Morgunblaðið - 11.10.1968, Side 21
MORGU'NBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1968
21
15.15 “yjg brúna meg yfírverk-
fræðingi og eftirlitsmanni.
Viceroy fyrir alla”.
Ekki of sterk,
ekki of létt,
Viceroy gefur
bragðið rétt...
rétt hvaða tíma
dagsins sem er!
11.30 “Xríðandi fúndur um nýja
byggingaráætlun”.
21*3Qi«
Notið skemmtilegs sjónleikí
eftir erilsaman dag-og ennþá
bragðast Viceroy vel”.
una.
Þessi mynd brýtur blað í gexð
liitkvikmynda. Hæfileikar manns
ins á sviði kvikmyndaigerðar eru
svo miklir, að það er nánast ótrú
legt. Það er því meiri skaði, að
ekki skuli myndin að öllu jafn
hrósverð.
Efni myndariminar er lítið. Það
er svipmyndir úr lífi ungrar
konu, sem er leikin af óbland-
aðri sni'lld af Monicu Vitti. Þessi
kona þjáist greinilega af aivar-
legum taugasjúkdómi og kemur
það frarn í lífsleiða og stefnu-
leysi, sem á köflum kemst á stig
algerrar örvaentingar. Sem sé
samskonar efni og í La Notte og
l’Aventura. Þetta getuleysi fólks
Antonionis til að ráða við að
vera til í sírnu umhverfi, er að
verða þreytandi. Það er ekki sízt
þreytandi fyrir það, að hann er
á eftir sinni samtíð með þetta.
Bókmennimar hafa skilið þessi
sjónarmið eftir að þau eru nú
ekki annað en liðið tízkufyrir-
bæri.
Nú er fólk afctivistar, ef það
vill vera í meginstraumnum. Hið
ljúfa líf hið leiða líf eru lið-
in hjá. Það hjálpair auðvitað ekki
í þessum skilningi, að myndin er
orðin fjögurra ára.
En miki‘11 sinillingur er Ant-
anioni samt. Svo tekið sé dæmi,
segir konan syni sínum sögu.
Sagan er um litla stúlku, sem
leikur sér í ví'k. Syndir í sjón-
um og hvílir sig í samdinum og
sér á milli sýnir og heyrir
ókennilegar raddir. Þetta ævin-
týri fyllir Anton'ioni svo mikilli
skáldlegri fegurð og yndisleik,
að maður vonar að það hætti
ekki, eða byrji þá sem fyrst aft-
ur.
En honum bregzt bogalistin á
köflum. Snillingar mega ekki
láta á því bera, ef þeir van-
treysta í skilningi áhorfénda.
Þegar Monica Vitti er búin að
fara í rúmið með Richard Harris,
gesti manms síns, gengur hún
niður að höfn. Þar leiitar hún á
náðir sorams og braksins, sem
þar liggur í hrúgum. Þetta er
tiitölulega auðskilin symbolismi,
nmn hliðstæðuma við hina saurg-
uðu eiginikonu, og nokkur göngu-
ferð um þetta svæði hefði nægt.
Eftir drykklanga stund er það
ekki lengur nóg, heldur yfir-
gefur myndavélin konuna og
nærmynd kemur af stlimi og
dxtullu milli skips og bryggju.
Mynd þessi er aðdáamleg, að
sumu leyti. En hún skilur eftir í
huga mér þá þrásætu hiugmynd,
að sköpun þessaxar myndar, sé
ekki ólí'k þvi, þegar Rembrandt
var að rissa fyrir sjálfan sig, eða
Bach að leika sér að tónborði
argelsitns. Hér er á ferð sniUing-
ur, sem er að vimma verk, sem er
langt fyrir neðan hane getu, að
því er virðist vegna skorts á lífe-
skoðun. Antonioni verður að
takast á við eitthvert stórvirki
mannsandans, í stað þess að
leika sér á þennan hátt að eigin
sniiili.
12U0‘Byggingaráætlun rædd á
leið til næsta stefnumóts”.
9.00*‘Mætt á skrifstofuna”.
hóteli. Slappað af með Viceroy
OLAFUR SIGURÐSSON SKRIFAR UM:
LAUGARÁSBÍÓ.
