóð svo vel kunn, að óþarfi er að rekja hana hér. Á meðan á þessum deilum stóð hafði Landhelgisgæzlan mjög alvarlegu og erfiðu hlut- verki að gegna, en ég held að óhætt sé að fullyrða að starfs- menn hennar, háir sem lágir, hafi haldið þannig á málum, að landi okkar og þjóð varð ekki aðeins gagn, heldmr líka sæmd af, enda urðu t.d. skipherrarnir Eiríkur Kristófersson og Þórar- inn Björnsson, þjóðkunnir menn fyrir störf sín þá. Á þessum tímamótum fer vel að minnast þess, að Alþingi hef- ur f nr og síðar markað ótví- ræða stefnu íslendinga í land- helg . málinu. í>annig er raun- veru ?gt upphaf fyrrnefndra út- færs na f iskveiðilandhelginnar bygg' á lögum um visindalega verndun fiskimiða landgrunns- ins, sem samþykkt voru á Al- þingi 1948, 5. maí 1959 sam- þykkii Alþingi ályktun um rétt fslendinga til 12 sjómílna fisk- veiðiiandhelgi, og að afla beri viðurkenningar á rétti íslands til land unnsin^ alls. Þessi atriði voru síðan áréttuð og staðfest í samningum við Breta með álykt- un Alþingis 9. marz 1961. Þess er einnig rétt að minnast, að árið 1949 höfðu íslendingar fengið því áorkað á þingi Sam- einuðu þjóðanna, gegn andstöðu Breta, að meðal fyrstu mála, sem alþjóðalaganefndin skyldi rann- saka, væru réttarreglurnar um landhelgina. Af þessu leiddi síð- ar til hinna svonefndu Genfar- ráðstefna 1958 og 1960 um réttar reglur á hafinu, þar sem 12 sjó- mílna fiskveiðilandihelgi hlaut að vísu ekki formlega viðurkenn ingu, en þó þann efnislega stuðn- ing, sem hefir nægt henni til viðurkenningar „de facto" — eða í raun. Hefir þeim ríkjum, sem síðan hafa tekið upp 12 sjómílna fisk- veiðilögsögu farið ð«rt fjölgandl ár frá ári. Þar á meðal eru marg ir fyrrverandi harðir andstæðing ar okkar í þessu máli, eins og Bretar. Af brýnni nauðsyn urðum við fyrstir til að ríða á vaðið með útfærslu fiskveiðilögsögunnar, —¦ og urðum þá fyirir mestu að- kastinu og óþægindunum. í þessu sambandi má einnig tsmmmvmmsmmmmsammaijmimiKímiamismt^mmgKB/ltmuiBmmm^^mimmm^^BBmsmrmMmKawaíy iiIiiii'—íjw^^ ¦¦:>,.*« ¦''¦.^••eysg^ -.--¦.-.•-.-- -^:- ^:^-. —...miiiiimmiiiiiiiiiiii n nnim»«a—w Óðinn siglir að brezkum togara í upphafi innrásar brezkra tog-ara í íslenzka fiskveiðilögsögu 1959. ,ri og varðskipið Þór minna á, að ísland hefir nýlega, taka þátt í alþjóðaeftirliti með fiskveiðum utan landhelgi hér í Norðurhöfum. Er hér um mjög merkt nýmæli að ræða og gæti haft mikla þýðingu fyrir okkur. Hin mikla stækkun íslenzku fiskveiðilandhelginnar og aukn- ar skuldbindingar gera eðlilega þótt hún sé að vísu lítil, þá hefir af henni fengizt mikilsverð og góð reynsla. Traust tveggja hreyfla þyrla er stöðugt á dag- skrá, enda myndu not hennar geta orðið mjög víðtæk, bæði til gæzlustarfa og skjótrar aðstoðar, hvort heldur skipum á hafi úti, eða afskekktum byggðarlögum. Til gæzlustarfa sinna í dag er Landhelgisgæzlan vel búin tækj um og æfðum starfsmónnum, en þar með er ekki neinu endan- legu takmarki náð. Með hinum nýju lögum um Landhelgisgæzl- una, sem samþykkt voru af Al- þingi fyrir um það bil einu ári er einnig igert ráð fyrir mjög víð tækum verkahring hennar, á sviði hverskonar björgunar. og aðstoðarmála. Hafísþjónustan, bæði með varðskipum og flug- vélum, á þessu ári, svo og lækn- isþjónusta varðskipsins Óðins við síldveiðiflotann við Sval- barða, auk viðgerðarþjónustu þeirrar, sem hann einnig hefir stundað þar, eru hvorttveggja nýir þættir í þessum störfum. En varzla sjálfrar landhelginn ar, eins og hún er á hverjum tíma, er þó alltaf kjarni starf- seminnar, enda væri allt tal um landhelgi orðin tóm án raun- hæfrar gæzlu hennar. Stækkun íslenzku landhelginnar og örugg gæzla henanr er og verður ætíð eitt af veigamestu málum hins fámenna eyríkis í norðuirhöfum. :'-^"~r ^* Endir bundinn á hættuástandið á miðunum. UR YMSUM ATTUM Framhald af bls. 14 reyndi líka að koma á „klass- isku formi" hjá veitingahúsun- um í ítalíu, sem óðum höfðu „ameríkaníserast". En avo gafst hainn uipp við það Mka. — Aldrei settist hann við skrif borðið sitt eftir að hann kom úr fangelsinu. Hann var lengst af deginum á rölti einhvers staðar í nágrenninu við Roncole, alltaf með byssu um öxl og veiði- hund í bandi — en aldrei sást hann hleypa skoti úr byssunni. Kunnugir sögðu, að hann hefði aldrei haft nein skothylki með sér. Alltaf gekk hann í gömlum. gauðslitnum fötum. Enda átti hann ekki nema tvenn föt. Síðustu árin forðaðist hann vandlega að hitta listamenn eða rithöfunda. En í knæpunni í Roncola hitti hann gamla kunn- ingja daglega. Þetta voru óbreytt ir almúgamenn. Og við þá gat hann talað eins og frjáls maður. Honum varð engin hamingja að milljónunum. Þvert á móti — það var „iðnvæðing andlegrar þróunar, með sigrandi að tak- marki", sem gerði hann þreytt- an og leiðan á öllu. Hamingjan, sem hann fór á mis við, var bar- átta æskumannsins fyrir því að fá að lifa frá hendinni til munns

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.