Morgunblaðið - 16.10.1968, Side 8

Morgunblaðið - 16.10.1968, Side 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 196« Brýn nauösyn á víðtækri samstöðu um lausn vandans Er málefnagrundvöllur fyrir þjóðstjórn? Kafli úr rœðu Árna Crétars Finnssonar hrl. á fundi Stúdentafélags Reykjavíkur unnt sé a'ð ná víðtækri sam- stöðu um lausn vandans, og þar með eitt megin skilyrði þtess, að grundvöllur sé fyrir myndun þjóðstjórnar ,er það, að menn séu sammála um orsakir erfið- leikanna. En er því að heilsa, að svo sé. Við skulum athuga það örlítið nánar. Lengi framan af reyndi stjórn arandstaðan að nota sér þá erfið leika, sem verðfall og aflabrest- ur hafði í för með sér, til að sanna, að stjórnarstefnan hiefði verið röng. Erfitt hefur þó reynzt að finna samhengi þarna á milli, enda trauðla á valdi ís- lenzkrar ríkisstjórnar að hafa áhrif á fiskigengd í sjónum, né verðlag á erlendum mörkuðum. Með tímanum hefur mátt sjá þess augljós merki, að stjórnar- andstaðan hefur viðurkennt á einn og annan hátt þær ástæð- ur, sem til erfiðleikanna liggja. Ég nefni þá tiltölulega litiu and- stöðu, sem gengislækkunin fékk á sl. ári, viðhorf til lausnar á vinnudeilum á sl. vetri og nú síð ast nokkurn veginn þegjaadi samkomulag við álagningu 20% innflutningsgjaldsins í septem- ber sl. Ég vil því að öllu athug- uðu leyfa mér að halda því fram, að í raun hafi stjórnarflokkarn- ir og stjórnarandstaðan nokkuð svipaðar skoðanir á því, hverjar séu ástæður þeirra efnahagsörð- ugleika, sem íslendingar teiga við að glíma í dag. Það þarf hins vegar engan að undra, þó að stjórnarandstaðan reyni á einn eða annan hátt, að kenna hér fleiru um, og koma höggi á nú- verandi ríkisstjórn. En það breyt ir ekki því, að í raun hljóta flest ir að vera sammála um megin orsakir vandans. Hafi menn orðið sammála um orsakir vandans, eru þá líkur á, að unnt sé að ná víðtækri sam- stöðu um ieiðir til úrlausnar. Það verkefni, sem hér þarf fyrst og fremst að ná samstöðu um að leysa, er að tryggja rekst- ur okkar aðal útflutningsatvinnu vegar, sjávarútvegsins. Tfl þess að það megi verða þarf sjávar- útvegurinn annað hvort að fá mun meira fyrir sinn afla eða færa þarf niður allt verðlag og kaupgjald í landinu. Síðari leið- in hefur veðrið marg rædd og eng inn treyst sér til að framkvæma hana að neinu marki, svo ég skal ekki fara nánar út í að ræða hana hér. Sú leið ,að sjávarút- vegurinn fái meira fyrir’ sína framleiðslu er framkvæmanleg á tvennan hátt, eins og nú standa sakir, annars vegar með beinni lækkun á gengi íslenzku krónunnar miðað við gjaldmið- il annarra landa og hins vegar með því a, ríkissjóðuir afli tekna með auknum álögum í einu eða öðru formi, og verji síðan því fé, sem þannig kemur inn, til sjávarútvegsins. f dag- legu tali er síðari leiðin nefnd styrkir tfl sj ávarútvegsins, en Á FUNDI Stúdentafélags Reykjavíkur sl. fimmtudag, flutti Árni Grétar Finnsson, hrl. og bæjarfulltrúi í Hafn- arfirði, ræðu, þar sem hann fjallaði m.a. um leiðir til að ná víðtækri þjóðarsamstöðu um lausn efnahagsmálanna og möguleika á þjóðstjórn. I upphafi ræðu sinnar gerði Árni Grétar Finnsson grein fyrir þeirri þróun mála í utanríkisviðskiptum lands- ins og atvinnumálum, sem nú steðja að og ræddi síðan um leiðir til lausnar þessum vandaonálum og hugsanlega hreikkun stjórnarsamstarfs- ins. Fer hér á eftir sá kafli í ræðu Árna Grétars Finnsson- ar, sem fjallaði um þau mál: Þegar