Morgunblaðið - 31.10.1968, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 31.10.1968, Blaðsíða 17
lAORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1968 17 - FYRIRSPURNIR Framhald af bls. 13 hvort að með Smáíbúðarhverf- inu sé þá ekki átt við götur austan Tunguvegar? Ég vona það, vegna þess að þarna eru mínar bæjardyr og það er nú einu sinni svo, að hver er sjálfum sér næstur en ég bý þar að auki við mikla umferðar- götu. Það er ekki bara vegna þess sem ég spyr. Borgarstjór- inn minntist á það, að Sogaveg- urinn væri malbikaður núna inn að Tunguvegi og það er rétt, að hann hefur verið malbikaður í tveimur áföngum, örstuttur áfangi nú í haust á milli tveggja þvergatna milli Réttarholtsveg ar og Tunguvegar. En nú er pínuKtill annar kafli eftir, og eins og hann sagði, þá væri nú einmitt gott að láta það fylgjast að, vegna þess, að það er dýrt að flytja tækin á milli, en þarna milli hitaveitustokksins og Tunguvegar eru aðeins 5 hús. Nú er þetta látið verða eftir. f staðinn er verið að fýlla upp í töluverðan hluta af þessum stutta kafla, sem verður kanruski tekinn burtu aftur. Það hefði að mínum dómi fyrst átt að skipta um jarðveg þarna, áframhald- andi því, sem skipt var umjarð- veg á milli Réttarhoítsvegar og Tunguvegar. Þetta hefur ekki verið gert í haust. Verður sem sagt þarna þessi hringur. Það liggur mest á þessu, þrátt fyrir allt sem liggur á að gera í þess- um málum í okkar hverfi. Það liggur auðvitað á að malbika hverja einustu íbúðargötu. En þó mest af öllu að klára hring- inn, sem strætisvagnarnir fara, Bústaðaveginn, Sogaveginn og þriðja bliðinn í þessum þríhyrn- ing er Grensásvegurinn, sem þeg ar er búið að malbika. Þetta hefði jafnvel kannski verið hægt að gera í haust og svo klára allt næs'ta ár. Borgarstjóri: Ég þakka Séra Emit Björnssyni fyrir vinsamleg orð og vil taka það fram, að þegar ég segi, að allar íbúðar- götur í Smáíbúðarhverfinu verði malbikaðar á næsta ári, þá felst í því að samkv. fyrstu drögum að framkvæmdaáætlunum gatna málastjóra, er unnt að gera það, þótt auðvitað verði að velja og hafna ef ekki verða auknar fjárveitingar til þessara fram- kvæmda á næsta ári. Af minni hálfu er það ioforð að beita mér fyrir að þetta verði gert, en til þess að valda engum misskiln- ingi, þá eiga þessar áætlanir að fara í umræðu í borgarráði og borgarstjórn og vitaskuld er síð asta orðið sagt af þeim aðilum. En miðað við það sem ég sagði hér, þá er innifatið í þessu Tunguvegur, Básendi, Garðsendi og Ásendi og Litlagerði ogtengsl Litlagerðis við Tunguveg, Skóga gerði. Framhald Sogavegar ligg ur óljósar fyrir, frá Tunguvegi og austur úr. En ný byggð er að hefjast við Austurgerði og Byggðarenda, sem kemur inn í áframhaldandi stefnu Sogaveg ar. Kristinn Eyfjörð Eiríksson: Borgarstjóri hefur lýst yfir, að málbikun gatna í Smáíbúða- hverfi verði lokið á næsta ári. Má í framhaldi af þeim fram- kvæmdum búast við, að lokið verði við gangstéttarlagnir einn ig á næsta ári í hverfinu. Hvað er hugmyndin að gera við svæð- ið milli Miklubrautar og Soga- vegar. Hvenær er hugmyndin að tengja Réttarholtsveg við Skeiða vog samkv. aðalskiputagi. Borgarstjóri: Ég verð að svara fyrstu fyrirspurninni neitandi. Ég held að það sé alveg ljóst, að okkur tekst ekki að ganga frá gangstéttum í Smáíbúðar- hverfinu á næsta ári samhHða malbikun. En við munum reyna að fylgja eins fljótt í kjölfarið með gangstéttir eins og unnt er. í öðru lagi er spurt um svæðið milli Miklubrautar og Sogaveg- ar. Þar hefur verið reynt að snyrta örlítið til og slétta og sá. í framtíðinni kemur mjög til greina, að við þetta svæði verði t.d. reistar íbúðir fyrir aldraða. Að vísu er spurning, hvort