Morgunblaðið - 11.10.1968, Side 5

Morgunblaðið - 11.10.1968, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1968 5 Stafafellskirkja 100 ára Sunnudaginn 25. ágúst síðast- liðinn var að tilhlutan sóknar- nefndarinnar í Lóni hótíðlegt háldið 100 ára afmæli núver- andi sóknarkirkju að Stafafelli í Austur-Skaftafellssýslu. Sem boðsgestir voru mættir biskup- inn yfir íslandi, herra Sigur- björn Einarsson og kona hans, frú Magnea Þorkelsdóttir, próf- asturinn í Suður-Múlaprófast- dæmi, séra Trausti Pétursson og kona hans frú María Rögn- valdsdóttir — og presturinn á Kálfafelfsstað, séra Fjalar Sig- urjónsson og kona hans frú Beta Einarsdóttir — Ennfremur voru boðnar allar sóknarnefnd ir innan prófastsdæmisins. Fjöl- mennt var af sóknarfólki og gömlum Lónsmönnum nú búsett- um á Höfn í Hornafirði, auk fleiri lengra að kominna. Veður var ekki hagstætt þenn an dag, þokuloft um morguninn en rigning er leið á daginn. svo útiveru varð ekki við komið sem skyldi þess vegna. Inni í Stafafetlsbæ höfðu þeir aðsetur, sem kirkjan rúmaði ekki nutu þeir kirkjuathafnar þar með hjálp hátálarakerfis. Kirkju athöfnin hófst klukkan 14, hana leystu af hendi sóknarprestur- inn, séra Skarphéðinn Péturs- son, prófastur í Bjarnanesi, og hérra biskupinn, — bæði fyrir altari og í prédikunarstóli. Tal- aðist báðum mjög vel. Biskup- inn skírði ungbarn, og að lok- um var altarisganga. Söngflokk ur 12 manna undir stjórn Sig- urlaugar Árnadóttur annaðist kirkjusönginn. Eftir messu talaði Sigurlaug Árnadóttir fyrir hönd sóknar- nefndar. Hún þakkaði meðal ann ars sérstaklega þeim Stefáni Jóns syni á Hlíð og Geir Sigurðssyni frá Reyðará fyrir frábærlega vel unnin störf í þágu kirkjunnar um langt árabil, svo og ábúend- um Stafafells fyrir gestrisni við kirkjugesti 'fyrr og síðar. Einn- ig skýrði hún frá gjöfum til kirkjunnar er borzit höfðu í til- efnj afmælisins og þakkaði þær fyrir hönd safnaðarins. Hún rakti og að nokkru sögu kirkjunnar og gat þess að fýrsta kirkjulega athöfn, er sögUr fara af í Stafa- feflskirkju, er frá 24. ágúst 1201, en þá söng Guðmundur (biskup er síðar varð) Arason góði, þar sálumessu yfir Brandi biskupi Sæmundssyni. Var þessi 100 ára minningarguðsþjónusta nú dag- sett með hliðsjón af þeim atburði. — Auk Sigurlaugar tóku til máls Þorsteinn Geirsson, bóndi á Reyð ará og Sigurður Jónsson á Stafa felli. Það má fullyrða að þessi af- mælis og helgistund í Stafafells- kirkju var ö'ltum, er hana sáu og heyrðu hrifnæm hátíðar og ánægju-stund. Að lokum þág'u allir kirkju- gestir, að boði sóknarnefndar, kaffiveitingar í s amkomuhúsi hreppsins. Þar las sóknarprest- urinn upp heillaskeyti, sem bor- izt höfðu, og biskupinn flutti kveðju frá séra Rögnvaldi Finn bogasyni, sem þjónaði prestakall inu í nokkur ár en gat ekki mætt þarna vegna forfalla, þó boðinn væri. Kirkjunni bárust góðar gjafir frá velunnurum hennar nær og fjær, þar á meðal fa'llegir kerta- stjakar frá fósturbörnum séra Jóns Jónssonar, síðalsta prests á Stafafelli. Stærsta gjöfin er kirkjan