Morgunblaðið - 21.09.1968, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. SEPT. 1968
15
JÓM STEFÁMSSOM
Sá sem sér aðeins með augunum —
og vanrækir þar með andann, —
getur einungis séð og málað ytra
borð hlutanna.
Til þess að meðtaka hið sanna
eðli formanna,
þurfum við ljósgeisla anda vors,
sem alia hluti lýsir,
og viljann til að taka á móti
ljósinu,
sem sendir frá sér alla sýnilega
og ósýnilega hluti.
Rabindranath Tagore.
BANDALAG íslenzkra lista-
manna og Félag ísl. myndlistar-
manna hafa í tilefni 40 ára af-
msélishátíðar bandalagsins seitt
upp sýningu á verkum Jóns Stef-
ánssonar (1881-1962) í nýju sýn
vingarhúsnæði, sem Húsgagna-
verzlun Reykjavíkur hefur inn-
réttað mjög snoturlega á annari
hæð byggingar sinnar að Braut-
arholti 2. Yar húsið formlega tek-
ið í notkun með opnun þessarar
sýningar sl. laugardag. Það er
vel, að bandalagið skyldi heiðra
minningu þessa ágæta málara á
þessum tímamótum, því að al-
menningi er miklu minna kunn
ur hlutur Jóns í ísl. myndlist
en Ásgríms og Kjarváls, því að
maðurinn var frábitinn öllum
hávaða kringum list sína. Þá
dvaldi hann jafnan vetrarlangt
í K.'höfn, þar sem hann var
miklu betur þekktur og metinn
en hér heima. Einnig er list Jóns
þyngri og því seinteknari en
list hinna brautryðjendanna.
Hún er oft meiri heili en hjarta,
þó að áhorfandinn skynji miklar
kenndir bak við útfærslu mynd
anna. Yfirborð hlutanna, hríf-
andi léttleiki og innblástur
augnabliksins var Jóni Stefáns-
syni fjarri skapi, hann vann sér
álla hluti erviða, þrautmálaði
hverja mynd, þurrkaði burt öll
aukaatriði — gerði vægðarlaus
a-r kröfur til sjálfs sín allt sitt
líf. Hann var rökfimur með af-
brigðum og hafði nautn af að
tala um list við starfsbræður
sína og heillaði þá marga með
mælsku sinni og þekkingu. Hann
var vel lesinn í 'listbókmenntum
og vitnaði óspart í franska mál-
ara og útskýrði kenningar þeirra
ekki sízt í meistarann frá Aix
— Cézanne, en þann málara mat
hann mest allra og var undir
áhrifum frá honum í verkum sín
um, en á rammíslenzkan hátt.
Jón var heimsborgarinn meðal ís
lenzkra málara, andlegur „aristó
krat“, höfðinglegur veitandi
þekkingar sinnar áhugasömum
fé'lögum og yngri mönnum, sem
hann hafði trú á — áhugaleysi,
meðalmenzka og lágkúra í um-
gengni við hluti, sem voru hon
um svo mikils virði, voru eitur
í hans beinum. Ég held að al-
menningur geri sér ekki ljóst
hve mikil bein og óbein áhrif
hann hefur haft á margar kyn-
slóðir íslenzkra málara ólíkra að
upplagi, kennt þeim að meta
gildi þekkingaröflunar, víðsýni
og agaðra vinnubragða — hann
var sannur málári og algerasta
andstæða þeirrar meðal-
mennzku, sem blómstrað hefur
hérlendis á s*inni tímum. Hann
var svo sérstæður meðal íslenzkra
málara, að ég veit varla um
neinn meðalmann, sem lagt hef-
ur út í það að líkja eftir lisit
hans, en nóg er um þá, sem
leitað hafa í mál annara málara,
máske vegna þess að þeir voru
vinsælli meðbl almennings og
því arðbærari til eftirlíkinga, en
einnig vegna þess að sá andlegi
bafcgrunnur sem prýðir myndir
Jóns, er ofviða allri meðal-
menzku. Það er mikill skaði, að
Jón skyldi ekki fara að dæmi
margra þeirra, er hann vitnaði
í, og skrá niður hugleiðingar og
athuganir sínar um 'list og lista
menn — hann ritaði aðeins eina
grein um mymdlist um dagana,
svo að ég viti til, en sú grein
er orðin sígild meðal málara
ekki sízt hinna yngri og eru
ur, sem höfum gert leitandi lisit
að starfi okkar, er það álíka
skoplegt að tala um smekfclega
list sem um smekklegt eldgos
Það eru allt önnur öfl, sem eru
starfandi í listaverkum en þau
afturhaldssömu vanahugtök
sem skapa smekk fjöldans“.
