Morgunblaðið - 31.10.1968, Side 3

Morgunblaðið - 31.10.1968, Side 3
MOKGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1968 3 fc.. Olympíuskákmótið i Sviss: íslendingar töpuðu fyrir Finnum Eru nú í 8. sœti eftir fimm umferðir íslenzka skáksveitin tapaði fyr ir Finnum í fimmtu umferð á Oiympíuskákmótinu í Lugano með 1% vinningi gegn 2%. Ingi R. Jóhannsson gerði jafntefli við Westerinen, Bra,gi Kristjánsson gerðd jafntefli við Hayansi, Björn Þorsteinsson gerði jafn- tefli við Koskinen, en Ingvar Asmúndsson tapaði fyrir Kajan. Þetta er fyrsta tap Ingvars á mót inu. önnur úrslit í B-úrslitum urðu þessi: Sviss — Kúba 3 — 1 England — Svíþjóð 3 — 1 Austurtríki — Skotland 3 — 1 Spánn — Bergía 3—1 Mongólía — BrasiMa 2%— 1% Holland — ísrael 2—2 Sta'ðan eftir þessi: fimm umferðir er 1 Holland 14 — 6 2—• 3 Austurxiki 13 — 7 2— 3 Sviss 13 — 7 4— 5 England 12% — 7% 4— 5 Finnland 12% — 7% 6 Spánn 11% — 8% 7 ísrael 11 — 9 8 ísland 10 —10 9 Svíþjóð 9 —11 10 Kúba 8% —11% 11 MongóQía 7 —13 12—14 Brasilía 6 —14 12—14 Belgía 6 —14 12—14 Skotland 6 —14 1 úrslitaflokki A, þar sem teflt er um Olympíutitiiinn og hinn fagra Hamilton-Russell bikar eru Rússar efstir með 16 vinninga. Júgóslavía er í öðru sæti með 13 vinninga. Bandaríkin hafa 12, Búlgaría 11%, Argentína og Vest ur-Þýzkaland 11 hvor sveit, Pól- land 10%, Ungverjaland 9 (1), Tyrkir og de Goulle dsammóla Ankara, 30. október. AP. í YFIRLÝSINGU, sem gefin var út í dag í lok fimm daga heim- sóknar Charles de Gaulles Frakklandsforseta til Tyrklands, er látin í ljós von um, að Tékkó- slóvakia fái sjálf að ráða málum sinum. í yfirlýsingunni er ekki minnzt á NATO, og er það talið bera vott um ágreining. i ræð- um, sem De Gaulle hélt í heim- sókninni og í viðræðum við tyrk- neska ráðamenn, hvatti hann til þess, að Tyrkir beittu sér fyrir því að dregið yrði úr spennunni í sambúð austurs og vesturs með því að fylgja stefnu, sem væri óháð valdablökkum. Áætlunarflug SAS byrjar aftur SAS opnar að Laugaveg 3 til is- ÁÆTLUNARFLUG SAS lands hefur legið niðri í rúman mánuð, en sumarflugi féJagsins hingað lauk eins og ráðgert var hinn 24. september sl. Á morgun mun flugfélagið á hinn bóginn hefja ferðir að nýju til landsins, og verður þeim hag- að þannig, að vélar SAS, sem fljúga áætlunarflug milli Kaup- mannahafnar og Syðri-Straum- fjarðar verða látnar koma hér við tvisvar í viku, — á föstu- dögum á leið til Kaupmanna- hafnar og á þriðjudögum frá Kaupmannahöfn. Flogið verður með DC-8 flugvélum. Samningar hafa nú tekizt milli SAS og eigenda hússins að Laugavegi nr. 3, þar sem verzl- un Andrésar Andréssonar er nú til húsa um það að SAS taki þar á leigu húsnæðj frá næstu áramótum að telja. í þessu hús- næði mun SAS opna venjulega þjónustuskrifstofu á götuhæð og einnig leigir félagið húsnæði á fyrstu hæð fyrir skrifstofur.