fékk var skírnarfontur, sem núverandi og fyrrverandi sóknarbörn gefa. Er hann útskor inn af Ríkarði Jónssyni og á að afhendast kirkjúnni seinna á þessu ári. — Sóknarnefndin gaf Skaftafellskirkja í Lóni út litla bók um Stafafellskirkju og presta þar, eftir Stefán Jóns- son — sem afmælisrit. Hún er til sölu í bókabúðum og ágóði af sölu hennar rennur til kirkjunn ar. Það munu vera næsta fáar timburkirkjur, sem reistar voru á síðari hluta 19. aldar, sem enn eru uppistandandi og mun þar margt til koma. Sums staðar hafa þær fokið af grunni eins og t.d. KálfafeHsstaðakirkja 1886 og Hálskirkja í Hálsþinghá 1892. Að Stafafellskirkju hefur söfn- uður hennar búið svo, að hún hefur staðið af sér þau tortím- inigaröfl, sem öðrum kirkjum hér um slóðir, sem byggðar voru á svipuðum tíma, hafa orðið að atdurtila. Ástand hennar í dag bendir til þess, að hún geti enn þjónað hlutverki sínu langan tíma — Um vorið 1870 var tala sókn- arbarna um 230 en 1967 eru þau um 100 talsins. Kirkjan hefur sætarúm fyrir 80 manns og full- nægir því kröfum tímans að því teyti betur en áður var. Gamlir gripir í eigu kirkjunn ar eru 2 efnismiklir kertastjak- ar á altari, gerðir úr kopar- blöndu, prédikunarstóll með helgi myndum og ljósakróna. Ennfrem ur altaristafla, sem líkur benda ti'l að sé 300 ára gömul. Ekki hefur hún verið látin af hendi tit Þjóðminjasafnsins þó eftir því hafi verið leitað. Enginn veit nú hvenær þessir umtöluðu gripir komu í eigu kirkjunnar. — Þó fyrir hendi séu vísrtazíur biskupa frá 1641 til 1779 er þeirra þar að engu getið. Ný bók í Alfrœðasafni AB. LYFÍN Komin er á markaðinn ný bók í Atfræðisafni AB, hin nítjánda í röðinni, og nefnist hún Lyfin. Fjöldi sérfróðra manna hefur lagt hönd að samtekt bókarinn- ar, en aðalhöfundar hennar eru þeir Walter Modell, prófessor í lyfjafræði við Cornellháskóla og Alfred Lansing, sem gat sér heims frægð fyrir rit sitt Endurance (þrautseigja), sem fjallar um brezka suðurskautsleiðangra og í því sambandi um viðnámsþrótt manna við hinar erfiðustu að- stæður. fstenzka þýðinigu Lyfj- anna gerði Jón O. Edwald lyfja fræðingur og skrifar hann einn- ig formála fyrir bókinni. Eins og heiti bókarinnar segir til um fjallar hún um lyf, lyfja- neyzlu og lyfjafræði, allt frá öndverðu og frain á vora daga Kennir þar að sjálfsögðu margra grasa, en öll er frásögnin aerið forvitnileg, enda nær hún furðu langt aftur í aldir, svo að hér er jafnvel að finna myndir af lyfseðlum, sem súmeriskir læknar hafa ritað með fleygrúnum á rak ar leirtöflur fyrir meira en 4000 árum. Margt í þessari fornu og frumstæðu lyfjagerð kemur að sjálfsögðu nútímafólki hjákáttega fyrir sjónir, en hélzt samt furðu lengi við lýði. Jafnvel í lyfjabúð- um 17. aldar mátti enn finna slík læknislyf sem malaðar perl- ur, malaðar útfstennur og malað- ar múmíur. Sennilega hafa þessi lyf verið í háum verðflokki og þess vegna notið sæmilegrar til- frúar, því að sú hefur löngum verið raunin, að fólk hefði því meiri trú á lyfjum sem þau væru dýrari. Þannig getur bókin