Morgunblaðið - 31.10.1968, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 31.10.1968, Blaðsíða 26
26 MORGUNRLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1963 Aukaleikur um Reykja víkurmeistaratitilinn — óvæntur sigur Vals i gærkvöldi gegn Fram 8:5 AUKALEIK þarf tll að skera úr hvaða félag hlýtur Reykjavíkur- meistaratitilinn í handknattleik í ár. Valur sigraði Fram í gær- kvöld með 8-5 og hafa þessi tvö félög því jafn mörg stig að mót inu loknu, þar sem Valur hafði áður tapað fyrir Viking. Kom sigur Vais í gærkvöldi mjög á óvart, en hann var öruggur og verðskuidaður. Reyndar voru Arsenal vann 5:1 ARSENAL sigraði Blackpool í 5. umferð í bikarkeppni deild- arfélaga í fyrrakvöld með fimm mörkum gegn einu. Arser^l sótti strax í byrjun og áttu útherj- arnir Radford og Armstrong sér lega góðan leik. Þeir skoruðu tvö fyrstu mörkin með hjálp hvors annars. Síðar bætti Arm- strong við þriðja markinu, Simp- son skoraði það fjórða og Gould fimmta markið. Green skoraði eina mark Blackpools, sem hefur nú fallið út úr keppninni. Black- pool leikur í 2. deild. Aðrir leikir í 5. umferð bikar- keppni deildarfélaga í Englandi var leikin í gærkvöldi og urðu úrslit þessi: Bumley — Crystal Palace 2—0 Derby Co.—Swindon Town 1—1 Tottenham — Soutihampton 1—0 Sigurvegarar komast í undan- úrslit og verður þá leikið heima og heiman, eða tvöföld umferð. Sigurvegararnir í undanúrslitum leika svo til úrslita á Wembley- leikvanginum í marz 1969. Valsmenn heppnir í byrjun leiks ins, en þá áttu Framarar f jögur stangarskot. Valsmenn voru greinlega mjög ákveðnir í leiknum í gær, og sýndu sinn bezta leik um langan tíma. Langbesti maður liðsins var Ólafur Jónsson, en einnig átti Jón Karlsson ágætan leik. Liðið er nokkuð breytt frá því í fyrra og virðist þær síður en svo hafa verið til þess verra. Valur á vissuleiga góða möguleika á fs- landsmótinu í vetur. Framarar áttu heldur slakan dag í gær, og er mér nær að halda að þeir hafi verið einum of sigurvissir. Ing- ólfur var bezti mað-ur liðsins, en einnig áttu þer Björgvin og Sig- urður Einarsson all sæmilegan leik, en athyglisvert var að af 5 mörkum liðsins voru 4 skoruð af línu, en eitt úr vítakasti. Lít- ið bar því á stórskyítum Frany ara í þessum leik. Mörkin skor- uðu: Valur Ólafur Jónsson 3, Jón Karlsson 2, Hermann 2, Jón Ágústsson 1. Fram: Björgvin 3, Sigurður 7, Ingólfur 1. Víkingur—KR 17—10. Víkingar höfðu nokkra yfir- burði í þessum leik, og hefur liðinu farið mjög fram að und- anfömu. Áberandi er hvað fleiri menn liðsins eru nú virkir og hættulegir sónkarmenn en í fyrra. Leitt er að Vrkingur skuli leika í 2. deild í vetur. Beztu menn í liði Víkings voru þeir Þórarinn og Einar, en í KR-lið- inu átti Karl Jóhannsson beztan leik og virðist hann sjaldan hafa verið í eins góðu formi og nú. Mörkin skoruðu: Víkingur: Páll 4, Jón 3, Ólafur 3, Þórarinn 3, Einar 2, Sigfús 1, Rósmundur 1. KR: Karl 6, Geir 2, Gunnar 1. Ármann — hróttur 16—13. Ármenningar voru frískir í þessum leik, og má segja