— Gert er ráð fyrir að breytingum á húsnæði þessu Ijúki í marz- mánuði á næsta ári. Síðustu leitir í MBL. í gær á bl. 8 er frétt um leitir. Stendur þar, að leitað hafi verið úr þyrlu og 5 kindur fund- izt við Blákoll. Leitin úr þyrl- unni fór fram eftir að gangna- menn voru komnir til byggða, en ekki áður en þeir fóru á afrétt- inn eins og stendur í fréttinni. Vjð komandi eru beðnir afsök unar á þessum misskilningi. Athugasemd um leigu í íþróttahöllinni Bjöm Þorsteinsson er nú sá eini í skáksveitinni íslenzku sem enn hefur ekki tapað á Olympíuskák mótinu. Björn hefur teflt átta sinnum, unnið tvisvar og gert sex sinnum jafntefli. Danmörk 7% (1), Filippseyjar 6% og Kanada 4% vinning. Efstu þjóðir í úrslitaflokki C eru: ítalía 14%, Suður-Afríka 13%, Ástralía 13 og Portúgal 12. Norðmenn eru í 9.—10. sæti á- samt Túnis með 10 vinninga. Sveit Singapore er efsf i úr- slitaflokki D með 12 vinninga. Síðustu fréttir. íslenzka skáksveitin virðist ætla að fara halloka fyrir aust- urrísku sveitinni. í sjöttu um- ferð urðu úrslit: Ingi tapaði fyr- ir Duckstein, Guðmundur á verri biðskák gegn Pramerhiib- er, Jón á verri stöðu gegn Stopp- el og Björn mun lakarf biðskák við Niedermaxer. VEGNA blaðaummæla í sam- bandi við leik þann, sem íþrótta- fréttamenn standa að í tþrótta- húsinu á Seltjarnarnesi fimmtu- daginn 31. október, um, að þeim hafi verið neitað um afnot Laug- ardalshallarinnar fyrir leikinn, viljum vér vekja athygli á eftir- farandi: Um árabil hafa verið í gildi fastar raglur um niðurröðun íþróttamóta innan samtaka íþróttafélaganna í Reykjavík. Fjáröflunarleikir einstakra fé- laga og. heimsóknir erlendra handknattleiksliða og knatt- spyrnuliða fara eftir reglum, sem sérráðin setja, en niðurröðun á daga er háð samþykki I.B.R. I lögum Í.S.Í. er hverju héraðssam bandi falfð að sjá um niðurröðun íþróttamóta í sínu héraði, og inn an hverrar íþróttagreinar hefur viðkomandi sérráð yfirstjórn hennar innan þeirra takmarka, sem lög heildarsamtakanna setja þeim. Þegar fréttamenn sóttu um af not Laugardalshallarinnar fyrir handknattleikskeppni milli Fram og F.H. var þeim visað til Hand knattleiksráðs Reykjavikur. Stjórn H.K.R.R. synjaði um leyfi fyrir leiknum, m.a. vegna þess að úrslitaleikir Reykjavíkurmóts ins áttu að fara fram miðviku- daginn 30. október og H.K.R.R. hafði sjálft ætlað að efna til fjáröflunarleiks sunnudaginn 3 nóvember vegna fyrirhugaðrar bæjarkeppni í handknattleik febrúar n.k. í Kaupmannahöfn. Það kom því ekki til að frétta mönnum yrði synja’ð um afnot Laugardalshallarinnar, enda eru afnot hennar opin fyrir þau í• þróttamót, sem þar geta farið fram samkvæmt reglum hallar- innar og þeim samþykktum, sem íþróttahreyfingin í Reykjavík hefur sjálf sett um skipulagn- ingu sinna mála. Iþróttabandalag Reykjavíkur. Sigurgeir Guðmannsson. STAKSTEIIVAR Lánveitingar veðdeildar Búnaðarbankans ræddor Á FUNDI Sameinaðs þinsg í gær mælti ólafur Jóhannesson fyrir fyrirspurn er hann beindi til landbúnaðarráðherra um láns fé vegna jarðakaupa. Var fyrir- spurning þingmannsins svo- hljóðandi: Hverjar ráðstafanir hyggst ríkisstjórnin gera til þess að stuðla að því, að veðdeild Búnaðarbankans gæti sinnt eðli- legri lánsfjáreftirspurn vegna jarðakaupa? í framsöguræðu sinni sagði Óíafur að nú væru rúmlega 100 lánsumsóknir óaf- greiddar hjá veðdeildinni og til þess að hún gæti veitt þau lán þyrfti 15-16 milljónir króna. Engin lán hefðu verið veitt á þessu ári og kæmi það sér mjög Jlla fyrir þá einstaklinga sem hlut ættu að máli. Ingólfur Jónsson