Morgunblaðið - 31.10.1968, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 31.10.1968, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 196S 13 umferð um Bústaðaveg, Hólm- garð, Hæðargarð og Réttarholts veg. Gjörið svo veí og skýrið frá hvernig og hvenær ætlunin er að ganga frá opnu svæðiRétt arholtsvegar og svæðinu austan Réttarholtsvegar og sunnan Rétt arholtsskóla, meðfram hitaveitu stokknum. Borgarstjóri: Bústaðavegur verður hraðbraut, Hólmgarður verður íbúðargata, Hæðargarður verður safnbraut og Réttarholts vegur verður svokölluð tengi- braut. Nú er ég ekki viss um, að menn séu öllu nær þótt ég svari þessari spurningu svo, en ég hef að vísu hér skipulags- kort. Það er gert ráð fyrir, að Hólmgarður sé íbúðargata og að ekið sé frá Réttarholtsveg yfir á Hæðargarð og þaðan eftir nýrri götu í gegnum Bústaðahverfi, er fæðir bæði Hólmgarð og „lókal“ götu við Bústaðavegshúsin við Bústaðaveg. Mér er það ljóst, eins og kom fram í fyrirspurn inni, að þessi fyriræthm hefur sætt gagnrýni, m.a. er bent á, að erfitt sé að leggja hinar nýju safngötur inn í miðju hverfinu eins og það er byggt núna, og talið, að umferðin um Hæðar- garð verði hættulegri miðað við umferðarrýmið þar. Þessar at- hugasemdir er gott að fá, áður 1 framkvæmdir eru lengra komn ar. En það er hugsun aðalskipu lagsins að reyna að hlífa ein- stökum íbúum í hverfinu við gegnum akstri. Að vísu njóta þá góðs af því húsin sem nú standa við Bústaðaveg og Hólm- garð en aftur á móti versnar e.t.v. aðstaða þeirra húsa, sem ftanda við Hæðargarð. Þá er spurt að því hvernig og hvenær eigi að ganga frá opnu svæði austan Réttarholtsvegar og svæð inu austan Réttarholtsvegar og sunnan Réttarholtsskóla með fram hitaveitustokknum. Ég skal geta um það, að það er ætlunin að þarna verði opin renna og göngustígur. Ég get ekki sagt hvenær verður gengið frá slík- um stíg, en einn 'liðurinn í aðal- skipulaginu og umferðakerfi þess er að reyna að koma á göngu- 'stígum um allt borgarlandið og helzt þannig að gangandi fólk þurfi ekki að ganga yfir hrað- brautir heldur geti komizt und- ir þær eftir göngum eða yfir eftir brúm. Hannes Þ. Sigurðsson: Það glaiddi mig mjög að heyra það sem borgarstjóri sagði hér áðan um framtíðarskipulag umferðar hér í hverfinu, en ég gét samt sem áður ekki stillt mig um að nefna eina götu hér í hverfinu, sem heitir Rauðagerði, og hefur reyndar orðið miklu meiri um- ferðargata heldur en nokkurn tíma var ætlast til af borgar- yfirvöldum, — en þó beinlínis kannski til þess stofnað af þeim, með þeirri tengingu, sem gerð var fyrir nokkrum árum við Miklubrautina. Þessi tenging við Miklubrautina hefur skapað svo gífurlega þunga umferð um Rauða gerði, að ég get varla lýst því með orðum, hversu mikil áþján hefur verið af þessari umferð. Nú eftir að hægri umferð var tekin upp í vor, hefur það leitt af sér, að þessi mikla umferð, og hraða umferð, hefur færzt nær húsunum en áður. Þar sem bílarnir fara niður brekkuna, keyra þeir nú nær húsunum í stað fjær áður og hefur þetta að 'dómi íbúanna, sem búa við þessa götu skapað miklu meiri slysahættu heldur en áður og höfum við því farið fram á það, að borgaryfirvöldin verði við þeim óskum okkar, að tenging- unni niður á Miklubraut verði þegar í stað lokað og reynit að fá lögregluyfirvöld til þess að sömúleiðis vegna þess að þarna sé slysahættan svo mikil, að eitt hvað verði að koma tií. Mig mundi langa til að spyrja borgar stjóra, hvort við mættum