þetta er of nátægt aðal umferðaræð inn í bæinn og hávaði og trufl- un fyrir gamla fólkið. A hinn bóginn vill gamla fólkið, sem ekki hefur kannski al'ltof mikið fyrir stafni, gjarnan hafa eitt- hvað lifandi í kring um sig, en ég myndi halda að þetta svæði yrði arunað hvort opið svæði eða e.t.v. fyrir einhverjar stofnanir, sem koma annað hvort hverfinu eða borginni allri að notum í framtíðinni. f þriðja lagi er spurt, hvenær er hugmyndin að tengja Réttarholtsveg við Skeiða vog samkv. aðalskipulagi. Það hefur ekki verið nein tímasetn- ing varðandi þá framkvæmd. Persónulega hef ég þá skoðun að draga beri slíka fram- kvæmd, sem er áreiðanlega kostn aðarsöm þangað til umferðin krefst hennar og brýn þörf er fyrir þessa tengingu, vegna þess að æskilegra er að fullgera þær götur, sem fyrir eru áður en við lengjum gatnakerfið. Ég er þeirrar skoðunar, að við eigum að reyna að lengja gatnakerfið eins lítið og mögulegt er til þess að geta gengið frá þeim götum, sem við þurfum og búum nú við, sem bezt. Þórir Davíðsson: Er ekki hægt að samstilla ljósin á Miklubraut inni betur en nú er? Borgarstjóri: Nýju umferðaljós daga, og það er ábyggilega af því, að þeir hafa verið að spara séf að bíða eftir Ijósunum. Það eru allir þeir, sem fara til Kefla- víkur, Kópavogs og Hafnarfjarð ar og jafnvel í Fossvog, sem fara þarna naétur og daga, öskr- andi. Það var eitt sem mig lang- aði að vekja athygli borgar- stjóra á, það er viðvíkjandi flóð unum í Elliðaánum. Við erum Mklega það vel settir Reykvík- ingar að það er sennilega hægt að lengja tímann sem þau eru, sbr. mann sem hefur rannsakað þetta mjög og þekkir svæðið vel. Er ekki einhver áhugi fyrir því að gera eitthvað í þeim málum. Borgarstjóri: Ég hygg að Kjartan Sveinsson hafi nefnt hér gamalt deilumál og nýtt þegar hann nefnir malbikun Heiðar- gerðis norður. Það gæti svo sem komið fram á varir mér, að það ætti auðvitað að gerast á næsta ári en í þessu tilviki, ef ég skil fyrirspurnina rétt, og veit hvað hann meinar, er um að ræða götu, sem húseigendur sjálfir eiga að standa straum af og í því er deiluefnið fólgið. Það er alveg rétt, að það hljómar dá- lítið einkennilega, að menn sem búa sunnar einnar götu fái mal- bikaða götu heim til sín, en hinir sem búa norðan sömu götu eiga að sjá um það sjálfir. En forsaga málsins er, að norðan þ.e.a.s. Rafmagnsveitu og Vatns- veitu sérstaklega og Landsvirkj un meðan hún rekur vatnsafls- stöðina þar. Ég býst við því, að þær tillögur, sem þessir aðilar koma fram með og muni verða til umræðu í borgarráði innan tíðar. Grétar Filipusson: Hvað verð ur gert við opið svæði frá Ás- enda og Byggðarenda að Etliða- ám. Verður Tunguvegur eina út- akstursleið úr Ásenda, Básenda og Garðsenda? Borgarstjóri: Hvað seinni hluta fyrirspurnarinnar viðvík- ur, þá er það rétt, að Tungu- vegur verður eina útaksturleið úr Ásenda, Básenda og Garðs- enda. Varðandi opið svæði frá Ásenda og Byggðarenda að Ell- iðaám, verður þar um opið svæði að ræða, nema það kemur auðvitað aðalumferðaræðin, Reykjanesbrautin, sem tengirEIl iðavoginn og Reykjanes. Sömu- leiðis eru þar fyrir hesthús Fáks, sem standa þar í það minnta til að byrja með að einhverju leyti. Sigurjón Bjamason: Borgar- stjóri varði töluverðum tíma af ræðu sinni í félagsmálaafskipti borgarinnar, og var það að von um, því að hann hefur látið þau mál sig mikið varða. En það er einn þáttur þeirra máía, sem ég hefði gjarnan vilja minnast á hér. og það er, hvort það er Sigurjón Bjamason ber fram fyrirspurn til borgarstjóra. in og stilling þeirra hafa vatd- ið mikilli gagnrýni. Það var ekki unnt að stilla þau fyrr en eftir að hægri umferðin var komin á, og hefja