landbúnaðar- ráðherra, upplýsti, að þau um- mæli þingmannsins að veðdeiíd- in hefði engin lán veitt á þessu ári væru ekki rétt. Búið væri að veita 5,1 milljón króna. Það væri hins vegar rétt að veðdeild in ætti í fjárhagsörðugleikum, og hefði því ekki nú fremur en oft- ast áður getað afgreitt allar láns umsóknir. Málefni veðdeildarinn Umrœður á Alþingi: Sektargreiðslur landhelgisbrjóta NOKKRAR umræður urðu á Al- þingi í gær um landhelgisbrot íslenzkra fiskibáta. Jónas Árna- son spurðist fyrir um það hjá dómsmálaráðherra hve margir sektardómar vegna landhelgis- brota hefðu fallið s.l. ár. Sagði ráðherra að þeir hefðu verið á annað hundrað. í öðru lagi spurði þingmaðurinn um, hve margar sektanna hefðu verið innheimtar. Svaraði ráðherra því til, að allar sektir stóru skipanna hefðu ver- ið innheimtar, en hins vegar hefði verið frestað að innheimta sektargreiðslur bátanna. Guðlaugur Gíslason, Gísli Guð mundsson og Jón Ármann Héð- insson tóku þátt í umræðunum auk ráðherra og fyrirspyrjanda og kom fram, að nauðsynlegt væri að koma málum þessum í ákveðið horf og setja fastar regl- ur, annað hvort innheimta sekt- arféð, eða veita ákveðar undan. þágur. Starfar nú nefnd að könn un þessara mála. ar yrðu tekin fyrir þegar fram- kvæmdaáætlun ársins 1969 yrði samin og vonandi væri hægt að ganga þá þannig frá má’lum að henni yrði fengið fé til ráðstöf- unar. Ráðherra benti á að und- anfarin ár hefðu lánveitingar veðdeildarinnar margfaldast frá því sem var og nefndi tií dæm is að árið 1958 hefði hún veitt lán að fjárhæð 640 þúsund krón ur en árið 1967 lán að upphæð 12,5 milljónir. Einnig tóku til máls þeir Sigurvin Einarsson og Vilhjálmur Hjálmarsson. Leitað heimildar til að fram- fylgja ókvörðunum Öryggisróðsins STJORNARFRUMVARP um framikvæd fyrirmæla Öryggis- ráðs Sameinuðu þjóðanna var lagt fyrir Alþingi í gær. Frum- varpið gerir ráð fyrir að Alþingi heimili ríksstjórnnni að g<ra þær ráðstafanir, sem nauðsyn- legt kann að vera til þess að framfylgja ákvörðunum, sem Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna tekur samkvæmt 41. grein sátt- mála hinna Sameinuðu þjóða, sbr. og 39. grein sáttmálans, og íslands kann að vera skylt að hlíta vegna aðildar sinnar að Sameinuðu þjóðunum. í greinargerð frumvarpsins kemur fram að í tilvitnaðri 41. grein sáttmálans er fjallað um aðgerðir vegna ófriðarhættu, friðrofa og árása og mælt svo fyrir, að Öryggisráðinu sé heim- ilt að ákveða hvaða aðgerðir aðr ar en hernaðaraðgerðir, skuli við hafa til þess að framfylgja ákvörðunum þess, og getur það hvatt aðila hinna Sameinuðu þjóða til þess að beita slíkum aðgerðum. Aðgerðir þessar mega vera fólgnar í því að slíta við- skiptasambandi að nokkru eða öllu leyti, og rjúfa samgöngur með járnbrautum, á sjó, í lofti, einnig póst- síma- og loftskeyta samband, og slíta stjórnmála samband. Skort hefur lagaheimild hér- lendis til að ofangreindum ákvörðunum Öryggisráðsins megi framfylgja og er frumvarp þetta þess vegna lagt fram. Hlið stæð lög hafa verið samþykkt á hinum Norðurlöndunum, eða liggja þar fyrir þingum til sam- þykktar. Fingurinn á gikknum Um þessar mundir er að birt- ast í erlendum blöðum frá- sögn Roberts Kennedy, hins látna öldungadeildarþingmanns, um það sem gerðist í Hvíta húsinu dagana, sem Kúbudeilan stóð sem hæst og skapaði mestu ófrið- arhættu í heiminum um langt árabil. Þessi frásögn leiðir glögg- lega í ljós hve lítið má út af bera til þess að allt fari í bál og brand. 