eiga von á því, að þessari götu yrði lokað í náinni framtíð. Þá lang- ar mig ennfremur til þess að spyrja um annað atriði. Við, íbú- arnir í Rauðagerðinu, höfum orð ið varir við, að skolplagnir gam- alla húsa í nágrenninu hafa ekki verið tengdar við skolpræsi borg arinnar. Við höfum ítrekað kvart anir yfir þessu við heilbrigðis- yfirvöldin og vitum að í sumum tilfellum hefur þarna verið bætt úr. En nú langar mig til að spyrja hvað gera borgaryfirvöld in tit að fylgjast með þeim frá- rennslislögnum, sem ekki eru tengdar beint við borgarkerfið. Eins og þegar hefur komið fram á fundinum, eru íbúar við Hæð- argarð og Hólmgarð ekki alls kostar ánægðir með það umferð- arfyrirkomulag, sem þar er nú fyrirhugað af borgaryfirvöldum og mér hefur verið falið að lesa hér upp skjal sem er undirrit- að af 115 íbúum í þessu hverfi og leggja það fyrir borgarstjóra. Skjalið hljóðar svo: „Við undir- ritaðir íbúar við Hæðargarð og Hólmgarð viljum koma á fram- færi óskum okkar í umferðar- má'lum hverfisins, sem er, að nefndar götur verði áfram not- aðar til óhindraðar umferðar. f fyrsta lagi vegna þess, að mal- bikun hefur farið fram og þar af leiðandi eru göturnar betur undir akstur búnar en fyrr. f öðru lagi teljum við, að akbraut- irnar, sem virðast fyrirhugaðar milli Hólmgarðs og Bústaðavegar séu mjög varhugaverðar. f þriðja lagi er ekki minni hætta af sí- mjög fækkandi vegna þess, að holræsakerfi borgarinnar hefur verið endurbætt. Hins vegar er ekki loku fyrir það skotið, að gömlu húsin, sem reist hafa ver- ið í útjaðri bæjarins eða fyrir utan hann fyrir mörgum áratug- um en eru nú komin inn í byggð- ina hafa ekki fengið rétta teng- ingu við holræsakerfið. Þessi hús eru ekki á fullkominni skrá, en jafnóðum og vart verður við slík an ófögnuð, er auðvitað reynt að gera ráðstafanir til þess að þau tengist holræsakerfi borgarinnar og sérstakt eftirlit annars haft með, að um sé að ræða rotþrær eða annað sem fullnægjandi má teljast. Þó veit ég að hér eru dæmi, eins og t.d. í Bíesugróf- inni, þar sem þetta hefur ekki verið í góðu lagi og það verð- ur að vinna jafnt og þétt að endurbótum. Sumpart er verið að útrýma þessum húsum. Þau eru götustæði og eru ekki í sam- ræmi við frambúðarskipulag, en ef þau eru það, þá eru þau Ijafnóðum tengd holræsakerfinu. Og ég hygg, að heilbrigðiseftir- litið og hreinsunardeild borgar- verkfræðings hafi mjög mikinn áhuga á því að fylgjast með slík um tilvikum og fullan vilja á úrbótum hverju sinni. Varðandi áskorunarskjal sem hér hefur og ég svaraði því til, að lag- færing á þ'essu auða svæði væri ekki tímasett ennþá og ég verð því miður að valda Jóni von- brigðum og svara á sama veg nú. Við höfum ekki tímasett úr- bætur á þessum stað enn sem komið er. Ég gat um það í frum- ræðu minni að þar væri nú mikil vægt verkefni að snúa sér að því að ganga frá ýmsum opnum svæðum í borgarlandinu og ég skil Rauðagerðisbúa mjög vel. Þarna háttar svo til að opna svæðinu hallar til Rauðagerðis, og þess -vegna er hætt við, að af því svæði komi ýmiss ófögn- uður meðan það er í órækt, nið- ur á góðar lóðir Rauðagerðisbúa. Og Rauðagerði verður, þótt á hakanum hafi orðið í malbikun, í ár, eins og aðrar götur í hverf- inu malbikaðar næsta sumar. Árni Gíslason: Hvenær megum við vænta þess að síðasta út- h'lutun í Fossvogi verði í bygg- ingarhæfu ástandi? Borgarstjóri: Síðasta úthlutun í Fossvogi er líklega áfangi, sem krefst nýs aðalholræsis. F«<ss- vogsræsið stóra