Morgunblaðið - 21.09.1968, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. SEPT. 1968.
fHmgtiitfrlftfrtfe
Utgefandl
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltríii.
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjóm og afgreiðsla
Auglýsingar
Askriftargjald kr 120.00
I lausasölu.
Hf Arvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Sigurður Bjamason frá Vigur
Matthias Johannessen.
Eyjólfux Konráð Jónsson.
Þorbjöm Guðmundsson.
Bjöm Jóhannsson.
Ami Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6. Sími 10-100.
Aðalstræti 6. Sími 22-4-80.
á mánuði innanlands.
Kr. 7.00 eintakið.
TOGARARNIR
LANDA HEIMA
Dæjarútgerð Reykjavíkur
® hefur ákveðið, að togar-
ar fyrirtækisins landi afla sín
um til vinnslu hér heima en
sigli ekki með hann. Þessi
ákvörðun BÚR er mjög þýð-
ingarmikil og stuðlar að auk-
'inni atvinnu í borginni.
Landanir togaranna heima
eru eitt af mörgu, sem hægt
er að gera til þess að örva
atvinnu í landinu. Ríkisstjórn
in hefur ákveðið að takmarka
mjög heimildir til þess að
láta fara fram viðgerð á
skipum erlendis en beina
þeim verkefnum í þess stað
til innlendra dráttarbrauta
og vélsmiðja. Um þessar
mundir er rætt um það, hvort
strandferðaskipið Esja verði
sent utan til viðgerðar. Þess
ber að vænta, að unnt reyn-
ist að framkvæma þá viðgerð
innanlands.
Ríki og sveitarfélög geta
einnig átt verulegan þátt í
því að örva atvinnu með því
-^að beina verkefnum til inn-
lendra aðila, jafnvel þótt
kostnaður sé nokkru meiri en
ef verkið væri framkvæmt
erlendis.
Þannig hljóta allir aðilar
að leggjast á eitt um að bægja
vofu atvinnuleysis frá í haust
og vetur. Með samstilltu átaki
allra aðila er það unnt.
TVÆR TILLÖGUR
A ndstæðingar Sjálfstæðis-
manna í borgarstjórn
Reykjavíkur halda því oft
fram, að borgarstjórnarmeiri-
hlutinn felli allar tillögur
minnihluta flokkanna í borg-
arstjóm.
Á fundi borgarstjórnar í
fyrradag voru samþykktar
tvær tilögur frá borgarfull-
trúum Alþýðubandalagsins,
um skipun atvinnumálefna
og um borgarmálaráðstefnu.
Samþykkt þessarar tveggja
tillagna sýnir, að borgarstjórn
armeirihluti Sjálfstæðis-
manna vegur og metur hvert
mál eftir efni þess, en ekki
eftir því hver flytur það.
HÁTT TIL LOFTS
OG VÍTT TIL
VEGGJA
A ukaþing ungra Sjálfstæðis-
manna hefst eftir viku.
Undirbúningur að þingi þessu
hefur þegar vakið mikla at-
hygli og má búast við, að
þingið valdi nokkrum straum
hvörfum meðal ungs fólks. 1
viðtali sem Mbl. birti í gær
við Jón E. Ragnarsson, annan
af varaformönnum Sambands
ungra Sjálfstæðismanna sagði
hann m.a.: „Við teljum okkur
standa á tímamótum og um
leið og við krefjumst siðbót-
ar í stjórnmálum teljum við
nauðsynlegt að efla á þess-
um síðustu og verstu tímum
samstöðu þess unga fólks, sem
el^ki óskar þess að vera tann-
hjól í ríkismaskínunni en trú
ir á mátt sinn og megin, á
framtak einstaklingsins, frelsi
hans, land sitt og þjóð.“
í framhaldi af þessum
hressilegu ummælum, er rétt
að undirstrika það, að Sjálf-
stæðismenn hafa jafnan fagn
að nýjum hugmyndum, sem
komið hafa fram innan flokks
þeirra, ekki hvað sízt frá sam
tökum ungra Sjálfstæðis-
manna. Þess vegna eru líka
miklar vonir tengdar við auka
þing SUS, sem kemur saman
eftir nokkra daga.
