Morgunblaðið - 11.10.1968, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. OKTÖBER 1968
unum sínum og nú tók hún of-
an barðastóra hattinn um leið
og hún settist niður og var feg-
in að geta það. Oliver kom og
settist við hliðina á henni. —
Hefurðu engin sólgleraugu, Jill?
spurði hann.
— Jú, ég er með þau í vas-
anum.
— Settu þau þá upp um leið
og þú ferð, ráðlagði hann henni.
— Það er ekkert vit í að leggja
sér til hvínandi höfuðverk um
það leyti sem við komum í tjaíd
staðinn. Komdu hingað til okk-
ar, Sandra! Og þú líka, Gra-
ham!
Nú var þetta orðið alveg eins
og verið hafði í flugvélinni. San
dra og Oliver skröfuðu og hlógu
saman, meðan þau neyttu fisks-
ins síns og dýfðu bitum af ó-
sýrðu brauði í súrmjólkurskálar.
Graham var næstum alveg þög-
ull, skuggalegur yfirtitum og fá
skiptinn, alveg eins og þegar
Jill hitti hann fyrst. Sjálf át
hún og drákk rólega og talaði
ekki nema á hana væri yrt, enda
var hún fegin þegar brottfara-
tíminn var kominn.
Hún gekk burt fyrst og tin-
aði með augunum í sólskininu,
dró hattinn niður og þreifaði eft
ir gleraugunum. Hún hrökk við
er hún heyrði Graham segja við
hana: — Hefurðu séð fyrir öllu,
Jill. Láttu mig vita, ef þig vant
ar eitthvað.
— Það skal ég gera, þakka
þér fyrir.
Hann hikaði andartak. En síð
an sagði hann hálfvandræða-
lega: — Það virðist sem við höf
um ekki skrafað mikið saman
uppá síðkastið. En vitanlega hef
ur ekki verið rríikið tækifæri ti'l
þess.
— Já, við höfum haft mikið
að gera, sagði Jill, blátt áfram.
Svo beið hún eftir því, sem næst
kæmi. Graham hleypti brúnum
og hélt áfram: — Ég hef haft
margt um að hugsa, Jill. Þú
mátt ekki halda, að ég sé búinn
að gíeyma þér.
Hún horfði varlega á hann
undan stóra hattbarðinu.
Hverju gat hún svarað þessu?
Hjarta hennar leitaði ósjálf-
rátt til hans, en bæði sómatit-
finning hennar og greind, komu
henni til að stilla sig. Henni datt
í hug, að ekki hefði hann nú
munað mikið eftir henni, þegar
hann tók Söndru svona innilega
í fang sér. En meðan hún var að
athuga á honum andlitið, kom á
það eitt þessara sjaldgæfu brosa
hans. — Það verður nægilegur
tími til þess, þegar við erum
búin að koma okkur fyrir i tjald
búðunum, sagði hann. — Þá
getum við loksins hitzt aftur.
Jill svaraði þessu engu. Hún
ákvað með sér, að tækifærið
mundi ekki berja að dyrum hjá
Graham, ef hún mætti nokkru
ráða. Hún lagði nú af stað að
bítnum aftur og meðan hún var
að staulast yfir óslétta jörðina,
náði Sandra í hana.
— Nú sé ég hversvegna við
þurfum að vera í þessum and-
styggðar skóm, sagði Sandra.
Það er þegar orðið ós'létt
undir fótinn. Og bráðum þurfum
við víst að fara allt á úlföldum,
ef við þurfum nokkuð að hreifa
okkur.
Jill var það Ijóst, að Sandra
sagði þetta aðeins til þess að
segja eitthvað. — Já, það þurf-
um við víst.
Ég vona bara, að þessar
dkepnur reynist vingjarrOegri
þær líta út fyrir að vera. Hvern-
ig þeir geta fýlt grön! Sandra
gerði ofurKtla þögn. — Þið Gra-
ham virtust ekki hafa margt við
hvort annað að segja við matinn.
— Ekkiþað?
— Nei, ekki og aftur ekki,
góða mín. Og hversvegna? Þú
ert hvort sem er ekki svo lítið
snortin af honum og hefur sagt
það sjálf.
Einhver reiðialda fór um Jill.
Hún fann, að hún hataði
Söndru, sem var svo sleip og
kæru’laus og eigingjörn, hvernig
sem á stóð.
Jill hleypti í sig kjarki. — Ég
hélt það einusinni. En mér hefur
snúizt hugur síðan.
— Er það? Það finnst mér
nokkuð snöggt.
— Kann að véra, sagði Jill.
