Morgunblaðið - 31.10.1968, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.10.1968, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1968 Haraldur Eggertsson: Svar til Árna Brynjólfssonar ÞAÐ er þakkarvert, þegar menn benda á það sem þeim finnst af- laga fara í þjóðlífinu og benda á leiðir til úrbóta. Gildir þar jafnt þó þar sem annars staðar, sýnist sitt hverj- um og þær leiðir, sem á er bent reynast ekki leysa allan vand- ann. Það sýnir þó alltaf að menn láta sér ekki á sama standa og á meðan er alltaf von á úrbót- um. Ég þakka því A.B. fyrir fram- lag hans í þessa átt sem birtist í grein hans í Morgunblaðinu 24. okt. sl., sem hann nefnir: Er Islenzk iðn og tæknimenntun í fjötrum? Einn Ijóður er þó á, en það er hve gálauslega, að ekki sé meira sagt, hann fer þar með eitt at- riði sem hann bendir á máli sínu til stuðnings, enda í annað sinn, sem ég stend hann að, að vega í sama knérunn á sama hátt. Þar sem ég tel mig þar betur vita, tel ég mig knúinn til and- svars. Á. B. segir í umræddri grein þetta meðal annars: „Því var það, að á stríðsárun- um síðustu komu núverandi orkumálastjóri og fyrrv. raf- magnsstjóri o. f.l því til leiðar að stofnuð var deild fyrir raf- virkja við vélskólann í Reykja- vík. Var hugmynd þeirra að deildin yrði skilyrði fyTir lög- gildingu Rafmagnseftirlitsins á þeim mönnum, sem hugðust taka að sér rafverk á eigin ábyrgð. Sú hugmynd átti sér þó ekki langa lífdaga því rafvirkja- sveinafélagið gerði verkfall er þetta skilyrði var sett í reglu- gerð og hótað að leggja niður iðnina, ef sett yrðu kunnáttu- skilyrði fyrir löggildingunni." í tímaritinu Rafvirkjameistar- inn 4. árg. 1. tbl. 1963, segir Á. B. ennfremur, að undangengnum sízt mildari formála: „Viðbrögð rafvirkjastéttarinnar við þessu framfara máli urðu þau að við lág að gripið væri til vopna“. í fyrsta lagi er það rangt hjá A. B. að rafmagnsdeldin hafi verið stofnuð á stríðsárunum. Hún tók til starfa árið 1936. I öðru lagi er það rangt, að raf- virkjasveinar hafi einir staðið að verkfallinu. Þar voru raf- virkjameistarar óskiptir með. I þriðja lagi er það vísvitandi rangt, að hótað hafi verið að leggja iðnina niður. Það er í fjórða lagi rangt, sem A. B. hef- ir óspart látið í ljós bæði í ræðu og riti, að rafmagnsstéttin hafi með verkfallinu verið að streit- ast gegn aukinni menntun, því á það má benda meðal annars að áður en rafmagnsdeildin tók til starfa, þá hélt sveinafélagið uppi á eigin kostnað árlegum framhaldsnámskeiðum í raf- magnsfræði, sem voru mjög vel sótt af meðlimum þess. Þar sem ég var einn af aðal hvatamönnum að þessu fræga verkfalli, sé ég mig knúinn til að fara nánar út í þau atriði, sem til þess leiddu, þó ekki verði komist hjá að ég tali þar nokk- uð mikið um sjálfan mig. Þegar rafmagnsdeildin var stofnuð, var vélskólinn sá eini, sem nokkur skilyrði hafði til að veita henni viðtöku. Það leiddi því af sjálfu sér að hún hlaut fyrst og fremst að mótast við hans hæfi, en ekki rafvirkja, enda fór svo að þegar rafvirkjar sáu að þeir höfðu ekki árangur sem erfiði af að sækja hana þá hættu þeir því, þó það væri ekki aðal ástæðan, heldur sú, að á þeim eymdar- og krepputím- um höfðu menn bókstaflega ekki efni á að veita sér þann munað að mennta sig, þó það hljómi nú ankannalega í eyrum þeirra, sem ólust upp við að dunda við að fleyta gullbrákina ofan af tára- og blóðhafi heims- styrjaldarinnar og hafa síðan velt sér í vellystingum velgeng- isáranna. Þá höfðu of fáir mína aðstöðu að eiga vel stæða