Morgunblaðið - 31.10.1968, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 31.10.1968, Blaðsíða 27
MORGUNÐLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 19S8 27 SÞ setji reglur um hagnýtingu auðinda á hafsbotni Hannes Kjartansson sendiherra: — Bií^eiðaeftirlit Framh^d af bls. 28 skráS-'fyrsta sinni, svo og um ííverja umskráningu, enda ákveð ur eftirlitsmaður, hvort ökutæk- ið fullnægi kröfum laga og reglu gerða. Árlega fer svo fram endur skoðun allra bifreiða og bifhjóla. Auk þessa eru bifreiðaeftirlits- menn prófdómarar við bifreiða- stjórapróf og á vegum bifreiða- eftirlitsins eru haldin námskeið fyrir atvinnubifreiðastjóraefni, meiraprófsnámskeið. Einnig fara fram á vegum bifreiðaeftirlits- ins próf fyrir ökumenn fólksbif- reiða, sem flytja mega fleiri en 16 farþega, svo og próf fyrir ökukennara. Hjá bifreiðaeftirlit- inu í Reykjavík er haldin alls- herjar spjaldskrá yfir allar bif- reiaðr í landinu, auk þess sem spjaldskrá er haldin í hverju um dæmi. Skráðar bifreiðar og bif- hjól voru í byrjun þessa árs alls 72.394. Ráðherra gat þess, að nýlega hefði húsnæðisaðstaða bifreiðaeft irlitsins á Selfossi og Keflavík ver ið bætt stórlega og á Akureyri hefði bifreiðaeftirlitið nýverið flutt í nýtt eigið húsnæði í hinni nýju lögreglustöðvarbyggingu. Vék hann síðan að starfsemi bif- reiðaeftirlitsins í Reykjavík og sagði m.a.: Bifreiðaeftirlitið fluttist í nú- verandi húsnæði í Borgartúni 7 árið 1947, og húsnæðinu fylgdi þá auð lóð í næsta nágrenni, 1750 ferm. að stærð. Er húsnæði þetta og athafnasvæði ennþá not að fyrir bifreiðaeftirlitið óbreytt að stærð og aðstöðu, en er nú orðið alls ófullnægjandi. Kem- ur greinilegast fram, hversu nauð synlegt er að bæta starfsaðstöðu bifreiðaeftirlitsins, þegar aðal- skoðun bifreiða fer fram, en hún stendur nú yfir í nær 7 mánuði á ári hverju. Hinn mikli hús- næðisskortur og takmarkað at- hafnasvæði stofnunarinnar úti- lokar að unnt sé að auka starfs- lið við bifreiðaskoðunina eða beita nauðsynlegum nútímatækja búnaði við hana. Veldur þetta eðlilega mikilli óánægju hjá borg urunum og berast forráðamönn- um bifreiðaeftirlitsins stöðugar kvartanir í tilefni þessa. Af þeim ástæðum og eigi síður vegna hins almenna umferðaröryggis í land inu er greinilegt, að við svo bú ið má ekki standa öllu lengur og mjög brýn nauðsyn er því til þess, að nú þegar verði hafinn undirbúningur að byggingu skoð unar-afgreiðsluhúss fyrir Bif- reiðaeftirlitið í Reykjavík, þann- ig að unnt verði að gera róttækar breytingar á 3tarfsháttum eftir- litsins. Ráðherra sagði, að á árinu 1947, er bifreiðaeftirlitið hóf starfsemi sína, voru bifreiðar skráðar í umdæminu alls 5.514, en í byrjun yfirstandandi árs voru þær 18.220. Á skoðunarár- inu 1967 voru samtals 31.330 bif- reiðar skoðaðar í Reykjavík, þar af 6.765 bifreiðar utan af landi. Á sama tíma var lokið í umdæm inu samtals 2.334 fræðilegum prófum. í>ar að auki voru haldin þrjú 6 vikna námskeið fyrir at- vinnubifreiðastjóraefni. Enn- fremur voru haldin próf fyrir þá. sem sækja