um brezkan „tízkulækni", Bulleynað nafni, sem uppi var á dögum Hinriks áttunda. Á einum lyf- seðli hans voru m.a. tvær drökm ur af hvítum pertum, tveir smáir safírar og nokkrar þunnar flögur af gulli og silfri atik smaragða. Samkvæmt frásögn læknisins sjálf hafa konungar og aðalsmenn not- að þetta lyf sér til aukinnar vel- líðunar“. v Kannski sætir hitt þó ekki minni furðu, hversu mörg hinna fornu læknislyfja hafaaðminnsta kosti í einhverri mynd, haldið vetli fram á þennan dag, þrátt fyr ir alla þá vísindalegu þekkingu sem síðan er komin til skjalanna. Þar til má nefna jafnalgeng lyf eins og aspirín og sódaduft, sem milljónir manna hafa daglega um hönd og voru þekkt og notuð fyrir fjölmörgum öldum. önnur lyf eiga sér þó enn tengri sögu, og þar er alkóhól eða vínandi efst á blaði, en það „má nær örugglega teljast elzt allra lyfja“. í bókinni er áfenginu gerð ræki- leg skil og áhrif þess rakin, ekki eins og þau segja til sín í ofurölvun, þorsta og „timbur- mönnum“, heldur umfram allt í varanlegum afleiðingum, sálræn- um og líkamlegum. Sú skilgrein- ing leiðir sitthvað nýstárlegt í ljós, afhjúpar margt, sem talið heufr verið áfenginu til gildis og sýnir fram á, að jafnvel „hóflega drukkið vín“ getur verið hættu- tegt og stundum banvænt. Slíkt á sér stað t.d. þegar þess er neytt í sambandi við önnur lyf, svo sem svefntöflur eða örfunar- lyf, en einmitt þess háttar lyf, sem auðveldar mönnum „flóttann frá lífinu“ hafa rutt sér uggvæn lega til rúms á síðari árum, ekki hvað sízt á meðal efnaðra menn- ingarþjóða, svo að neyzla þeirra hefur skapað eitt hið erfiðasta vandamál í allri sögu mannkyns- ins. Á ötlum þessum efnum kunna Lyfin glögg skil og þar er frá þeim sagt af fordómalausu raun- sæi. En þá er reyndar fátt eitt talið af því, sem í bókinni ber á góma. Mjög skemmtilegir eru t.d. þeir kaflar, sem fjalla um hin ýmsu og „stórkostlegu“ kynja lyf, sem flæddu yfir vestræn lönd á síðari hluta 19. aldar og íslendingar komust eninig í nokk ur kynni við af Kínalífselexír og voltakrossum. En öl'lu mark- verðari eru samt óneitanlega þær frásagnir bókarinnar, sem vita að hinni þrotlausu baráttu gegn sjúkdómum, hrörnun og dauða. Við mörg hinna nýju lyfja, sem um þessar mundir bíða fullnað- arprófs, eru vissulega bundnar vonir, en einnig þar blasa við uggvænleg vandamál, sem að dómi vísindamanna geta teitt man kynið til líffræðilegs sjálfsmorðs, ef ekki er við þeim brugðizt af mannviti og ábyrgðatilfinningu Einnig af þeim ástæðum á þessi bók, Lyfin, brýnt erindi við hvern mann, ungan sem gamlan. Alfræðisafn AB hefur frá upp hafi getið sér orð fyrir frábært myndaval, en sjaldan mun þó betur hafa tekizt til um það en í Lyfjunum. Alls eru í bókinni á annað hundrað mynda og þar á meðal eru um sextíu litmynda- síður. Prentsmiðjan Oddi hf. hef- ur annazt setningu og umbrot textans, en sjátf er bókin prenit- uð og bundin í Hol'landi. Hún er 200 bls. að stærð. Verðið er enn hið sama og venjulega fram til þessa á bókum Alfræðisafns- ins, kr. 350.00. Um