foreldra, sem kostað gátu nám þeirra, en þar sem ég var kominn yfir tvítugt og því eðlilegra að ég væri far- inn að líta til með þeim öldruð- um og slitnum, en að vera á framfæri þeirra, átti ég þann metnað, að þiggja því aðeins þeirra hjálp að ég gæti sýnt þeim að ég kynni að meta hana að verðleikum. Þess vegna fékk ég með undanþágu, að ljúka sveinsprófi mánuði áður en náms tíma mínum lauk til að geta komist í tæka tíð á sænskan tækniskóla, sem ég hafði sótt um, vegna yfirburða aðstöðu, sem hann hafði umfram raf- magnsdeildina hér heima til menntunar, enda var uppihalds kostnaður þar mjög sambærileg- ur við það sem hér var. En eftir nær 3ja ára strit við gjaldeyrisnefndina, við að fá 100 sænskra króna yfirfærslu á mánuði, gekk ég af tólfta fundi þeirra með skjal í höndum um bænheyrslu mér til handa frá fyrirrennara Á. B. í starfi, for- manns Félags löggiltra rafvirkja meistara, sem um leið var hús- bóndi minn og fyrrverandi læri- meistari. Fylgdi því loforð um að ef ég sýndi þeim sams konar plögg frá fyrrnefndum stofnend- um rafmagnsdeildarinnar, þá myndu þeir veita mér úrlausn. Þegar ég því gekk á þeirra fund þeirra erinda, þá synjuðu báðir á þeirri forsendu að ég gæti fengið þá menntun sem ég þyrfti á deildinni. Ég vil taka fram, að ég er ekki að draga þetta fram þessum landskunnu heiðurs- mönnum til hnjóðs, því vafa- laust hafa þeir haft sínar gildu ástæður, þó mér í ákafa æsku- mannsins fyndist það koma all harkalega við mig. Þegar hér var komið sögu, var ég búinn að lifa þessi 3 ár sem Á. B. hefir oft orðið skrafdrjúgt um, en sem til þarf til að öðlast rétt til meistarabréfsins, sem veitir rétt til að standa fyrir verkum á eigin spýtur og hafa nema í iðninni, a. m. k. skýlaus- um lagabókstaf. En þá rakst ég á það sem allt strandaði á, lands löggildinguna, sem styðst við þá reglugerð, sem ein virðist hafa vald til að ógilda þau lög, sem hún á þó eðli sínu samkvæmt aðeins að vera leiðbeinandi um hvernig eigi að framkvæma. — Landslöggildingin, sem í reynd er ekki merkilegra plagg en það, að hvert hreppsfélag á landinu getur búið til sín eigin löggild- ingarskilyrði með þeim afarkost- um að það í raun ógildi lands- löggildinguna. Eðlilegra væri þó að þessu væri öfugt farið, svo að landslöggildingin tæki yfir stað- arlöggildinguna. Ég leitaði því álits þekkts lög- fræðings á þessu atriði og reynd ist hann á sömu skoðun, en ráð- lagði mér frekar en að fá dóms- úrskurð, að reyna að fá sam- stöðu rafvirkjastéttarinnar um að mótmæla þessu, enda myndi þessu þá strax verða kippt í lag, þegar menn áttuðu sig á að þetta gæti ekki staðizt, en þó nú séu liðin rúm 26 ár síðan, hef- ir það ekki enn verið gert. Þessi var orsökin fyrir hinu fræga verkfalli, en ekki sú að verið væri að mótmæla aukinni mennt un, þó eðlilegra væri að byrjað væri á þeirri menntun á þeirn tíma, sem rnenn eiga að vera að læra en ekki sé byrjað á henni þá fyrst þegar menn eiga að vera búnir að því, eins og nú virðist að stefnt. Ég held að okkur öllum iðn- aðarmönnum stæði nær að tína illgresið úr okkar eigin garði, áður en við förum að krefjast fjárfrekra aðgerða úr hendi þess opinbera okkur til handa. Því aðeins geta þær að nokkrum not um komið að svo sé gert. Nógu er af að taka eins og við vitum allir ef við á annað borð viljum vita það. Að endingu vil ég segja þetta, við alla þá sem taka að sér það göfuga verk að ryðja mennta- gyðjunni braut: Minnist þess, að menntagyðj- an á sammerkt skáldgyðjunni hans Jónasar Guðlaugssonar