Morgunblaðið - 31.10.1968, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.10.1968, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1968 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstj ómarfulltr úi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgrei'ðsla Auglýsingar Áskriftargjald kr, 130.00 I lausasölu Hf. Árvakur, Reykjavik. Haraldur Sveinsson. Sigurður Bjiamascwi frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Sími 10-100. Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. á mánuði innanlands. Kr. 8.00 eintakið. VIÐRÆÐUR UM VANDAMÁL A ð frumkvæði ríkisstjórnar- innar hófust fyrir nokkru viðræður milli allra stjórn- málaflokkanna um lausn þeirra miklu vandamála, sem skapazt hafa vegna stórfelds verðfalls á íslenzkum út- flutningsafurðum og afla- brests á síðustu vertíðum. Yfirgnæfáhdi meirihluti þjóð arinnar mun hafa talið þess- ar viðræður stjórnmálalflokk anna eðlilegar og sjálfsagðar. Sá vandi, sem við er að etja af völdum stórminnkaðra gjaldeyristekna og versnandi aflabragða er svo hrikalegur að til algerðra einsdæma verður að telja hér á landi. Til undirbúnings ráðstöfun- um til þess að koma útflutn- ingsframleiðslunni á nýjan og traustari grundvöll hefur undanfarið verið safnað marg víslegum upplýsingum og gögnum um efnahagsástand- ið. Allir flokkar hafa verið sammála um, að án fyllstu yfirsýnar og vitneskju um að- stæður bjargræðisveganna væri ekki hægt að gera það sem gera þarf. Um það ríkir heldur ekki ágreiningur að skjótra ráðstafana er þörf. •k Það sýnir hins vegar ekki nægilega ábyrgðartilfinningu hjá málgögnum stjórnarand- stöðunnar, þegar þau reyna hvað eftir annað að skapa tortryggni gagnvart því und- irbúningsstarfi, sem verið er að vinna. Málgagn kommún- ista hefur jafnvel gengið svo langt í þessu að það hefur fyrirfram lýst yfir harðri andstöðu gegn hverskonar ráðstöfunum í efnahagsmál- um, sem gerðar kynnu að verða til þess að bæta að- stöðu útflutningsframleiðsl- unnar. Slíkt framferði gefur ekki góðar vonir um að mögu legt muni reynast að skapa þann einhug, sem æskilegt er og raunar nauðsynlegt að skapa með þjóðinni, til þess að ráða niðurlögum erfiðleik- anna. í forustugrein Tímans í gær eru því einnig gerðir skórnir, að viðræður stjórn- málaflokkanna kunni aðeins að stuðla að aukinni sundr- ungu og tortryggni. Mál- gögn Framsóknarflokksins hafa öðru hverju skrifað um vandamálin af hófsemi og ábyrgðartilfinningu. Stað- hæfingar forustugreinar Tím- ans í gær eru þess vegna óhyggilegar og ótímabærar. Ástæða er hins vegar til að taka undir þau ummæli for- ustugreinarinnar, að nauð- synle gt er, að sem fyrst verði skorið úr um það, hvort sam- staða getur tekizt um nauð- synlegar aðgerðir. Það er líka nauðsynlegt að þær ráð- stafanir,- sem gerðar verða verði gerðar sem fyrst. Þess ber þó að gæta að þegar um jafn víðtækan vanda er að ræða, sem raun ber vitni, er ekki hyggilegt að hrapa að neinu. Fyllsta yfirsýn verður að hafa skapazt um efnahags- ástandið. Á grundvelli henn- ar verður síðan að fram- kvæma það hiklaust, sem þjóðarhagsmunir krefjast. Um það meginsjónarmið ættu öll ábyrg öfl í landinu að geta sameinast. MÓTMÆLI TÉKKNESKRA LISTAMANNA rpónskáldasamtök Tékkósló- vakíu hafa lýst yfir óánægju með það, að leiðtog- ar landsins hafi látið undan hótunum Rússa. Jafnframt krefjast þeir þess að ábyrgst verði að frelsi til listsköpun- ar verði ekki skert. Mótmæli þessi hafa verið birt í tékkn- esku blaði og er auðsætt að mikil ólga ríkir meðal lista- manna í Tékkóslóvakíu vegna kúgunaraðgerða Sovétríkj- anna. Það kemur vitanlega eng- um á óvart að leiðtogar Sovét ríkjanna reyna nú að þvinga leiðtoga Tékka til þess að skerða frelsi listamanna. í Rússlandi er frjáls listsköpun ekki leyfð. Listamenn eru ekki frjálsir að því að vinna listastörf að eigin geðþótta. Ef list þeirra felllur ekki valdahöfunum í geð er sagt að hún sé „úrkynjuð" og sam- ræmist ekki „hugsjónum sósíalismans.