Þessi setning verður aldrei úr-
elt.
Eins og að líkum lætur var
jafn kröfuharður maður og Jón
ekki afkastamikill þrátt fyrir
langan vinnudag — það eru því
til miklu færri verk eftir hann
en Ásgrím og Kjarval, auk þess
sem mörg úrvalsverka hans eru
í eiknaeign erlendis, aðallega í
Danmörku. Þess vegna eru verk
Jóns fágæt eign, sem eigendur
eru ríkir af í öllum skilningi.
Undarlegt er, hve fslendingar
hafa verið heppnir með braut-
ryðjendur í mynd'list — þeir
hafa allir verið algjörar and-
stæður og því lagt grundvöll-
inn að breiðari yfirsýn þeirra,
er á eftir komu, heldur en að
.*.>;•x*.■•*.*•■ • ■>•• XX-.■ •••■•■- . ■ ■•
Tvær konur horfa til Heklu
höld á að skilmerkilegri grein
hafi komið á prent um þessi mál
eftir íslenzkan málara til þessa.
Bezti skóli í myndlist fyrir utan
söfn held ég að sé að 'lesa rök-
fræði málaranna sjálfra um list,
þeir segja svo umbúðalaust frá
hlutunum, nota hvorki skrúð-
mælgi né orðalengingar, og mál-
arar eru oft mjög vel ritfærir,
því að þeir hafa mikið orðið að
sækja í sinn mal, og enginn mál
ari skyldi vera hræddur við að
rita niður hugleiðingar sínar —
Jón skrifaði m.a.: „Öl'l góð list
ristir miklu dýpra en svo, að
'hún eigi að vera smekklegt augna
gaman og stofuprýði. Góð list
leitar inn að dýpstu rótum and
legs lífs, auðgar andans kennd-
ir og eykur víðsýni. Fyrir okk-
hefði orðið, ef þeir hefðu að-
hyllzt einhverja þrönga aka-
demíska stefnu líkt og braut-
ryðjendur hinna Norðurland-
anna, en skýringin er falin í
þeim umbrotum, sem áttu sér
stað í myndlistarheiminum á
þeim tíma, er þeir voru við nám,
og svo að þeir voru allir stór-
huga og móttækilegir fyrir nýj
um sannindum og höfðu engar
skyldur við rígskorðaðar erfða-
venjur. Ég hefi umgengist list-
nema í 10 ár sem kennari og hef
orðið var við mjög ólíkar skoð-
anir ungs fólks gagnvart braut-
ryðjendunum. Engum einum hef
ur sérstaklega verið haldið fram
umfram hina, en það var áber-
andi, að margir, er ekki mátu
Jón í upphafi, báru djúpa virð-
Sumarmorgun á Suðurlandi.
ingu fyrir honum við nánari
kynni. Við víðari yfirsýn og sjálf
stæða skoðanamyndun á hlutun-
um kann ungt fólk að meta hið
sérstaka framlag allra braut-
ryðjendanna, og er þetta mjög
ánægjulegt og í samræmi við
það lögmál, að sem flestar skoð-
anir fái að þróast og að rúmt
sé um þær, með þeim fyrirvara
sjálfsagt að um sé að ræða skoð
anir, byggðar á traustum grunni
en ekki almennar hagsmunaskoð
anir og einstrengnislegar skoð-
anir flautaþyrla, þar sem tjald-
að er til einnar næbur. E. t. v.
finnst lesendum ég vera marg-
orður um þessa hluti, en svo er
að slíkur viðburður líkt og sýn-
ing Jóns er, kallar fram marg-
víslegar hugleiðingar, sem mér
finnst að gjarnan megi koma
fram, því það er miklu hlutverki
að þjóna að auka veg Jóns í
hans eigin landi.