í því, að hún er ekki og verður ALDREI skemill til þess að skríða á, né skækja sem fæst til leigu. Haraldur Eggertsson. Ragnheiöur Jónsdóttir, Ijósmóðir MINNINGARORÐ RAGNHEIÐUR Jónsdóttir, fyrr- um ljósmóðir frá Kjós í Grunna- víkurhreppi er látin. Hún lézt í sjúkra'húsinu á ísafirði 15. okt. sl. 91 árs að aldri. Allt fram und- ir níræðisaldur gekk hún til starfa sinna, en um mitt sumarið 1967 var hún flutt í sjúkrahús og dvaldi þar síðan. Með Ragnheiði firá Kjós er til moLdar hnigin merk og mikilhæf kona og svipmikill og sterkur persónuleiki. Verður hún öllum þeim er henni kynntust minn- isstæð sakir mannkosta sinna og þreks. Raghheiður Ingibjörg Jóns- dóttir var fædd að Stað i Grunnavíkurhreppi 18. okt. 1877. Voru foreldrar hennar Jónína Jónsdóttir og Jón Sigurðsson bóndi. Ólst hún upp í foreldra- húsum, en fór tvítug að aldri 1 ljósmæðraskólann í Reykjavík og lauk þaðan námi ári_5 1898. Gerðist hún þá ljósmóðir í Grunnavíkurhreppi, bæði sunn- an og norðan Skorarheiðar, þar til ljósmóðurstarfinu var skipt. Þá þjónaði 'hún eingöngu hérað- inu fyrir norðan heiði. Hún var samtals ljósmóðir í Grunnavík- urhreppi í 60 ár. Áirið 1900 giftist hún Guð- bjarti Kristjánssyni og bjuggu þau fyrstu árin í Kollsá í Grunna víkurhreppi. Síðar bjuggu þau á Höfðaströnd í sömu sveit. Eign- uðust þau tvö böm, Jónínu, sem gift er Guðbjarti Ásgeirssyni, verkstjóra á ísafirði og Einar, skipstjóra í Reykjavík, sem kvæntur er Sigrúnu Einarsdótt- ur frá Dynjanda. Ennfremur ólu þau hjón upp tvö böm, Guð- björgu Kristjánsdóttur og Ragn- ar Mariasson. Árið 1915 missti Ragnheiður mann sirm, sem var hinn mæt- a3ti maður. Bjó hún síðan áfram um skeið á Höfðaströnd. En ár- ið 1918 giftist hún Tómasi Guð- mundssyni, hreppsstjóra í Grunnavíkurhreppi. Árið 1926 keyptu þau jörðina Kjósí Hrafns firði og bjuggu þar lengstum síð- an. Ólu þau upp þrjú fósturbörn, Elínu Þorbjairnardóttur, Ragnar Inga Hálfdánarson og Ragniheiði Einarsdóttur. Kaustið 1952 fluttust þau Tómas og Ragnheiður út í Grunnavík. Var þá 'erfitt orðið um búskap í Hrafn/sfirði, þar sem bæirnir til beggja handa voru komnir í eyði. En þessi dug miklu hjón vildu þó ekki yfir- gefa fæðingarsveit sína og tóku því það ráð að færa bú sitt út í Grunnavík, en þar áttu þau nokkur hundruð í jörðinni Sút- arabúðum. Byggðu þau nú upp íbúðarhús jarðarinnar og sett- ust þar að. En viðstaðan í Grunnavík varð ekki löng. Fólk- ið hélt áfram að flytja úr Jök- ulfjörðum og Ratgnheiður og Tómas urðu að fylgja straumn- um. Þau fluttust þá til ísafjarð- ar og háfa átt þar faeimili síðan. Tómas Guðmundsison, eigin- maður Ragnheiðar, lifir konu sína og er nú rúmlega áttræður að aldri. Er hann hið mesta ljúf- menni, traustur og áreiðanleg- ur maður í hvívetna. Ragnheiður í Kjós var höfð- ingi í sjón og raun. Hún var frá- bærlega gestrisin kona og greið- vikin. Öll framkoma hennar mótaðist af myndarskap og drengskap. Hún var alla ævina sívinnandi úti og inni. Hún var listavefari og saumaði einnig og prjónaði af mikLum hagleik. Jurtalitun framkvæmdi hún af smekkvfei og frábærri kunnáttu. Ljósmóðurstörf sín í einu erfið- asta ljósmóðurumdæmi landsins vann hún af einstæðri samvizku semi, kjarki og dugnaði. Ferðir að vetrarlagi yfir Skorarheiði voru enginn barnaleikur. En þessi þrekmikla og æðrulausa kona lét erfiðleikana lítt á sig fá. Hún 'gegndi skyldu sinni, hvenær sem kallið kom. Meðai sveitunga sinna naut hún trausts og ástsældar. Ragnheiður í Kjós kom í hví- vetna fram af hógværð og 