Ekkert er eðlilegra en að
ungt fólk gagnrýni samtíð
sína, og krefjist þess að í þjóð
félagi þess sé hátt til lofts og
vítt til veggja. Um þá krötfu
skipa allir Sj álfstæðismenn
sér, hvort heldur þeir eru
ungir eða gamlir.
Það er líka eðlilegt að irnga
fólkið óski aukinna áhrifa. En
að sjálfsögðu hljóta áhrif þess
að fara eftir lífsmætti hug-
sjóna þess og hætfileikum til
þess að skilja þarfir þjóðar
sinnar.
ATHYGLISVERÐ-
AR KOSNINGAR
¥ fyrradag fóru fram ákaf-
* lega athyglisverðar kosn
ingar í Starfsmannafélagi
stjórnarráðsins, er kosnir
voru fulltrúar á þing B.S.R.B.
Formaður B.S.R.B., Kristján
Thorlacíus, sem verið hefur
fulltrúi Starfsmannafélags
stjómarráðsins á þingum B.
S.R.B. kolféll við fulltrúakjör
ið og hlaut aðeins 4 atkvæði
en þeir sem kosnir vora hlutu
40—43 atkvæði. Mun sjald-
gæft að forastumaður í félags
samtökum hljóti <Pvo algjört
vantraust þeirra, sem áður
hafa kjörið hann til trúnaðar
starfa.
minnir einna helzt á persónur
úr kvikmyndum frá 1920.
Wallace er hörundssár og
það er eitur í hans beinum, ef
skopazt er að honum. Hann
tekur gamanmál og brandara
óstinnt upp, að minnsta kositi
ef það er á hans kostnað.
Hann bar það mjög heiftug-
lega til baka fyrir skemmstu,
að hann burstaði tennurnar
með skítugum tannbursta,
eins og TIME hafði sagt frá.
Og ekki fór það siður í
taugarnar á honum, er News-
fylgi hans fer stöðugt vaxandi
komast hjá flóknum lausnum
á málunum. Speki Wa'llaoe
ristir ekki djúpt. Hugmyndir
hans í þjóðfélagsmálum
sverja sig í ætt við sósial-
isma. Það kom berlega í ljós
meðan hann var ríkisstjóri í
Alabama, en þá varði hann
TÆPLEGA ár er liðið
síðan George C. Wallace, fyr-
verandi ríkisstjóri í Alabama,
ákvað að takast á við það
verk, sem flestir töldu von-
laust og fyrirfram dauða-
dærnt, að koma flokki sínum,
sem er kallaður Flokkur ó-
háðra bandarískra kjósenda,
á kjörseðilinn í öllum ríkjum
Bandaríkjanna við næstu for-
setakosningar. í næstu viku
hefur hann fullnað þetta
verk. Honum hefur tekizt það,
sem engum þriðja forseta-
frambjóðandanum um forseta
Bandaríkjanna, hefur tekizt
síðan Teddy Roosev/elt '1912.
f fyrsta skipti í meira en
hálfa öld fara fram kosningar
milli þriggja frambjóðenda,
og það í fullri alvöru. George
Wallace hefur neytt meðfram
bjóðendur sína til að viður-
kenna, að þeir verða að
reikna með honum. Það er
ekki hæðzt að Wallace lengur,
menn geta ekki lengur leitt
hann hjá sér sem ofstopa-
mann og öfgasegtg, sem að-
eins fáir einir muni fylgja.
Margir horfa frekar á með
skelfingu, að barátta hans
virðist ætla að bera ávöxt.
Vaxandi fylgi Wallace á
undanförnum vikum í flest-
ríkjum Bandaríkjanna hefur
gert þeim ljóst, sem stjórna
kosninga baráttu hans, að
hann hefur nú orðið raun-
verulega möguleika á því að
verða forseti. Wallace leggur
aðaláherzluna á, að afla sér
fylgis í þeim 25 ríkjum, sem
ráða yfir 357 kjörmannaat-
kvæðum, en ti'l þess að sigra
þurfti hann stuðning 270.