þá talningar og um- ferðakannanir. Á grundvelU þeirra er svo verið á vísinda- 'legan hátt að reikna út hvern- ig stillingin eigi að vera af fyr- irtækinu, sem seldi borginni ljós in. Það tekur þó að því er ég hygg um 6 vikna tíma eða lík- lega frá deginum í dag um 5 vikna tíma þar til niðurstöður eru fengnar. í milhtíðinni er reynt að gera bráðabirgðaúr- lausn en endanlegar stillingar verða tæpast fyrr en seinna á árinu. Kjartan Sveinsson: Ég vil gera það sama og aðrir að þakka borgarstjóra fyrir ágæta greiria gerð og gott að fá að vita í ótrúlega stuttu máli hvert þess- ir aurar okkar fara, sem við borgum í bæinn. Fyrir tveimur árum var Heiðargerðið malbikað og í sumar voru malbikaðar þver göturnar í suður. Við sem búum norðan meginn spyrjum hvort þvergöturnar í norður verði ekki ma'lbikaðar En það er ekki þar með sagt, að það þurfi að gera allt á næsta ári eins og menn eru hálft í hvoru að biðja um. Það var fyrirspurn um umferða- ljósin á Miklubrautinni. Ég þarf ekki að endurtaka það, en ég ætla að vekja athygli á að við höfum orðið fyrir svo ferlegri umferð af öllum mögulegum skrímslum á hjólum, nætur og megin Heiðagerðis voru skipu- ’lögð raðhús, og samkv. venju- legum úthlutunarskilmálum lá meðfram raðhúsunum gata, að- koma að hverri íbúð fyrir sig og er þá samkv. venju á valdi og undir kostnaðarþátttöku hús- eigenda komið, hvenær og hvern ig framkvæmdum er háttað. Síð- an fá lóðarhafar norðan Heiðar- gerðis leyfi til að slíta raðhús- in í sundur, þannig að úr verða sundurskiíin einbýlishús og að því leyti til er byggðin ekki frá- brugðin því, sem sunnan meg- in götunnar er. Úthlutunarskil- málum var þó ekki breytt, og þeir sem þá bjuggu þar töldu þetta nægja í bi'li. Við höfum vegna fordæmis, vegna þess að slíkt skipulag og úthlutunar- skilmálar eru víða í borginni, ekki talið fært að taka á bæjar- ins kostnað framkvæmdir við slíka gatnagerð, svo að ég held að spyrja verði íbúana sjálfa hvenær malbikun verði á þess- um götum norðan Heiðagerðis. í öðru lagi er rætt um flóðahætt- una í Etliðaánum. Ég get útaf fyrir sig ekki nú sagt hvaða ráðstafanir eru fyrirhugaðar. Greinargerð Einars Sæmund- sens var athyglisverð. Mér skilst þó, að kostnaður við framkvæmd þeirra tillagna sé nokkru meiri heldur en upphaflega var ætlað, en nú sem stendur er þetta mál í höndum borgarverkfræðings og forstjóra ' veitustofnana, sem hafa að einhverju leyti hagnýt- ingu Elliðaánna með höndum, meiningin hjá Reykjavíkurborg eða borgaryfirvöldunum , að koma því til leiðar að lögunum um meðferð drykkjusjúkra manna verði framfylgt, að að- staða verði sköpuð í Reykja- víkurborg til að framfylgja þeim lögum. Þau voru samþykkt á A1 þingi, og þar er kveðið svo á um, að ef drukkinn maður er tekinn úr umferð, skuli hann h'ljóta allt aðra meðferð en hann hlýtur í dag, að hann skuli fara undir læknishendur inn í gegn- um stofnun, þar sem honum yrði þaðan ráðstafað, eftir áliti sér- fróðra manna. Eins og er, eru þessir menn fíuttir beint í fanga geymslu og þaðan er þeim sleppt aftur út að morgni illa á sig komnum, án þess að fá nokkra næringu eða læknismeðferð. Meira að segja hefur gengið svo langt, að þó kallaður hafi ver- ið til læknir, þá hafa þeir ekki getað ráðstafað sjúklingnum, það er hvergi pláss yfir þá. Það er mikið meira af útangarðsfólki hér í Reykjavíkurborg heldur en við almennt gerum okkur grein fyrir og það hafa ein sam tök, sem hafa að vísu allt öðru hlutverki að gegna, samtökin Vernd, sem eru fyrst og fremst fangahjálp, haft töluverð af- skipti af þessum málum. For- stöðukona þeirra samtaka, Þóra Einarsdóttir, hefur farið ófáar ferðirnar með matpotta út í grenin, þar sem