Morgunblaðið - 31.10.1968, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.10.1968, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1968 (búðarhúsið að Stöð í Stöðvarfirði brann UM miðnæturleytið í fyrrinótt varð elds vart í íbúðarhúsinu á bænum Stöð, sem er annar tvegrgja fyrir botni Stöðvarfjarð ar. Fólk úr þorpinu á Stöðvar- firði brá hart við og tókst að slökkva eldinn á tveimur kiukku stundum. íbúðarhúsið er óíbúð- arhæft, en ekki talið ónýtt. Elds upptök munu vera frá miðstöðv artækjum. Á Stöð búa hjónin Jóhannes Ásbjörnsson og Guðný Þorbjörns dóttir. Tókst þeim að koma skila boðum um eldinn um síma og var brugðið hart við. Slökkvi- starf gekk eftir vonum vel og var vatn borið að í fötum. Gólf- ið í stofu hússins, sem er tvílyft gamalt steinhús, timburklætt að innan, brann mjög, en það er yfir miðstöðinni. í kjallara voru geymdir hjólbarðar og komst eld ur í þá. Sótaðist íbúðarhúsið allt mjög að innan og mikinn reyk og fýlu lagði frá eldinum. Er eldsins varð vart var frú Guðný gengin til náða, en Jó- hannes las í bók. Hefði hann verið sofnaður er trúlegt að meira tjón hefði orðið. Við slökkvistarf forðuðust menn að brjóta gler í gluggum, svo að ekki myndaðist dragsúg- ur í húsinu. Ekki mun innbú hafa orðið fyrir miklum skemmd um, því að því var bjargað að mestu út úr húsinu. Sprengíng varð í frystihúsinu BÚIZT er við að dómsrannsókn á hrunanum í frystihúsi Þórðar Óskarssonar á Akranesi hefjist í dag, en eins og kunnugt er brann hluti frystihússins til kaldra kola á þriðjudagsmorgun. I gær vann lögreglan að þvi að safna gögnum fyrir rannsóknina. Hermann Jónsson, fulltrúi bæj arfógetans á Akranesi, tjáði Mbl. í gær, að ekkert hefði enn kom- ið fram, er benti til eldsupptaka. Um kL 05 umrædda nótt, varð að því er virðist, sprenging í hús inu og heyrðist hún víða. Rúm- lega hálf sex, varð svo vart elds og var slökkviliðið þá kallað út með lúðrum. Það var komið á vettvang upp úr 06 og var þá húsið alelda. Nöfnum kynforeldra skal haldlð leyndum -t- Hœstirétfur staðfestir undirréttardóm í Lœknatalsmálinu HÆST1KÍ5TTUR staðfesti í gær undirréttardóm í svonefndu Læknatalsmáli, sem fjallaði um, hvort útgefendum leyfðist að birta nöfn kynioreldra án leyfis kjörforeldra. Læknir nokkur, er átti kjörbarn hafði látið leggja lögbann við útkomu ritsins „Læknar á íslandi“ og var lög- Sækir Hunnibol landsíund flokks síns — sem hefst á morgun FRAMKVÆMDASTJÓRN Al- þýðubandalagsins boðaði til blaðamannafundar í gær og gerði Ilaraldur Steinþórsson þar grein fyrir Landsfundi Alþýðu- bandalagsins, sem hefst í Sig- túni á morgun kl. 2. Haraldur sagði að áætlaður fjöldi fulltrúa væri 140 en þegar hefðu 120 tilkynnt þátttöku sína Aðalmál landsfundarins verða laga -og skipulagsmál og drög að stefnuskrá. Aðspurður um fjölda fulltrúa úr Norðurlandskjördæmi eystra sagði Haraldur að 3 hefðu tilkynnt þátttöku, félagið á Ak- ureyri hefði fellt með 36 atkv. geg.n 30 að senda fulltrúa en fund ir yrðu í kvöld á Húsavík og í Eyjafirði. Frá Vestfjörðum kæmu fulltrúar frá öllum félögum nema félaginu í Bolungarvík. Talsmaður fx-amkvæmdastjórn ar Alþbl. sagði, að skrifstofu samtakanna hefði engin tilkynn- ing borizt um það, hvort Hanni- bal ‘ Valdimarsson, formaður Alþbl. mundi sækja landsfund- inn. bannsúrskurðurinn staðfestur. Má því ekki birta nöfn kynfor. eldra mótmæli kjörforeldrar. Hæstiréttur taldi að samkvæmt grundvallarreglum laga um þagn arrétt um einkalíf, eigi umrædd- ur læknir heimtingu á því að nöfn kynforeldra séu ekki birt í bókinni „Læknar á íslandi“. Samkvæmt upplýsingum Mbl. mun vera svipað ástatt um 30 til 40 lækna, sem getið er I ritinu. 