Morgunblaðið - 11.10.1968, Side 32

Morgunblaðið - 11.10.1968, Side 32
Óbreytt hlutdeild Fl í Færeyjaflugi EINN framkvæmdastjóra SAS Johannes Nielsen hefur neit- að frétt, sem birtist í Mbl. sl. laugardag, og höfð var eftir Arge, fréttaritara blaðsins í Þórshöfn, um það að SAS hafi boðið Flugsambandi Færeyja hluta Flugfélags Is- lands í Færeyjafluginu, en þær upplýsingar komu fram á aðalfundi Flugsambands- ins. Kom þetta fram í fær- eyska útvarpinu í gær, en þar var viðtal við Nielsen. Samkvæmt upplýsingum Arge fréttaritara Mbl. í Fær- eyjum sagði Nielsen að slíkt tilboð hefði aldrei komið fram, þar eð SAS hefði ekki getað hafið beina samninga um málið á meðan lands- stjóm Færeyja hefði ekki til- kynnt SAS hvaða aðilar hefðu umboð til að semja fyr ir landsstjórnina og Flugsam bandið. „Tilboð þessi hafa hins vegar alls ekki verið borið fram“, sagði Nielsen, „og við höfum samning við Flugfélagið um samvinnu í Færeyjafluginu til 1. apríl 1971“. Ólafsvíkurbátar sigla utan ÓLAFSVÍK. 10. öktóber. — Bát- ar hafa ekkert róið frá Ólafsvík síðan um helgi, vegna þrálátrar norðanáttar. Einn bátur er nú tilbúinn að hefja síldveiðar hér sunnanlands strax og veður leyf- ir og munu sennilega fleiri bátar byrja síldveiðar héðan, ef sýnt þykir að um eitthvert magn síld- ar verður um að ræða. Tveir bátar eru nú í söluferð- um með fisk á erlendan markað og hefur annar þeirra Lárus Sveinsson þegar selt í Grimsby og fékk hann gott verð fyrir afla sinn. Var hann með um .36 tonn, sem hann seldi fyrir 6089 sterlingspund eða að jafnaði 23 krónur á hvert kg, en mikill hluti aflans var flatfiskur. Hinn báturinn Jón á Stapa, fór héðan í gær til Englands. Bæði frystihúsin, sem tekið hafa á móti fiski til vinnslu í sumar og haúst eru nú starf- rækt, en annað þeirra, Kirkju- sandur htf, var lokað fyr- ir nokkru, vegna vangoldinna vinnulauna og annarra fjárhags- örðugleika. Nú hefur eitthvað 'raknað úr þessu og var húsið opnað á ný fyrir skömmu. — Hinrik. „Dögun“ seldist á 110 þúsund kr. ,,Dögun" seldist á 110 þús. kr. — Hœsta verð sem um getur á listaverkauppboði hérlendis 51 hús rifið á árinu — Gömlu húsin í Kvosinni týna tölunni AFSTEYPA af höggmynd Einars Jónssonar, „Dögun“, seldist fyrir 110 þúsund krónur á uppboði Sigurðar Benediktssonar á Hótel Sögu í gær. Mun það vera hæsta verð sem listaverk hefur selzt á uppboði hérlendis. Fyrsta boð sem í höggmyndina kom hljóð- aðj upp á 50 þúsund krónur, en síffan hækkuðu boðin jafnan um 5 þúsund krónur unz myndin var seld Emi Johnson fyrir 110 þús. kr. Stóra Kjarvalsmálverkið, „Álfa björg“, seldist á 72 þúsund kr„ en yfirleitt fóru minni Kjarvals- málverkin á 8—10 þúsund kr. Málverkin tvö eftir Ásgrím Jónsson, Úr Húsafellsskógi og Frá Bildudal seldust á 40 og 43 þúsund krónur. Málverk Jóns Stefánssonar: Hestar j sumar- haga seldist á 40 þúsund krónur, og málverk Kristínar Jónsdóttur, „Nature morte“ og Við Njarðar- götu seldust á 20 þúsund krónur hvort. Slökkviliðið enn nð Þdrustöðum EKKERT hefur komið fram, sem skýrt getur óyggjandi elds- upptök á Þórustöðum í Ölfusi í fyrnadag, en þar bnann fjós og hlaða, á þriðja hundrað svín köfnuðu og bóndinn varð fyrir stórfelldu tjóni. Slökkviliðið var enn á staðnum síðdegis í gær. Rannsókn málsins heldur áfram. Erfitt var um vik, vegna roks og var ekki unnt að bylta heyj- um af þeim sökum. f gær var hins vegar lygnara, en segja má að