horfir sem nú, er ekki aðeins eðlilegt, heldur hrein þjóðarnauðsyn, að reynt sé að skapa sem víðtækasta samstöðu um lausn vandans. Að þessu hefur ríkisstjórnin þegar stefnt, með því að óska eftir viðræðum við stjórnarandstöðuflokkana um málið, og eru þær umræður þegar hafnar fyrir nokkru, svo sem öllum er kunnugt. Enda þétt ekki hafi mikið heyrzt frá þessum umræðum, enn sem kom ið er, þá er það þó ljóst, að rík- iastjórnin vill með þessu, í fyrsta lagi, gera stjórnarandstöðunni v «em gieggsta grein fyrir því, hvernig málin standa, í öðru lagi hlýða á það, hvort stjórnarand- staðan býr yfir einhverjum raun hæfum tiillögum til úrlausnar og 1 þriðja lagi, freista þess að ná á grundvelli gagnaisöfnunar og ítarlegra umræðna, sem viðtæk- astri samstöðu um úrræði til lausnar vandanum. Samfara þessum umræðum hafa svo ýmsir velt því fyrir sér, hvort framundan væru breyting ar á ríkisstjórn og stjórnarsam- Btarfi. Til hvers leiða þessar um- ræður og hvernig verður vand- inn leystur. Vlerður mynduð þjóðstjórn með þátttöku allra stjórnmálaflokka? Verður stjórn arsamstarfið breikkað og tfl dæmis Framsóknarflokkurinn Ifekinn inn í ríkisstjórn eða hluti Alþýðubandalagsins? Heldur stjómarsamvinnan áfram óíbreytt eða verða ef til viill nýj- ar alþingiiskosningar? Þetta eru þeir möguleikar, sem ýmsir hafa velt fyrir sér og reynt að sjá fyr- ir á hviern hátt kunni að fara. Ég hygg, að í dag geti enginn fullyrt með neinni vissu, hvað of an á kann að verða, en með til- liti tfl umræðuefnis okkar hér í kvöld, vil ég ræða nokkuð nán- ar þjóðstjórnarhugmyndina og möguleika á lausn efnahagserfið leika Íslendinga. Eitt megin skilyrði þess, að Staða fulltrúa hjá VERZLUNARRÁÐI ÍSLANDS er laus til um- sóknar. Umsækjandi þarf að hafa þekkingu á við- skiptamálum. Hagfræði- eða viðskiptamenntun væri gskileg. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og starfsferil sendist skrifstofu Verzlunar- ráðsins, Laufásvegi 36, fyrir 20. þ.m. Ami Grétar Finnsson. það er algjört rangnefni, því þar er aðeins vlerið að skila aftur yfir til sjávarútvegsins því fjár- magni, sem oftekið hefur verið af honum, sökum of hárrar skráningar íslenzks gjaldmiðils, enda getur það aldrei verið rétt nefni að ræða um styrki til þess atvinnuvegar, sem Íslendingar öðrum fremur byggja sína lífs- afkomu á. f raun og vleru þýðir þessi leið gengislækkun, þó í öðru formi sé. Hvor leiðin verður ofan á, bein gengisfelling eða yfirfærsla til sjávarútvegsins í gegnum beinar álögur, skal ég ekkert fullyrða um hér, né hvort sam- staða yfirleitt næst um aðra hvora þessa leið milli alilra stjórn málaflokkanna. Ýmsum kann að þykja bein gengislækkun hreinni ráðstöfun, sérstaklega, þegar færa þarf stórar upphæðir yfir tfl sjávarútvegsins, þá muni hún og verða varanlegri og skapa ákveðinn frið á eftir og mögu- leika til jafnvægismyndunar og nýs uppgangstímabils. Bein geng islækkun hefur þó auk margs annars, þann ókost í för með sér að erlend lán og rekstrarvörur, sem sjávarútvegurinn baupir er- lendis frá, hækka jafnhliða. Millifærsla yfir til sjávarútvegs- ins í gegnum almennar álögur, hefur hins vegar ekki í sér fólgna þessa annmarka, en oft reynist aftur á móti erfitt að finna nægjanlega tekjustofna og jafna álögum réttlátlega niður. Reynslan hefur líka vierið sú, að sé byrjað á að millifæra yfir tfl sjávarútvegsins á þennan hátt, þá er kerfið furðu fljótt að vefja upp á sig og