Leið Wallace að því marki,
sem hann hefur náð hefur að
sjálfsögðu verið erfið og
mörgum þyrnum stráð. Hann
er fæddur í Barbour í Ala-
bama, árið 1919. Faðir hans
var fátækur bóndi, og móðir
hans fékkst við tónlistar-
kennslu. Wallace hefur orðið
að berjast fyrir ödlu, sem
hann hefur öðlazt, enda hef-
ur hann ekki hlíft sér. Frá
því er sagt sem dæmi um fá-
tækt hans á yngri árum, að
þegar hann giftist Lurleen
konu sinni var hann svo fé-
vana, að hann gat aðeins boð-
ið brúði sinni og tengdamóð-
ur upp á samloku með kjúkl-
ingasálati á ódýru kaffihúsi.
Ekki er vafi á því, að utan
Bandaríkjanna, er Wallace
einkum þekktur fyrir einstr-
engislega afstöðu sína til kyn
þáttamála. Sú afstaða hans
hefur valdið því, að haturs-
menn á hann fleiri en flestir
bandariskir stjórnmálamenn,
en þessi afstaða hans hefur
einnig aflað honum mikils
fylgis meðal íháldsafla og
öfgamanna sem eiga mikil í-
tök í Bandaríkjamönnum ein-
kum í Suðurríkjunum.
Stefna Wallace og skoðanir
eru einfaldar og liggja ljósar
fyrir og höfða mjög til þeirra
fáfróðari og þeirra sem, vilja
George Wallace
hærri fjárupphæðum til heil
brigðismála en pokkur ann-
ar fyrirrennari í embætti í
Alabama hafði gert.
George Wallace er langt frá
því að vera glæsimenni á ve'lli
hann er lágvaxinn og lítill
fyrir mann að sjá og sópar
hvergi að honum. Göngulagið
^iiOuer'ÝifFiEi
ÍlirtVore
tfímu'PiJWMi’*
19 fOtfM’
é'lilnieVfiífioe.
7f5r fnoote ftíllU
í'.'Por 6mm(ötirT
lnlnl.
ýlirRnfrtffcíf
IhJáii.
Io^ítIau ?ut>
Cnotft.
'}6trh Pmés
Baráttumál frambjóðandans
samkvæmt grein í Newsweek:
Akið bílnum yðar yfir Hippa
Vinnið stríðið — með ein-
hverju móti.
Hendið skjalamöppum skrif-
finnanna í fljótið.
Akið bílnum ykkar yfir Hipp
ana.
Hendið skriffinnum í fijótið.
Veifið fánum
Setjið svindlara í fangelsi
Setjið Hæstairétt í fangelsS
Setjið bleiku pressuna í fang-
elsi.
Komið á lögum og reglu
Látið lögguna stjórna land-
week sagði frá því fyrir
skemmstu, að ein mesta raun,
sem siðfágaður maður gæti
lent í, væri að sitja til borðs
með Wallace, þar s : m kjamsið
og smjattið heyrðist langar
leiðir.
Þó að Wallace og stuðnings
menn hans geti þegar hrósað
nokkru happi og stöðugt auk-
ist fylgi hans, mun Wallace
sjálfur varla vera trúaður á
að hann uppskeri þau laun
erfiðis síns að komast inn í
Hvíta húsið. En hann hefur
unnið það mikla afrek að
ráða aðalbaráttumáli kosning
anna, það sem snýr a lögum
og reglu og aga í landinu.
Allir frambjóðendurnir eru
sér fullkomlega meðvitandi
um, að það mál skiptir banda-
ríska kjósendur megin máli,
afstaðan til Víetnamstyrjald-
arinnar hefur orðið að þoka
um set. Skoðanakannanir
undanfarið hafa spáð Wallace
15-22 prósent atkvæða. Flest
mun hann sjálfsagt fá í Suður
ríkjunum, fleiri mun hann
hijóta frá .Humphrey en Nix-
on.
Óeirðirnar sem urðu meðan
flokksþingið í Chieago stóð
yfir, svo og horfur á átökum
og ólgu víða í Bandaríkjunum
á næstunni verða vatn á
myllu Wallace, sem boðar af-
dráttarlausari og harðari
stefnu í þeim málum, en
keppinautar hans tveir.
Hver svo sem úrslit kosning
anna verða hefur George
Wallace tryggt sér sess í
bandarískri stjórnmálasögu
FeriTl hans er einstakur,
frami hans lygilegur svo að
hliðstæða fyrirfinnst varla.
||1 AN IÍR HFIMI
\iiiv U1 nli Ul\ ÍILIIVII