— Sannast að segja tel ég
bezt að fara að ráðum ungfrú
Cater og hatda mig heldur frá
karlmönnunum hérna. Það verð-
ur helmingi auðveldara að
vinna með þeim hér, ef ekki
koma nein aukaatriði til greina.
— Nú gengur fram af mér,
Jil’l, sagði Sandra. — Þú ert
bara ekki manneskja, Jill Chad-
burn. En við skulum bara hafa
þetta skellt og fellt: Kærirðu þig
ekkert um hann Graham lengur?
— Einmitt. Hann er algjörtega
frjáls maður, hvað mig snertir.
Ég hef bara beinlínis engan
áhuga á honum lengur. Hann. . .
hún leitaði að orði og fann loks
það rétta frá Söndru sjálfri. . ..
hann er ekki mín manngerð,
raunverulega.
— Þú kærir þig með öðrum
orðum ekkert um hann, nauðaði
Sandra.
— Þú heyrði, hvað ég sagði.
— Já, ég heyrði það. En ég
vildi bara vera viss.
— Hversvegna?
— Ég vil gjarna vita afstöðu
þína til eins og annars. Við erum
að minnsta kosti vinstúlkur. Og
höldum saman, hvernig sem velt-
ist. Og nú erum við meira að
segja á teið út í eyðhnörkina,
hlið við hlið.
— Þarftu bara alltaf að vera
svona hátíðleg? Það er dálítið
þreytandi í svona hita.
— Afsakaðu, góða. Ég er nú
bara svona. En þetta er mikið
ævintýri, verðurðu að játa.
Fyrir einum mánuði vorum við
að þræla í gömlu, skítugu Lond-
on, og vissum ekki, að Graham
og Oliver væru til. Mér finnst
sjálfri lífið vera ævintýralegt.
Hún fékk ekki að heyra skoð-
un Jitls á málinu, því að í þessu
bili kallaði Enid Cater á han£i,
he'ldur betur valdsmannlega:
— Fljótar nú, James ,Ég er að
leggja af stað.
Jill klifraði upp í bílinn og
settist innan um hrúgu af alls
konar böggtum. — Hér komum
við, Damaskus! Rasmid hló og
bíllinn þaut skröltandi af stað.
Um nokkra stund hristust þau
og skröltu eftir árbakkanum,
þangað ti’l áin greindist sundur í
sjö litlar ' kvíslar, sem runnu
milli húsagarða og mustera og
fagurra bygginga úr skínandi
marmara. — Þetta er Damaskus,
sagði Rasmid loksins. Þau ' óku
hægt gegn um borgina, og
Rasmid benti þeim á það merk-
asta, sem þar var að sjá: fallega
Azemtorgið, strætið, sem katlað
er „hið beina“ og þekkt er úr
biblíunni. og stóru moskuna með
hinum furðulegu steinmyndum
sínum og bænaturnum. Loksins
komust þau út aftur, gegn um
bogagöng. — Þetta er hliðið, sem
lestirnar fara um, sagði Rasmid,
— eins og þær hafa gert í þús-
undir ára. Þetta er leiðin til
Persíu. En nú beygjum við,
vegna þess, að nú förum við inn
á landareign Abduls Hannain,
sem mun bíða okkar og bjóða
okkur velkomin.
Iðnaðarhúsnæði óshast
250 — 350 fermetra iðnaðarhúsnæði óskast til leigu.
Verzlunar- eða útstillingarmöguleiki æskilegur.
Upplýsingar í síma 1 66 88, kl. 9 — 17.
lAtid ASIS tjósmynda. yftur
FERMINGARMYNDIR
ANDLITSMYNDIR
BARNA&
FJÖLSKYLDUMYNDIR
Aherda Wgð á vandaða vinnu
laugœoegilS símil7707
— Einn antík-kínverskur blómavasi 80,000 krónur — og var það
fleira sem þér hafið áhuga á?
Jill vissi, að þarna ætlaði leið-
angurinn að halda kyrru fyrir í
tvo daga og útvega sér það
síðasta af nauðsynjavörum, áður
en farið væri tit aðalstöðvarinn-
ar í eyðimerkurjaðrinum.
Þessi „landareign" reyndist
vera langt hús með flötu þaki
með garði öðrumegin en pálmum
og runnum fyrir handan, sem
veittu mikinn skugga. Sú hliðin
sneri út að troðningi, sem kall-
aður var vegurinn, þar sem
sandurinn og grjótið hafði verið
troðið öldum saman. Lestin varð
að bíða eftir að komast inn í
húsagarðinn, af því að heil lest
úlfalda var að koma sér fram-
hjá, hægt og virðulega.