krefst síaukins fjár, svo sem reyndin varð af upp- bótakerfinu á dögum vinstri- stjórnarinnar. Ég skal ekki fara nánar út í að ræða þesisar tvær leiðir, beina gengislækkun eða millifærslu til útgerðarinnar í gegnum nýjar álögur, 'en fram hjá þeim beizka sannleika komast íslendingar trauðla í dag, eftir þær búsifjar, sem stór minnkandi afli og verð- fall á erlendum mörkuðum hafa valdið þjóðinni, að til annars hvors þessara úrræða verður að líkindum að grípa, svo unnt sé að tryggja rekstrarafkomu ís- lenzks sjávarútvegs. Vonandi eiga atvinnuvegir okkar leftir að eflast svo að fjölbreyttni og styrkleika, að aflabrestur og verðfall hafi ekki í framtíðinni svo alvarleg og víðtæk áhrif á allt hið íslenzka efnahagslíf, og skal ég koma að því nánar síð- ar. Svo haldið sé áfram með möguleikanna á myndun þjóð- stjórnar, þá er enn allt á huldu, um hvort samkomulag næst um úrræði til lausnar á örðugleik- um útflutningsframleiðslunnar. Þar koma að sjálfsögðu miklu fleiri sjónarmið til álita, en ég hefi möguleika á að gera skil í stuttri framsöguræðu. Og jafn- vel þó samkomulag náist um lausn á vandamálum útvegsins, hvað þá með viðhorfin til ým- issa annarra mála. Verður unnt að samræma þau á viðunandi hátt. Og hvað um áframhaldið. Hvaða möguleika hefur þjóð- stjórn til að sameinast um fram- gang ýmissa annarra mála síðar, þegar yfirstandandi efnahagsörð ugleikum hefði verið bægt frá. Víst má út af fyrir sig hugsa sér þann möguleika, að þjóð- stjórn yrði mynduð einvörðungu til að ná samstöðu um lausn yf' irstandandi vanda lefnahagsmál- anna. Ég tel þennan möguleika heldur ósennilegan, því ef þjóð- stjórn yrði lausnarorðið, tel ég mun líklegra að menn teldu nauðsynlegt að hún sæti nokk- urn tíma, og fengi að minnsta kosti tækifæri tfl þess að fylgj ast með og tryggja framgang þeirra efnahagsráðstafana, sem hún yrði þá mynduð um. Samfara þiessu hljóta að rísa upp óteljandi spurningar, um möguleika á samkomulagi á milli stjórnmálaflokkanna allra. Ég skal ekki fara tæmandi út í það hér, en vil aðeins nefna örfá dæmi um verulegan skoðana- mun sem verið hefur fram til þessa, og sem erfitt væri að kom- ast fram hjá að horfast í augu við að leysa, ef mynda ætti þjóð stjórn. Ég nefni þánn mikla ágrein- ing, siem verið hefur á milli nú- verandi ríkisstjórnar og stjórn- arandstöðu um það, hvort ís- lendingar ættu að hagnýta sér erlent fjármagn til uppbygging- ar stóriðju í landinu á svipaðan hátt og nú er verið að gera með byggingu álverksmiðjunnar í Straumsvík. Er líklegt að stjórn arandstöðuflokkarnir fallizt á áframhaldandi hagnýtingu er- lends fjármagns til uppbygging- ar stóriðju hér á landi, eða gera þeir það að skilyrði að hún verði stöðvuð. Hvað með skoðanir ríkisstjórn arinnar á viðskipta- og athafna- frelsi og stefnuyfirlýsingu stjóm arandstöðunnar um nauðsyn á stórauknu skipulagi og eftirliti. Fellst stjórnarandstaðan á áframhald þess viðskipta- og framkvæmdafrelsis, sem hér hef ur ríkt á undanförnuim árum, eða gerir hún það að skilyrði, að það verði takmarkað að meiru eða minna leyti. Ég nefni utanríkis- og örygg- ismál þjóðarinnar. Á næsta ári eru 20 ár liðin frá stofnun At- lantshafsbandalagsins og fjall- að mun verða um áframhald- andi þátttöku íslands í samtök- unum. Myndi sá hluti Alþýðu- bandalagsins, sem meira og minna hlefur barizt gegn aðild ís lands að bandalaginu sl. 20 ár, vera tilbúinn að leggja þau mál á hilluna