Morgunblaðið - 31.10.1968, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 31.10.1968, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1968 21 Pálmi Jónsson — Minningarorð Fæddur 18. marz 1894. Dáinn 25. október 1968. PEIR týna nú sxnátt og smátt tölunni æskufélagar okkar sem komnir eru um og yfir sjötugt. Ég á margar og yndislegar minn- ingar um Pálma Jónsson sem í dag er kvaddur hinstu kveðju hér á þessari jörð. Við vorum leikfélagar og skólabræður í Barnaskóla Hafn- arfjarðar skömmu eftir síðustu aldamót, og minnist ég þess sér- staklega frá þeim árum hversu stærðfræðin var honum hugieik- in og hversu létt honum reynd- ist að leysa hin ýmsu dæmi sem okkur skólasystkinum hans reyndust erfið viðfangs. En það átti ekki fyrir honum að liggja að hefja langt skólanám. Annað 'kallaði að eftir ferminguna. >að var vinna til bjargar fátæku heimili og svo strax og geta kom til. Þá var leitað á sjóinn sem þá, eins og oft á fyrri árum, var eini möguleikinn til að komast áfram í lífsbaráttunni, enda seyddi hann til sín margan ung- linginn á þeim árum. Það kom fljótt í Ijós dugnaður Pálma, enda skorti hann ekki skipsrúm, eða þegar hann var í landi, þá vildu allir sem þekktu, thafa hann í vinnu sakir frEimúrskar- andi dugnaðar. Þetta reyndi ég þegar hann vann hjá okkur Jóni félaga mínum við skipaaf- greiðslu. — Nú er Pálmi horfinn héðan, en minningin um góðan dreng lifir í hugum okkar æskufélaga hans sem enn erum á lífi, aldn- ir að árum. Pálmi Jónsson var fæddur 18. 3. 1894 að Hamri hér í Hafn- arfirði. Voru foreldrar hans hjónin Helga Egilsdóttir og Jón Sveinsson. Ólst Pálmi upp hjá foreldrum sínum ásamt systkin- um sínum. Hann kvæntist Þórlínu Jónu Sveinsdóttur þ. 18. 11. 1’920, en hún andaðist 1'5. 9. 1951. iÞau eignuðust 6 börn. Tvö dóu í fyrstu bernsku, en elzta barn þeirra, Sveinbjörn, dó árið 1967. Var hann kvæntur Ásdísi Rögnu Valdimarsdóttur. Börn Pálma og Þórlínu, sem enn lifa, eru: Einhildur, gift Magnúsi Jóns- syni og eru þau búsett í Kefla- vík. Jón Helgi, kvæntur Sigríði Magnúsdóttur og eru þau búsett í Hafnarfirði. Eva, gift Ólafi Jóhamnessyni og eru þau búsett í Keflavík. Eins og ég gat um hér á und- an, var Pálmi sjómaður um langt skeið. Starfaði hann þá mikið fyrir Sjómannafélag Hafn arfjarðar, en síðustu 25 árin hef- ir hann verið starfsmaður hjá Rafveitu Hafnarfjarðar og unn- ið þar við ýmis konar störf með miklum ágætum. En þá er eftir að geta þess þáttar í starfi Pálma og sem að- allega rak mig til þess að skrifa þessar fátæklegu- línur um hann, en það eru störf hans í stukunni Morgunstj arnan nr. 11. Hann gerðist félagi hennar ásamt konu sinni þ. 13. 3. 1947 og hefir hann starfað ötullega að bindind ismálunum síðan. Kona hans var félagi stúkunnar til dauða- dags. Báðar dætur þeirra hjóna, störfuðu mikið og vel fyrir Morgunstjörnuna, þangað til að þær fluttu alfarnar til Keflavík- ur. Pálmi var einn þeirra manna sem lítið bar á á fundum. Hann héit ekki langar ræður, en hann starfaði því meira í nefndum og voru tillögur hans góðar. Hann var í flestum þeim nefndum er sáu um ferðalög og útbreiðslu eða afmælisfundi og var þar oft mikið starf og fé sem hann lagði þar af mörkum. Hann sóttist ekki eftir metorðum eða að sér væri hrósað. Það var fjarri skapi hans. — En hann var