Morgunblaðið - 24.10.1968, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBBR 1908
Útgefiandi
I'ramkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjómarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og aígrei'ðslg
Auglýsingar
Áskriftargjald kr. 130.00
í lausasölu
Hf. Arvakur, Reykjavlk.
Haraldur Sveinsson.
Sigurður Bjiamason. frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Þorbjöm Guðmundsson.
Bjöm Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6. Sími 10-100.
Aðalstræti 6. Siími 22-4-80.
á mánuði innanlands.
Kr. 8.00 eintakið.
UMSÓKN UM AÐILD
AÐ EFTA
¥ fyrradag var þingmönn-
um afhent skýrsla hinnar
svokölluðu EFTA-nefndar,
sem hefur fjallað um afstöðu
íslamdis til Fríverzlunar-
bandalagsins undanfarna
mánuði. Nefnd þessi er skip-
uð fulltrúum allra þingflokk-
anna, en embættismenn í við-
skiþtamálaráðuneytinu hafa
starfað á hennar vegum. í
skýrslunni kemur fram, að
ekkert sé nú að vanbúnaði að
taka ákvörðun um það hvort
ísland skuli sækja um aðild
að Fríverzlunarbandalaginu.
Rétt er að leggja áherzlu á
það, að ákvörðun um að
sækja um aðild þýðir engan
veginn að ákveðið yrði, að
ísland gerðist aðili að Frí-
verzlunarbandalaginu. Um-
sóknin mundi hins vegar
gera okkur kleift að sann-
reyna með hvaða kjörum og
skilyrðum aðild okkar gæti
orðið. Endanleg ákvörðun um
hugsanlega aðild íslands að
Fríverzlunarbandalaginu
yrði ekki tekin fyrr en nið-
urstöður samningaviðræðna
við bandalagið lægju fyrir.
Bjarni Benediktsson, for-
sætisráðherra, skýrði frá því
á blaðamannafundi í fyrra-
dag, að ákvörðun um umsókn
þyrfti að taka fyrir 10. nóv.
nk., þannig að hægt yrði að
leggja umsóknina fram á ráð-
herrafundi Fríverzlunar-
bandalagsins í Vínarborg, er
haldinn verður um 20. nóv-
ember nk.
Þess er að vænta, að sam-
staða náist á Alþingi um að
leggja fram umsókn um að-
ild. Slík umsókn mundi leiða
til samningaviðræðna, sem
tvímælalaust mundu skýra
betur öll viðhorf í þessu máli.
Jafnvel þeir, sem nú kunna
að hafa ímugust á aðild að
Fríverzlunarbandalaginu,
geta tæpast haft á móti því
að slík umsókn verði lögð
fram, þannig að fyrir liggja
að loknum samningaviðræð-
um með hvaða kjörum aðild
okkar gæti orðið. Það er síð-
an ákvörðunaratriði, þegar
þar að kemur, hvort heppi-
legt er og hagkvæmt fyrir ís
lendinga samkvæmt niður-
stöðum þeirra samningavið-
ræðna að gerast aðilar að
Fríverzlunarbandalaginu.
ÁRÁS AF SJÓ
CJovézk herskip gerast nú
stöðugt aðsópsmeiri við
strendur íslands. Tvö her-
skip, annað tundurspillir af
stærstu gerð, búinn eldflaug-
um, óðu inn í Faxaflóa á
fullri ferð í fyrradag og sigldu
mjög nærri Keflavík og fóru
sér hægt skammt frá Kefla-
víkurflugvelli.
Þessar herskipaferðir Sov-
étríkjanna við strendur ís-
slands eru mjög óvenjulegar
iog býsna ögrandi og fyllsta
ástæða til að krefja sendi-
menn Sovétríkjanna hér á
landi skýringa á ferðum þess
ara skipa, sem hvað eftir
annað hafa verið á siglingu
skammt undan ratsjárstöðv-
um og varnarstöðum hér á
landi. En þessar herskipaferð
ir hafa einnig aðra þýðingu.
Líklega hefur fæstum komið
til hugar, að hugsanleg árás
á ísland yrði gerð af sjó.
Varnarliðið hér á landi hefur
tæki til að fylgjast með ferð-
um flugvéla og kafbáta um
N-Atlantshaf, en er vamar-
liðið þannig útbúið að það
geti varizt árás af sjó? Það
er spurning, sem þessar her-
skipaferðir Sovétríkjanna
hér við land vekja upp og
nauðsynlegt er að fá svarað.
