Morgunblaðið - 31.10.1968, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.10.1968, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1968 Viðskiptaskrdin 1968 komin út VIÐSKIPTASKRÁIN 1968 er íiýlega komin út og er það 31. árangur bókarinnar. Bókinni er skipt í 10 kafla eða flokka: 1. -flokkur greinir frá æðstu stjórn landsins: forseta, ríkis- stjórn og Alþingi. Þá er skrá um fulltrúa fslands erlendis og full- trúa erlendra ríkja á íslandi, tölulegar upplýsingar um at- BiLAKAUR^ Vel með farnir bílar til sölu og sýnis tbllageymslu okkar að Laugavegi 105. Taekifæri til að gera góð bílakaup.. — Hagstæð greiðslukjör. — Bílaskipti koma til greina. Fiat 1500, árgerð 1966. Renault 38, árgerð 1964. Skoda 1000 MB, árg. ’68, ekinn 6 þúsund km. Saab, árg. ’65. Cortina, árg. ’64, ’67. Dafodile, árg. ’63. Chevrolet, árg. ’63, ’64. Willys með húsi, árg. ’66. Fiat 1100 station, árg ’66. Trabant nýr. Ford F 500 (mjög góður bíll), árg. ’65. Opel Record, árg. ’62. Bronco, árg. ’66. Cortina station 1500, árg. ’67, nýinnfluttur. Rambler American 400 sjálfskiptur, árg. ’62. Morris Mini, árg. ’63. Taunus transit, árg. ’62. Zephyr 4, árg. ’62, ’65. Taunus 17 M station, árg. ’60, ’66. Volvo Amazon (ódýr), árg. 1963. Commer sendibíll, árg. ’66. Chevy II (greiðslukjör), árgerð 1967. Mustang, árg. ’66. Skoda Combi, árg. 1964. Ódýrir bílar, góð greiðslukjör. Chevrolet, árg. ’59, kr. 40 þúsund. Willys, árg. ’46, 50 þúsund. Honda, árg. ’63, 15 þúsund. Renault Dauphine, árg. ’62, 40 þúsund. Tökum góða bíla ! umboðssölu Höfum rúmgott sýningarsvæði innanhúss. I AFZZfÞ UMBOÐIÐ SVEINN EGILSSON H.F. LAUGAVEG 105 SIMI 22466 vinnulíf á íslandi, framleiðslu, útflutning og innflutning, svo og mannf j öldaskýrslur. 2. flokkur er um Reykjavík: Ágrip af sögu Reykjavíkur, um stjórn borgarinnar, skrá um fé- lög og stofnanir og skrá um fyr- irtæki og einstaklinga, sem reka viðskipti, með upplýsingum um stjórn og starfrækslu. 3. flokkur er skrá um húseign- ir í Reykjavík, Kópavogi, Akur- eyri og Hafnarfirði með til- greindri lóðastærð, lóðamati, húsamati og auk þess brunamati í Reykjavík. 4. flokkur er um kaupstaði og kauptún landsins alls 63 staði, þar sem greint er frá bæja- og sveitastjórnum; þá eru tölu- legar upplýsingar um atvinnulíf og mannfjölda, félagsmálaskrá og fyrirtækjaskrá. 5. flokkur er varnings- og starfsskrá. Þar er skráðum fyrir- tækjum og einstaklingum raðað eftir starfs- eða vöruflokkum og er þetta stærsti kafli bókarinnar. 6. flokkur er umboðsskrá. Þar eru skráðir umboðsmenn er- lendra fyrirtækja. Þetta er nýr kafli í bókinni, byrjaði í fyrra, og var tekinn upp af því að Við- skiptaskránni bárust í sívaxandi mæli fyrirspurnir um umboð fyrir tilteknar erlendar vörur eða fyrirtæki. 7. flokkur er skrá um skipa- stól Islands með upplýsingum um vélarstærð, rúmlestastærð, smíðaár og eigendur. 8. flokkur er ritgerð á ensku: Iceland: A Geographical, Politic- al and Economic Survey, eftir dr. Björn Björnsson og Hrólf Ástvaldsson. 9. flokkur er lykill að varn- ings- og starfsskrá á íslenzku, dönsku, ensku og þýzku, til að auðvelda útlendingum notkun bókarinnar. 