hið Vcalur Reykia- víkurmeistari SÍÐASTI leikur Reykjavíkur- I stúlkurnar með miklum yfirburð meistaramótsins í kvennaflokki um 11-3, og eru því Reykjavíkur fór fram í gærkvöld. Kepptu Val meistaTar 1968. Staða í hálfleik ur og Ármann og sigruðu Vals- I var 3-0. sama um þá og Víking, liðinu er að fara stórlega fram. Bezti mað ur liðsins er Ragnar, en einnig er Vilberg mjög efnilegur leik- maður. Halldór Bragason var beztur Þróttara í þessum leik, en Guðmundur Gústafsson áfti einn ig góðan leik í markinu, og varði t.d. þrjú vítaköst. Mörkin skor- uðu: Ármann: Ástþór 5, Ragn- ar 4, Vilberg 3, Hreinn 2, Ol- fert 2. Þróttur: Halldór Braga- son 7, Haukur 2, Kjartan 2, Hall dór Halldórsson 1 og Gunnar 1. stjl. Firmakeppni HINN 29. sept. lauk firmakeppni Golfklúbbs Suðurnesja á Hólms velli í Leiru. Alls tóku 64 fyrir- tæki þátt í keppninni. Keppnin var holukeppni með forgjöf. Til úrslita léku Fitjanesti og Járn- smíðaverkstæði Sverre Stein- grimsen og sigraði Fitjanesti, en fyrir það lék Jóhann Benedikts- son, en fyrir Sverre Stengrim- sen lék Sigurður Jónsson. Það getur ráðið úrslitum í leik FH og Fram í kvöld, hversu oft Sigurði Einarssyni tekst að leika sig lausan á línunni. Hann hef- ur oft reynzt FH hættulegur. Hér eru þeir Örn Hallsteinsson og Jón Gestur Vigggósson í baráttu við hann — en Sigurður er sloppinn í gegn. Leikur FH og Fram á Seltjarnarnesi: Taugastríð tveggja liða — og hundruða aðdáenda Ceir segir allt geta gerzt, en Cunnlaugur er viss um sigur Fram ÞAÐ er í kvöld sem FH og Fram heiðra íþróttafréttamenn með því að kanna styrkleika þessa tveggja forystufélaga í hand- knattleik hér á landi um mörg undanfarin ár. Leikurinn verður í nýbyggðu íþróttahúsi á Sel- tjamarnes og hefst kl. 20,30. For sala miða, sem eru af mjög skornum skammti, hófst í gær í búðum Lárusar Blöndaln, en verði eitthvað eftir, hefst sala við innganginn kl. 19,30. Heimsmeistararnir koma Landslið Tékka í handknattleik leikur tvo landsleiki hér í janúar TÉKKNESKU heimsmeistar- arnir í handknattleik koma hingað í janúar n.k. og leika tvo landsleiki við íslendinga, og fara leikimir fram 13. og 15. janúar. Tékknesku heims- meistararnir vom hér síðast á ferð í desember s.l. og unnu þá okkar landslið með litlum mun. Það er sjaldgæft að heimsmeistarar leiki á ís- landi og óþekkt að þeir komi hingað árlega ef svo má segja — en handknattleikurinn get- ur ein íþróttagreina á íslandi átt kappleiki við slíka. Samningar um hingaðkomu Tékka hafa staðið alllengi og hófust er Axel Einarsson form. OSÍ sat fund alþjóða handknattleikssamtoandsins í haust. Á því þingi riðluðust öil áform um landsleiki vetr- arins í Evrópu, þar sem hætt var við :HM undankeppnina í vetur og ýmsa landsleiki vegna innrásar Rússa og leppríkja þeirra í Tékkósló- vakíu. Úr því öngþveiti er þá skapaðist hefur áunnizt að Tékkar leika landsleiki við Svia 8. og 10. janúar og koma síðan til íslands 12. janúar og leika hér tvo landsleiki. Þetta er fagn- aðarefni öllum unnendum handknattleiks