RAUÐA EYÐIMÖRKIN
ÞAÐ vekur alltaf mikla athygli,
þegar ný mynd kemur frá mönn-
um eims og Michelamgeio Antoni-
oni, ekki sist þegar um er að
ræða hams fyrstu litmynd.
Og það er mikið að sjá.
Antonioni notar liti þannig, að
hanin hefuir breytt merkinigu orðs
ins litmynd. Hann notar litina af
þvilíku ofurafli hæfileiká og
imyndunar, að manni finnst oft
að maður sé að horfa á nýja list-
'grein, samruna úr kvikmyndum
og málaralist. Við gerð þessarar
myndar notaði hann líka aðrar
aðferðir en tíðkast hjá öðrum
smærri mönnum. Hann lét til
dæmis mála öll hús við heilar
götur, sum tvisivar, tiil að þau
hentuðu. Og það er eimkenmilegt
að sjá alla ávextina á sölukerru
í sama lit, blágráu, eins og kerr-
Og á meðan hann er að bíða
eftir stóra verkinu ætti hann að
búa til fleiri. ævintýrd eins og
ævintýrið litía í víkinni. Og
hmgsið ykkur ef Antonioni tæki
til við H. C. Andersen. Það er
skemimtileg tilhugsun.
ÓS.
STJÖRNUBÍÓ.
CAT BALLOU
BETRA er seint en aldrei. Cat
Ballou hefux nú gengið í nokkr-
ar vikur, en ekki enn verið
minnzt hér í blaðinu. Til þess er
þó full ástæða.
Hér er um að ræða eina af
skemmtilegri gamanmyndum,
sem ég hef lenigi séð, og firæga
mynd og marg-verðalunaða.
Fékk Lee Mairvin meðail annars
Qscar-'Verðlaunin fyrir leik sinn
í þessari mynd.
í upphafi myndarinnar er Cat
Ballou, öðru nafni Catherine, á
leið heim úr skóla, á bæ föður
síns. Hún er pen og fín og fær
sér sæti á móti presti í jám-
brautarlestinni. Hhefur hún sam
ræður við hann, en hann reynist
of fullur til að geta ta-lað. Þegar
til kemur er hann í lestimni til
að bjarga vini sínum, sem er
undir manna höndum, handjárn-
aður við lögregluþjón. Losnar
hann og á flóttanum er hann um
S'tund í rúmi Cat Ballou í járn-
brautinni, en stekkur- þaðan út
um gluigga.
Faðir hennar er myrtur, af
leigumorðingja, með stál fyrir
nefbrodd, þar sem nefið á að
hafa verið bitið af. Leikur Lee
Marvin hann. Hún ákveður að fá
sér sinm eigin leigumorðingja og
nefnist hann Kid Shelleen, af-
lóga dryk'kjusvoli. sem ekki get-
ur haldið á byssu, nema að fá sér
sjúss fyrst. Tekur hann siig til og
fer að þjálfa til að geta hefnt
föður Cat Ballou. Klæðist síðan
upp, sem skopstæling á öllum
byssubófum, og fer meðal ann-
ars í lífs'tykki. Þessa hetju leikur
Lee Marvin einnig.
Myndin er samansett úr at-
vikum, sem tengd eru saman með
söng tveggja farandsöngvara,
Stubby Kaye og hins óviðjafn-
anlega Nat King Cole, sem nú
er nýlátinm. Stjórnandi myndar-
innar er Elliot Siverstein og
tekst honum að halda myndinni*
á jaðri brálæðis, en réttu megin
við jaðarinn, þannig að hún
verður fyndin. Jane Fonda leik-
ur þairna betur en ég hef séð
hana gera til þessa og er ótrú-
lega skemmtileg, þegar hún
stjórnar lestarráni, sem eins og
annað er skopstæliing á lestarrán-
um í öllum öðrum myndum.
Myndin er öll skopstæling og
farsi og miög vel heppnuð.
Auglýsing um nómsstyrk
íslandsdeild Norræna búvísindafélagsins (NJF) mun
árið 1969 veita íslenzkum búvísindamanni styrk til
náms og kynnisdvaiar á einhverju hinna Norður-
landanna. Styrkurinn nemur 30.000.00 íslenzkum
krónum. Umsóknir óskast sendar til íslandsdeildar
NJF, pósthólf 390, fyrir 10. nóv. n.k.
STJÓRNIN.
Vicerov Filter.
I fararbroddi.