getur ekki þjón að þessum síðasta byggingará- fanga austast í Fossvoginum. Hol ræsi, sem þjónar því svæði þarf að fara út í Elliðavog og er töluvert.dýr framkvæmd. Það er Geir Hallgrimsson flytur ræðu áfundinum. Fundarstjóri Hilmar Gauðlaugsson og fundarritari Arnfinnur Jónsson sitja við hlið hans. felldum snúningum og afturábak akstri heldur en beinni keyrslu. Og að síðustu, Hæðargarður ligg ur meðfram barnaskólalóðinni, svo augljóst er, að hann er ekki vel faltimn til að taka við um- ferð beggja gatnanna." Undir þetta skjal rita 115 íbúar í þessu hverfi. Borgarstjóri: Fyrsta fyrirspurn Hannesar Þ. Sigurðssonar er um Rauðagerði. Þau tengsl voru sett á vegna þess, að það var erfitt að fara Sogaveginn og fram- kvæmdir hafa átt sér stað við Sogaveginn núna tvö síðustu ár- in. Þessi tengsl voru eingöngu hugsuð til bráðabirgða. Samkv. gatnakerfi aðalskipulagsins er Rauðagerði allt frá Sogavegi til enda íbúðargata, græn gata, þar sem ekki verður gegnum akstur. Hins vegar kerhur gata frá Rétt- arholtsvegi í Skeiðarvog yfir Pogamýrina. Sú framkvæmd verð ur nú ekki alveg á næstunni en þá fá efstu húsin við Rauða- gerði næst Sogaveginum aðkomu eftir „lókal“-götu eða Rauðagerð inu eins og það er núna. Rauða- gerðið verður þá lokað í þann endann og vonandi vekur það ekki þá gagnrýni. að um hring- akstur eða afturábakakstur verði að ræða, eins og sú gagnrýni ber vitni um sem er í áskor- unarskjatinu, sem ég held á. Varðandi aðra spurninguna, eft- iriit með holræsum, sem ekki eru tengd holræsakerfi borgar- innar, þá fer slíkum holræsum 'verið afhent mér, er það út af fvrir sig einmitt í sama anda og ýmsar þær fyrirspurnir, sem hér j hafa komið fram á fundinum um gatnakerfið á þessum slóðum og ég hef gert grein fyrir hvernig jhugsað er í framtíðinni. Ég sé ekki ástæðu til annars en að segja það og lofa því, að at- ihugasemdir og röksemdir undir- ekrifenda verða kannaðar af um ilerðaryfirvöldum, borgarráði og borgarstjórn og við munum hafa samráð við þá áður en endanleg- ar ráðstafanir verða gerðar í sambandi við frekari breytingar á þessu svæði. Jón Hannesson: Ég bar fram fyr irspurn á síðasta hverfisfundi, sem haldinn var um opið svæði, sem afmarkast af Rauðagerði, Sogavegi og Borgargerði, en fékk þau svör þá, að borgarstjóri vissi ekki hvenær því yrði komið í lag. Þarna eru við sem fengum lóðum úthlutað á sínum tíma bún ir að koma lóðum í lag, en þetta auða svæði er heldur leiður njólaakur, sem sáir fræjum sín- um yfir garða okkar og við þurf um að reita slíkt illgresi úr sum ar eftir sumar. Ég hef búið þarna í 9 ár, og sömuleiðis þeir aðrir, er fengu þarna lóðum út- hlutað, en s'líkum opnum svæð- um hefur verið komið í lag víða annars staðar í borginni, þótt síðar hafi verið úthlutað. Borgarstjóri: Það er rétt, að Jón Hannesson spurði um það sama fyrir rúmum tveimur árum verið að kanna það nú, hvort borgar sig betur að fara í þetta svæði og gera það byggingar- hæft á næsta ári, eða halda á- fram með stærra svæði í Breið- holti en ella. Ég held, að það mæli með því að klára þetta austasta svæði í Fossvogi, að þarna verði hreinlega samfeHd byggð, sem er frágengin og í- búðarhæf sem fyrst. Og miðað við það, að verði ekki gengið fram hjá þessum síðasta áfanga Fossvogs en haldið áfram í beinu áframhaldi að gera hann bygg- ingarhæfan, tel ég að það verði það á næsta ári. Sólveig Búadóttur: Kemur fljót lega að því að endurnýja þurfi hitaveiturör, sem lögð voru fyr- ir 