eins og gert var á ár- unum 1'956—1958, þegar þeir áttu aðild að ríkisstjórn, eða myndu þeir hafna þátttöku i ríkisstjórn ella. Og hvað með innlánsbinding- una og vextina. Myndi stjórnar- andstaðan nú, þegar svo mjög er gengið á gjaldeyrisvarasjóð- inn,v krefjast þess að seðlabank- inn skilaði aftur því fé, sem þar er bundið, til viðskiptabank- anna, sem aftur myndu setja það í umferð og auka þannig eftir- spurn eftir gjaldeyri. Eða myndu stjórnarandstöðuflokkarnir krefj ast þess, að vextir, þar með tald ir innlánsvextir yrðu stórlega lækkaðir, nú þegar aukning ■sparifjár hefur dregizt stórlega saman. Þannig mætti lengi spyrja. Það mætti niefna yfirlýsingar stjórnarandstöðunnar um nauð- syn á hækkun kaupgjalds, nauð- syn á hækkun landbúnaðarvara, nauðsyn á hækkun ríkisfram- laga til margvíslegra hluta og síðast en ekki sízt nauðsyn á lækkun álaga ríkissjóðs. Ég skal ekki halda þessari upp talningu mikið lengur áfram. Ég get ekki gefið svör við því, hvernig stjórnarandstaðan getur í senn tekið virkan þátt í lausn yfirstandandi vanda og fengið framgengt yfirlýstum stefnumál- um sínum Ég get heldur lekki séð, að þeir flokkar, sem mynda núverandi ríkisstjórn geti keypt stuðning stjórnarandstöðunnar við lausn okkar efnahag3vanda- mála því verði að falla frá þeirri megin stefnu sem fylgt hefur ver ið undanfarin ár. Hvernig þessum málum kann að skipast, er erfitt að segja fyrir um í dag. En þau dæmi sem ég hefi nefnt um djúptækan skoðanaágreining milli stjórnar og stjórnarand- stöðu, sýna ljóslega, hversu mörg ljón eru á veginum að myndun þjóðstjórnar. Það breyt ir hins vegar ekki þeirri stað- reynd, að brýn nauðtsyn er á sem víðtækastri samstöðu um lausn okkar vandamála, hvort svo sem sú samstaða næst leður eigi. Náist engin samstaða og hyggi'st stjórnarandstaðan not- færa sér erfiðleikana til þess að klekkja á stjórnarflokkunum, þá hlýtur ríkisstjórnin að sjálf- sögðu að leggja fram sín úrræði til lausnar vandanum og standa eða falla með þeim. Hafnarfjörður íbúðir til sölu Einbýlishús við Háabarð, Hverfisgötu og Brekku- hvamm. 4ra herb. miðhæð á góðum út- sýnisstað við Hringbraut. 3ja herb. íbúðir við Lækjar- kinn, Arnarhraun og Álfa- skeið. 2ja herb. íbúðir við Álfaskeið. 3ja og 4ra herb. íbúðir tilb. undir tréverk í fjölbýlishúsi sem er í byggingu í Suður- bænum. Hagkv. greiðslu- skilmálar. Hefi kaupendur að eldra ein- . býlishúsi í eða við Miðbæ- inn og nýrri 4ra—5 herb. íbúð. Árni Grétar Finnsson hæstaréttarlögmaður Strandgötu 25, Hafnarfirði. Sími 51500. Sími 14226 2ja herb. mjög skemmtileg íbúð við Fálkagötu. Laus nú þegar. Sérgeymsla á hæð- inni. 3ja herb. íbúð við Laiugames- veg. Mjög glæsfleg. 3ja herb. mjög góð íbúð í timburhúsi í Vesturbænum í skiptum fyrir 4ra—5 herb. íbúð í Austurborginni eða í KópavogL Peningamilli- gjöf. 3ja herb. íbúð við öldugötu. Skipti á einbýlishúsi kæmu til greina. 3ja herb. nýleg íbúð við Lyng brekku í Kópavogi. 4ra herb. íbúð við Álfaskeið í HafnaTfirði. 4ra herb. íbúð við Ljósheima, til greina kæmi að taka 2ja tfl 3ja herb. íbúð upp í. 4ra herb. endaíbúð við Ás- braut í Kópavogi. 5 herb. íbúð við HvassaleitL bílskúr meðfylgjandi. Einbýlishús við Löngubrekku. Einbýlishús við Lyngbrekku. Raðhús við Otrateig. 5 herb. sérhæð við Lyng- brekku í KópavogL Fasteigna. og skipasala Kristjáns Eiríkssonar hrl. Laugavegi 27 - Slmi 14226

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.