Morgunblaðið - 11.10.1968, Síða 22

Morgunblaðið - 11.10.1968, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1968 Steinunn Thordarson -Minning Fædd 20. júli 1866 Dáin 6. október 1968 ÞAÐ kemur engum á óvart að írétta andlát háaldraða fólks, og svo var um okkur vini Stein- unnar Thordarson, sem var á 103. aldursári er hún lézt að morgni þess 6. þ.m., og mun hafa verið næstelzta kona á íslandi. Hún fæddist að Gemlufalli í Dýrafirði þann 20. júlí 1866, sama árið og ísafjörður hlaut kaup'staðarréttindi, en það átti fyrir henni að liggja að lifa sín beztu ár á ísafirði og vera í hópi þess fólks, sem hvað mestan svip setti á bæinn á því tíma- bili. Foreldrar Steinunnar voru hjónin Guðmundur Nathahaels- son og Guðrún Egilsdóttir, bæði Dýrfirðingar. Á 9. aldursári flutti Steinunn með foreldrum sínum til ísa- fjarðar. Naut hún á barnsaldri skólagöngu á fyrstu starfsárum hins nýstofnaða barnaskóla á ísafirði og þarf ekki að efa að sú fræðsla er hún þar fékk hafi fallið í frjóan jarðveg, því að Steinunn var prýðisgreind og minnið traust þar til há elli bug- aði sálarkraftana. Unglingur að aldri fór Stein- unn til systur sinnar að Svalvog- um í Dýrafirði. >ar vestra kynnt- ist hún Finni Thordarson, starfs- manni við Gramsverzlun á Þing- eyri. Gengu þau í hjónaband 1888 og bjuggu á Þingeyri þar til 1894 að Finnur réðist til frænda síns, Péturs Thorsteins- son á Bíldudal, en þeir Finnur voru bræðrasynir. Eftir tæpra 2ja ára dvöl þar fluttust þau til ísafjarðar, en þá keypti Finnur brauðgerðina af ekkju Þorsteins Thorsteinsson bakara, og rak Konan min, Jóna Thors, lézt miðvikudaginn 9. október. Richard Thors. Mó'ðir okkar, Steinunn Thordarson frá ísafirði, lézt að morgni 6. október. Jarðsett verður frá Dómkirkj- unni föstudaginn 11. október kl. 2 e.h. Börnin. Konan mín, móðir og tengda- móðir, Magnea Stefánsdóttir Kambsveg 13, lézt í Landsspítalanum 8. októ ber sl. Jarðarförin ákveðin þriðjudaginn 15. október nk. frá Fossvogskirkju kl. 1,30 síðdegis. Fyrir hönd aðstandenda. Björgvin Guðnason, Sesseija Sveinsdóttir, Ingólfur Gunnlaugsson. hann síðan brauðgerð og verzl- un í mörg ár. Þeim Finni og Steinunni vegn- aði -vel á ísafirði og komust í góð efni á þeirra tíma mæli- kvarða. Finnur byggði sér verzl- uryir- og íbúðarhús, sem var tal- ið ein veglegasta bygging á Vestfjörðum og sönn bæjar- prýði. Hann var bæjarfulltrúi um hríð, gæzlustjóri Lands- bankaútbúsins og sænskur konsúll. Heimili þeirra hjóna var með miklum myndarbrag, og oft sátu þar margir við matborðið. Foreldrar Steinunnar munu hafa búið við sáralítil efni, en hún bar þess vissulega engin merki að hafa alizt upp við kröpp kjör. Hún var kona sem sómdi sér hvar sem var, skemmtileg í við- ræðum og lét það vel að taka móti gestum og að gleðjast í góð um vinahópi. Hún var afbragðs húsmóðir, stjórnsöm og féll sjaldan verk úr hendi. Minnist ég þess varla að hafa séð hana svo heima fyrir að ekki sæti hún við handavinnu, og þeim sið hélt hún langt fram á tíræðisald- ur. Það sem einkenndi Stein- unni Thordarson öðru fremur var skapfesta og viljaþrek. Frá- bitin var hún sýndarmennsku og tilfinningasemi, en enginn var svikinn á vináttu hennar. Steinunn og Finnur fluttu frá ísafirði hingað til Reykjavíknr 1927, og átti hún hér heimili síð- an, en Finnur andaðist skömmu eftir komuna suður. Þau rösk- lega 40 ára' ævinnar, sem Stein- unn bjó hér syðra, var hugurinn tíðum vestur á ísafirði. Hún eignaðist hér fáa vini, en það mun hafa veitt henni hvað mesta ánægju að hitta gömlu vinina að vestan og rifja upp minningar frá ísafjarðarárunum. Þeim Steinunni og Finni varð fjögurra barna auðið, sem öll eru á lífi, en þau eru: Soffía, fyrr um símritari, búsett í Reykjavík, Ása, gift Jóni Grímssyni á ísa- firði, Gyða, gift Eiríki Stephen- sen og Gunnar, kvæntur Jónas- ínu Krrstjánsdóttur, bæði búsett í Reykjavík. Þá ólst upp á heim- ili Finns og Steinunnar Jóhanna Guðmundsdóttir, sem nú er lát- Jarðarför, Ásmundar Jóhannssonar Kverná, sem andaðist 7. þ.m. á Sjúkra- húsinu Stykkishólmi, fer fram frá Setbergskirkju laugardag- inn 12. þ.m. kl. 2. Húskveðja fer fram frá heimili hins látna kl. 1.30 sama dag. Börn og tengdabörn. Þökkum auðsýnda samúð vegna andláts og jarðarfarar, Kristínar J. Dahlstedt. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks Elliheimilisins Grund. Fyrir hönd aðstandenda. Kristín Haraldsdóttir. Innilega þökkum við öllum þeir er sýndu okkur samúð við andlát og jarðarför móður, tengdamóður og ömmu okkar, Ingveldar Pálsdóttur Skólavörðustíg 13a. Hörður Jónsson, Krlstín Tryggvadóttir og börn. in, en hún giftist Steini Ólafs- syni bakara á Þingeyri. Steinunn og Finnur Thordar- son voru í hópi nánustu vina foreldra minna á ísafirði en flest er það fólk nú horfið af þessum heimi. Þegar nú er kvödd þessi gamla vinkona móður minnar væri það raunar óeðlilegt að votta ástvinum hennar sam- hryggð, því að hún var síðustu árin farin að líkams- og sálar- kröftum, líf hennar aðeins orðið skuggi þess sem áður var, og hún þráði það eitt að fá hvíld eftir langan ævidag. Sú líkn hefur henni nú hlotnazt. Bles'suð veri minning hennar. Auður Auðuns. KÆRA tengdamóðir. Þegar þú nú í dag verður til moldar borin, til þess að hvíla þar við hlið þíns ástríka eiginmanms, reikar hug- urinn aftur í tímann, þegar þú í blóma lífsins stóðst fyrif þínu fjölmenna og umfangsmikla heimili hér á ísafirði. Til þess þurfti mikla stjórnsemi og fyrir- hyggju, en þeim eiginleikum varst þú gædd í svo ríkum mæli. Það var alltaf mikil reisn yfir hinu gestrisna og gestmarga heimili ykkar hjóna, heimilinu sem þú bjóst manni þínum og börnum og sem bar ljósan vott um mikinn persónuleik húsmóð- urinnar. Þrátt fyrir miklar annir dags- ins, oft og tíðum, gafst þú þér samt ávallt tíma til þess að sinna hugðarefnum þínum, fyrst og fremst góðgerðasemi þinni og síð an hannyrðum, sem þú stundaðir af mikilli snilld allt fram á síð- asta tug ævinnar. Þú varst ein af þeim ágætis konum ísafjarð- ar, sem stofnuðu kvennfélagið Ósk, sem þekkt er fyrir mikið og hVHaríkt góðgerðastarf fram á þennan dag, og þar varS% þú að vonum góður liðsmaður. Góðgerðastarf þitt heima fyrir gekkstu hægt um dyr með, nema þá um eldhúsdyrnar, því ótaldir eru allir þeir málsverðir, sem þú daglega og árum saman lézt bakdyrakostgöngurum þín- um í té; fátæklingunum sem þú sást aumur á. Þeir eru nú allir horfnir fyrir löngu, en þakklæti þeirra áttirðu meðan þeim ent- ist aldur. Sjálfur stend ég í mikilli skuld við þig, kæra tengdamóðir, fyrir alla ást þína og umhyggju í minn garð og heimilis okkar hjóna frá því fyrsta. Fyrst og fremst fyrir það, er þú gafst mér dóttur þína, unga og elskulega, sem fylgdi mér að altarinu hér í ísafjarðarkirkju fyrir rúmum 54 árum og hefir staðið við hlið mér síðan í blíðu og stríðu. Börnin okkar sjö og þau af okkar 26 barnabörnum, sem muna eftir langömmu sinni, Börnum mínum, tengdabörn- um, barnabörnum, skyldfólki, venzlafólki, vir^nufélögum og öðrum kunningjum fseri ég mínar beztu þakkir fyrir heim sóknir, gjafir og heillaóskir á 70 ára afmæli mínu 6. okt. sl. Guð blessi ykkur öll. Guðjón Klemenzson Vesturbraut 7, Keflavík. kveðja þig með hjartans innilegu þakklæti fyrir alla ást þína og umhyggju fyrr og síðar. Nú ertu, kæra tengdamóðir, horfin til æðri og betri heim- kynna, eftir meira en heillar aldar hérvist, og biðjum við, dóttir þín og ég, góðan guð um að gefa þér góða heimkomu í þín nýju heimkynni, eins góða og þú verðskuldar fyrir ævistarf þitt. Vertu sæl og guði falin. Þú varst góð kona með stórt hjarta í þess orðs beztu merkingu. Guð blessi minningu þína. Jón Grimsson. Guðmundur Þorkels- son — Utfararkveðja NU er góður drengur genginn og um aldur fram, en það tók skjótt af og það er álltaf nokkur rauna- bóta, þegar hraustir menn, sem aldrei hafa kennt sér meins falla með skjótum hætti-. Það eru