þetta fólk ligg- ur allslaust í hópum og er að reyna að gefa því næringu. Það er lítið hús í Grjótaþorpinu, sem er notað til þess að lofa mönin- um að búa þar, sem hafa verið í fangahæli og eru búnir að af- plána dóm og þeim er hjálpað tfl að ná aftur fótfestu í líf- inu. En þetta hús er allt of lítið og þarna er samanhrúgað mönnum af ólíkustu gerð, óKk- asta aldri og ólíkasta stigi á drykkjubraut og afbrotabraut. Þessi húsakynni hafa einnig ver ið notuð af góðvild, hefur mönn um verið komið þarna inn í húsaskjól, sem hafa reynt eða vilja reyna að hætta að drekka. En eins og er, þá er aðstaða þeirra manna og kvenna, sem vilja eitthvað gera sjálf til þess að hætta drykkjuskap mjög bág borinn í Reykjavík, svo að segja enginn. Sjúkrahúsin eru lokuð, hælin vantar og ef fráskilin kona, sem er að reyna að vinna sjálf fyrir sínum börnum, til að halda heimilinu ætlar sér að gera það, má hún búast við því, að hafa ekki frið fyrir mannin- um. Hann brýst inn á hana, eyði leggur fyrir henni og börnunum alla möguleika á því að halda hópinn og lifa eins og fólk. Sem sagt, því fólki eru líka allar bjargir bannaðar, sem viill reyna að bjarga því sem bjargað verð ur. Ég vildi endilega hreyfa þessu máli hér og vonast til að heyra hvort það er ekki eitthvað í áætíun um byltingu í þessum málaflokki, og ég tel að sumt af því sem borgarstjóri talaði um eins og framfærslukostnað, illar mætingar í skólum og ýmislegt af því sem hann talaði um i sam bandi við félagsmálin eigi bein ilínis rætur sínar að rekja til of- drykkju. Borgarstjóri: Ég vil þakka Sigurjóni Bjarnasyni fyrir að drepa á þetta mikla og mikils- verða mál, sem er raunar mjög erfitt úrtausnar. Auðvitað mun Reykjavíkurborg gera sitt til þess að lögum landsins verði framfylgt, en sannleikurinn er sá, að í þessum efnum skortir ýmsar þær stofnandr, sem til eiga að vera og Reykjavíkur- borg í sjálfu sér á ekki að standa straum af. Þess vegna hópast hér upp í borginni hóp- ur manna, sem því miður hefur ekki borið gæfu til þess að ganga þann veg, að sinna sínu starfi og gæta sinnar fjölskyldu. Reykj avíkurborg hefur sinnt þessu vandamáli að nokkru og hefur til meðferðar hvaða úr- bætur megi beztar gera. Félags- málastjóri hefur í samráði við geðlækni, áfengisvarnarstöðvar Hei'lsuverndarstöðvarinnar og félagsmálafulltrúa Flókadeildar- innar haft þessi húsnæðismál til meðferðar og ég býst við því, að lausn okkar sem borgar í þess- um efnum, — burt séð frá þvi að reynt er að koma þessum mönnum sem flestum undir lækn ishendur og á stofnanir — verði sú að þeir hinir, sem falla aftur í sama svaðið fái aðstöðu í ein- hverju húsnæði, þar sem þeir geti sofið og fengið matarbita, en hins vegar er úrlausn máls- ins í heiíd sinni langtum vanda- samari heldur en það að hafa tfl staðar eitthvert húsnæði og rúmstæði fyrir þessa menn að hvíla sig á milli drykkjutarna. Aðalatriðið er að reyna að koma þeim til starfs og manns á ný. Til þess þarf margvíslegar og kostnaðarsamar ráðstafanir og hið opinbera og frjáls félags- samtök þurfa þar öll saman að leggja hönd á plóginn. f þessu hefur áunnizt nokkuð en það er mjög mikið ógert á þessu sviði og Reykjavíkurborg mun reyna að gera það sem í hennar valdi stendur til þess að vinna að þess um málum. Þorlákur Þórðarson: Það var árið 1954 sem borgarráð úthlut- aði einu fé'lagi góðu svæði í svo- kölluðu Smáíbúðarhverfi og þetta er knattspyrnufélagið Vík ingur. Eftir að við fengum þetta svæði í hendurnar hefur margt breyzt og það hafa komið fram ákaflega miklar óánægjuraddir út af því, að bærinn hefur nýtt mikið af því plássi, sem okkur Framliald á bls. 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.