“ Þetta er gömul saga og ný. Pasternak fékk ekki að taka á móti nóbelsverðlaunum sín um. Margir aðrir listamenn í Sovétríkjunum hafa verið hundeltir vegna þess að þeir hafa ekki þótt fylgja hinni opinberu flokkslínu. Tékkneskir listamenn vita, að leiðtogar þeirra hugðust koma á auknu frelsi á öllum sviðum þjóðlífs þeirra. En það leiddi til þesss að Tékkó- slóvakía var hernumin af Sovétríkjunum og öðrum ríkj um Varsjárbandalagsins. Það er sú sorglega staðreynd, sem Tékkóslóvakar og allur hinn frjálsi heimur stendur frammi fyrir. Hér ligrgrja hvalveiðibátarnir og rySga í höfninni í Sandefjord. Þeirra biður ekkert annað en niðurrif til brotajárns. Hvalveiðiævintýrinu í Suð urhöfum lokið Norski hvalveiðiflotinn bíður niðurrifs Sandefjord — AP. Norðmenn hafa ákveðið að hætta hinni árlegu þátttöku sinni í hvalveiðunum í Suð- urhöfum. Eitt norskt fyrir- tæki, Anders Jahre, hafði í hyggju að gera út leiðangur til veiðanna í vetur, en sök- um hækkandi tilkostnaðar og minnkandi eftirspurnar eftir hvallýsi, hefur fyrirtækið hætt við áform sín. Hvalveiði- slóðirnar við Suðurskautsland ið eru því eftirlátnar Sovét- mönnum og Japönum, en þær þjóðir einar munu senda leið- angra þangað í vetur. Á árunum eftir 1930 sendu Norðmenn meira en 10.000 harðsnúna hvalveiðimenn í 41 leiðangur til Suðurskauts- landsins. Margir hinna norsku brautryðjenda í veiðunum á þessum slóðum urðu vellríkir. Hvalbeinsbogar fyrir utan glæsileg einbýlishús þessa uppgangsbæja, bera þess vitni hvaðan auðlegðin stafar. Eitt sinn lifðu Sandefjord og nágrannabærinn Tönsberg, einvörðungu af hvalveiðum. En sl. ár fór aðeins einn hval- veiðileiðangur þaðan og þátt- takendur voru aðeins 385. Þeir mönnuðu eitt verksmiðju skip og fimm hvalveiðibáta. Nú eru þessir menn í landi, og verða að leita að atvinnu í öðrum greinum. Það vill til, að þeir verða ekki í neinum vandræðum. íbúar Sandefjord njóta nú framsýni sinnar. Þeir vissu, að einhvern tímann hlaut að koma að því, að hvalveiðarn- ar legðust niður, og hafa því smátt og smátt umbreytt efnahagslífi bæjarins þannig að það gæti tekið við fyrr- verandi hvalveiðimönnum. — Stór efnaverksmiðja hefur verið sett á fót tii þess að framleiða olíu efnafræðilega í stað hvallýsis. Við höfnina í Sandefjord er stytta, sem minnir á liðna „Moby Dick“ tíma. Hún sýn- ir hvalveiðimenn í fullri lík- amsstærð, einn þeirra veif- Framhald á bls. 20 Þessi óvenjulega og fagra stytta stendur við höfnina í Sandefjord og minnir á fyrri tíma, er harðsnúið lið bæjar- búa sótti guli í greipar Suðurhafa. VARAÐ VIÐ SPÁ KAUPMENNSKU /\llum landsmönnum hefur ^ um nokkurt skeið verið ljós nauðsyn þess að gripið yrði til all víðtækra ráðstaf- ana til þess að treysta rekstr- argrundvöll atvinnuveganna, tryggja næga atvinnu í land- inu og bæta stöðu landsins út á við. Hin hrikalegu áföll sem þjóðarbúskapur íslendinga hefur orðið fyrir á tveimur árum eru slík, að engum blandazt hugur um það, að þeim áföllum verður að mæta með ölllum tiltækum ráðum. í ljósi þess að einhugur rík ir með þjóðinni um það að gera verður nauðsynlegar ráð stafanir í þessum efnum er engin ástæða til að menn láti sögusagnir og orðróm um hin ar fyrirhuguðu efnahagsað- gerðir leiða sig til spákaup- mennsku eða annarra fljót- ræðisverka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.