6 dagar tíl stefnu — Kaupið miðu — Gerið skil NÚ eru aðeins sex dagar þar til dregið verður í hinu glæsilega bílahappdrætti Sjálfstæðisflokks ins. Vinningar eru tveir Merced- es Benz fólksbílar og verðmæti þeirra er rétt undir milljón. Verð happdrættismiðanna er á hinn bóginn aðeins 100 krónur. Sjálfstæðismenn hafa fengið senda miða í þessu landshapp- drætti, og eru margir búnir að gera skil nú þegar. En betur má ef duga skal. Eru því þeir, sem enn eiga eftir að gera skil, hvatt- ir til að gera það hið fyrsta. Skrifstofa happdrættisins er í Sjálfstæðishúsinu við Austur- völl. Þar eru miðar einnig til sölu, og eins í happdrættisbíl- unum sjálfum, þar sem þeir standa í Austurstræti. Aukin þjónusta bíladeildar SÍS UM þessar mundir standa fyrir dyrum allverulegar breytingar á starfsemi bíladeildar Sambands fslenzkra samvinnufélaga, að því er segir í fréttatilkynningu frá Véladeild SfS. Tilgangurinn mun "vera þrí- þættur, að stuðla að bættri vara hlutaþjónustu fyrir eigendur Chevrolet, Opel, Vauxhall og Bedford-bifreiða, bættri aðstöðu á sölu bifreiða og sölu á notuð- um bifreiðum, en slíka aðstöðu hefur bíladeildin ekki haft til þessa. Brátt mun tekinn í notkun 300 fermetra sýningarsalur fyrir bíla sölu deildarinnar að Ármúla 3. Munu þá kaupendur nýrra bíla geta selt gömlu bílana sina hjá bíladeildinni. Sýning Jóhann- esar í HR-salnum SBLZT hafa 10 myndir af 31 á sýningu Jóhannesar Jóhannes- sonar í HR-salnum á 2 .hæð húss ins Brautarholt 2. Myndirnar eru allar málaðar í olíu. Sýning- unni lýkur á sunnudagskvöld og hún er opin dag hvern frá kl. 09 t.il 22. / BORGARNESI ÁRSHÁTÍÐ Sj álfstæðisf élag- anna í Mýra- og Borgarfjarðar- sýslu verður haldin laugardag- inn 2. nóvember að Hótel Borg arness og hefst kl. 20. Pálmi Jóns son, aliþingismaður flytur ræðu, og að venju verður sameigin- legt borðhald og ýmsir skemmti- þættir fluttir meðan á snæðingi stendur. Á eftir verður dansað og leik- ur hljómsveitin Fjarkar fyrir dansinum. Vínskammtur minnkaður — I 3 sentilítra úr 4 — Álagning vínveitingahúsanna á vjn er nú 110 prósent VÍNSKAMMTUR í vinveitinga- húsum mun hækka í næstu viku um það bil 33%. Vínskammtur- inn mun þó kosta hið sama og áður, en magn hans minnkað úr 4 sentilítrum í 3. Verðhækkun þessi hefur þegar hlotið sam- Vélarbilun líkleg orsök f lugslyssins — í flugvélinni, sem íslenzki flugmaður- inn fórst með i Suður-Ameríku SVO sem fyrr hefur verið greint frá í Morgunblaðinu, fórst íslenzk ur flugmaður, Hans Ágústsson, í flugslysi í hollenzku Guiana í Suður-Ámeríku sl. föstudag. Vélin var af gerðinnii DC-3 og var eign hollenzka flugfélags- ins KLM og sú síðasta af þessari tegund í eigu félagsins. Áhöfn vélarinnar, 5 manns, vann við að setja staðarnöfn á kort í sambandi við landmæling ar, en þetta verk var unnið með styrk frá Alþjóðastofnuninni. 2 af 5 manna áhöfn komust lífs af Flugvélin hélt af stað í könn- unarflug sl. fÖ3tudagsmorgun og heyrðist síðast til hennar kl. 9.10 um morguninn og virtist þá allt vera í bezta lagi Strax og vélarinnar var aakn að, þegar hún kom ekki til lend- ingar á áætluðum tíma og sam- band náðist ekki, var hafin leit að vélinni með 4 flugvélum og þar af einni þyrlu. Á laugardaginn fannst vélin í þéttum frumskógi við fjallið Taf elberg. Var þyrlan send til þess að lenda hjá flakinu, þar eð mjög örðugt var að komast að því á annan hátt og bjargaði þyrlan þeim tveim sem lifðu af flugslys- ið. Þeir tveir, sem eftir lifðu meiddust mjög lítið, en þeir voru staddir aftast í vélinni, þegar slysið varð. Sérstök