trúr yfir litlu yfir hverju því sem honum var falið að gera og honum sýnd ist gott fyrir stúkuna og regluna í heild. Hann var gjaldkeri stúk- unnar um árabil og rækti það starf sem önnur af mestu prýði. Stúkan Morgunstjarnan nr. 1)1 færir þér alúðarþökk fyrir allt sem þú hefir fyrir hana og bind- indismálið gert. Og ég persónu- lega færi þér innilega þökk fyrir æskukynni okkar og svo síðast samstarf í Góðtemplarareglunni. Pálmi var einn af þeim fyrstu hér í Hafnarfirði, er eignaðist íbúð í verkamannabústöðum, og var íbúð hans við Selvogsgötu nr. 9. Þar átti hann heima öll hin síðari ár ævi sinnar og síð- ast bjó hann þar í skjóli sonar- dóttur sinnar, Unnar Jónsdóttur. Nú er hans jarðlífi lokið. Við stúkufélagar hans færum hon- um okkar innilegustu kveðjur og þökkum samstarf fyrir bind- indismálið í áratugi. Við vottum eftirlifandi ástvinum hans okk- ar innlegustu hluttekningu. í þeirri björtu trú að þú hafir nú fengið að líta konuna þína og börnin 3 sem á undan eru farin, kveðj-um við þig og biðjum góð- an Guð að blessa þig á þeirn leið um er þú nú leggur útá. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Gísli Sigurgeirsson. KVEÐJA FRÁ BÖRNUM Ó, faðir kær, hve falslaust var þitt hjarta þar fundum ylinn, þar var aldrei kalt. Við áttum hjá þér bernsku blíða og bjarta fyrir börnin þín, þú gjöra vildir allt fræða, gleðja og glæða allt hið góða þín gjöfin kærleiks er dýrust allra sjóða. Hann, sem ræður öllu lífi yfir öll ævistörf þín, sjálfur launi þér hann, sem lýsir öllu, sem að lifir leiði þig í birtu og yl hjá sér hann láti um eilífð ljósin björtu skína lifandi Drottinn blessi minning þína. Sigurunn Konráðsdóttir. - UTAN tJR HEIMI Framhald af bls. 14 andi handskutli, um leið og hvalssporður sýnist fleygja þeim til. Styttan, sem gerð er úr bronsi, hreyfist fyrir vindi í tjörn fullri af sjó. Þessu rómantíska tímabili lauk í lok síðustu aldar er Norðmaðurinn Svend Foyn fann upp hvalbyssuna, sem skaut skutli með sprengi- hleðslu. Þar með öðlaðist maðurinn yfirhöndina í við- ureigninni við risaskepnur hafsins. Síðan kom tímabil verk- smiðjuveiðanna. Fljótandi hvalverksmiðjur voru sendar á miðin, og hvalurinn, sem bátarnir veiddu, var unninn úti á rúmsjó. Fyrsta verk- smiðjuskipið var sent til Suðurskautsins af Christian Christensen árið 1905. Þriðja nýjungin, sem Norð- menn komu fram með, var skutverksmiðjuskipið. Á þeim var hægt að draga hvalinn upp í skipið að aftan til „flensunar" og vinnslu. Þessi skip voru fyrst tekin í notkun 1925, og varð þessi aðferð til þess að hvalveiðar jukust gíf- urlega. Árið 1904 öfluðu N'Orðmenn 54.400 tunna af hvallýsi, en 1927 nam hvallýsismagnið 704.000 tunnum. 1930 hafði hið árlega hvaladráp náð töl- unni 30.000 og 1938 voru alls 54.664 hvalir veiddir. Áður fyrr var það hvalbein, sem menn urðu ríkir af, en síðar urðu það kjöt og lýsi, sem mest gaf í aðra hönd. Það sem til féll aukalega var nýtt til sápu- og snyrtivöru- gerðaæ. En þar kom, að hvalirnir voru drepnir hraðar en þeir gátu tímgast. Fyrsta tilraun- in í þá átt að koma á alþjóð- legri friðun var gerð á ára- tugnum fyrir heimsstyrjöld- ina síðari. Þá var veiðitím- inn fyrir verksmiðjuúthald styttur í 3 mánuði á ári. 1939 var Suðurhöfum að mestu lokað fyrir hvalveiðum. Að heimsstyrjöldinni síðari