LÆKNA-
SKORTUR
í STRJÁLBÝLI /
Jóhann Hafstein, heilbrigðis-
málaráðherra, flutti ítar-
lega og mjög athyglisverða
ræðu um læknaþjónustu í
strjálbýli á Alþingi í fyrra-
dag. Þar kom fram að þrátt
fyrir margvíslegar kjarabæt-
ur og hlunnindi, sem héraðs-
læknum voru ákveðin með
læknaskipunarlögunum frá
1965, gengur enn mjög erfið-
lega að fá lækna til starfa í
strjálbýlinu.
Jóhann Hafstein sagði, að
þessi tregða lækna til starfa
út á landi hefði verið skýrð
með því, að þrátt fyrir góð
kjör, byggju þeir við félags-
lega einangrun og ennfrem-
ur að læknanám hérlendis
stuðlaði tæpast að því að
læknar leggðu fyrir sig al-
menna lækisþjónustu en
færu í þess stað í ýmsar sér-
greinar. Sagði heilbrigðis-
málaráðherra, að þess hefði
verið óskað að læknadeild
háskólans gerði ráðstafanir
til að bæta úr þessu atriði.
|ii AM líp urmi
i'/ U 1 nli UH VilIIYII
Rússar auka vigbúnað
á landamœrum Kína
RÚSSAR hafa reist nokkuð
margar nýjar eldflaugastöðv-
ar við landamæri Kína í ytri
Mongóiíu og þarmeð aukið
ótta Kínverja við möguleika
á innrás. Það væri of mikið
sagt; að halda því fram, að
Mao formaður byggist við inn
rás á hverri stundu, en það er
alveg víst að þetta er síður en
svo fjarstæðukenndur mögu-
leiki. Það má telja öruggt að
Rússar hafi tilbúna hernaðar-
áætlun fyrir innrásina, sem
yrði gerð með það fyrir aug-
um að eyðileggja kjarnorku-
verin i Sinkiang, þar sem
sprengjurnar eru framleiddar.
Um nobkurt sikeið hafia
Rússar hafit færanliega eld-
filauigaskotpalla nálægt borg-
inrnd Cholbalsan, sem er 400
mílur fyir austan Ulan Bator
og áhafnimar hafia verið
blandaðar, Rússar og Momgól-
ar.
Hinsvegar eru nýkomnar
þamigað stærri eldflaiuigar, sem
draga 2500 til 3000 mílur, og
það eru eingöngu Rússar sem
sjá um þær stöðvar. Þessar
stöðvar eru við Buir Nor, 200
mílum austar, alveg við landa
mærin. Það avæði hefiur nú
verið algerlega einamgrað og
enginn óviðkomaedi fær að
koma nálægt. Himsvegar
munu eldfi 1 aiugastð v arnar nú
vera í beiniu sambamdi við
Rússland.
Vitað er um tvær tagumdir
eldflauga sem Rússar hafa
þarna. Það eru „Scamp“ og
„Scrooge" (NATO kenni-
nafn). Scamp eldflaugarnar
eru fluittar um á vögmum og
draga um 2500 mílur. Himar
eru á föstum pöllum og draga
um 3000 mílur.
Þarmeð eru Rússar komnir
í skotfæri við nokkrar bamda
rískar flotastöðvar á Kyrra-
hafi, en þeir ná eimnig yfir
hin víðáttumiklu iðnaðarhér-
uð Manchuriu, þar sem vopna
verksmiðjur Kíniverja eru og
einnig kjarnorkuver þeirra._
Það eru iíka aðeins 700 mílur
til Pekimg.
Talið er að samband sé á
milli þessara nýju eldflauiga-
stöðva og hins harða áróðure
sem rekinm hefiur verið gegn
Kína, andinn í áróðuregreim-
umum er óhugnanlega líkur
þeim, sem var í greimumum
um Tékkóslóvakíu rétt fyrk
innrásina. Það er sagt að
óánægjan með núverandi
sjóm sé svo mikil í ýmsum
héruðum (Simkianig, Tíbet og
YtriMongólíu), að það geti
farið svo að trúir Marxist-
Lenimistar verði að biðja um
hjálp frá Kreml.