10. flokkur er skrá um útlend fyrirtæki, sem áhuga hafa á við- skiptum við ísland og auglýsing- ar frá þeim, og einnig auglýs- ingar frá íslenzkum fyrirtækj- um, sem hafa áhuga á viðskipt- um við útlönd. Loksins er í bókinni uppdrátt- ur í fjórum litum af Reykjavík, Kópavogi, Garðahreppi, Hafnar- firði og Seltjarnarnesi, og loft- myndir með áteiknuðu vegakerfi af Akranesi, Akureyri, ísafirði og _ SauðárkrókL Útgefandi Viðskiptaskrárinnar er Steindórsprent hf. Betri dilkþungi Vopnafirði, 28. október. SLÁTRUN sauðfjár er lokið hér. Slátrað var 13.843 kindum. Heimt ur eru ekki góðar hér, því að suma bændur vantar á milli 20 og 30 fjár. Meðalfallþungi var 15.47 kg, en var í fyrra 14.61 kg. Þyngsti dilkurinn var 27.5 kg. og var hann frá Eyvindarstöðum. Gangnamenn segja mjög mikið traðk af refa og minkasporum vera uppi á heiðum. Minkurinn mun vera kominn hér um allar sveitir og t.d. í septem'ber grýttu veiðimenn við Selá einn mink í heL - UNGIR MENN Framhald af hls. 11 lengst hafa setið á þingL Þannig að einmenningskjördæmin tryggja erngan veginn eðlilega og nokkuð öra breytingu á þing- mannaliðinu. Það, sem fyrst og fremst er sett út á núverandi skipulag og það með réttu, er, að flokkarn- ir, þ.e.: flokksstjórnin og tiltölu- lega fámennur hópur, ákveða frambjóðendur og þeir, sem komnir eru á lista, geta búizt við því að fá að vera þar ævi- langt. En þetta er í sjálfu sér óháð kjördæmaskipuninni. Kjördæma skipunin segir aðeins til um, að íbúar á ákveðnum landshluta kjósa sameiginlega fulltrúa á þing. Nátengd kjördæmaskipun- inni eru svo ákvæði um fjölda þingmanna úr hverju kjördæmi. Vel mætti hugsa sér þann möguleika, að sá flokkur, sem fengi flest atkvæði við kosning- ar í viðkomandi kjördæmi, fengi alla þingmennina kosna af sínum lista. Þetta fyrirkomulag er tíðkað innan verkalýðshreyfing- arinnar. Svo sem kunnugt er hef- ur verkalýðshreyfingin lotið for- ystu manna, sem sjálfir telja sig mjög lýðræðislega. Ég bendi á þetta til þess, að sýna fram á, að margar fleiri leiðir eru til þess að kjósa í siór- um kjördæmum en í einmenn- ingskjördæmum, þar sem vart koma til greina, nema venjuleg meirihluta kosning, þ.e. sá fram- bjóðandinn, sem flest atkvæðin fær, er kosinn eða frambjóðand- inn verður að fá hreinan meiri- hluta allra greiddra, gildra, at- kvæða í kjördæminu til þess að ná kosningu. Nú er ég kominn að kjarna þessa greinarkoms, sem sé að benda á leið, sem getur bæði veitt almennum kjósanda nokk- urt valfrelsi og um leið veitir þingmönnum hæfilegt aðhald. Auk þess má benda á, að sú leið losar einnig flokksstjórnir við þann vanda að stjaka við mosa- vöxnum þingmönnum, eða rétt- ara sagt samkvæmt því myndu þingmenn vart verða mosavaxn- ir í starfinu. Ég geng út frá óbreyttri kjör- dæmaskipan, þar sem hún er í sjálfu sér óháð kosningaraðferð- um innan kjördæmanna. Leiðin er þessi: Flokkarnir eða hópur manna leggja fram lista sína með nöfnum framibjóðand- anna eins og lög segja til um. Til dæmis hér í norðurlandskjör dæmi vestra með tíu nöfnum, en hér má kjósa fimm þingmenn. í stað þess að raða mönnum á listann verða nöfnin skráð í stafrófsröð. Kjósandinn kýs svo þann flokk, sem honum lýst bezt á, að því loknu krossar hann við þá fimm menn, sem hann vill fá sem þingmenn. Þegar reiknað er út hverjir eru kosnir, á fyrst að fara eftir venjulegum reglum um hlutfallskosningar, hvað hver listi fær marga menn. Atkvæða- tala hvers frambjóðanda á list- anum segir svo til um, hvar í listanum hann verður. Það má meira að segja hafa fleiri á listanum, t.d. fimmtán þó að kjósa eigi aðeins fimm, til þess að gera kosninguna frjáls- legri, en eins og ég benti á hér að framan er lýðræði fólgið í því, að hinn raunverulegi vilji fjöld- ans komi fram. Ég hef bent hér á leið, sem get ur leyst mörg vandamál flokka og