um réttindi til að taka bifreið fyrir 16 farþega eða fleiri, og loks próf fyrir öku kennaraefni. Auk þessa voru af- greiddar á árinu nokkur þús. ný skráningar ökutækja og umskrán ingar vegna færslu milli um- dæma eða eigendaskipti. Ráðherra sagði, að af þessu væri Ijóst að húsakynni og at- hafnasvæði, sem voru við hæfi 1947 væru alls ófullnægjandi nú. Þá væri staðsetning bifreiðaeft- irlitsins við Borgartún 7 einnig orðin mjög óheppileg. Leitað hefði verið eftir auknu athafna- svæði fyrir starfsemi eftirlitsins til bráðabirgða á lóð, sem er við hliðina á núverandi athafna- svæði þess. Þeirri beiðni hefði verið synjað, enda full not lóð- arinnar fyrir aðra þá starfsemi sem er í húsinu. Þá sagði dómsmálaráðherra að bygging skoðunarskála og af- igreiðslu fyrir Bifreiðaeftirlitið að erlendri fyrirmynd, mundi gerbreyta möguleikum til raun- hæfs ökutækjaeftirlits hér í borg inni og nágrannaumdæmunum. Við nýjar aðstæður mætti gera þeim allt önnur og betri skil, en nú er unnt, ef skoðun væri framkvæmd innanhúss, mætti dreifa henni fyrir meginhluta ársins. Er þá unnt að kveðja bifreiðar til skoðunar eftir allt öðrum reglum og sjónarmiðum en nú er gert. Dreifing skoðunar tímabilsins mundi einnig verða til þess að vinna á bifreiðaverk- stæðum dreifði3t meira og minna jafnt allt árið. Húsnæði það, sem Bifreiðaeft- irlit ríkisins þarfnast skiptist í skrifstofuhúsnæði og skoðunar- skála. Áætlanir hafa verið um þetta gerðar. Skoðunarhúsið sjálft mætti vera stálgrindabygg ing eða annað ámóta húsnæði og samkvæmt athugun, sem gerð hef ur verið um húsnæðisþörf Bif- reiðaeftirlitsins, mun láta nærri, að stærð bifreiðahúsnæðis þurfi að vera rúmlega 300 ferm. Eru þá meðtaldar kennslustofur, en ótalið rými fyrir snyrtiherbergi og ganga. Skoðunarskálinn þarf að vera a.m.k. 450—500 ferm. að því er álitið er með þremur skoð unarrásum. Eðlileg afköst skoð- unarstöðvar af framangreindri stærð með nýtízkuútbúnaði mun talin um 150 bifreiðar á dag. Má naumast reikna með minni af- kastaþörf á skoðunarsvæði Reykjavíkur. Búnaður sá, sem notaður er í skoðunarstöðvum er hemlamælir, stýrismælingavél ar, Ijósmælingavélar og lyftitæki eða gryfjur í gólfi, sem gera sljoðunarmanni kleift að athuga undirvagn ökutækis eftir þörf- um. Öll þessi tæki stuðla að því að gera skoðunina fullkomnari frá öryggissjónarmiði, en auka jafnframt afkastagetu og leiða til sparnaðar í starfsmannahaldi. Ráðherra gat þess að borgar- yfirvöldin hefðu gefið fyrirheit um lóð fyrir Bifreiðaeftirlitið, sem bæði væri hæfilega stór og hagkvæm hvað staðsetningu snerti. Væri lóð þessi í Ártúns- höfða og væri 1.4 hektarar að stærð. Hann sagði að gerðar hefðu verið tillöguuppdrættir að skoðunarstöð hjá skrifstofu húsa meistara ríkisins, og hefði verið talið að hún mundi kosta 13,6- 14,6 millj. kr. að meðtöldu gatna gerðargjaldi og kostnaði við frá gang lóðar. Værí því um allmikla fjárupp- hæð að ræða og hefði af þess- um sökum varið kannað í fyrra hvort unnt væri að festa kaup á fasteign ásamt lóðarréttindum til afnota