Greinaflokkur um Kína var
íyrir skömmu birtur í tímarit-
inu „Kommúnistinn" sem er
dreift til háttsettra meðlima
Komm ún istaf lokksins. Þar
segir m.a.: Ástandið í Kíina
1. Bélkash
A
U S S R>... TJ
/HOIBALSAN"' /
russneskar^ *'A*V
kj arnorfctt—
ver lcínver j ai*,
SINKIANG
eldflaugar BUIRNOIR
MONGOLIA rrussneskar
■ eldflaugar
veldur tryggum Marxist-Len-
imistum sífellt meiri áhyggj-
um. Og þær áhyggjur eru ekki
ástæðulausar, þar sem tilvera
kommúmistaflokksins í Kima
er í mikilli hættu. Auk þess
eru atburðirnir þar ekki þess
eðlis að hægt sé að líta á þá
sem innanríkiamál. Stjóra-
málastefma Mao Tse Tung, og
fyigifiska hams skaðar sósíal-
ismamrn um heim allam.
Slíkar fullyrðimgar hljóma
kunmuglega. Rússum hefiur
tekizt að gera endurskoðunar-
stefnuna í Kína jafn glæpsam
lega í sínium augum og frelsis-
stefnuna í Tékkóslóvakíu og
Vestur-Þýzkalamdi. Þeir benda
líka á að Kína hafii meiri við-
skipti við Vesitur-Þýzkalamd_
en Austur-Þýzkaland. Það er
einnig athyglisvert, að þau
héruð sem Rússar segja að
óánægja ríki í eru þau söornu
og þeir telja sig eiga tilkall
til.
Á síðustu vikum hefiur Kína
nokkrum sinnum mótmælt
ferðum rússneskra flugvéla
inn í Kínverska lofthelgi við
Norðaustur landamærin.
Kínverjar hafa tengt þess-
ar ögranir við immrásina í
Tékkóslóvakíu og telja landið
líklegt fómarlamb fyrix ofi-
beldi Rússia. f forystugreim-
um kínverskra blaða er oft
krafizt meiri vígbúnaðar og
öflugri varna. Rússar halda
því sjálfsagt fram að aukmimg
herstyrks þeirra í Mongólíu
sé í varnarskyni.
En núverandi hernaðar-
stefina þeirra hlýtur að mimma
Kínverj'a á árið 1940, þegar
Rússneskar hersveitir í suð-
austur Mongólíu voru noitaðar
til árása á japanskar herstöðv
ar í morðaustur Kírna.
Josef Stalín
Stalín aftur í náðinni
JÓSEF Stalín er nú aftur að
finna náð fyrir auguim Rússa
sem skipuleggjari kommún-
istafilokksims í Georgíu, þar
sem hann fæddist. Flokksmál-
gagnið þar í borg, Zaraya
Vostoka, nefnir nafn hams ofit
í grein sem rituð er um 75
ára afm-æli sósiálistísku sam-
takamna Mesame Dasi. Þess'i
grein er talin bera vott um
vaxamdi tilhneigimgu til þess
að endurreisa Stalám.
Vitmað er í viðtal sem Stalím
átti við þýzkan rithöfiund, til
að sýma framá hversu snemma
hann h-afii komist í sambamd
við byltingareimma og hversu
smemma hamn hafi verið fair-
inn að lesa marxistískar bók-
menntir. Þá er mimmt á, að
Stalín hafi skipulagt náms-
hópa meðal jármbrauitarstainfis-
manna og þanm þátt sem hamm
átti í að koma á fót fyreta
ólöglega marxíska dagblaðinu
í fæðingarbæ sínum.
Hanin er kaliaður einn af
himúm raunverulegu bylting-
areinnuðu marxistum sem
börðust fyrir áhrifum emdur-
skoðunareinna á Mesame Dasi,
og tóku þátt í að mynda í
Geongíu, samtök í anda Len-
ns.
Að öðru leyti skýrði Jó-
hann Hafstein meginefni
frv., sem ríkisstjórn hefur
lagt fram og á að stuðla að
•því að læknamiðstöðvum
verði komið upp í strj álbýl-
inu, en í því felst annars veg-
ar, að ráðherra sé heimilt eft-
ir samráð við tiltekna aðila
að sameina læknahéruð í eitt
og hins vegar að kostnaður
við uppbyggingu læknamið-
stöðva þ.m.t. læknabústaða
verði greiddur úr ríkissjóði.
Þess er að vænta, að hin
víðtæka viðleitni Jóhanns
Hafsteins, heilbrigðismálaráð
herra, til þess að ráða bót á
læknaskortinum beri nú veru
legan árangur, enda verða
bæði kjör og starfsaðstaða
lækna í strjálbýlinu mjög við
unandi, verði hið nýja frv. að
lögum.