Abdul Hassain var gjldur mið-
aldra maður, sem talaði ensku
til fullnustu og átti að verða
leiðsögumaður þeirra út í eyði-
mörkina. Þarna var líka
embættismaður frá Sýrlands-
stjórn. — Hann á að gæta þess,
að við stelum ekki neinu, sagði
Davíð brosandi. Þarna var líka
ungur grískur fornfræðingur, að
nafni Stephan Livanos, sem
dróst að Söndru eins og fluga
að ljósi. Því að jafnvel í galla-
buxum og rykug upp fyrir haus,
gat Sandra enn gengið í augun
á hinu kyninu.
Jill var kynnt lækni fararinn-
ar, og sá Oliver um það. — Ég
hélt, að þú yrðir látin duga,
sagði hún, en hann hristi
höfuðið.
— Nei, ég er enginn kunn-
áttumaður í hitabeltissjúkdóm-
um, og auk þess er ég nú í fríi.
Bara áhuga-grafari í tvo mán-
uði. Christie læknir verður reiðu
búinn, ef eitthvað gengur að þér
Jilt.
Læknirinn var frá Norður-
Englandi, snöggur uppá lagið og
snar í snúningum. Hann leit á
Jill og sagði: — Þér virðist vera
mjög ung, en hafið sennilega vit
fyrir yður samt. Ég á að hafa
vit fyrir yður við eldamennsk-
una, skiljið þér. Og ég er með
heila runu af varúðarreglum,
sem þér verðið að fara eftir. En
það tölum við betur um seinna.
„Vit fyrir yður!“ Svo að það
var þá einkunnin, sem hún fékk.
Jill fór inn í titla herbergið,
sem þær Sandra höfðu í félagi,
II. OKTÓBER.
Hrúturinn 21. marz — 19. apríl
Þér tekst vel upp í dag, hvort sem um er að ræða sölumennsku
eða að fá aðra á þitt\band. Góður dagur til ferðalaga. Notaðu
kvöldið til að kiina þér vel.
Nautið 20. apríl — 20. maí
Hyggðu að hjáiparmönnum. Þér mun verða ýmislegt ljóst, sem
þú hafðir enga hugmynd um. Hafðu samband við minnst einn
sérfróðan mann í dag. Það mun koma að gagni síðar.
Tvíburarnir 21. maí — 20. júní
Fáðu þér til lijálpar fólk, sem hefur talsvert ahrifavald. Farðu
síðan yfir framgang málanna, og sinntu svo heimilinu.
Krabbinn 21. júni — 22. júlí
Þú finnur, að sumir eru tregir til samninga í dag. Lagaðu þig
þá eftir því. Gerðu/einhverjar ráðstafanir í sambandi við velferð-
ar eða góðgerðafélög.
Ljónið 23. júlí — 22. ágúst
Reyndu að ná saman öllum þeim, sem mega þér að gagni verða.
Ef þú þarft að eiga einhver viðskipti við stjórnarvöldin, þá
gerðu það strax. >
Meyjan 23. ágúst — 22. sept.
Hjálp berst hvaðanæfa að. Veldu snarlega, það, sem mestu máli
skiptir, og fleygðu þér svo út 1 hörku vinnii.
Vogin 23. sept. — 22. okt.
Þú ert værukær, en þú skalt samt drífa þig að gera eitthvað,
þýðingarmikið. Komdu skoðunum þínum á framfæri.
Sporðdrekinn 23. okt. — 21. nóv.
Nú er tíminn til að innheimta skuldir. Ef þú tekur þátt í stjórn-
málum, verður þetta góður dagur.
Bogmaðurinn 22. nóv. — 21. des.
Hópvinna gefst vel, svo að þú skalt safna saman fólki, og allir
munu hafa sitt að leggja til málanna. Fyrst skaltu íhuga, hve
mikið þér hefur orðið ágengt, síðan skaltu safna fólki saman og
skipuleggja með því áframhald.
Steingeitln 22. dcs. — 19. jan-
Heilsan þarfnast mikillar athugunar í dag. Hvað sem þú tekur
þér fyrir hendu', verður athugað af þeim, sem venjulega sjá ekki
til þín. Þú skalt vinna af ástundvm og elju.
Vatnsberinn 20. Jan. — 18. febr.
Ef þú heldur þ-g við undirstöðuna, verður þér töluvert ágengt.
Ef þú hlustar vel, geturðu orðið margs vísari, sem kann að
koma sér vel í iramtíðinni.
Fiskarnir 19. febr. — 20. marz
Reyndu að laga ástandið heima fyrir. Það er fleira en fasteignir
sem máli skiptlr Reyndu að fd fólk, sem einhverju ræður í kring-
um þig til að fallast á mál þitt og styrkja þig.