Morgunblaðið - 03.09.1968, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.09.1968, Blaðsíða 28
ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1968 Heyskaparhorfur á Suðurlandi slœmar: Ofsalegt vatnsveöur eftir skamma hurrka HEYSKAPARHORFUR bænda á Suðurlandi hafa breyzt mjög til bins verra nú síðustu vikurnar. Emkum gerði vatnsveðrið mikla um fyrri helgi strik í rei'kning- inn, þvi þurrkar höfðu verið svo Skammvinnir áður að rétt tókst að ná heyjum upp í galta og áttu flestir mikið af heyi sínu þannig. Fór það mjög illa í vatnsveðrinu, Nýtt kaupfélag opnar á Raufarhöfn RAUFARHÖFN, 2. sept. Sl. föstu dag opnaði Kaupfélag Norður- Þingeyinga á Kópaskeri matvöru verzlun hér á Raufarhöfn í verzl unarhúsi Kaupfélags Raufarhafn ar, þar sem það hefur hætt rekstri sínum í það minnsta fyrst um sinn. Verzlunarstjóri verður Gunn- ar Skúlasan, Reykjavík. Síldarbáturimn Sóley IS 260 kam hingað í dag ag lagði upp hjá söltunarstöðinni Óðinn hf. 213 fullsaltaðar tunnur af góðri og vel með farinni síld. — Ólafur auk þess sem sumir eiga enn flatt hey. Svo að nú er nauðsynlegt að fá nokkuð langan þurrkakafla til að bjarga heyjum í hlöðu. Þau eru nú þegar illa farin. Austur við Hornafjörð ag í Mosfellssveit er ástandið þó ágætt. Mbl. átti tal við fréttaritara sína ag bænd- ur á ýmsumn stöðum á Suður- landi. Skammvinnir þurrkar. Gunnar í Seljatungu sagði, að heyskapur gangi enn mjög illa í Árnessýslu. Þurrkar hafa verið ótryggir mieð afbrigðum og stað- ið stutt. Bændur eiga því mikið í göltuim. Um fyrri helgi gerði feikilegt vatnsveður og þarf hey- ið í gööltunum því mikinn þurrk nú, til að hægt sé að hirða það. Nokkurt hey var komið í hlöður hjá bændum, en mikið er úti. Eftir miðjan júní spratt mjög ört og hefði heyfengur því getað orð ið góður. En þá fék'kst enginn þurrkur, svo ekikert fór að nást upp fyrr en í ágúst. — Við erum ákaflega þreyttir á þessum stuttu þurrkum, sagði Gunnar, og fyrr- nefnt óveður kom sér mjög illa. Fáum við ekki verulegan þurrk núna, þá horfir reglulega illa um FVh á bls. 27 Hjólaútbúnaður flug- Sjálfstæðisflokkurinn kaupir Galtafell Sjálfstæðisflokkurinn hefur fest kaup á húseigninni nr. 46 við Laufásveg, Galtafelli. Er hugmyndin, að allar skrif- stofur fiokksins flytji í þetta húsnæði, er það hefur verið lagfært og endurbætl. Hins vegar verður Valhöll félagsheimili Sjálfstæðisfélag anna í Reykjavík, þar sem fundir, samkomur og aðrar minniháttar rá'ðstefnur verða haldnar, en til stærri fundar- halaa mun flokkurinn taka á leigu húsnæði eftir því sem þörf er á hverju sinni. Stéttarsambandið hótar sölustö&vun búvara vélarinnar bilaði ÆFING varð að raunveruleika þegar Sigurjón Einarsson, hjá Flugmálastjóminni, var á æfinga flugi í gær með mann sem var að endumýja skírteini sitt. Þeir vora í Beechraft Bonanza, tveggja hreyfla vél Flugmáia- stjómarinnar. Einn iiður í þjálf- un flugmanna er að kenna þeim hvemig á að bregðast við ef hjólaútbúnaðurinn bilar eitthvað og það var einmitt það sem gerð- ist í gær. Rétt eftir flugtak tók Sigurjón eftir því að hjólin voru ekki komin upp. Þau fóru ekki nema hálfa leið, festust þar og varð ekki hnikað. í flugvélinni er ör- yggiskerfi, nokkurskonar hand- pumpa, sem nota skal í slíkum tilfellum og með henni tókst að korna þeim niður. Sigurjón flaug lágflug yfir Reykjavíkurflugvöll og töldu fflugviirkjar þar að hjólin hefðu læstzt niðri og óhætt væri að lenda. Sem betur fór höfðu þeir á réttu að standa og vélin lenti eðlilega. — og setur sitt eigið verð fyrir 25. september, verði viðunnandi verð ekki komið fyrir þann tíma fá vöruúttekt hjá kaupfélögun- AÐALFUNDUR Stéttarsambands bænda var haldinn að Skógum undir Eyjafjöllum og lauk á sunnudagskvöldið. Umræðuefni fundarins var einkum ákvörðun yfimefndar frá