Þess sýning á verkum Jóns
skyldi þurfa að minna á þetta
einfalda atriði, sem íslendingar
virðast hafa einkaleyfi á að van
rækja, þvi að þetta sézt hvergi
nema hér. Margar myndanna á
sýningunni eru í einkaeign, og
sá ég í sumar í fyrsta skifti
þarna en aðrar eru gamalkunn-
ar líkt og hin fræga hafnar-
mynd frá 1924, sem er eitt af
öndvegisverkum ísl. myndlistar,
og sem maður þreytist ekki að
horfa á. Þá er þarna hin mikil-
úðlega mynd: „Dagrenning við
Hornbjarg", sem þyrfti látlaus-
ari umgerð til að hin dulmögn-
uðu áhrif komist öll til skila —
gullið dregur úr áhrifunum. Á-
horfandinn þarf aðeins að
ímynda sér gullramma utan um
hafnarmyndina til að gera sér
þetta Ijóst. Þá er myndin „Frá
Þingvö'llum“ nr. 6 hjög sérkenni
leg, litirnir sannir og safaríkir,
en ramminn dregur stórlega úr
áhrifunum. Nr. 9. „Hestar á
Fólk við sjóinn.
Stefánssonar er mjög heilleg og
mikill viðburður í myndlistar-
lífi borgarinnar, og fáir sýning
arsalir hafa getað státað af slíkri
byrjun, sem verður líka tíl þess
að öllu meiri kröfur verða gerð
ar til framhaldsins. Maður vill
gleyma því, að aðrar sýningar
séu í gangi í borginni, er maður
virðir þessar myndir fyrir sér,
svo sterkum tökum ná þær, og
ég h!ika ekki við að halda því
fram, að hún er á sinn hátt í
sama gæðaflokki og sýning á
verkum Kjarvals fyrr í sumar,
en svo undarlega bregður við
að blöðin eru næsta tómlát um
sýninguna, og hún er ekki mik-
ið auglýst. Hér er brugðið upp
sannfærandi mynd af Jóni sem
málara. Við sjáum myndir frá
ýmsum tímabilum ferils hans og
ber að harma það, að aðeins eibt
ártal er í sýningarskrá, sem ger-
ir gestum erfitt fyrir að fylgj-
ast með þróuninni. Hve oft
beit“ er mild lifandi, þrungin
innra lífi og stemningu, sem
augað dvelst við. Myndin af
séra Guðmundi frá Mosfelli er
mjög einkennandi fyrir Jón 1
plastískri útfærslu sinni. Nr. 18
„Fólk við sjóinn“ er mjög at-
hyglisverð fyrir það, hvernig
Jón beitir andstæðulitnum til
að ná fram áhrifaríku formi og
samræmdri heild — og tekst það
Það fer lítið fyrir litla skip-
inu á víða hafinu (25) og áhrif-
in verða næstum súrrealistísk,
svo mögnuð eru þau. Jón mál-
aði haf og brim á mjög sannan
og upplifaðan hátt, enda fædd-
ur og uppalinn í sjávarþorpi, og
honum lét vel að mála kuldann
í sjónum, þannig að áhorfand-
inn skynji hann. Málverkið „Vet
ur“, fyrir enda hliðarsáls, er
mjög sterk mynd og óvenjuleg
frá hendi Jóns, og þó er þessi
sterka bygging, sem var höfuð-
Framhald á bls. 21