héraða. Til dæmis myndi þessi leið vinna gegn myndun stéttar atvinnustjórnmálamanna. En greinilegt er, að myndun slíkrar stéttar atvinnustjórnmála manna er þegar hafin. Ungir menn, sem áhuga hafa á stjórn- málum fara gjarnan í hagfræði eða lögfræðinám. Að prófi loknu telja þeir sig færa í flestan sjó og geti leyist allan vatida þjóð- félagsins. Nú er það fjarri mér að kasta rýrð á menntamenn, því þekkingin er undirstaða allra framfara. En mér finnst keyra fram úr hófi virðinigarleysið fyr- ir almenningi, þegar kjaftforir náungar nýskriðnir undan pils- faldi mæðra sinna, halda að þeir geti leyft sér að halda því fram, að allir eða flestir forystumenn þjóðarinnar undanfarna áratugi hafi verið fáráðlingar eða ailt að því vandræðamenn. Ég hefi meiri trú á því, að þingmenn séu búsettir úti í kjör- dæmunum, en eigi ekki bara þar heima, eins og nú er farið að tíðkast. Og sú þróun verður, ef þessi leið verður valin, sem ég benti á eða önnur svipuð. Þing- maður úr atvinnulífinu eða stofn un í beinum tengslum við það, veit betur hvar skórinn kreppir, en hinn, sem aðeins horfir á. Við skulum líka gera okkur ljóst, að enubættismannavaldið hefur stór aukizt,, og þess vegna er bein nauðsyn að skapa sterkt og óháð Alþinig, sem mótvægi þess. Ég hefi hér sett fram tillögu til úr- bóta á kerfi, sem flestir eru óánægðir með. Mér dettur ekki í hug að halda að hún sé allra meina bót eða aðrar jafngóðar eða betri komi ekki fram síðar. Hún er þróun fram á við, en ekki skref aftur á bak, eins og það væri, ef taka ætti upp aftur ein- menningskj ördæmL Ég vil þvi skora á unga menn, hvar í flokkb sem þeir standa, að taka jákvæða afstöðu til mál- anna, kryfja þau til mergjar og vera óhræddir við að leggja inná nýjar brautir. Ég tek undir með unga manninum í Morgun- blaðinu nú á dögunum, og segb að við þurfum að hafa hugsjónir og ihafa dug til þess að gera þær að veruleika, en ég frábið þá kenningu þýzka eilífðarstúdents- ins, að æskan viti, ef til vill ekki hvað hún vilji, en hún viti hvað hún vilji ekki. Þetta er neikvætt sjónarmið reikulla og hugsjóna- snauðra manna. íslenzka þjóðin á við tíma- bundna erfiðleika að stríða nú og, sem betur fer, fjölda vanda- mála til þess að glíma við. Þeim, sem vaxa í augum þessir erfið- leikar, eiga ekki að vera að fást við þá. Allt of margir trúa því að heimurinn muni farast með þeim, og reyna því að sitja sem lengst, til þess að bjarga því, sem bjargað verður. Þegsveigna verður að ýta þeim til hliðar, sem staðnaðir eru og ekkert sjá nema svart. Ég hefi bent hér á leið til að endurnýja þrótt alþingis á raun- hæfan hátt En það er víðar brotalöm en á alþingi. Gerið þið ykkur grein fyrir þessu ungu konur og menn. En beinið geiri ykkar 4ram á við. Þannig halda menn á honum, þegar þeir sækja fram. Og ef þeir sækja fram eiga þeir að horfa fram, en ekki aftur, þeir eiga að vita hvað liggur að baki, hið óþekkta er framundan. Það er þeirra að móta framtíðina. Jón Isberg. HEF OPNAÐ fjölritunarstofu að Laugavegi 30. — Reynið viðskiptin. ÁRNI SIGURÐSSON Fjölritunarstofa Laugavegi 30, sími 23075. ALLT Á SAMA STAÐ MICHELIN XB ÞÉR AKIÐ FLEIRI KÍLÓMETRA Á MICHELIN VÖRUBÍLSTJÓRAR KAUPA MICHELIN — VEGNA ÞESS AÐ ÞAÐ ER ALLT ANNAÐ AÐ AKA Á MICHELIN-HJÓLBÖRÐUM. ÞEIR ERU MÝKRI, ÞEIR HITNA EKKI OG ÞAÐ ER GREINILEGUR BRENNSLUSPARNAÐUR. MICHELIN ER RADIALBYGGÐUR Egill Vilhjálmsson hf. HJÓLBARÐI. LAUGAVEGI 118, SÍMI 2-22-40.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.