hérlendis. „Vertíðin“ hjá handknatit- leiksmönnum í vetur verður mjög stíf. 16. og 17. nóv. n.k. leika V-Þjóðverjar — eitt af toeztu landsliðum heims — hér tvo leiki. Spánverjar koma hingað - síðast í janúar eða í marz og er ekki endanlega um það sam ið. Fyrri hluta febrúar fer ísl. landsliðið utan til landsleiks við Dani og Svía og í sömu ferð leikur úrvalslið Reykja- víkur við úrvalslið Kaup- mannahafnar. Síðari hluta febrúar kemur svo danska liðið MK 31 í heim sókn til Valsmanna og leikur hér nokkra leiki. í hálfleik munu íþróttafrétta- menn takast á við úrvalslið kvenna um meistaraflokkum handknattleiksfélaganna í reip- togi. Það er vitað að dömurnar hafa krafta í fagurgerðum vöðv- um, en óráðin gáta er hvað í íþróttafréttamönnum býr. • Álit Geirs. í tilefni af leik FH og Fram í kvöld, sneri íþróttasíðan sér til tveggja leikmanna, Geirs Hall- steinssonar, FH, og Gunnlaugs Hjálmarssonar, Fram, og spurði þá, hvort þeir byggjust við tví- sýnum leik „Jú, ég býst ekki aðeins við tvísýnum leik, heldur einnig góð um leik“ sagði Geir. Hann bætti við: „Reynslan hefur sýnt, að aukaleikirnir milli FH og Fram eru mun betur leiknir en leik- irnir í íslandsmótinu. Þegar lið- in leika í mótinu eru þau oft þvingaðri og þora ekki að hætta á of mikið. Þessu er öðru vísi varið í aukaleikjunum. Þá er engin þrúgandi taugaspenna og liðin hafa meiri möguleika á að sýna beztu hliðar sínar. Um úr- slitin í kvöld vil ég engu spá. Það getur allt gerzt. • Gunnlaugur stórorður. Gunnlaugur Hjálmarsson bjóst ekki síður við spennandi leik. Hann sagði: „Ég veit, að FH hefur fullan hug á að sigra okk- ur. Við erum búnir að reita flestar skrautfjaðrirnar af FH- ingum. Sú eina, sem er eftir er sigur þeirra í útihandknattleiks- mótinu, en það er mót ,sem eng- inn leggur sérstaka áherzlu á að taka þátt í. Við skulum sjá, hvað gerist í kvöld. En óliklegt þyk- ir mér þó, að FH-ingum takist að sigra okkur innanhúss.“ Forsala aðgöngumiða er í bóka verzl. Lárusar Blöndalg í dag, en sala aðgöngumiða í íþróttahús- inu hefst kl. 19.30. Verð aðgöngu miða er stillt í hóf. Fyrir full- orðna kostar 75 krónur og 25 kr. fyrir börn. Sir Aif velur landslið SIR Alf Ramsey, einvaldurinn í enska landsliðinu í knattspyrnu, hefur valið 16 leikmenn til að leika fyrir England gegn Rúmen- íu í Búkarest n.k. miðvikudag 6. nóv. Það hefur vakið athygli að Sir Alf gengur fram hjá innherj- anum Jimmy Greaves og fram- verðinum Nobby Stiles. Landsliðið gegn Rúmenum verður sennilega ekki endanlega valið fyrr en á miðvikudagsmorg un, en hinir 16 leikmenn eru: Markverðir: Banks (Sitoke City) og West (Everton). Bakverðir: McNato (Arsenal), Nwton (Blackburn Rovers) og Wright (Everton). Framverðir: Hunter (Leeds Utd.), Labone (Everton), Moore (Wesit 'Ham) og Mullery (Totten ham). Framherjar: Ball (Everton), Bell (Manéhester City), Charl- ton (Manchester Utd.), Hunt (Liverpool), Hurst (Weat Ham), Peters (West Ham) og T'hompson (Liverpool).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.