aðeins nokkrar vikur síðan ég hitti Guðmund Þorkels- son, hraustan, sprækan og kátan að venju á leið til skips og nú er hann allur og minn heimur og allra sem þekktu hann um leið nokkru fátækari en áður. Þegar kunningjar deyja, jafnvel þó að maður sjái þá sjaldan, hverfur með þeim hluti úr lífi manns sjálfs. Guðmundur Þorkelsson fædd- ist 20. október 1906 í Hafnarfirði. Hann var sonur hjónanna Þórkels Guðmundssonar frá Velli í Gaul- verjabæ (af Bergsætt) ag Guð- rúnar Einarsdóttur frá Kaldbak á Rangárvöllum. Þorkell fórst með kútter Geir, þá rúmlega tví- tugur og lét eftir sig fjögur börn í ómegð. Guðmundur var tekinn í fóstur af Guðrúnu Arnórsdóttur og Guð mundi Snorrasyni, verkamanni í Hafnarfirði. Um fermingarald- ur missti Guðmundur þessa fóst- urforeldra sína með skömmu millibili og var eftir það sjálfs sin, en í lausamennsku unglings- áranna eða fram að því að hann kvæntist, átti hann lengi sama stað góðan hjá hjónunum Mar- gréti Þórðardóttur og Sigurbirni Sigurðssyni að Laugavegi 58. Hann vildi að þessara hjóna væri getið, ef sín væri minnst. Guðmundur kvæntist 1930 eft- irlifandi konu sinni, Ingigerði Jónsdóttur, og áttu þau hjón tvær dætur, sem báðar komust á legg og eru nú vel giftar á Vest- fjörðum. Sjómennskan var ævistarf Guð mundar frá því hann fór að geta tekið til hendi og til dauðadags. Um 30 ára skeið var hann mat- sveinn lengst af á togurum. Ég kynntist honum á Skutli á stríðs árunum. Hann var 1,2 ár á Karls- efni og nú síðustu sjö árin á hvalbáti. Hann var afbragðsmað- ur í starfi. Það hæfir ekki, að ég fari að fjasa neitt um mann, se.m var jafnlaus fjas, víl eða vol og Guð- mundur var, en það er nú svona að okkur langar til að gefa látn- um vinum okkar nokkurs konar einkunn, þegar þeir eru allir. Guðmundur Þorkelsson var einstakur öðlingur. Hann var svo góður í sér og greiðasamur, að ég þekki slíks fá eða eng- in dæmi. Góðleikinn lá eins og gildur og rauður megin- þráður í öllum æviferli hans og mótaði framkomu hans og við- skipti við náungann bæði um borð og í landi, svo rækilega að ég veit ekki til að hann hafi átt sér nokkurn óvildarmann um ævina. Það saknar einhver vinar í stað nú, svo mörgum hrjáðum meðbróður, sem Guðmundur var búinn að rétta hjálparhendi á förnum vegi. Tryggð hans við gamlan skipsfélaga, einan á báti, Þorstein Guðbrandsson, sem nú hefur misst mikið í ellinni, er nærtækt og glöggt dæmi um manninn, sem farinn er. Góðkiki Guðmundar var hon- um náttúrlegur og ekki það, sem hann hafði tileinkað sér fyrir trú eða skoðun. Greiðasemi hans og hjálpsemi var því algerlega laus við eftirtölur eða tilætlunar- semi. Yfirbragð mannsins bar innrætinu vitni. Guðmundur hafði sérlega falleg og björt blá augu, og þau voru svo hrein að það var glöggt að veraldarvolk- ið naði ekki til að setja mark sitt á sálu þessa manns. „Dáottinn sjálfur stóð á ströndu“, og tók á móti Stjána bláa. Ég trúi ekki öðru en hann hafi tölt niður í vörina að taka á móti barni sínu, Guðmundi Þor- kelssyni, þegar hann kom af hafi og lenti eftir -útivistina hér í heimi. Ég held ég mæli fyrir munn allra félaga Guðmundar, frá því fyrsta til þess síðasta. þegar ég segi, að hún verður okk Framhald á bls. 10 Innilegar þakkir til vina og vandamanna fyrir heilla- skeyti, veglegar gjafir og annan sóma er mér var sýndur á sjötugsafmæli mínu 30 sept. — Lifið heiL Kjartán Magnússon, Eyrarvegi 12, Selfossi. Mínar innilegustu þakkir færi ég öllum þeim sem glöddu mig á 70 ára afmæli mínu 2. október sl., með heimsóknum, blómum, gjöfum, símskeytum og símtölum. Guð blessi ykkur öll. Ingigerður Einarsdóttir Langholtsvegi 206. Hjartans þakkir til bama minna, tengdabama, bama- bama, vina og vandamanna og allra sem heiðruðu mig með heimsóknum, skeytum, blómum og góðum gjöfum og gerðu mér 65 ára afmælisdag- inn ógleymanlegan á einn og annan hátt. Þórður Andrésson frá Þórisstöðum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.