lokinni var stofnsett Alþjóða hvalveiðiráð, sem vann að því að takmarka veiðarnar, gegn harðri andspyrnu ýmissa landa. Bretland, Þýzkaland og Holland hættu hvalveiðum með öllu. Kvótakerfi, sem komið var á, deildi leyfilegum fjölda veiddra hvala milli Noregs, Sovétríkjanna og Jap an. Samkvæmt kvótanum fyrir þá vertíð, sem í hönd fer, er leyfilegt að veiða 3.200 hvali. Japanir fengu „úthlutað" 1.493 hvölum, Noregur 731 og Sovétríkin 967. Norska utan- ríkisráðuneytið hefur til þessa ekkert heyrt um hvort Sovét- menn eða Japanir muni reyna að ná í hinn fyrirsjáanlega ónotaða kvóta Noregs. Er Norðmenn skýra hvers vegna þeir hafa látið af hval- veiðum benda þeir á, að til úthaldsins hefði þurft ný skip, sem kostað hefðu um 4 milljónir Bandaríkjadala hvert. Þar að auki hafi verð á hvallýsi fallið úr 240 Bandaríkjadölum smálestin 1966 í um 100‘dali nú. Leiðangur verksmiðjuskips- ins Cosmos IV á síðustu hval- vertíð kostaði nær 180 millj. ísl. króna. Nær allt hvalkjöt- ið hafði verið selt, en ekkert af lýsinu. Nú er verið að breyta verk- smiðjuskipunum þannig að þau henti til annarra þarfa. Eitt þeirra hefur þannig verið gert að olíuborunarpramma, og leitar olíu á hafsbotni. - SJÓNARMIÐ Framhald af bls. 8 til stjómmálaskoðana. Hér er um að ræða grundvallarhagræðingu í þjóðlífinu. Tvö síðamefndu atriðin skýra sig sjálf. En ég vil gera nánari grein fyrir hugmyndum mínum um æskilega umdæma- og kjör- dæmaskipun. Umdæmin verði því sem næst þau sömu og núverandi kjör- dæmaskipun segir til um. Þau hafi sjálfsstjóm í ákveðnum málaflokkum. Ákveðin verka- skipting sé milli ríkisvaldsins og umdæmavaldsins. Innan þessa rammaverði þingmenn kosnir í einmenningskjördæmum. Reglur verði settar um þa'ð, hver af um- dæmunum teljist þéttbýlisum- dæmi og hver strjálbýlisumdæml Kjósendur í strjálbýlisumdæm- um hafi nokkru meiri atkvæðis- rétt en kjósendur í þéttbýlis- kjördæmum og verði ákveðin hlutföll þar á milli. Kjördæmin verði því sem næst jafn stór að kjósendafjölda og breytist milli kjörtímabila eftir reglum sam- kvæmt breyttum kjósendafjölda í kjördæmum og umdæmum, enda sé heildartala þingmanna stöðug. Þessar hugmyndir eru ekki eins róttækar og virðfist kann í fljótu bragði. Umdæmaskipunin er þegar tekin að þróast í þessa átt með samtökum sveitarfélaga innan nuverandi kjördæma. Það er stefnan, sem á að viðurkenna. Með aukinni sjálfsstjóm slíkra umdæma skapazt sjálfkrafa grundvöllur fyrir óhjákvæmilegt samstarf þingmanna um sameig- inleg hagsmimamál einmennings- kjördæma innan umdæmanna. Einkum með þessu tel ég, að náist fram bezta kjördæmaskipunin og þar me’ð aukið líf í stjómmálin og þær umbætur í stjómarhátt- um, sem auka muni gengi þeirra og virðingu, svo sem nauðsyn- legt er. BEZT að auglýsa í Morgunblaðinu VU kaupa einbýlishús lítið eða meðalstærð, helzt í gamla Austurbænum, Smáíbúðahverfi eða Hlíðahverfi. Tilboð með verði, ca. útborgun og staðsetningu afh. afgr. Morgunbl. merkt: „Einbýli — 6787“ sem fyrst. Fullkomin þag- mælska. HUSEIGENDUR! Hlöðum arineldstœði og veggi, inni og úti. Flísaleggjum. U tvegum Drápuhlíðargrjót. Mósaik og flísar í fjölbreyttu úrvali. Cefum bindandi verðtilboð DAVI Ð ÞO R ÐAR SO N múrarameistari. Hraunbraut 18 — Sími 42143.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.