Morgunblaðið - 31.10.1968, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.10.1968, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1968 Mál drykkjusjúklinga FYRRI hluti fyrirlesturs Stein- ars Guðmundssonar á geðheil- brigðisviku Tengla. Erindi þessu hefir verið valið nafnið MÁL DRYKKJUSJÚKL- INGA Á ÍSLANDL Til að geta gert þessu máli nokkur skil, varð ég að skil- greina hvað ég álít að almennt sé átt við með orðinu „drykkju- sjúklingur" og einnig hvaða merkingu ég legg sjálfur í það orð. Flestir mundu segja að drykkjusjúklingur sé maður sem ræður ekki við drykkjufýsn sína. Að vissu leyti get ég fallizt á þetta, en þó ekki án athuga- semda. Mér virðist mjög hæpið að binata hugtak er á við það ástand sem á erlendu máli er kallað alkoholismi, við orðið „drykkja", hvað þá heldur „drykkjusýki“. Það kemur fram sem ljótt og fráhrindandi orð, sem auk þess er villandi, því alko- holistinn leitar í fæstum tilfell- um fyrst og fremst eftir því að „skola einhverju niður kverk- arnar — hann er miklu frekar að leita þeirra töfra sem í næsta sopa kunna að felast. En leynd- ardómur ástríðunnar fellst ætíð í flöskunni sem næst verður opn uð. í þessu er áfengisástríðan ekkert frábrugðin öðrum þeim ástríðum sem reynt er að breiða yfir af því að við þær verður ekki ráðið með skynseminni einni saman. Drykkjuskapur er svo marg- víslegur, og eðli hans slíkt, að alkoholisminn fær aldrei heiðar- lega málsmeðferð verði honum gefið þetta handahófs nafn — drykkjusýki. Allir vita að meirihluti þjóð- arinnar viðurkennir að til er sú drykkja sem talin er eðlileg, og sem talið er að engan varði um annan en þann sem hana iðkar, — á ég hér við svokallaða sam- kvæmisdrykkju, — eða áfengis- notkun í ígripum, sem í fram- kvæmd er aðeins ívaf annars tím stundagamans, og verður ekki upprætt þótt segja megi að slík drykkja gefi sjúkum fordæmi, — og öðrum átyllu. En ég verð líka hér að slá vamagla, því með orð inu samkvæmisdrykkja á ég alls ekki við hina svokölluðu „hóf- drykkju“ nema að litlu leyti — en að því kem ég síðar. Mér finnst sem ég verði að af- greiða svolítið betur frá mér orð ið „drykkjusýki“, og „drykkju- sjúklingur" — þótt mér verði það á að grípa sjálfur til þeirra stundum. Mér finnst sem þessi orð teymi hugann frá áhrifa- svæði áfengisins til athafnarinn- ar sem felst í því að neyta þess, og bjóða þau því strax heim hinu gamla óleysanlega þjarki um áfengi eða áfengi ekki — drykkju eða ekki drykkju. Drykkjuathöfnin verður aldrei slegin út — það vitum við öll — hún verður aldrei slegin út með beinni sókn, því ætíð er hægt að benda á mýmörg dæmi skað lausrar drykkju, sem engan ut- anaðkomandi varðar hið minnsta um. Það er því óhugsandi að mað ur nái samstöðu þjóðarinnar til aðgerða gegn ofdrykkju og alko holisma ef byrjað er á því að beina huganum að sjálfri neyzlu áfengisins — drykkjusjúkling- um og drykkjusýki. Við skulum því ýta þessum orðum úr forsæti, og setja í þeirra stað útlenzku orðin alko- holismi og alkoholisti. Við höf- Steinar Guðmundsson. um notað þessi „isma“orð áður — í öðrum tilfellum — og tek- ist vel. Er það ekki einmitt þessi „ismi“ áfengisáhrifanna — þessi óskiljanlega náttúra, sem lækn- ar og sálfræðingar eru sífellt að kafa eftir — þessi náttúra sem slær einn flatan meðan annar leikur sér — er það ekki ein- mitt þessi náttúra áefngisins — þessi „ismi“ eða „kennd“ sem felur í sér þann bölvald sem af áfengisnotkun getur leitt. Við skulum þá aftur snúa okk ur að verkefninu, og kalla það „mál ofdrykkjumanna á íslandi“ í stað drykkjusjúklinga. Frá þjóðfélagslegu sjónarmiði tel ég að ekki verði ráðist gegn alkoholisma nema annarri of- drykkju verði tekin tök jafn- framt, því í framkvæmd er alko holismi og ofdrykkja svo sam- ofin að ekki verður þar í milli skilið í fljótheitum, enda ástæðu laust að reyna það. ALKOHOLISMI meðfæddur alkoholismi áunnin alkoholismi flótti til alkoholisma OFDRYKKJA þjór auðnuleysi hófdrykkja — plús — KAU PM AN N ASAMTÖK ÍSLANDS Félng söluturnoeigendn Aðalfundur félagsins er í kvöld, fimmtudag 31. okt. kl. 20.30 á skrifstofu K. L, Marar- götu 2. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Rætt um lokunartíma sölubúða. 3. Skýrt frá samningaviðræðum við sælgætisverksmiðjur innan Félags ísl. iðnrekenda. STJÓRNIN. á Islandi UERK RÐ umnn Byggjum geðdcildir. Menntum siarísfólk. um við þær, væri málið mun auðveldara viðfangs en raun er á. En ýmiskonar ofdrykkja önn ur, sér fyrir því að það er ekki hægt. Til ofdrykkja tel ég „þjór“. Þjórararnir eiga það sameiginlegt að þeir þola áfengisáhrifin bet- ur og lengur en venjulegum aft- urbatabyttum eins og mér er skiljanlegt. Þeir geta e.t.v. drukk ið 7 daga vikunnar árum eða jafnvel áratugum saman, og hætt svo einn góðan veðurdag, bara af því, að læknirinn þeirra sagði þeim að nú væri nóg komið, —• eða þá að heimilið hafi verið komið á vonarvöl, — því það er dýrt að drekka. Ég get vel fallist á að kalla þessa menn áfengissjúklinga, en alkoholistar eru þeir ekki, I venjulegum skilningi, þvl stig- Framhald á bls. 19 ÚTBOÐ Af reynslunni þykist ég geta greint alkoholisma í þrjár læn- ur: 1. Meðfæddur. Meðfæddan tel ég þann alkoholisma vera þegar viðkomandi sýnir einkenni alko- holista strax á 1. eða öðru ári eftir að hann fer að smakka það. En einkennin eru þau að svo framarlega sem hann finnur til áfengisáhrifa getur hann sjálf ur ekki ákveðið hve mikið hann drekkur eða hvenær hann hætt- ir — og eftirá er hann ekki dóm bær á þennan kvilla. 2. Áunnin tel ég þann alkohol- isma vera, sem menn afla sér með ofdrykkju. Þetta fólk hefir árum saman sótt í áfengið sem nautnameðal, og smám saman brotið niður þær varnir gegn eituráhrifunum, sem náttúran gaf þeim í vöggugjöf. Venjulega tekur þetta skemmdarstarf 10— 20 ár. Á þessu tíu ára tímabili átta flestir sig, en alkoholisminn hefir þá tekið völdin — og af sjálfsdáðun ráða þeir ekki við framhaldið. 3. Flótti til alkóholisma. Ég á þar við þá sem vitandi eða óaf- vitandi leita á náðir áfengisáhrif anna á flótta sínum undan fargi sem á þá leggst vegna ýmiskonar skapgerðarkvilla. Þeir eru á flótta undan raunveruleikanum, — sínum eigin raunveruleika. Þeir sjá fjall á veginum þar sem ekkert fjall er — þeir halda að þeir séu öðruvísi en aðrir menn þótt aðrir geti ekki greint það — þeir gefast upp fyrir ofur- þunga imyndaðra óyfirstígan- legra vandræðna, og leita á náð- ir áfengisins — fyrst til að hressa sig — síðar til að njóta algleymis —og loks af þörf alkoholistans. Er það ekki einmitt sjúkdómur þessara manna sem Alfreð Gísla son átti við í framsöguerindi sínu hér í fyrradag — og hann kall- aði „geðveilu". Þessi hópur manna er langfjölmennastur með al alkoholista, þótt áberandi sé, að alkoholistar í afturbata kjósi helzt að teljast til miðflokksins. Efast svo einhver um að um- ræður um ofdrykkju og alkohol isma eigi erindi í Geðheilbrigðis arvikuna? Ef hægt væri að einangra alko holismann við þessar uppsprett- ur, og miða aðgerðir gegn hon- Tilboð óskast í að byggja í fokhelt ástaind eiinbýlishúsiO Austungerði 5, Reykjavík. Útboðsgagna má vitja á Teiknistofuna Óðinstongi s/f, Óðinsgötu 7, 2000 kr. skilatrygiginig. Tilboðin verða opnuð á teiknistofunind Óðinstongi s/f fimmtudagiinin 7. nóvember kl. 11.00 f.h.________________________ Gólfklæðning frá DLW er heimskunn gæðavara. GÓLFDÚKAR GÓLFFLÍSAR GÓLFTEPPI við allra hæfi. Munið merkið er trygging yðar fyrir beztu fáanlegri gólfklæðningu. Deutsche Linoleum Werke AG Vegnn mikillor oðsóknor framlengist sýningin í húsakynnum Bygg- ingaþjónustunnar, Laugavegi 26, um eina viku til 9. nóv. n.k. Sýningin er opin mánud. til föstud. frá kl. 1—6 e.h. og laugardaga frá kl. 10—12 f.h. Séra Friðrik Friðriksson Snlmor — Kvæði Söngvnr Fyrsta raunverulega ljóðasafn sem gefið hef- ir verið út eftir séra Friðrik. — Formdli eftir séra Sigurjón Guðjóns- son. Fæst hjó bóksölum. Verð krónur 350,oo BÖKAGERÐIN LILJA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.