fyrir Birfeiðaeftirlitið, án þess að um verulegar beinar f jár- greiðslur yrði að ræða. Að at- huguðu máli hefði síðan verið fallið frá þessum áformum. Að lokum sagði ráðherra að til þess að tryggja fjárhagsleg- an grundvöll fyrir byggingu skoðunarstöðvar hefði verið um það rætt að hækka skoðunar- gjald bifreiða en það er nú 140 kr. á bifreið. En ég vil taka það fram, sagði ráðherra, að f yrir nokkrum árum voru skoðunar- gjöld bifreiða hækkuð, og það vakti fyrir með þeim hækkunum að tekjurnar af því gengju til að byggja nýja stöð fyrir bif- reiðaeftirlitið. En hins vegar hef ur í framkvæmdinni orðið sá háttur á, að þetta hafa eins og aðrar tekjur runnið í gegnum ríkissjóðinn, sem svo einnig ber kostnaðinn af bifreiðaeftirlitinu, en ekki komið til beins hagræð- is sem fjárfestingarfé og mundi sennilegast tæpast gera það, þó að horfið yrði að svona ráði, nema öðruvísi væri um hnútana búið og ef til vill þyrfti að setja um það sérstaka löggjöf. Tekjur af skoðanagjaldinu á árinu 1967 námu 5 millj. 376 þús. kr., og auk þess námu prófgjöld 960 þús kr., og skráningargjöld 4 millj. 979 þús. kr., þannig að tekjur af þessum liðum, sem nátengdir eru starfsemi bifreiðaeftirlitsins námu alls 11 millj. 316 þús. kr., en rekstrargjöld eftirlitsins námu á sama ári 9 millj. 803 þús. ♦ Sameinuðu þjóðunum, 29. októ ber. Einkaskeyti til Morgunblaðs- ins frá AP. Hannes Kjartansson, sendi- herra íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, fór fram á í stjórn- málanefnd Allsherjarþingsins í dag að Sameinuðu þjóðirnar settu reglur um hagnýtingu auð- - RTJMENAR Framhald af bls. 1 æfingar yrðu haldnar á rúm- ensku yfirráðasvæði. Síðustu her æfingarnar sem Rúmenar tóku þátt í voru haldnar í ágúst 1967. Þá höfðu Rúmenar hundsað allar sameiginlegar heræfingar um tveggja ára skeið. Þótt Rúmenar fordæmdu inn- rásina í Tékkóslóvakíu harðlega og kæmu á fót sveitum sjálf- boðaliða til þess að efla vamir landsins, hefur dregið úr gagn- rýni þeirra í garð Rússa að und- anförnu. Nicolae Ceausescu for- seti hefur ítrekað hollustu Rúm- ena við Varsjárbandalagið og lof að að standa við allar skuldbind- ingar sem a'ðildin að bandalag- inu leggur Rúmenum á herðar. NÖBELSVERÐLAUN Framhald af bls. 1 fræði og skyldum vísindagrein- um, einkum líffræði. Prófessor Luis W. Alvares, sem er 57 ára a'ð aldri, hlaut Nóbels- verðlaun fyrir mikilvægt fram- lag sitt varðandi frumagnaeðlis- fræði, einkum þó varðandi upp- götvanir * á mörgum orkustigum hjá frumefnum, er fundizt hafa með tækni og sjálfvirkum úr- vinnslutækjum, sem hann hefur þróað og gert brautir atómagna sýnilegar. Alvares, sem er fæddur í San Francisco, hefur verið kennari lengst af við Kaliforníuháskóla, frá því að hann lauk doktors- prófi við háskólann í Chicago 1936. Hann varð prófessor 1945. f síðari heimsstyrjöldinni starf aði Alvares í mikillli rannsókn- arstöð á sviði ratsjár og aifnarrar rafeindatækni í Boston og sfðan vann hann í nokkur ár við kjarn orkurannsóknarstöð í Los Ala- mos.. Árið 1959 tók hann við stöðu