séra Bjarna Sveinsson, prestinn sem sat á Stafafelli þeg ar kirkjan var byggð, skal á það bent að hann leysti af hendi óvenjulega mikil störf, fyrst og fremst með byggingu kirkjunnar og endurbyggingu Stafafellsbæj ar svo vel og veglega að orð var á gert (Samanber ævisögu Þorleifs í Hótum). — Af embætt- isverkum hans skal á það minnzt að á fyrsta starfsári hans hér 1862, önduðust 35 manns í sókn- inni á tímabilinu frá 27. maí til 27. desember. Engum getum þarf að því að leiða að prestþjón- usta í þessum mikla manndauða hefur verið þungbær. Snemma í marzmánuði 1873 fór list franskar fiskiskútur við Horns fjörur. Af skipshöfnum þeirra komust nokkrir lifandi á land en fjöldi drukknaði. Á Lóns- fjörur ráku þá 38 lík, sem öll voru löggð í eina gröf í Stafa- fellskirkjugarði — undir umsjá séra Bjarna. — Er félagar þeirra, sem björguðust, voru fluttir til skips á Djúpavogi 22. marz, og dvöldu þeir stundarkorn við leið ið við bænagjörð og söng. — Fyrir nokkrum árum lagði Franska sendiráðið fram fé fyrir minnisvarða á þetta leiði, sem er vel uppgert og minnir á þenn an óvenjulega atburð lengi fram í ókominn tíma. Framhald á bls. 14 --------- TIL 5ÖLU---------------------------- Til sölu er Ford Falcon Station árg. 1963. Bifreiðin er sérlega vel með farin og í 1. flokks ástandi. Sjálf- skipting. Útvarp. Áföst toppgrind. Fjögurra dyra. Góð dekk ásamt snjódekkjum. _ Má grciðast með skuldabréfum og víxlum. Upplýsingar í síma 24645 og 16870 á skrifstofutíma og 24493 á öðrum tímum. ALLT MEÐ 1 EIMSKIP JÓLA- OG NÝÁRSFERÐ M.S. GULLFOSS 23/12 1968 — 8/1 1969. Viðkomuhafnir: Amster- dam, Hamborg, Kaup- mannahöfn og Thors- havn. Á næstunni ferma skip voi til íslands, sem hór segir ANTWERPEN Skógafoss 14. okt. Reykjafoss 26. okt. Skógafoss 4. nóvember * Reykjafoss 15. nóv. ROTTERDAM Skógafoss 15. okt. Selfoss 23. okt. Reykjafoss 28. okt. Skógafoss 6. nóv. * Reykjafoss 18. nóv. HAMBORG Skógafoss 17. okt Reýkjafoss 23. okt. Selfoss 26. október. Skógafoss 1. nóv. * Reykjafoss 12. nóv. LONDON Mánafoss 14. okt. Askja 28. okt. Mánafoss 7. nóv. * Askja 15. nóv. HULL Mánafoss 16. okt. Askja 25. okt. Mánafoss 11. nóv. * Askja 18. nóv. LEITH Mánafoss 18. okt. Askja 31. okt. Mánafoss 13. nóv. * Askja 20. nóv. NORFOLK Fjallfoss 11. okt. * Brúarfoss 2. nóv. Fjallfoss 11. nóv. * NEW YORK Fjallfoss 16. okt. * Brúarfoss 6. nóv. Fjallfoss 15. nóv. * GAUTABORG Lagarfoss 18. október * Tungufoss 26. október. Tungufoss 14. nóv. * Bakkafoss 26. nóv. KAUPMANNAHÖFN Lagarfoss 16. okt. * Gullfoss 19- október. Tungufoss 28. október. Gullfoss 2. nóvember. Tungufoss 15. nóv. * Gullfoss 16. nóv. Bakkafoss 29. nóv. KRISTIANSAND Bakkafoss 2. nóv. * Tungufoss 18. nóv. * Gullfoss 1. des. GDYNIA Bakkafoss 30. okt. Skip um 17. nóv. VENTSPILS Dettifoss 21. okt, KOTKA Dettifoss 19. okt. Skip um 15. nóv. * * Skipið losar í Reykja vík, ísafirði, Akureyri og Húsavík. Skip, sem ekki eru merkt með stjörnu, losa aðeins i Rvík. ffi í! ALLT MEÐ I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.