rannsóknarnefnd frá Hollandi hefur verið send á slys- staðinn til þess að kanna orsak- ir slyssins, en við fyrstu athug- un telja rannsóknarmenn að ann ar mótorinn hafi stöðvast og hafi það orsakað slysið. þykki, en eftir er að ganga frá reglugerðarbreytingu og hefur staðið á þvi að skammtamælar hafi komizt til landsins og verða þeir síðan löggiltir.. Ólafur Walter Stefánsson, full- trúi í dómsmálaráðuneytinu, sagði í viðtali við Mbl. í gær, að veitingahúsaeigendur hefðu lengi barizt fyrir hækkun álagningar á vín, en til þessa hefur ekki verið gengið að kröf- um þeirra. Frá því í fyrra hefur álagningin minnkað í prósent- tölu tvisvar við hækkun áfengis, þótt hún hafi haldizt að krónu- tölu. Nú hefur verið fallizt á að vínskammturinn verði minnkað- ur, en verðið haldist óbreytt. Samhliða þessu hafa veitinga húsaeigendur fallizt á að hækka ekki matarverð, enda hafa þeir þegar auglýst það óbreytt í aug- lýsingapésum ferðaskrifstofanna fyrir næsta sumar. Hækkun vínverðsins hefur enn ekki kom- ið til framkvæmda, vegna þess að magnmælar eru enn ekki komnir til landsins. Þá verður gerð krafa um löggildingu þeirra. Fyrir þessum breytingum hef ur álagningin á vinskammt ver- ið ærið mismunandi eftir vin- tegundum og var hún í sumum tilfellum komin niður í 56%. Nú verður hún jöfnuð, þannig að hún verður 110% á allar vínteg- undir. Um leið er fellt inn í álagninguna 2.5% gjald, er greiða átti ýmis konar útgjöld. Þá skal taka fram að þegar talað er um 110% álagningu á vínskammt er þjónustugjald ekki innifalið. Þjónninn leggur 15% ofan á vínverðið frá hús- Kranosljóri féhk raflost SLYS varð við Krossamýri — austan Elliðaáa í gær, er bóma á krana rakst í háspennulínu, er liggur að Áburðarverksmiðjunni. Slasaðist ökumaður kranans og var færður í Slysavarðstofuna. Slysið var með þeim hætti, að maðurinn ætlaði að færa kran- ann. Er hann ætlaði að hemla, s'átu hemlarnir frosnir og rann kraninn á háspennulínuna, sem er 33000 volt. Lítið álag var þó á línunni, aðeins 1500 kílówött í stað 16000 venjulega. Raflostfð var þó svo mikið að maðurinn missti meðvitund, en gúmhjólbarðar kranans munu hafa bjargað honum. Öryggi í Elliðaárstöðinni rauf straummn þegar í stað, en jörð umhverfis kranann sviðnaði. Vonzkuveður og erfitt um snjómokstur ÁSTAND vega var óbreytt í gær kvöldi frá því er sagt var í Mbl. í gær, nema hvað verið var að ryðja snjó af Ólafsfjarðarvegi fyrir Ólafsfjarðarmúla. Vonzku- veður var bæði á Vestfjörðum og Austfjörðum í gær og því ekk ert hægt að aðhafazt við snjó- mokstur. Á Norðurlandi voru allir veg- ir færir, nema Siglufjarðarvegur, sem var tepptur í skriðunum við Strákaveg. Hættir veginum þar mest til þess að teppast. Slys á Reykjalundi SLYS varð í eldhúsinu á Reykja- lundi í Mosfellssveit í gær er aðstoðarstúlka, sem var að saga kjöt, fór í sögina og skarst illa á hendi. Stúlkan var flutt í Slysa varðstofuna, en síðan í Lands- spítaiann. inn að mæta ekki Blaðinu barst í gær eftir- | farandi yfirlýsing frá Birni j Þorsteinssyni, formanni ís- . lenzk-Tékkneska félagsins: ' Leiðarahöfundur Morgun-1 I blaðsins dróttar dálítið óþyrmi ( lega að dr. Gylfa Þ. Gísla- 1 syni, menntamálaráðherra, í ’ | dag, 30. okt., að hann hafi1 , látið stjórnast af óskiljanlegu | diplómati, er hann sótti ekki , I fund Íslenzk-Tékkneska félags ' I ins á mánudagskvöld sl. Það \ skal upplýst, að dr. Gylf i | bauðst til þess að sækja fund | inn, en var beðinn að gera' I það ekki af aðilum, sem hann ' hlaut að virða eins og sakir j stóðu. Björn Þorsteinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.