yfirmanns Lawrence Radi ation Laboratory, eftir að Nóbels verðlaunahafinn Lawrence lézt það ár. Það var árið 1960, að Alwares og samstarfsmenn hann breyttu með því að uppgötva nýja frum ögn, þeirri mynd, sem vísinda- menn höfðu gert sér á áratugn- um á undan uppbyggingu efnis- ins með frumögnum, sem til- raunalega og fræðilega var skipt í fjóra höfu'ðflokka. Prófessor Alvares lýsti því yf- ir í dag, að hann myndi koma til Stokkhólms í desember til þess að taka á móti verðlaun- unum. Með honum í förinni verða kona hans, sonur hans, sem er 28 ára, og dóttir, sem er 23 ára. Alvares sagði ennfremur, að hann myndi senn yfirgefa það rannsóknarsvið, sem aflað hefði honum Nóbelsvarðlaunanna. — Við förum nú úr rannsóknar- stofunni og upp í himingeiminn. Yfir gufuhvolfinu eru til frum- agnir, sem hafa meira orkumagn en þær frumagnir, sem okkur hef ur tekizt að uppgötva. Með loft belgjum og gervihnöttum von- umst við til þess að geta rutt okkur braut enn lengra inn í efn ið og lyfta þar kannski hulunni af nýjum leyndarmálum, sagði Alvarez. linda á hafsbotni í því skyni að vernda fiskveiðar. Skýrði hann frá því, að Island myndi leggja fram drög á ályktun, sem myndi Þingsólyktunar- tillago um þjóðaratkvæði Ólafur Jóhannesson (F) mælti í gær fyrir þingsályktunartil lögu er hann flytur ásamt Páli Þorsteinssyni og Ingvari Gísla- syni um undirbúning löggjafar um þjóðaratkvæði. Er tillaga þingmannanna svo- hljóðandi: Alþingi ályktar að kjósa fimm manna nefnd til að rannsaka, hvort ekki sé rétt að setja löggjöf um þjóðaratkvæðií mikilvægum löggjafarmálefnum, svo og hvort ekki sé rétt að setja grundvallarreglur þar um í stjórnarskrána. Skal nefndin, ef hún telur ástæðu til, semja lagafrumvörp um það efni. Nefndin skal kynna sér sem rækilegast öll atriði varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu, þar á meðal reynslu annarra þjóða í þeim efnum, en einkum ber nefnd inni að athuga eftirtalin atriði: a. hvort í ákveðnum tilvikum eigi að vera skylda eða aðeins heimild til þjóðaratkvæða- greiðslu. b. hvaða aðilar eigi að fá rétt til að krefjast þjóðaratkvæða greiðslu, t.d. hvort þann rétt eigi að veita tiltekinni tölu þing manna eða ákveðnum fjölda kjósenda, og c. hvort úrslit þjóð- aratkvæðagreiðslu eigi að vera bindandi eða aðeins til ráðgjaf- ar. í framsöguræðu sinni rakti þingmaðurinn nokkuð þessi mál- efni, og hvernig þeim er háttað hérlendis, en að ræðu hans lok- inni var tillögunni vísað til síð- ari umræðu og allsherjarnefnd- ar. - GEIMFERÐ Framhald af bls. 1 kvæmdi fyrs'tu geimgönguna. Tenging í geimnum er talin Ómissandi þáttur í áætlunum Rússa um að senda mann til tunglsins, þar sem sovézkir geim vísindamenn hafa gefið í skyn, að þeir hyggist nota geimstöð til þess áð korna manni til tungls ins. Þetta kom meðal annars fram í grein eftir sovézkan vis- indamann í Pravda í dag. í grein vísindamannsins sagði, að tilgangurinn með ferð Bere- govoys hafi verið að undirbúa tengingar í geimnum. Rússar hafa tvisvar tengt og aðskilið ó- mönnuð geimför í