'hygg- indum. Hún varð stór af verk- um sínum og fordæmi, enda þótt hún ætti nær alla ævina heima í fámennri og afskekktri svei-t. ÞRÍR íslenzkir síldveiðibátar seldu í Þýzkalandi síld í gær og fengu nokkuð lakara verð en fengizt hefur að undanfömu. Skýringin mun líklegast sú að meiri síld berst nú á markaðinn en áður, m.a. landveg frá Dan- mörku og Svíþjóð, og síldin mun ekki hafa verið ísuð í kassa. Skipin sem seldu voru: Fylkir 80 lestir fyrir 31.400 mörk, Ak- urey 52.2 lestir fyrir 19.162 mörk og Reykjaborg 97 lestir fyrir 3'0.00i0 mörk. Sölur þessar eru verulega miklu lægri, en sölur í sumar, enda mun sáralítið af síldinni hafa verið ísuð í kassa. Þó er ekki grunlaust að framboð 'hafi aukizt frá Danmörku og Sví þjóð. Til samanburðar við þessar söl ur má geta þess að Jón Kjartans- Nú, þegar hún er öll, mun henn- ar verða minnst af þakklæti og virðingu af öllum, er henni kynntust. Ég votta mínum gamla vini, Tómasi Guðmundssyni, 3. ÞING MáLm- oig skipasmiða- samban'ds íslamds var baLdið hér í Reykjavík um þessa htelgina og lauk þinginu um kl. 17.30 á sunnudag með kjöri sambamds- stjómar Þirugið sátu tæplega 50 full- trúar frá flesitum aðildarfélögum sambandsins, en þau eru nú 11 ta'lsins. son seldi fyrir réttri viku 86 lest- ir fyrir 53.700 mörk, þar af 23 lestir í köissum fyrir 17.150 mörk og 63.3 lestir lausar fyrir 36.600 mörk. Þýzkt skip var í Ouxhaven í gær með 300 lestir og virðist almennt vera mikið um að vera á fiskmörkuðunum. Ingimar Einarsson fulltrúi hjá LÍÚ tjáði Mbl. í gær að erfitt sé að fylgjast með gerðum bát- anna þarna suður frá. Nauðsyn- legt er að hafa einhverja stjórn á framlboðinu en ósköp lítið er unnt að aðhafazt héðan að heim an. Verðum við því — sagði Ingi mar, að treysta á fyrirgreiðslu um'boðsmanns íslenzkra ffeki- skipa í Þýzkalandi, Stabels, en á íslandi nýtur hann fullkomins trausts allra, sem að þessumn mál um vinna. börnum hennar og fósturbörn- um, innilega samúð við fráfall hennar. Blessuð sé minning þeiss arar horfnu hetju. Benediktsson frá Félagi jámiðn- aða'rmanna og vairaforseti Ámi Björn Árnason frá SveinaÆéglai járniðniaðarmianina á Akureyri. Þingritarar voru kjömir Hann es Alfonsson frá Félaigi bliklk- simiða og Snorri Sigfinnisson frá Félagi bifvélarvirkja. Formaður sambandsins, Snorri Jónsson fiutti skýnslu sambands- stjórnar fyrir síðasta kjörtímabil og Heigi Aml augsson gjaldkeri sambandsinis gerði grein fyrir reikninigum þess. Aðalmál þingsins voru atvinnu og kjaramál launþega í mátei- og skipaiðnaðinum, enmfretmur ræddi þimgið öryggismál og að- búnað og heifeiugæzlu á vdmnu- stöðum. Um öll þessi mál urðu miklar umiræður og saanþyktoti þingið ítarlegar tillögur um þau. (Verða ályktanir þimigsins síðar sendar útvarpi og dagblöðum). Miðstjórn sambandsins var öll endurtojörin, en hama skipa nú: Formaður: Snorri Jónsson; Vterm.: Guðjón Jónsson; Ritari: SigurgestuT Guðjónssomi; V.ritard: Guninar Adolfsson; Gjailökeri: Helgi Amlaugsson; Meðstjóm- endur: Hammies Alfomsson og Tryggvi Bemieditotssom (Fréttatilkynminig). FORSETI íslamds sendi í fyrra- dag Ludvig Svoboda, forseta Tékkóslóvakíu, heiillaóskastoeyti í tilefni af 50 ára afimaeli lýð- veldisstofnunar í Tétokósilóvakíu. Þá semdi forsæitisráðherra ís- lamds Oldrich Cernik, forsætis- ráðherra Tókkóslóvakíu, sarns koniar skeyti. Lakari sítdarsölur í Þýzkalandi S. Bj. Þriðia þing Málm- og skipasmíða- sambands Islands Þingforseti var kjörimm Tryggvi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.