því í desember síðastliðnum, er nefndin úrskurð aði að verð til bænda skyldi verða óbreytt. Þá var einnig rætt um erfiðleika þá er steðja að landbúnaðinum, þrátt fyrir að rætzt hafi úr sprettu. Á fund inum kom fram að í nokkrum héruðum eru bændur orðnir svo skuldugir að þeir eru hættir að Yfirtýsing kommúnista í útvarpinu: Mótmæla ekki frelsis- sviptingu Tékkóslóvakíu — heldur árás á sósialismann Kommúnistar hafa nú lýst því yfir, að þeir hafi ekki gagnrýnt innrásina í Tékkóslóvakíu vegna þess, að þar hafi fullveldi smá- þjóðar verið fótum troðið og almenn mannréttindi tröðkuð í svaðið heldur vegna hins, að „Sovétríkin voru að ráðast gegn sósíal- ismanum" eiils og einn talsmaður þeirra komst að orði í útvarpsþætti Árna Gunnarssonar, Daglegt líf, sl. laugardagskvöld. Þessi yfirlýsing sýnir glögg lega hina raunverulegu af- stöðu kommúnista til atburð- anna í Tékkóslóvakíu. Árni Gunnarsson varpaði fram þeirri spurningu í fyrrnefnd- um útvarpsþætti hvers vegna Alþýðubandalagið og Æsku- lýðsfylkingin hafi brugðið svo skjótt vi‘ð að mótmæla inn- rásinni í Tékkóslóvakíu. Jó- hann Páll Árnason (lærður í marxistískum fræðum á Ítalíu og hefur dvalizt langdvölum í Tékkóslóvakíu) svaraði og Frh. á bls. 20. Aðalfundurinn samþykkti vít- ur á niðurstöðu er varð á verð- lagningu landbúnaðarafurða 1967. Taldi fundurinn óhjákvæmi legt að stjóm Stéttarsambands- ins setti til bráðabirgða verð á framleiðsluvörur bænda, verði grundvöllur verðlagsins ekki ákveðinn fyrir 25. september. Verði niðurstaða verðlagningar- innar hins vegar sú, að enn vant ar á það verð er stjóm Stéttar- sambandsins telur viðunandi, skal hún leita heimildar til að gera sölustöðvun. I atkvæða- greiðslu um sölustöðvunina féllu atkvæði þannig að 31 var með, 4 á móti, en 9 greiddu ekki atkvæði eða vom fjarver- andi. Á sunnudag ávarpaði Ingólfur Jónsson, landbúnaðarráðherra fundinn Ræddi hann um hina almennu erfiðleika, sem steðja að þjóðarbúinu og sagði að að- gerðir ríkisins myndu að sjiálf- sögðu mótast af þeim. Harðær- isnefndin hefði fengið það verk- efni að kanna afkomu bænda og á grundvelli niðurstaða hennar yrðu gerðar ráðstafanir til að- stoðar bændum. Vandamál bænda yrðu tekin til afgreiðshi samhliða öðrum vandamálum, sem að þjóðarbúinu steðjuðu. Allmargar tillögur voru sam- þykktar á aðalfundinum. M.a. samlþykkti fundurinn að kjósa fjóra menn einn úr hverjum landsfjórðungi til þess að gera ásamt Stéttarsambandinu breyt- ingartillögur um framleiðsluráðs lögin, þar sem einkum verði lögð álherzla á, að bændum verði tryggð sambærileg laun og öðr- um stéttum, að sexmannanefnd- in verði lögð niður, en bænda- stjórnin fái síðan samningsað- stöðu við ríkisstjórnina um verð lagið, framleiðsluaðstöðu og kjör stéttarinnar og að sett verði á- kvæði í lögin, er tryggi mögu- leika til að hafa stjóm og skipu- lag á framleiðslu búvöru þannig, að of mikið framboð vöru valdi ekki bændastéttinni beinu fjár- hagstjóni. Nánar verður sagt frá fundin- um í blaðinu á morgiun. Viðræður stjórnmála- flokkanna hefjast í dag VIÐRÆÐUR fulltrúa stjórnmála- flokkanna um horfuT í efnahags- málum og nauðsynleg úrræðd hefjast i dag kl. 2. Af hálfu Sjálf stæðisflokksins taka þátt í við- ræðunum Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og Jóhann Haf- steiin, dómsmálaráðherra. Af hál.fu Alþýðuflokksins þeir Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráðherra og Eggert G. Þorsteinsson, sjávar útvegsmálaráðherra. Fyrir hönd Framsóknarflokiksins taka þátit í viðræðunum Ólafur Jóhannesson og Eysteinn Jónsson. Mbl. tókst ekki að fá upplýsingar uim full- trúa Alþýðubandalagsine, en í gærkvöldi stóð fuindiur fram- kvæmdastjórnar þess, þar sean ákvörðun skyldi tekin um þá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.