2—3 árum. í Snekkjuvogi hér í borg, er nýlokið við að skipta algerlega um þriggja ára gömul rör. Spyrjandi býr í Bakkagerði í Smáíbúðahverfi en þar var hitaveita lögð sumarið 1966. Borgarstjóri: Ég mundi svara bessari spurningu neitandi. Það á ekki að þurfa að koma til slíkrar endurnýjunar á fárra ára fresti, en mér er hins vegar kunnugt um, að sú hefur raunin orðið á í nokkrum tilvikum og auk bess tilviks. sem fvrirspyrj- andi nefnir, get ég um Skip- hn'ltjð en bá er bví um að kenna. að einhver galli hefur verið í frágangi eða einangrunarefni. Við höfum orðið þess var. að einangrunarefni hefur ekki allt- af verið það heppilegasta og Þorlákur Þórðarson ber fram fyrirspurn til borgarstjóra. valdið" einhverskonar tæringu og raki komist í leiðslurnar. Með tilraunastarfsemi hafa önnur ein angrunarefni verið valin sem von andi koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. Endingin á að vera mjög mikil á slíkum rörum og algerlega óeðli'legt að endur- nýja þurfi það á 2—3 ára fresti. Gunnar Páll Ingólfsson: 69.gr. stjórnarskrárinnar hljóðar svo: „Enginn bönn má leggja á at- vinnufrelsi manna, nema almenn ingsheill krefji, enda þarf laga- boð til“. Hefur þessi grein stjórn arskrárinnar ekki verið brotin með lokun Hólmgarðs. Og hefur almenningsheil'l ekki verið rang skoðuð með því að færa þunga- umferð yfir á Hæðargerði, sem liggur rétt hjá stærsta skóla landsins. í Hólmgarði eru nú rek in 8 verzhmarfyrirtæki. Hafa þau nú þegar orðið fyrir stór- tjóni vegna lokunar götunnar og sjá þau ekki fram á rekstrar grundvöll þar sem þau sitja nú ekki við sama borð og aðrar verzlanir í hverfinu, þar sem að þeim liggja greiðar götur. Borgarstjóri: Mér er kunnugt um athugasemdir kaupmanna í verzlunarhúsinu við Hólmgarð, vegna lokunar götunnar. Borgar ráði hefur borizt bréf og greinar gerð frá þeim, sem er til með- ferðar nú. Mér er kunnugt um, að fundur hefur verið með þeim og borgarverkfræðingi hins vegar veit ég ekki hvað þar gerðist, eða hvað athugun á máli þeirra 'liður umfram það sem ég hef þegar sagt um þetta mál hér, á fundinum. En þetta mál er bersýnilega aðalmálið, brennandi spursmál og verður farið með það í því íjósi hjá borgaryfir- völdunum eftir þennan fund. Það er auðvitað svo, að lokun Hólm- garðs er gerð til hagsbóta fyrir íbúa hverfisins og talið til al- menningsheilla. Ennfremur má segja, að verzlunarhúsið við Hólm garð hafi fyrst og fremst átt að þjóna hverfinu sjá'lfu og það eru því áhöld um hvað verzlunar- svæði þess eigi að vera stórt, þótt auðvitað geti verið og sé sennilega svo góð þ.iónusta þar af hálfu kaupmanna. að menn vilji gjarnan eiga viðskipti við þá, þó að þeir búi lengra frá, en ef hins vegar íbúarnir þarna á svæðinu telja um rangt mat á þeirra eigin heill að ræða, af borgaryfirvöldum, þá sé ég í fljótu bragði ekki ástæðu til að þröngva gatnakerfi upp ' á þá, em þeir eru allir meira og minna andvígir. En ég ítreka, að þetta mál er í athugun og könnun hjá umferðaryfirvö'ldum og borg aryfirvöldum svo að niðurstað- an kemur inna skamms og verð- ur samráð haft við íbúa og kaup menn í hverfinu. Séra Emil Björnsson: Það er viðurkennt af borgarstjóra að okkar hverfi þ.e. Smáíbúða- hverfið hefur orðið langt á eft- ir öðrum um malbikun gatna og það er líka loforð um, að það eigi að malbika allar götur í hverfinu næsta ár. Nú vildi ég bera fram fyrirspurn um það, Framhald á bls. 17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.