1 þessari frásögn kem- ur m. a. fram að bandariski for- setinn stóð frammi fyrir tvenns konar boðskap frá sovézk- um ráðamönnum. Annars vegar einkabréf frá Krúsjoff, hins veg- ar opinbert erindi frá Sovét- stjórninni. Hið fyrrnefnda benti til þess að Sovétstjómin vildi semja, hið síðara gaf ekkert slíkt til kynna og raunar þvert á móti og hafðj borizt nokkru eftir að einkabréf Krúsjoffs kom í hend- ur forsetans. Sú ákvörðun var tekin að láta svo sem hið opin- bera erindi hefði aldrei komið en einkabréfi Krúsjoffs svarað með tilboði um lausn deilunnar. í ljós kom að þessi ákvörðun reyndist rétt. Hitt er ljóst að þarna munaði mjög litlu að illa færi með ófyrirsjáanlegum af- leiðingum. Þetta dæmi sýnir hve skammt getur verið milli stríðs og friðar og hvílík ábyrgð leggst á herðar þeirra manna, sem velj- ast til forustu stórveldanna. Fingur er stöðugt á gikknum og hin smávægilegustu mistök eða misskilningur geta valdið hinu versta. Hverjir skapa ofriðarhættuna ? Undanfarin ár hafa menn talið töluvert friðvænlegra í heimin- um en um langt skeið áður. Frá- sögn Roberts Kennedys og níð- ingsverk Sovétríkjanna í Tékkó- slóvakíu sýna þó glögglega, að ófriðarhættan er stöðugt fyrir hendi. Þá er eðlilegt að reynt sé að brjóta til mergjar hverjir raunverulega skapa þessa ófrið- arhættu. Á þessu ári hefur inn- rás Sovétríkjanna og leppríkja þeirra í Tékkóslóvakíu, tvimæla- laust gjörbreytt ástandinu í Evrópu. Horfur þar eru nú mun verri en áður. Engum getur blandazt hugur um að kommún- istaríkin eiga þar alla sök á. Eða er nokkur sem vill halda því fram að vestræn lýðræðisríki hafi með einum eða öðrum hætti orðið til þess með athöfnum sín- um að Sovétríkin réðust á Tékkó slóvakíu? Á árinu 1962, þegar Kúbudeilan kom upp, var ástæð- an sú að Sovétríkin reyndu að breyta valdajafnvæginu í heimin um sér í hag með því að koma upp eldflaugastöðvum á Kúbu, sem beint var gegn Bandarikjunum. Er nokkur, sem vill halda því fram að vestræn lýðræðisriki hafi með athöfnum sinum neytt Sovétstjómina út í það ævin- týri? Upp úr 1960 hófu Sovét- rikin á ný hótanir um árás á Y-Berlín eða aðrar hefndarað- gerðir gegn þeirri borg. Engar ögranir af hálfu vestrænna rikja leiddu Sovétríkin til þeirra hót- ana. Árið 1956 frömdu Sovét- ríkin þjóðarmorð í Ungverja- landi. Er nokkur sem vill halda þvi fram, að Sovétrikin hafi neyðst til þeirra glæpaverka vegna athafna vestrænna rikja? Um nokkurra ára skeið hefur stórstyrjöld geisað í Asíu. öll- um er kunnugt að kommúnist- ar hófu þann leik, hverja skoð- un sem menn að öðru leyti hafa á þessari styrjöld og þátttöku Bandaríkjanna í henni. Niðurstað an verður jafnan sú sama. Öll þau atvik, sem.skapað hafa ófrið arhættu í heiminum frá stríðs- lokum eru mnnin undan rifjum alheimskommúnismans. Ef ekki væri vegna ögrandi athafna kommúnistaríkja mundi sæmi- legur friður ríkja á þessari jörð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.