geimnum, en aldrei tengt mannað geimfar öðru geimfari, mönnuðu eða ó- mönnuðu. Sir Bernard Lovell, forstöðu- maður stjörnuathugunarstöðvar- innar í Jodrell Bank í Englandi, sagði í dag, að ef Rússar væru ánægðir með ferð Begerovoys mætti búast við því að þeir hröð uðu smíði stórrar geimstöðvar, sem send yrði á braut umhverfis jörðu og sendu mann umhverfis tunglið. Hann sagði, að tilraunin me‘ð Soyuz 3 virtist hafa verið nauðsynleg prófun á geimfarinu vegna dauða Komarovs í fyrsta Soyuz-geimfarinu. Geimfar Beregovoys lenti í Síberíu og var 12 stiga frost á lendingarstaðnum, hvasst og snjókoma. Fallhlíf dró úr hraða geimfarsins í lendingunni. Bere- govoy er sagður við góða heilsu og hann hafði spaugsyrði á takteinum eftir lendinguna. taka til „mengunar sjávarins og annarra skaðvænlegra áhrifa af olíuborun á hafsbotni, af spreng ingum þar svo og af g-eislavirku úrgangsefni, sem komið vrði þar fyrir“. Hannes Kjartansson sagði enn fremur. að það væri fyrir hendi „greinileg hætta á mengun sjávarins" fyrir fisk á sama tíma „en skorturinn á ó- dýru eggjahvítuefni, sem væri að finna í fiski, væri eitt mikil- vægasta matvælavandamálið, sem he'imurinn ætti nú við að etja“. Hannes Kjartansson Malta varaði við því í dag, að stóru olíufélögin hefðu viðhorf- ið ,,að koma og taka“ að því er snerti „hinar mikhi oliubirgðir" á hafsbotni og af hálfu Möltu var sagt, að Sameinuðu þjóðirn- ar yrðu að hafa hraðann á og setja reglur um þetta efni. Full- trúi Möltu í stjórnmálanefndinni Victor J. Gauci, skýrði nefndinni enn fremur frá því, að nú væri unnt að letia að olíu á mörg þúsund metra dýpi og dæla mætti olíu upp á mörg hundruð metra dýpi og færi dýpið stöð- ugt vaxandi. Malta hefur borið fram álykt- un um, að Sameinuðu þjóðirnar verði látnar hafa á hendi vald jrfir hafsbotninum sem „sameig- inlegri arfleifð mannkynsins". Sagði Gauci, „að aðeins mjög fá ríki hefðu fjárhagsíegt bolmagn til þess að hagnýta sér“ auðæfi hafsbotnsins. Minni riki og þau, sem ekki ættu aðgang að sjó yrðu þar útilokuð. Onassis og frú í Afyenu Aþenu, 30. október. AP-NTB. Gríski milljónamæringurinn Arlstóteles Onassis kom í dag til Aþenu í viðskiptaerindum og ræddi meðal annars við fulltrúa grisku stjórnarinnar. Kona hans Jacqueline, kom einnig til Aþenu í dag frá eynni Scorpion, og er orðrómur á kreiki um að hjónin séu á förum til Jóhannes- arborgar, þar sem þau verði við stödd brúðkaup sonar suður-af- ríska demantakóngsins Harry Oppenheimers. Hins vegar sagði frú Onassis blaðamönnum, að þau hefðu eng- in framtíðaráform og yrðu um kyrrt í Grikklandi meðan veðr- ið væri gott. Grísk blöð segja aftur á móti, að þau fari á morg- un til New York, sem verði fyrsti viðkomustaður í ferð um- hverfis jörðina. Bíöðin segja, að Onassis hafi ákveðið að skíra næsta skip sem hann eignist, „Jacqueline A. Onassis“. Hér er um að ræða 250.000 lesta olíu- skip sem skrásett verður í Bandaríkjunum og á að verða flaggskipið í flota Onassis. Skip ið er enn í smíðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.