allt hafi brunnið sem brunn ið gat. í gær voru trygginga- menn að kanna tjónið. FRÚ Elísabet • Friðriksdóttir, ekkja Jóns Betúelssonar, skó- smiðs hefur gefið Hinu íslenzka biblíufélagi húseignina Bræðra- borgarstíg 34 í Reykjavik. Hér er um veglega gjöf að ræða, en þau hjón höfðu ákveðið þetta áðúr en Jón lézt fyrir um það bil tvemur árum. Ekki muai afráðið, hvenær Bibliufélagið flytzt í húsið, en aðsetur þess í tuirni Hallgirims- kirkju, er e<nn fullnægjamdi félaigitnu. ÞJÓFURINN, sem stal sprengi- efninu í Kópavogi og brauzt skömmu síðar inn í Ingólfs Apótek og stal þaðan miklu magni af taugaróandi töflum, hefur nú játað á sig- átta innbrot til viðbótar. í flestum þessara innbrota hafði hann lítið sem ekkert upp úr krafsinu, en í eitt skiptið komst hann yfir 10 þús. krónur VERIÐ er að*rífa gamalt hús í Gr jótaþorpi — Mjóstræti 8, en húsið hefur verið eign Reykja- víkurborgar í nokkur ár. Hefur borgin leigt það út til íbúðar. Hús þetta hverfur vegna affal- skipulags borgarinnar, en sam- kvæmt því á Suðurgata að liggja um Grjótaþorp eins og kunnugt er. Samkvæmt upplýsingum Pét- urs Hannessonar hjá borgarverk fræðingi, verða fleiri hús rifin í Fundum 30. Iðnþings íslend- inga var haldið áfram í Félags- heimilinu Stapa í Ytri-Njarðvík í dag. í morgun voru tekin fyrir álit nefnda .Álit allsherjarnefndar um erindi Félags réttingamanna um að bifreiðaréttingar verði gerðar að sérstakri löggiltri iðn grein var samþykkt samhljóða eftir miklar umræður, en alls- herjarnefnd lagði eindregið gegn því að erindi félagsins yrði 3am þykkt, enda tilheyra bifreiða- réttingar nú þegar tveim iðn- greinum, bifreiðasmíði og bif- vélavirkjun. Síðdegis var rætt um skipu- lagsmál landssambandsins og var því máli vísað aftur til nefndar og annarrar umræðu. í peningum. Svo sem Morgunblaðið hefur skýrt frá, er aðeins litill hluti töflumagns þess, sem stolið var úr Ingólfs Apóteki, kominn í leit irnar. Þjófurinn ber því við, að hann hafi grafið þýfið L malar- bing fyrir utan hús sitt, en þrátt fyrir leit þar hefur ekkert frek- ara fundizt. Grjótaþorpi á næstunni. Tölu- verðar tilfæringar þurfti til að geta rifið húsið. Þurfti m.a. að flytja háspennulínu, svo að unnt væri að koma að kranabíl. Það sem af er árinu hefur 51 hús verið rifið á vegum Reykja- víkurborgar á árinu. Að vísu er ekki alltaf um að ræða íbúðar- hús, en mikil hús engu að síður. Niðurrif húsanna eru vegna skipulags. Þá var tekið fyrir álit fjármála- nefndar og gerðar ályktanir um Iðnaðarbanka fslands h.f. ,Iðn- lánasjóð, endurkaup framleiðslu víxla, iðnfyrirtækja og innflutn ings- og tollamál iðnaðarins. Enn fremur beindi iðnþingið þeim til Framhald á bls. 31 Þrengingar hjá kaupfélaginu i Ólafsvik ÓLAFSVÍK, 10. október. — Laugardaginn 5. október sl. fór fram uppboð á vörulager í þrota- búi Kaupfélags Snæfellinga, Ól- afsvik. Var lagerinn boðinn upp í einu lagi að beiðni Sambands- ins og fór uppboðið þannig fram. Tveir aðilar buðu í góssið, Sam- bandið og Hjörtur Guðmundsson, Ólafsvík. Lagerinn var sleginn Sambandinu á kr. 810 þúsund, en var talinn að verðmæti á útsöluverði um 2 milljónir. í gær miðvikudaginn 9. okt. var verzlunarhús Kaupfélagsins selt á uppboði og hreppti Sam- bandið það einnig. Var það sleg- ið því á krónur 2,2 milljónir. — Hinrik. Jntnði ó sig 8 innbrot Iðnþingi lýkur í dag

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.